Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ ETTA voru furðulegir tímar. Móðir mín var aumkuð vegna þess að auminginn hún dóttir hennar var dottin í þetta! Og það var fámennur hópur sem tók geómetríunni vel. Þetta var feykilega erfitt tímabil og skrýtið að maður skyldi ekki gefast upp! En það var þrjóska í manni ...“ Guðmunda Andrésdóttir listmálari var þrjósk kona og snjall listamaður. Í samtali sem ég átti við hana í nóvember árið 1996, fyrir opnun á sýningu hennar í Sóloni Ís- landus, rifjaði hún þannig upp viðbrögðin við geómetríska málverkinu á sjötta áratugnum. Ég spurði hana síðan hvort hún saknaði sýn- inga Septemhópsins sem hún sýndi með um árabil. „Já, mér finnst eiginlega missir að þeim,“ svaraði Guð- munda. „Það var spenningur kringum sýningarnar á haustin. Eitt af því sem var gott við þessar sýningar var að þetta fólk vann yfirleitt launavinnu og gat ekki haldið stórar sýningar, en þá voru bara stórir sýningarsalir. Þá var gott að vera í hóp. Septem þýðir sjö en margir rugl- uðu okkur saman við Septemberhópinn. Ég tók þátt í síðustu sýningu þeirra árið 1952, en það var í fyrsta skipti sem ég sýndi. Ég var nýkomin frá París.“ – Var geómetrían þá allsráðandi? „Nei, hún var ekki allsráðandi en hún var mikil.“ – Nú var stundum sagt að geómetrían hafi verið einskonar trúarbrögð. „Það var vitleysa; það er hugsun en ekki trúarbrögð. En ég hef heyrt þetta.“ – Voru viðbrögðin við málverkunum ekki oft og tíðum öfgakennd? „Þau voru alveg rosaleg! Þetta var bara sjúklegt ástand. Ég veit ekki hvers vegna það var, en þetta kom nú í framhaldi af þess- um fígúratívu málurum og allir héldu að málverk ætti að vera þannig. Svo komum við úr skólum, eins og ég og fleiri sem komum frá París. Þá var geómetrían í uppgangi þar svo við fórum að mála það líka, en hún var svo illa liðin hér heima að það var bara mannskemmandi. Við vorum hötuð. Þetta unga fólk sem nú er að mála og koma með nýjar stefnur veit ekki hverju við þurftum að standa í. Við urðum fyrir líkamsmeið- ingum og öllu mögulegu,“ sagði Guðmunda og hristi höfuðið. „Þetta voru furðulegir tímar.“ Guðmunda Andrésdóttir lést á dögunum, á áttugasta aldursári. Þá var hálf öld liðin frá því hún sýndi í fyrsta sinn. Í öll þessi ár hélt hún sínu striki, fyrst í geómetríska málverk- inu en furðu fljótt fann hún sinn stíl, sitt sér- staka abstrakt myndmál sem hún hélt ótrauð áfram að þróa í fimm áratugi. Myndir hennar tóku umtalsverðum breytingum, þær voru oft ljóðrænar og skreytikenndar; myndflöturinn var um tíma brotinn upp af neti svartra skálína og svo tóku við dansandi hringform. Á sýningunni á Sóloni Íslandus voru gul og stílhrein verk á veggjunum. Á síðustu einkasýningunni, í Ingólfsstræti 8 í nóvember 1998, birtist kjarkur listakon- unnar vel, en þar sýndi hún einfaldari mynd- ir en nokkru sinni; svört hringform með lóð- réttum litastrikum. Þetta var fersk sýning listamanns sem sagði þá í samtali við mig að hún óttaðist stöðnunina. Guðmunda sagðist ánægð með aðfólk talaði um ferska sýn í verk-unum en hún kunni síður að metaathugasemdir sem hún hafði heyrt, að verkin virtust vera eftir ungan listamann. „Ég er búin að vera að mála í 40 til 50 ár og það er mikil reynsla bakvið þess- ar myndir,“ sagði hún. „Ég þarf alltaf að skipta um og breyta til. Ég er hrædd um að festast í einhverju ákveðnu formi. Ég hef ævinlega getað breytt til og byrjað á nýju eftir að ég hef lokið sýn- ingu – þá er eins og myndirnar á henni séu af- greiddar.