Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhann Valdi-mar Guðmunds- son var fæddur í Gilhaga í Hrútafirði 22. apríl 1921. Hann andaðist á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga hinn 12. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Þórð- arson frá Græn- umýrartungu, f. 22.11. 1882, d. 29.3. 1962, smiður og bóndi í Gilhaga og á Borðeyri, og Ragnheiður Guð- björg Sigurðardóttir, f. 28.10. 1885, d. 2.11. 1946, frá Junk- aragerði í Höfnum, en hún var seinni kona Guðmundar. Systkini Jóhanns eru: Ragnar, Sigurrós (látin), Fanney (látin), Þórður brandur Ólafsson. 4) Margrét, f. 26.12. 1960, maki Kári Ólafsson og eiga þau þrjú börn. 5) Páll, f. 15.7. 1964, maki Helga Kristín Sigurðardóttir og eiga þau þrjú börn. 6) Ragnheiður Guðbjörg, f. 7.12. 1967, maki Ísleifur Erlings- son og eiga þau þrjár dætur. Alls eru afkomendur þeirra Jó- hanns og Sigríðar 30. Ársgamall var Jóhann látinn í fóstur til Guðrúnar Finnboga- dóttur og Halldórs Ólafssonar á Fögrubrekku í Hrútafirði. Einkadóttir þeirra hjóna og upp- eldissystir Jóhanns, Finnboga Sigríður Halldórsdóttir, lést fyrr á þessu ári, en milli þeirra hélst allt tíð systkinasamband. Jóhann fluttist til Reykjavíkur 1946 og vann við símavinnu eða til 1948 að hann hóf störf hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og starfaði þar um nærfellt 40 ára skeið. Á þeim tíma starfaði hann einnig yfir tvo áratugi hjá Stál- iðjunni í Kópavogi. Útför Jóhanns fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. (látinn), Þórir (lát- inn), Gunnar, Bergur og Óskar Hrútfjörð. Hálfbróðir þeirra systkina, samfeðra, var Jón Stefán (lát- inn). Hinn 30. júní 1951 kvæntist Jóhann Kristjönu Sigríði Pálsdóttur, f. 7. mars 1931. Börn þeirra eru: 1) Helgi Vilberg, f. 22.5. 1952, maki Sigurdís Þorláks- dóttir og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. 2) Sigurður Svan- berg, f. 11.4. 1954, maki Krist- rún Erlendsdóttir og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn. 3) Guðrún, f. 21.6. 1958, og á hún fjögur börn og eitt barnabarn, sambýlismaður hennar er Guð- Ég fer þegar kallið kemur. Það komið getur fljótt. Nótt við daginn nemur, um nætur verður rótt Ég viðbúinn vil vera, oft vaki fram á nótt. Ég fer þegar kallið kemur, það kemur stundum fljótt. (Hermann Daníelsson.) Elskulegur faðir okkar er látinn. Við erum sex systkinin og það segir sig sjálft að margt hefur komið upp á og ýmislegt skeð sem vert er að minn- ast. En hvar á að byrja? Þegar við vorum að alast upp var pabbi að vinna allar helgar og langt fram á kvöld, því talsvert hefur þurft til að framfleyta svona stórum hópi. Hann var laghent- ur við bílaviðgerðir og kenndi sonum sínum að gera við bílana sína sjálfir. Oft þegar maður kom heim úr skól- anum og pabbi átti frívakt sá maður fæturna á honum standa undan bíln- um upp við gangstéttina, eða fann gír- kassann uppi á eldhúsborðinu inni. Ekki var nú viðgerðaraðstaðan önnur en það. En þessi lagni hefur verið ein- kenni í fjöskyldunni lengi. Bræður hans nokkrir eru bílaviðgerðarmenn og Guðmundur faðir hans var lista- smiður svo enn er í minnum haft. Eftir að við fórum að fullorðnast og stofna okkar eigin fjöskyldu var það oft sem stórfjölskyldan kom saman að sumrinu í sumarbústöðum og var þá oft glatt á hjalla. Það var æði oft sem farið var út í upprifjanir á skondnum atvikum æskunnar. Pabbi var