Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 22. september 1985: „Hvatinn eða kveikjan að – og þörfin fyrir – sköpun og tjáningu í litum, ljóðum, tónum eða öðru formi er ekki nema að hluta til bundinn við land, kyn eða tíma. Listhneigð og listgáfa er allt í senn: arfur, sem fenginn er frá formæðr- um og forfeðrum; menntun og þekking, sem sótt eru til fortíðar og samtíðar; ræktun hugar og hæfileika, sem for- sjónin leggur hverjum og ein- um til, á mismunandi sviðum og í mismunandi mæli.“ . . . . . . . . . . 22. september 1965: „Á mið- nætti í nótt skýrist vænt- anlega nokkuð, hvaða stefnu hernaðarátökin á Indlands- skaga taka nú næstu daga. Þá rennur út frestur sá, sem Öryggisráðið hefur gefið Ind- landi og Pakistan til þess að gera vopnahlé, og þá rennur einnig út frestur sá, sem Pek- ingstjórnin hefur gefið Ind- landsstjórn til þess að verða við úrslitakostum hennar. Næsti sólarhringur verður því örlagastund fyrir þessi Asíulönd og friðinn í heim- inum. Af því tilefni flytur Morgunblaðið í dag ítarlegar greinar um Kasmírdeiluna, upphaf hennar og orsakir, og viðhorf deiluaðila og annarra til hennar.“ . . . . . . . . . . 22. september 1945: „Þeir halda áfram herferðinni gegn Eimskip, níðhöggarnir í Tím- anum. Síðasta „innlegg“ þeirra í þessari þokkalegu iðju er greinin í föstudags- blaði Tímans, þar sem segir, að S.Í.S. hafi rofið „skarð í einokun Eimskipafjelagsins“ með timburkaupum í Svíþjóð og leiguskipum þar til þess að flytja timbrið til Íslands. Það hafi haft þær verkanir, að verð á timbri lækki um 30– 40%. Það þurfti engan Tíma- speking til að fræða lands- menn um, að strax og unt yrði að fá timbur frá Svíþjóð, myndi verð á þessari vöru stórlega lækka. Þetta var rík- isstjórninni ljóst snemma sl. vetur og þess vegna lagði hún áherslu á í viðskiftasamning- unum við Svíþjóð, að tryggja landinu eins mikið af timbri þaðan og fáanlegt var.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FORVARNARAÐGERÐIR SAMGÖNGUMÁL VESTMANNAEYINGA Krafa Vestmannaeyinga umbættar samgöngur erskiljanleg. Sá fjöldi, sem mætti á almennan borgarafund þar í fyrrakvöld og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, er til marks um víðtæka samstöðu meðal Eyja- manna. Á fundinn mættu um 400 manns. Um 2.200 íbúar Vest- mannaeyja hafa skrifað undir áskorunarskjal, þar sem kvartað er undan lélegum samgöngum. Það hafa ekki orðið framfarir í flugsamgöngum á milli Vest- mannaeyja og höfuðborgarsvæð- isins heldur þvert á móti. Hins vegar er óneitanlega athyglisvert að sjá, hvað umferð um Bakka- flugvöll hefur aukizt mikið. Krafa Vestmannaeyinga virðist vera þríþætt: Í fyrsta lagi að tryggt verði að Herjólfur fari tvær ferðir á dag allt árið milli lands og Eyja. Í öðru lagi að gerð- ar verði ráðstafanir til þess að fá nýja og hraðskreiðari ferju og í þriðja lagi að hraðað verði rann- sóknum á ferjulægi við suður- ströndina. Vestmannaeyjar eru öflug út- gerðarstöð og þar fer fram mikil fiskvinnsla. Mikilvægi þessa fyrir þjóðarbúskapinn skyldi ekki van- meta. Fjárfesting í samgöngubót- um er alltaf öðrum þræði fjárfest- ing í atvinnulífi. Reynslan hefur kennt okkur að samgöngubætur geta verkað eins og vítamíns- sprauta á atvinnulífið í viðkom- andi byggðarlögum. Það er auðvitað ljóst að búseta í hinum dreifðu byggðum veldur meiri kostnaði hjá fólki en búseta í þéttbýlinu á suðvesturhorninu en kannski koma aðrir kostnaðarliðir á móti, sem eru lægri en hjá fólki