Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 17
tilefni til að grafa upp gömul blótsyrði um Súdeta-Þjóðverja; þeir hefðu ver- ið „fimmta herdeild Hitlers“, þeir hefðu sjálfir viljað „heim í [þýzka] Ríkið“ („heim ins Reich“ á þýzku) og fengið þá „ósk“ sína uppfyllta, og „brottrekstur úr landi væri vægari refsing en líflát,“ sem annars væru viðurlögin við landráðum. Í hinni opinberu umræðu í Þýzka- landi komu þessi ummæli tékkneska forsætisráðherrans, sem annars telur sig vera pólitískan samherja Ger- hards Schröders kanzlara, mjög á óvart, enda eru nú liðin fimm ár síðan gengið var frá svokallaðri þýzk-tékk- neskri yfirlýsingu, sem sagnfræðing- ar og stjórnarerindrekar beggja landa höfðu samið. Tilgangur hennar hafði verið að loka þessum ljóta kafla fjandskapar fyrri tíma og skapa grundvöll fyrir því að þjóðirnar litu sameiginlega björtum augum til framtíðar. Nú vöknuðu menn upp við þann vonda draum, að þessi annars ágæta yfirlýsing hafði greinilega ekki breytt neinu. Draugar fortíðarinnar voru jafnvel enn sprækari en fyrr, og stjórnmálamenn úr öllum flokkum hikuðu ekki við að dansa við þá. Með tilliti til þess að kosningabarátta var einnig að hefjast í Þýzkalandi (kosið verður til Sambandsþingsins hinn 22. september) hætti Schröder við opin- bera heimsókn til Prag í marzmánuði sem hafði verið ákveðin löngu fyrr. Geta má þess, að eiginkona Edmunds Stoibers, keppinauts Schröders um kanzlaraembættið, er að uppruna til Súdeta-Þjóðverji. Hún var barn að aldri er fjölskylda hennar var flæmd burt frá átthögunum í Vestur- Bæheimi. Stoiber, sem er forsætis- ráðherra Bæjaralands, er tíður gest- ur á landsmótum átthagasamtaka Súdeta-Þjóðverja, sem oftast fara fram í Bæjaralandi enda fengu þar flestir hinna brottflæmdu hæli á sín- um tíma. Viktor Orban, þáverandi forsætis- ráðherra Ungverjalands, lagði líka sitt af mörkum til að ýfa upp úlfúð bæði í Tékklandi og Slóvakíu er hann – í kosningabaráttunni fyrir þing- kosningar sem fram fóru í Ungverja- landi í apríl sl. (sem Orban reyndar tapaði) – setti fram kröfu um að Ben- es-tilskipanirnar yrðu ógiltar. Ung- verski minnihlutinn í Tékkóslóvakíu var þó á sínum tíma aldrei beittur eins róttækum brottflæmingarþving- unum og Súdeta-Þjóðverjar, enda býr enn þann dag í dag um hálf millj- ón Ungverja innan landamæra Slóv- akíu, beint norður af ungversku landamærunum. Einnig hafa hægrisinnaðir stjórn- málamenn í Austurríki ítrekað manað stjórnvöld í Prag til að ógilda Benes- tilskipanirnar. Kjarni vandans er ótti En hvað veldur því að tékkneskir stjórnmálamenn hlaupa svo auðveld- lega í þjóðernislegar varnarstelling- ar, þegar minnzt er á Benes-tilskip- anirnar? Kjarni vandans er sá, að þær milljónir Tékka, sem nú búa þar sem brottreknir Súdeta-Þjóðverjar áttu áður sín hús og jarðir, eru – hversu litla raunverulega ástæðu sem þeir hafa til þess – margir hverjir fullir ótta um að hinir fyrri eigendur (sem þar að auki hafi vasana fulla af hörð- um þýzkum mörkum – eða réttara sagt evrum) geti eftir að landamærin opnast með inngöngunni í Evrópu- sambandið komið og endurheimt þessar eignir, með einum eða öðrum hætti. Í tékkneskum fjölmiðlum og í sögu- kennslu í skólum sl. áratugi hefur Tékkum verið kennt að Súdeta-Þjóð- verjar hafi bara fengið það sem þeir áttu skilið fyrir að hafa á sínum tíma frekar viljað verða borgarar Hitlers- Þýzkalands en að halda tryggð við Tékkóslóvakíu og þeir séu nú þrýsti- hópur innan (hins volduga grannrík- is) Þýzkalands sem vilji með öllum ráðum kollsteypa niðurstöðum síðari heimsstyrjaldar og endurheimta jarðir og fasteignir í Tékklandi. Þá staðreynd, að þannig hugsar aðeins hverfandi minnihluti hinna fyrrver- andi Súdeta-Þjóðverja, sjá fæstir Tékkar, að því er virðist. Það sem flestum Súdeta-Þjóðverjum svíður sárast er að af hálfu Tékka skuli aldr- ei hafa komið fram vilji til að viður- kenna að þeir (Tékkar) hefðu sjálfir gerzt sekir um mannréttindabrot er þeir flæmdu fyrrverandi landsmenn sína á