Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ EIR sem halda um stjórnartaumana hverju sinni, í ríkis- stjórn, á Alþingi og í sveitarstjórnum hafa þýðingarmiklu hlut- verki að gegna. Þeir bera ábyrgðina á því að mannrétt- indi barna séu virt samkvæmt landslögum og alþjóðasamningum, og þeim ber að tryggja að hver ein- staklingur njóti þessara réttinda. Þótt margt hafi áunnist á liðnum árum er enn langt í land með að tryggja sérhverju barni þann rétt sem því ber. Á það ekki síst við framkvæmd laga,“ segir Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, í að- faraorðum ársskýrslu umboðs- manns fyrir síðasta ár, en skýrslan kom út í vikunni. Umboðsmaður barna tilgreinir í aðfaraorðunum sérstaklega þau svið, þar sem pottur er brotinn og segir að lagabókstafurinn dugi skammt ef honum sé ekki vel og markvisst fylgt eftir. Hvernig framkvæmd laganna sé háttað skipti sköpum. „Í 14. grein útvarps- laga er t.d. að finna nýtt ákvæði sem fjallar um vernd barna gegn óheimilu efni. Þar kemur m.a. fram að sjónvarpsstöðvum er óheimilt að senda út dagskrárefni, þar á meðal auglýsingar, sem gæti haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi dag- skrárefni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi, á þeim dag- skrártíma sem hætta er á að börn sjái viðkomandi efni. Miðað við þær ábendingar, sem borist hafa á þeim tveimur árum frá því að lögin tóku gildi, mætti ætla að forsvarsmönn- um sjónvarpsstöðva væri ókunnugt um efni þessarar lagagreinar,“ seg- ir umboðsmaður barna. Í skýrslu umboðsmanns barna kemur fram að árið 2000 hafi verið leitað eftir svörum menntamála- ráðuneytis og óskað eftir upplýs- ingum um hvenær mætti vænta setningar reglna um framkvæmd þessarar greinar útvarpslaganna. Þá var svarið að undirbúningur að setningu slíkra reglna stæði yfir. Á síðasta ári ítrekaði umboðs- maður erindi sitt, auk þess að óska eftir upplýsingum um hvort og þá hvenær stæði til að setja reglur um skoðun tölvuforrita, sem hafa að geyma gagnvirka leiki, og vísaði umboðsmaður þar til skoðunar kvikmynda og banns við ofbeld- ismyndum. Samkvæmt upplýsingum um- boðsmanns barna í liðinni viku var í janúar á þessu ári gefin út reglu- gerð um útvarpsstarfsemi. Þar er nú að finna ákvæði um auglýsingar og börn og bann við útsendingu dagskrárefnis, þ.á m. auglýsinga, einkum og sér í lagi dagskrárefni/ auglýsingum, sem fela í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi, á þeim dagskrártíma sem hætta er á að börn sjái viðkomandi efni, eða fyrir kl. 23. Þá segir umboðsmaður barna í skýrslu sinni, að áfengisauglýsing- ar, ekki síst bjórauglýsingar, færist stöðugt í aukana, þrátt fyrir skýrt bann í áfengislögum um birtingu slíkra auglýsinga. „Hvar er eftirlit- ið með því, að þessum lögum sé framfylgt?“ spyr Þórhildur Líndal. 1.100 erindi á ári Af ársskýrslu umboðsmanns má ráða að starfsemi embættisins er viðamikil. Á síðasta ári bárust 928 símaerindi, en skrifleg erindi voru 172 og voru erindi því alls 1.100 á einu ári. Símaerindum fækkaði lít- illega milli ára, en á móti kom, að fleiri sendu inn skrifleg erindi og var aukninguna helst að rekja til meiri notkunar tölvupósts. Að auki kom fólk til viðtals á skrifstofu embættisins, þar sem sú vinnuregla er í gildi að tekið er á móti börnum hvenær sem er á skrifstofutíma, en aðrir þurfa að panta viðtalstíma. Börnin hafa því óskoraðan forgang. „Sem fyrr er reyndin sú að flest erinda þeirra, sem berast embætt- inu, varða einstök börn. Þótt um- boðsmanni sé ekki heimilt að taka slík mál til sérstakrar meðferðar er eftir fremsta megni reynt að gefa öllum, sem til skrifstofunnar leita, ráð og leiðbeiningar um hvert þeir geta snúið sér til að fá einhverja úrlausn mála sinna,“ segir í skýrsl- unni. Þar kemur einnig fram að mörg erindi einstaklinga hafi al- menna skírskotun og geti því leitt til afskipta umboðsmanns. Niðurstaða eftir 21 mánuð Í ársskýrslu umboðsmanns barna segir að þau mál sem umboðsmað- ur taki til meðferðar séu í flestum tilvikum mikil að umfangi og krefj- ist viðamikillar vinnu, svo sem öfl- unar munnlegra og skriflegra upp- lýsinga frá ráðuneytum, stofnunum og fyrirtækjum innanlands, auk þess sem leita þurfi fanga utan landsteinanna. „Enn er því miður algengt að ganga þurfi eftir svörum frá ráðuneytum og stofnunum við erindum embættisins.