í mesta þéttbýli landsins. Það kost- ar töluverða peninga fyrir Vest- mannaeyinga að fara á milli lands og Eyja en á fundinum kom fram að kostnaður vegna ferðar með Herjólfi er miðaður við að fólk spari sér 70 kílómetra akstur. Stjórnvöld eiga að skoða óskir og kröfur Vestmannaeyinga með jákvæðu hugarfari. Auðvitað er ljóst að einhver takmörk eru fyrir því, hvað hægt er að leggja mikla fjármuni í samgöngubætur af þessu tagi en í þeim útreikningum má ekki gleyma því, sem á móti kemur og sannanlega er hægt að færa rök fyrir á grundvelli feng- innar reynslu. Sú afstaða Bush Bandaríkjafor-seta, að Bandaríkjamenn geti ekki lengur byggt utanríkisstefnu sína á því, að bregðast við atburð- um á alþjóða vettvangi heldur verði þeir að hafa frumkvæði að aðgerðum ef svo ber undir er skilj- anleg en frá því var skýrt í Morg- unblaðinu í gær að þessi nýja stefnumörkun hefði nú verið kynnt með formlegum hætti vest- an hafs. Bandaríkjamenn eru hins vegar ekki einir í heiminum og fyrir þá er mikilvægt að alþjóðasamfélagið hafi skilning á þeim aðgerðum, sem þeir kunna að grípa til í því skyni að verjast hryðjuverka- mönnum. Þess vegna hlýtur einn grundvallarþáttur nýrrar stefnu- mörkunar Bandaríkjastjórnar að vera sá, að upplýsa fólk rækilega um þær forsendur, sem liggja til grundvallar aðgerðum. Það er varasamt fyrir Banda- ríkjamenn sjálfa að grípa til að- gerða, sem takmarkaður skilning- ur er á. D EILAN um það hvort grípa beri til aðgerða gegn Írök- um vegna síendurtekinna brota þeirra á ályktunum öryggisráðsins er farin að valda töluverðri spennu í samskiptum Bandaríkj- anna og annarra ríkja. Ekki síst verður þessa vart í samskiptum Banda- ríkjanna og hefðbundinna bandamanna þeirra í Evrópu. Hvað skýrast hefur þetta komið fram í þýsku kosningabaráttunni þar sem Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hefur ítrekað lýst því yfir að Þjóðverjar muni ekki undir nein- um kringumstæðum styðja hernaðaraðgerðir gegn Írökum. Andstæðingur hans í kosningun- um, sem fram fara í dag, Edmund Stoiber, kansl- araefni kristilegu demókrataflokkanna CDU og CSU, hefur ekki gengið jafnlangt og Schröder en þó lagt áherslu á að hann telji hernað einungis réttlætanlegan með stuðningi öryggisráðsins. Virðist afstaða hans í þessum efnum mjög svipuð afstöðu Jacques Chiracs, forseta Frakklands, sem einnig hefur lagt áherslu á þátt öryggisráðs- ins. Afstaða Schröders hefur verið gagnrýnd harð- lega af bandarískum ráðamönnum og í banda- rískum fjölmiðlum. Hefur jafnvel verið gefið í skyn að kanslarinn sé með þessari afdráttarlausu afstöðu að einangra Þýskaland á alþjóðlegum vettvangi. Jafnvel þótt honum takist að sigra í kosningunum í dag muni hann gjalda það dýru verði í samskiptum við Bandaríkin og jafnvel Bretland og Frakkland. Annar möguleiki hefur þó einnig verið nefndur. Sigri Schröder í kosn- ingunum gæti það styrkt til muna stöðu þeirra afla í evrópskum stjórnmálum, t.d. innan breska Verkamannaflokksins, sem telja óhyggilegt að grípa til hernaðaraðgerða gegn Írak. Schröder hefur ekki einungis verið gagnrýnd- ur í Bandaríkjunum heldur hafa þýskir fjölmiðlar sakað hann um að stefna hagsmunum Þýska- lands í hættu til þess eins að tryggja sér sigur í kosningunum. Deilan um Írak gæti haft veruleg áhrif á samskipti Bandaríkjanna og Evrópu í framtíðinni. Spennan í samskiptunum yfir Atl- antshafið snýst hins vegar langt í frá einungis um það, hvernig taka beri á harðstjóranum í