alltaf miðdepillinn í þessum umræðum. Við eigum óneitanlega margar glaðar æskuminningar systkinin. Við erum þakklát fyrir það uppeldi sem við hlutum og það eru líka forréttindi að alast upp í stórum hópi. Okkur eru minnisstæðastar ferð- irnar að sumrinu norður í Hrútafjörð. Þá tók það mestallan daginn að ferðast norður yfir Holtavörðuheiði. Í Hæðarsteinsbrekkunni, þar sem sýslumörk Mýra-og Strandasýslu mætast, skrúfaði pabbi alltaf niður rúðuna, dró djúpt andann að sér og sagði: „Það var mikið að maður fékk almennilegt loft í lungun.“ Hann lýsti eitt sinn lögun Holtavörðuheiðarinn- ar eins og hún væri lax á þurru landi. Maður ók upp á heiðarsporðinn, síðan áfram eftir endilöngu, þá var Grænu- mýrartungan nokkurn veginn þar sem augað væri. Ragnar, elsti bróðir pabba, var síðasti bóndinn í Grænu- mýrartungu og hefur sá staður alla tíð haft geysimikla þýðingu í okkar huga, enda föðurfjölskyldan þaðan komin í nokkra ættliði. Eftir viðdvöl þar nokkra daga í senn var skroppið út að Brandagili og síðan tjaldað í nokkra daga á Fögrubrekku, þar sem uppeldisstöðvar hans voru. Því næst á Borðeyri, en þar bjó Rögnvaldur frændi hans, Jónas Einarsson kaup- félagsstjóri, sem ólst upp í Grænu- mýrartungu og Rúna gamla í Riishús- inu. Síðan var farið yfir Laxár- dalsheiði, yfir Lambastaðavaðið að Goddastöðum, en þar bjó Fanney, systir pabba. Okkur er það minnis- stætt, a.m.k. þessum eldri af systk- inunum, þegar bílarnir urðu alltaf bremsulausir þegar yfir Laxá í Döl- um var komið. Eftir nokkurra daga viðkomu á Goddastöðum lá svo leiðin niður í Búðardal og að Saurum þar sem Steina frænka bjó. Þetta voru fastir liðir, að heimsækja þetta fólk ár hvert, í þessari röð. Hann kenndi okk- ur að þekkja marga staði í landi Fögrubrekku og sagði okkur margar sögur frá sínum æskuárum. En alltaf hafði maður þá tilfinningu að hann hefði átt svolítið bágt sem lítill dreng- ur að fá ekki að alast upp hjá for- eldrum sínum og systkinum. Hann var tökubarn, svo aldrei fékk hann að læra að synda eins og önnur börn þar um slóðir. Ekki svo að skilja að Gunna amma var honum hin elskulegasta móðir í alla staði og sú amma sem við þekktum. En samt hlýtur það að hafa verið sárt fyrir Ragnheiði ömmu að þurfa að láta minnsta barnið frá sér til fósturs á heimili þar sem meira væri til að bíta og brenna en í heiðarkotinu Gilhaga. Þessi lífsneisti er oft líkur bláþræði og pabbi sagði okkur eitt sinn sögu af því. Konan sem flutti hann á fóstur- heimilið frá Gilhaga reið í söðli með hann í fanginu frostaveturinn 1922. Þar sem hallar niður í Miklagilið hrasaði hesturinn svo reifastranginn hnaut úr fangi hennar. Henni lánaðist að grípa í sjalhornið og toga hann aft- ur upp. Þessi kona hét Ingibjörg Pálsdóttir frá Fossi, en hann taldi sig alltaf eiga henni líf að launa. Pabbi líktist móður sinni mest af níu systk- inum, móður sem hann naut alltof stutt. En þau afi og amma eignuðust fleiri börn, svo alltaf bættist við þeirra ómegð. Frá Gilhaga fluttust þau á Borðeyri, þar sem afi byggði sér hús og kallaði Grund. Á stríðsárunum rak amma þar matsölu fyrir hermenn og fékk Grundin þá viðurnefnið Knall- ettan, sem síðar festist við húsið, og fáir muna þetta hús í dag undir öðru nafni. Pabbi kom einungis sem gestur á heimili foreldra sinna á Borðeyri, því heimili hans stóð enn á Fögru- brekku. Hrútafjörðurinn átti alla tíð sér- stakan sess