brott með valdi. Reyndar var svo komið fyrir einu ári, samkvæmt upplýsingum Prager Zeitung, viku- blaðs sem gefið er út á þýzku í Prag, að um 47% Tékka sögðust telja brott- rekstur Súdeta-Þjóðverja hafa verið réttlátan. Eftir æsingar kosningabar- áttunnar í vor var þetta hlutfall (aft- ur) komið upp í 60%. Þjóðverjar hafa aftur á móti allt frá lokum stríðsins ekki getað undan því vikizt að horfast í augu við glæpi framda í nafni Þýzkalands á valda- tíma nazista og reyndar fær allnokk- ur fjöldi Tékka enn þann dag í dag greiddar skaðabætur frá þýzka rík- inu fyrir órétt sem þeir voru beittir á stríðsárunum. Snýst ekki um efnislegar skaðabætur Flestir núlifandi Súdeta-Þjóðverja gera sér engar grillur um að endur- heimta lendur forfeðranna í Bæheimi og á Mæri en væru sáttir ef þeir fengju frá tékkneskum yfirvöldum bréf þar sem þeir væru beðnir afsök- unar á þeim órétti sem þeir hefðu ver- ið beittir og veittar táknrænar skaða- bætur, t.d. í formi einnar tékkneskrar krónu. Slík viðurkenning á að hafa verið beittir órétti er forsendan fyrir því að mörgum Súdeta-Þjóðverjum finnist þeir geta raunverulega lokað þessum ljóta kafla fortíðarinnar og snúið sér að uppbyggilegri framtíð í samskiptum sínum við Tékka. Í samræmi við þetta lýsti Erika Steinbach, forseti Sambands brott- flæmdra (Bund der Vertriebenen) í Þýzkalandi, því yfir í ræðu sem hún hélt á ráðstefnu í Berlín fyrir skömmu, að það sem fyrst og fremst vekti fyrir henni og hennar fólki væru ekki efnislegar skaðabætur, heldur „lækning“ brottflæmingarinnar með siðferðilegri viðurkenningu á rang- læti hennar. Jafnvel tékkneskir sagnfræðingar viðurkenna að a.m.k. 19.000 Súdeta- Þjóðverja hafi látið lífið vegna ofbeld- is og illrar meðferðar við brottflæm- inguna; aðrar heimildir segja fórnar- lömbin hafa verið mun fleiri – í opinberum skýrslum þýzkra stjórn- valda er fjöldinn skráður 225.000 látnir. Skömmu eftir að Vaclav Havel var orðinn forseti Tékklands lét hann svo ummælt, að tímabært væri að biðjast afsökunar á ofbeldi sem Tékkar hefðu beitt við brottflæmingu Súdeta-Þjóð- verja. Í opinberri umræðu í Tékk- landi fékk Havel skömm í hattinn fyr- ir þessi ummæli og kom þannig skýrt í ljós hvernig a.m.k. vissir hópar menntamanna, eins og Havel er sprottinn úr, líta þessa harmsögulegu atburði á annan hátt en tékkneskur almenningur er tilbúinn að gera. Þessi andi óbilgjarnrar þjóðernis- hyggju sem greinilega er grunnt á meðal Tékka nú þegar svo skammt er liðið frá því þeir sluppu úr helsi aust- urblokkarinnar, er afl sem auðvelt er að virkja og því ekki hægt að útiloka að lýðskrumarar andsnúnir ESB-að- ildinni muni nýta sér þetta í áróðurs- slagnum sem framundan er, þegar ESB-aðildarsamningurinn verður borinn undir þjóðaratkvæði. Reyndar hefur stuðningur almenn- ings í Tékklandi við ESB-aðildina far- ið sídalandi eftir því sem nær dregur lokum aðildarviðræðnanna. Í nýjustu skoðanakönnunum hafa aðeins rétt rúm 40% Tékka lýst sig fylgjandi að- ildinni. Andstæðingar hennar hafa þó jafnan mælzt mun færri og því er vart ástæða til að ætla annað en að áform- in um ESB-aðild Tékklands gangi eftir, óháð þessum skuggum fortíðar- innar. Í hópi núverandi ESB-aðildar- þjóða eru Þjóðverjar meðal dyggustu formælenda stækkunar ESB til aust- urs, á það hafa Tékkar getað treyst. Þýzk og austurrísk fyrirtæki eru jafnframt umsvifamestu fjárfestarnir í tékknesku atvinnulífi og þau hafa því augljósra hagsmuna að gæta í því að pólitískur óstöðugleiki af völdum sögulegra deilumála spilli ekki fyrir viðskiptunum. Hitt er jafnvíst, að for- tíðardraugarnir munu eftir ESB-inn- gönguna áfram íþyngja samskiptum Tékklands við næstu nágranna sína í vestri, Þýzkaland og Austurríki. Tomaš Kafka, framkvæmdastjóri Þýzk-tékkneska framtíðarsjóðsins, sem komið var á laggirnar árið 1998, sagði í samtali við Morgunblaðið um þetta: „Vandamál sem eiga rætur sín- ar í sögunni geta fljótt skapað móð- ursýkislegt ástand.