Bagdad. Vald og veik- leiki Staða Bandaríkjanna í heiminum, nú þegar ekkert annað risaveldi er til staðar, hefur verið mikið til umræðu meðal bandarískra og evrópskra fræðimanna á síðustu misserum. Eru mjög skiptar skoðanir um það hvort Bandaríkj- unum beri að eiga aukið samstarf við önnur ríki eða hvort aðstæður séu þannig að ekki verði hjá því komist að Bandaríkin verndi hagsmuni sína upp á eigin spýtur. Í sumar birtist í tímaritinu Policy Review, sem tengist Hoover-stofnuninni, grein eftir John Kagan, er ber heitið Vald og veikleiki. Vakti hún mikla athygli og umræðu og er talin endurspegla vel sjónarmið þeirra er telja að Bandaríkin muni í framtíðinni ekki geta reitt sig á hefðbundna bandamenn sína. Kagan hefur grein sína með eftirfarandi full- yrðingu: „Það er orðið tímabært að hætta þeim blekkingarleik að Evrópumenn og Bandaríkja- menn hafi sömu heimssýn og jafnvel að þeir búi í sama heiminum. Þegar kemur að því sem mestu máli skiptir, spurningunni um vald – hversu skil- virkt vald sé, siðferði þess að beita valdi og það hversu æskilegt vald sé – eru bandarísk og evr- ópsk sjónarmið að færast hvor í sína áttina.“ Kagan segir að þegar komi að því að taka af- stöðu til mikilvægustu málanna á alþjóðavett- vangi séu „Bandaríkjamenn frá Mars og Evr- ópumenn frá Venus“. Samstaða sé fátíð og stöðugt minni skilningur sé á afstöðu hins að- ilans. Í raun hafi leiðir skilið varðandi mótun stefnu í utanríkis- og varnarmálum. Kagan segir að þótt finna megi mikinn skoð- anamun jafnt innan Bandaríkjanna sem Evrópu, eigi fulltrúar bandarískra demókrata meira sam- eiginlegt með repúblikönum en t.d. evrópskum jafnaðarmönnum. Ekki megi gleyma því að stjórn Clintons hafi efnt til loftárása gegn Írak, Súdan og Afganistan á síðasta áratug, en það hefðu evrópskar ríkisstjórnir líklega aldrei gert. Jafnvel megi velta því upp hvort þær hefðu ákveðið sprengjuárásir á Belgrad árið 1999 ef ekki hefði komið til þrýstingur af hálfu Banda- ríkjanna. Þessa ólíku sýn Bandaríkjanna og Evrópu er ekki hægt að rekja til ólíkra þjóðareinkenna, að mati Kagan. Sú stefna sem Evrópa fylgi í dag sé tiltölulega nýtt fyrirbæri. Allt fram á síðustu öld hafi ríki Evrópu stjórnast af hreinni valdapólitík. Bandarískir ráðamenn á nítjándu öldinni og í byrjun tuttugustu aldarinnar hafi hins vegar ekki verið ýkja frábrugðnir evrópskum ráða- mönnum nú. Þeir hafi lagt áherslu á alþjóðalög og alþjóðlega samstöðu í stað hreinnar valdbeit- ingar. Nú tveimur öldum síðar hafi hlutverkin snúist við. Að hluta til sé þetta vegna þess að Bandaríkin eru nú öflug en Evrópuríkin veik. Ekki sé hins vegar hægt að skýra þetta með valdahlutföllum einvörðungu. Munurinn sé einn- ig hugmyndafræðilegur. Saga Evrópu hafi kallað fram hugsjónir varðandi vald og valdbeitingu, sem séu gjörólíkar þeim sem finna megi í Banda- ríkjunum, þar sem sagan er allt öðruvísi. Bilið breikki stöðugt þar sem efnislegar og hug- myndafræðilegar aðstæður magni hverjar aðrar upp. Kagan segir að hernaðarlegur veikleiki Evr- ópu sé ekki nýr af nálinni. Ríki Evrópu hafi misst stöðu sína sem heimsveldi með síðari heimsstyrj- öldinni. Hins vegar hafi kalda stríðið gert að verkum að afleiðingar þess urðu ekki fyllilegar ljósar. Evrópa hafi verið klemmd á milli tveggja risavelda og þar hafi barátta þeirra átt sér stað. Eina, en lífsnauðsynlega, herfræðilega hlutverk Evrópu hafi verið að verja svæði sitt gegn sov- éskri árás. Þetta hafi veitt