“ Guðmunda sagðist hafa leit- að að lykli til að vinna þessi verk útfrá og hann hafi komið til sín þegar hún sat einn daginn með hvítt blað fyrir framan sig. „Ég gerði einfaldlega hring og sá að myndin var svo gott sem komin! Ég gerði ýmsar tilraunir og þreifaði mig áfram með liti; sá að þeir yrðu að vera hreinir, þeir blönduðu dugðu ekki.“ Svo er þetta hrein vinna, engin íhugun yfir litum og striga. „Þetta er oft mjög erfitt,“ sagði hún, „það er engin slökun í þessu starfi.“ Hún neitaði að það þurfi kjark til að vera sífellt svo leitandi, að reyna að finna nýjar leiðir í málverkinu: „Þetta er ekkert annað en áframhald. Það er ekki nema eðlilegt að halda áfram meðan maður heldur heilsu. Ég fer ekki að hætta allt í einu, orðin þetta fullorðin, á meðan ég get haldið áfram. Og ég held ekkert áfram í einhverjum tilteknum stíl, það verður að ögra sér áfram.“ Við ræddum um þá staðreynd að en líti margir á fyrstu kynslóðir íslenskra málara sem þá einu sönnu en Guðmunda segir þá líka hafa verið góða. „Sérstaklega Jón Stefánsson sem er mitt uppáhald. Hann var svo stór og sterkur í sínu málverki. Klár í formum og lit. Hann stendur uppúr af þeim gömlu. Ég man vel eftir fyrstu sýningunni sem ég fór á, þá var ég ung og það var sýning á Jóni Stefánssyni í Grænmetisskálanum sem kallaður var. Hún hafði geysilega sterk áhrif á mig. Ég man hana næstum því alla ennþá, hvaða myndir voru þar.“ Það var annars lítið um sýningar á þeim árum en Guðmunda sá þær sem settar voru upp og svo kom Svavar Guðnason heim árið 1945 og opnaði fræga sýningu í Lista- mannaskálanum. „Ég hreinlega ruglaðist þegar ég sá þá sýningu!“ segir Guðmunda. „Þegar ég kom heim spurði móðir mín hvort ég væri orðin veik! Hún heillaði mig svo, alveg hreint. Og þá fór ég að hugsa um að byrja að mála. Það var eins og rothögg. Já, þetta var geysilega fín sýning og ég fór aftur og aftur.“ Guðmunda tilheyrði kunnum hópi ab- straktlistamanna en þegar við ræddum sam- an sagðist hún ekki lengur vera í sambandi við aðra málara. „Þeir eru allir dánir þessir gömlu félagar mínir. Jú, ég sakna þeirra. Það er svolítið tómlegt án þeirra. Unga fólkið er svo ólíkt okkur, sambandið er alltaf best við sína eigin kynslóð, þar sem uppsprettan er sú sama.“ Við töluðum um þá staðreynd, aðþrátt fyrir að hálf öld sé liðin síðanformbylting abstraktmálverksinsreið yfir hér á landi skortir enn oft þekkingu og skilning. „Fólk skilur ekki enn hvað ég er að gera,“ sagði Guðmunda. „Vinir mínir eru andaktugir yfir því sem ég er að gera í dag – eru alveg gáttaðir. Mér finnst það bara skemmtilegt. Pirrandi? Jú, stund- um hefur menntunarleysið verið pirrandi, en nú er ég alveg hætt að taka það alvarlega – mér er svo nákvæmlega sama hvernig fólk tekur sýningum mínum.“ En var Guðmunda ánægð með það sem hún var að sýna? „Ánægð, ekki ánægð; þetta er bara það sem ég er búin að mála. Maður má ekki vera of ánægður, þá er hætt við að maður stoppi. Nei, ég vil framhald. Alltaf að halda áfram á meðan ég get.