“ Mælir Kafka með því að allir aðilar nýti sér nú þá fjarlægð sem tíminn gefur sem liðinn er frá þessum hörmungaratburðum sem tækifæri til að koma samskipt- unum á nýjan og betri grundvöll. Það ferli feli í sér bæði jákvæð tækifæri sem og hættur sem þurfi að varast. Mikilvægast sé að byggja upp gagn- kvæmt traust, og til þess verði allir hlutaðeigandi að tala saman í fullri hreinskilni. Segist hann bjartsýnn á að það muni takast, þrátt fyrir að þjóðernisrembingurinn í kosninga- baráttunni í Tékklandi í vor hefði vissulega sett bakslag í þetta við- kvæma ferli. „Fortíðarvandi“ Póllands Tékkland er ekki eina landið, sem á við „fortíðarvanda“ að stríða í und- irbúningi sínum fyrir inngöngu í Evr- ópusambandið; vanda sem tengist brottflæmingu milljóna Þjóðverja fyrir hálfri öld. Um þriðjungur þess landsvæðis, sem nú er innan landa- mæra Póllands, voru austurhéruð Þýzkalands fram til ársins 1945. Á Jalta-ráðstefnunni í febrúar það ár ákváðu leiðtogar sigurvelda síðari heimsstyrjaldar, Jósef Stalín, Winst- on Churchill og Franklin D. Roose- velt, hvernig landamæri Evrópu skyldu dregin eftir að fullnaðarsigur á Þýzkalandi nazismans hefði unnizt. Ákveðið var að „færa Pólland í vest- ur“ á landakortinu – Sovétríkin myndu halda eftir austurhéruðum Póllands (sem Rauði herinn hertók strax haustið 1939 í samræmi við griðasáttmála Hitlers og Stalíns) og Pólverjum gefin austurhéruð Þýzka- lands í staðinn, vestur að línu sem markaðist af fljótunum Oder og Neisse. Sovétríkin sjálf myndu halda norðurhluta Austur-Prússlands með hafnarborginni Königsberg (nú Kal- iningrad). Voru þessar ákvarðanir áréttaðar á Potsdam-ráðstefnu sigur- veldanna í lok júlí 1945. Þar sem aldr- ei var gengið frá eiginlegum friðar- samningi giltu allt fram til ársins 1990 - Morgunblaðið/Auðunn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 17 Búnaðarbankinn býður til morgunverðarfundar á Hótel Sögu, Ársölum, miðvikudaginn 25. september kl. 8:00-9:30 Á fundinum birtir greiningadeild Búnaðarbankans, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja, heildstæða spá um hagvöxt og efnahagshorfur á þessu og næsta ári. Jafnframt verður fjallað um þróun einkaneyslu og fjárfestinga út frá sjónarhóli atvinnulífsins. Dagskrá fundarins: Björn Rúnar Guðmundsson hagfræðingur. Hagspá Búnaðarbankans 2002 og 2003 – Gamaldags aðlögun með nýjum formerkjum. Jón Björnsson framkvæmdastjóri Baugs-Íslands. Kauphegðun og hagsveiflan – Er aðlöguninni lokið? Árni Tómasson bankastjóri. Fjárfestingar atvinnufyrirtækja – Viðbrögð við breyttum aðstæðum. Fundarstjóri: Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningadeildar Búnaðarbankans. Tilkynnið þátttöku á www.bi.is/verdbref sem aldrei kom Kreppan www.bi.is Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Vika í Budapest 14. október frá kr. 49.950 Búdapest er í dag ein eftirsóttasta borg í Evrópu og það undrar engan sem hefur kynnst þessari heillandi borg. Ungverjar eru orðlagðir fyrir gestrisni og hér er auðvelta að lifa í veislu í mat og drykk, á milli þess sem maður kynnist ólíkum andlitum borgarinnar, en Ungverjaland var í þjóðbraut milli austur og vestur Evrópu og menningararfurinn ber því vitni. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari heillandi borg. Í boði eru mjög góð 3, 4 og 5 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um borgina með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Beint flug fimmtudaga og mánudaga í október Verð kr. 39.950 Flug og hótel í 3 nætur, skattar, 14. október. M.v. 2 í herbergi á Mercure Duna, með morgunmat. Verð kr. 49.950 Flug og hótel í 7 nætur, skattar. M.v. 2 í herbergi á Mercure Duna, 14. október, með morgunmat. Kyudo: Bogfimi þar sem skotið er á mark af 28 m færi. Kendo: Skylmingar í búningi. Þessar greinar eiga sér einstaka menningarlega hefð og eru stundaðar af miklum fjölda fólks á öllum aldri í Japan og annars staðar. Upplýsingar í síma 553 3431. Japönsk bogfimi - japanskar skylmingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.