Evrópuríkjum alþjóð- leg áhrif langt umfram eiginlegan hernaðarmátt. Nokkur ár hafi liðið frá lokum kalda stríðsins áður en það breyttist. Annars vegar hafi Evrópa og Bandaríkin einbeitt sér að Balkanskaga og stækkun NATO og hins vegar hafi margt bent til að ný og sterk Evrópa væri í myndun. Sumir fræðimenn, s.s. Samuel P. Huntington, prófessor við Harvard-háskóla, hafi talið að samruni ríkjanna innan Evrópusambandsins gæti orðið mikilvægasti þátturinn í því að mynda afl er myndi vega upp yfirburði Bandaríkjanna. Annað hafi hins vegar komið í ljós. Evrópurík- in hafi ekki einu sinni haft burði til að beita valdi án aðstoðar innan Evrópu, þ.e. á Balkanskaga. Þá hafi komið í ljós að þjóðir Evrópu hafi ekki verið reiðubúnar að færa verulega fjármuni frá félagslegum verkefnum í hernaðarlega uppbygg- ingu. Bandaríkin hafi hins vegar áfram varið verulegum fjármunum til hermála auk þess sem hlutfallslegur styrkur þeirra á heimsmælikvarða hafi aukist gífurlega með upplausn Sovétríkj- anna. Kagan segir að þá spennu sem nú ríki í sam- skiptum Evrópu og Bandaríkjanna sé ekki hægt að rekja til stefnu núverandi stjórnar. Upphafið hafi verið árið 1997 er stjórn Clintons vildi auka þrýsting á stjórnina í Bagdad en mætti andstöðu Frakka og að hluta til Breta í öryggisráðinu. Þá hafi gætt spennu í Kosovo-deilunni þar sem Evr- ópuríki á borð við Ítalíu, Grikkland og Þýskaland hafi talið Bandaríkin leggja of mikla áherslu á hernaðarlegar lausnir. Ástæðu þessarar spennu segir Kagan vera hin ólíku valdahlutföll. Veikari ríki séu andsnúin valdbeitingu og leggi áherslu á lausnir þar sem styrkur skipti ekki máli og lausn- ir byggist á alþjóðlegum lögum og alþjóðlegum stofnunum en ekki einhliða aðgerðum. Með þessu sé ekki verið að gera lítið úr Evrópuríkjum heldur benda á reglu sem hafi verið í gildi frá örófi alda. Bandaríkin hafi verið í sömu stöðu þegar Frakkland, Bretland og Rússland réðu heiminum. Til dæmis hafi Bandaríkin barist fyrir alþjóðlegum siglingalögum á nítjándu öld en mætt mikilli andstöðu flotaveldisins Bretlands. Þessi ólíku valdahlutföll hafa breytt hættumati Evrópu og Bandaríkjanna. Hann segir Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú hætta er stafi af Saddam Hussein sé minni en sú hætta er felist í því að losa sig við hann. Bandaríkin, sem hafi meiri burði, hafi hins vegar lægri hættu- matsþröskuld þegar Saddam er annars vegar, enda telji þau sig ráða fyllilega við hann. Ekki sé hins vegar hægt að skýra allt með sálfræði af þessu tagi. Ekki verði hjá því litið að ríki á borð við Írak ógna ekki Evrópu í sama mæli og þau ógna Bandaríkjunum. „Evrópuríkin lögðu mikið af mörkum til eigin varna á árum kalda stríðsins. Nú njóta þau hins vegar góðs af „ókeypis öryggi“ sem aldrei fyrr vegna þess að allar helstu ógn- irnar í heiminum er að finna utan Evrópu, á svæðum þar sem einungis Bandaríkin geta beitt valdi. Í raun, þ.e. þegar kemur að herfræðilegum áætlunum, eru hvorki Írak né Íran eða Norður- Kórea eða nokkurt annað ríki í heiminum fyrst og fremst evrópskt vandamál. Það á svo sann- arlega heldur ekki við um Kína. Jafnt Bandaríkin sem Evrópa eru sammála um að þetta séu fyrst og fremst bandarísk vandamál.“ Uppspretta lýðræðis Francis Fukuyama, prófessor við John Hopkins-háskóla, tek- ur í erindi er hann flutti í Ástralíu í síðasta mánuði undir margt af því sem fram kemur í grein Kagans. Hann telur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.