“ Í heimsók til Guðmundu á Melunum fór hún með mig inn í herbergi þar sem eru rekkar upp undir loft, hlaðnir málverkum. Á gólfinu voru þá nýjustu verkin og biðu sýn- ingar, þær eldri í rekkunum. Ég sagði að þetta hlyti að vera stór hluti ferilsins en Guðmunda svaraði því neitandi, sagðist hafa látið selja mikið. „En ég er hætt að selja,“ sagði hún. „Ég vil ekki láta allar myndirnar fara.“ – En þú hlýtur að selja eitthvað á sýn- ingum? „Lítið. Ég vil hafa þær hjá mér,“ sagði hún og hló. „Ég er búin að selja alveg nóg. Mig vantar inní ákveðin tímabil, stundum hef ég látið alltsaman frá mér.“ En hún sagðist ekki taka myndir fram til að skoða: „Ég man eftir þeim,“ sagði hún stuttlega. Árið 1990 var haldin eftirminnileg yfirlits- sýning á verkum Guðmundu á Kjarvals- stöðum og þá sannaðist svo ekki varð um villst að hún var einn fremsti og frumlegasti fulltrúi abstraktlistarinnar á Íslandi, lista- maður sem mátti að ósekju láta meira með á meðan hún lifði. Þetta voru furðulegir tímar Morgunblaðið/Einar Falur Guðmunda Andrésdóttir fyrir framan eitt mál- verka sinna haustið 1996. AF LISTUM Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is UM SÍÐUSTU helgikom maður að málivið mig og hélt þvífram að lausmælgi kvenna þegar kemur að karla/ ástamálum þeirra væri ein helsta ógnunin við stöðugleik- ann í samfélaginu. ,,Davíð Oddsson ætti að beina sjónum sínum að þessu atriði,“ sagði hann, ,,fjárfestingar, verð- bólga, einkavæðingaráform, hvað? Lausmælgi kvenna er mun alvarlegra mál.“ Að sjálf- sögðu var hann að grínast maðurinn en því fylgdi samt nokkur alvara. Vinur hans blandaði sér í samræðurnar og sagði að ef karlmenn myndu tala um konur eins og konur töluðu um karla þá yrði allt vitlaust. ,,Karl, sem myndi lýsa samskiptum sínum við konu í svona miklum smáat- riðum, hann yrði gerður út- lægur úr mannlegu sam- félagi!“ Þeim félögum var mikið niðri fyrir og ég verð að við- urkenna að þeir kunna að hafa nokkuð til síns máls. Eins og staðan er í dag er félagslega ,,samþykkt“ að konur tali mjög opinskátt um samskipti sín við karlmenn, bæði andleg og líkamleg, en slíkt þykir ekki endilega jafn sjálfsagt þegar karlar eru annars veg- ar. En hvernig stendur á því að við vitum þetta – þegar eðli málsins samkvæmt er nær alltaf um prívat samtöl að ræða? Svarið við því er einfalt. Prívat samtöl um samskipti kynjanna eru orðin eitt helsta viðfangsefni poppmenning- arinnar. Slík samtöl eru prím- us mótor fjölda sjónvarps- þátta og kvikmynda og þar er línan gefin. Konur mega segja allt, en karlar ekki eins mikið. Þarna kemur svo við sögu eilífðarspurningin um tengsl listarinnar og lífsins. Hvort hefur áhrif á hvort? Hvort er fyrirmynd og hvort eftir- mynd? Með mikilli einföldun tel ég óhætt að segja, þegar viðfangsefni poppmenning- arinnar eru annars vegar, að þar endurspegli bæði hvort annað. Sama gildir um áhrifin, þau eru á báða vegu. Þannig held ég að þau gildi sem fram koma í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, sem gerast í nú- tímanum og fjalla um sam- skipti kynjanna, eigi sér gjarnan samsvörun í raun- veruleikanum. Svo er annað mál hvort áðurnefnd gildi urðu til í veruleikanum eða inni í sjónvarpinu eða fyrir til- stilli samspils beggja vegna skjásins. Það gildir kannski einu, staðan er sú að karlar horfa á þætti eins og Sex and the City og hljóta að velta því fyrir sér hvort konur tali um þá á þennan hátt, svona al- mennt og yfirleitt. Áð- urnefndir félagar sem ég ræddi þessi mál við nefndu einmitt umrædda þætti máli