“ Ýmis dæmi um slíka erfiðleika er að finna í ársskýrslu umboðsmanns barna, m.a. þar sem fjallað er um börn og auglýsingar. Umboðsmað- ur hefur, að því er fram kemur í skýrslunni, beitt sér fyrir því allt frá 1999 að samkeppnisráð setji nánari reglur um framkvæmd 22. greinar samkeppnislaga. Sú laga- grein kveður m.a. á um að auglýs- ingar megi á engan hátt misbjóða börnum, í þeim verði að sýna sér- staka varkárni vegna trúgirni barna og unglinga og áhrifa á þau og loks að komi börn fram í auglýs- ingum skuli þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er. Umboðsmaður barna telur brýnt að settar verði nánari reglur sem tryggi börnum yngri en 18 ára lág- marksvernd sem þau eiga rétt til í þessum efnum af hálfu stjórnvalda og hefur skorað á iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið að beita sér fyrir að samkeppnisráð setji slíkar regl- ur. Jafnframt spurði umboðsmaður ráðuneytið hvort vilji væri til að þýða og staðfæra danskan bækling, er hefur að geyma leiðbeiningar um börn og auglýsingar frá um- boðsmanni neytenda í Danmörku. Erindi þetta ítrekaði umboðs- maður barna við iðnaðar- og við- skiptaráðherra í mars 2001, en þá höfðu engin svör borist við fyrra erindi, sem sent var tæpum 16 mánuðum fyrr. Rúmum fimm mán- uðum síðar, í ágúst 2001, svaraði ráðuneytið og sagði Samkeppnis- stofnun ekki telja sérstaka þörf á Umboðsmanni barna berast 1.100 erindi á ári Algengt að ganga þurfi eftir svörum r Margt hefur áunnist í réttindamálum barna á liðnum árum, en enn er langt í land með að tryggja sérhverju barni þann rétt sem því ber, segir umboðsmaður barna. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér ársskýrslu umboðsmanns. Leikið í rigningu. Dæmi um símaerindi er varða barnavernd og heilbrigðismál  Í brennidepli eru erindi er varða starfsaðferðir lögreglu. Nokkuð er spurt um heimild til töku þvagsýna hjá nemendum af hálfu starfsfólks skóla. Einn- ig er spurt um rétt til líkams- leitar þegar í hlut eiga ósak- hæf börn.  Nokkrir hringdu og kvörtuðu vegna starfsaðferða barna- verndarnefnda.  Óskað var upplýsinga um til- kynningaskyldu fólks ef grun- ur er um slæman aðbúnað barna á heimili, sem og nafn- leynd þess sem tilkynnir.  Beðið um ráð, hvert skuli leita vegna ofbeldis gagnvart börn- um á heimili.  Spurt um réttindi stúlkna til að ganga með barn, í trássi við vilja foreldra sinna.  Ennfremur réttindi ungra stúlkna til að fá neyðargetn- aðarvörn án vitundar foreldra sinna.  Spurt um kynlífsaldur og við- urlög við því að stunda kynlíf undir þeim aldri.  Enn er spurt um ferðir ólög- ráða barna til útlanda á eigin vegum.  Nokkur símtöl vegna útivist- artíma barna og unglinga.  Spurt um rétt kynforeldra, sem og ömmu og afa til um- gengni við barn í varanlegu fóstri.  Kvartað yfir litlum stuðningi við foreldra fatlaðra barna og bent á erfiða stöðu einstæðra foreldra langveikra barna t.d. hvað varðar stuðnings- fjölskyldur.  Margir hringja og benda á að ýmislegt megi betur fara í málefnum misþroska barna svo og langveikra.  Bent á að vegna lítillar endur- greiðslu við tannréttingar barna geti efnaminni foreldrar ekki farið með börn sín í tann- réttingar. Dæmi um símaerindi til um- boðsmanns barna, sem varða fjölskylduna í samfélaginu  Enn sem fyrr eru umgengn- ismálin í brennidepli. Í flestum tilvikum eru það forsjárlausir foreldrar sem hringja, en einn- ig ömmur og afar, sem kvarta yfir því að ekki sé kveðið á um umgengni við barnabörn í barnalögum.  Spurt er hvað sé til ráða þegar foreldri neitar að umgangast barn sitt.  Einnig er áfram spurt um inn- tak sameiginlegrar forsjár og m.a. kvartað yfir skorti á upp- lýsingum um það fyrirkomu- lag.  Spurt um forsjá barns eftir andlát forsjáraðila.  Enn er kvartað yfir seinagangi í forsjármálum.  Ennfremur er spurt um tals- mann fyrir börn í erfiðum um- gengnis- og forsjárdeilu- málum.  Erindum er varða umgengn- isrétt stjúpforeldris við börn maka eftir skilnað hefur fjölg- að.  Spurt er um rétt forsjárlauss foreldris til upplýsingar um barn í leikskóla og grunnskóla og hringja bæði foreldrar og starfsfólk skólanna til að fá fræðslu um þetta.  Mikið spurt um skiptingu á ferðakostnaði barns vegna umgengni við forsjárlaust for- eldri. Einnig umgengni barns við foreldri sem búsett er er- lendis.  Mikið er hringt og kvartað yfir misræmi í löggjöf varðandi börn, og er þá sérstaklega bent á barnabætur.  Ávallt koma erindi í kringum fermingar á vorin þar sem spurt er um þátttöku for- sjárlauss foreldris í ferming- arkostnaði.  Ennfremur er spurt um skipt- ingu kostnaðar milli foreldra þegar barn þarf á tannrétt- ingum að halda.  Faðir vill sanna faðerni sitt, en móðir neitar að feðra barnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.