í huga hans sem enginn annar blettur á jarðríki gat komið í staðinn fyrir. Árið 1986 fékk pabbi slæmt hjarta- áfall sem gerði hann óvinnufæran og var hann lengi að jafna sig, en aldrei samur eftir. Foreldrar okkar slitu samvistum í febrúar árið 2000 og fluttist hann þá með Guðrúnu dóttur sinni á Borðeyri við Hrútafjörð og má því segja að hann hafi aftur verið kominn heim. Um mitt sumar það ár lenti hann í bíl- slysi sem hann náði sér aldrei til fulls eftir. Hann fékk rólegt andlát á sjúkrahúsinu á Hvammstanga þar sem hann var vistmaður síðasta árið og naut einstakrar umönnunar starfs- fólksins þar. Flestir af félögum hans og frænd- um fyrir norðan voru látnir eða farnir suður, þannig að honum leiddist oft. Hann var á biðlista eftir vistun á hjúkrunarheimili fyrir sunnan til að geta verið nær fólkinu sínu. Synirnir ætluðu að koma og sækja hann þegar það pláss væri tilbúið. Þeir ásamt systrunum fluttu hann suður núna síðasta spölinn. Fyrir rúmu ári héldum við systk- inin upp á áttræðisafmælið hans á Borðeyri. Þar var margt manna sem kom til að fagna þessum tímamótum með honum og gera honum daginn ógleymanlegan. Elsku pabbi, þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa okkur öllum. Elskulegri föður getur enginn óskað sér að eiga. Nú ert þú kominn í faðm foreldra þinna og allra þeirra ástvina sem þú þurftir að sjá á eftir. Við vitum að það skipti þig máli að hafa okkur hjá þér síðustu stundirn- ar, því þú hafðir tjáð áhyggjur þínar af því að geta ekki kvatt öll börnin þín. Okkur skipti það óendanlega miklu máli að vera öll hjá þér alla banaleguna og aldrei var sleppt af þér hendinni þann tíma. Þér hinstu kveðju úr heiðanna ró heimahagarnir senda Þar ræturnar liggja, þar lífið þér bjó leiðina upphafs og enda. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Við þökkum þér samfylgdina og er- um þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja þér allt til hinstu stundar. Algóður Guð blessi minningu þína í hjarta okkar allra. Helgi Vilberg Jóhannsson, Sigurður Svanberg Jóhannsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Páll Jóhannsson, Ragnheiður Guðbjörg Jóhannsdóttir. Kvaddur er í hinsta sinn Jóhann Valdimar Guðmundsson tengdafaðir minn og vil ég þakka honum góðvild í garð okkar hjóna, en tuttugu ár eru síðan ég kom á heimili þeirra Siggu og Jóa í Keilufellið. Ferðalög voru farinn mörg um landið, þar með talið í hjólhýsið á Laugarvatni, og var þá gufubaðið mikið notað, en nú síðustu árin var farið í sumarhús og er þá ferðin í Aðaldalinn ofarlega í huga. Var farið í margar skoðunarferðir um sveitina og á kvöldin eftir að búið var að grilla var farið að spila kana fram eftir nóttu. JÓHANN VALDIMAR GUÐMUNDSSON                                     !!" #       $    %          & (( (())    !"  #$  "   %&'(  $ !" ) ##$ *    +,' #- #$ +.  #$ "  "   -$!"  #$ ) /   &  &( &  &  &(0                                !  "   #     $ %  &  ' (                        ! "#                   !    ""# $ % &' (  )'  *(   )  ') #'  * ')  *(  +"   #' # ' ',                    !"   # $ % &" #                 !   "  # $       %&      '(( )      *        +   ,  -.  *!  ,! .   %#  ' ( )&*"  + %% , - " '   Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK  Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l Þ ó rh 1 2 7 0 6 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.