sínu til stuðnings. Við sjáum karlhetjur popp- menningarinnar sjaldan ræða saman á sama hátt. Þegar þeir tala um kynlíf þá er það yfirleitt með karlrembulegum undirtóni og í miklum hálf- kæringi. Það er sjaldan ef nokkurn tímann að maður sér karlmann ræða við annan karlmann um náin kynni sín við konu sem hann ber tilfinn- ingar til og virðingu fyrir. Samkvæmt heimildum mínum úr innviðum reynsluheims karla gildir hið sama í raun- veruleikanum. Hvað samtöl kvenna um karla- og ástamál varðar held ég að poppmenningin eigi til að draga upp mynd, þar sem vægi umræddra þátta í sam- ræðum vinkvenna er ýkt úr öllu hófi fram. Staðreyndin er sú að vinkonur tala mikið saman. Mjög mikið og ekki bara um ástamál heldur um allt milli himins og jarðar. Poppmenningin sýnir bara brot af þessum samræðum (það söluvænlegasta) og þar með virðist sem góðar og skemmtilegar vinkonur tali ekki um neitt annað en karl- menn og kynlíf. En það er ekki rétt. Vinkonur tala vissu- lega mikið um karlmenn og kynlíf en þær tala líka af- skaplega mikið um allt annað. Annars er þetta allt svo tví- bent. Þetta sem karlmenn telja ógnun við stöðugleikann (og þá væntanlega stöðu sína) er kannski ekki eins grimmt og svakalegt þegar að er gáð. Sumir vilja jafnvel ganga svo langt að halda því fram að þættir á borð við Sex and the City boði einmitt afturhvarf til gamalla gilda. Bandarískir femínistar hafa margir hverjir gagnrýnt þættina harkalega og segja þá úlf í sauðargæru. Á yfirborðinu virðist sem hug- myndir um kvenfrelsi og sjálf- stæði kvenna hafi náð nýjum hæðum í söguhetjunum fjór- um sem eru holdgervingar alls þess sem konur hafa bar- ist fyrir undanfarna áratugi. Þær eru jafnokar karla á öll- um sviðum; á vinnumarkaði, fjárhagslega og félagslega. Þær eru fyndnar, ákveðnar og sjálfstæðar. Þær hafa yfirleitt yfirhöndina í samskiptum sín- um við karlmenn, sem þær vefja um fingur sér. Samt, segja feminískir gagnrýn- endur þáttanna, eru þær óánægðar og þar ber allt að sama brunni. Þráin eftir stab- ílu sambandi við karlmann og ,,gamaldags“ fjölskyldulífi er öllu öðru yfirsterkari. Það er margt til í þessari gagnrýni, en ekki er hægt að neita því að ,,fullkomna-en- óánægða-framakonan-sem- leitar-og-leitar-en-finnur- aldrei-það-sem-hún-leitar-að“ er orðin alkunn steríótýpa í poppmenningu nútímans. Við vitum sjálfkrafa hvað er ,,að“ þegar ungi kvenlögfræðing- urinn kemur heim til sín eftir 15 tíma vinnudag, fer úr Chanel-draktinni í þykkan ömmu-náttserk, hámar súkkulaðiísinn í sig beint upp úr dollunni, horfir út í loftið angurvær á svip þar til kött- urinn hennar strýkur sér upp við kálfann á henni. Þá sést í þreytulegt brostið bros sem þráir eitthvað annað og meira en velgengnina, köttinn og ís- inn. Þegar meðleigjandi henn- ar og besta vinkona kemur heim, jafn þreytt og ang- urvær, er ekkert eðlilegra en að þær ræði saman um allt milli himins og jarðar. Það gera vinkonur. Og þar sem þær eru afurðir poppmenn- ingar er fókusinn á þann hluta samræðnanna sem snýr að karlmönnunum í lífi og draumum þeirra. Ég tel óhætt að fullyrða að í slíku felst alls engin ógnun við stöðugleik- ann. Bara stöðug leit að því sem þess háttar steríótýpa mun aldrei finna. Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Jóra Um lausmælgi kvenna bab@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.