Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 15
frá auðugum einstaklingum í írsku
samfélagi, bæði á meðan hann
gegndi ráðherrastörfum og fyrir
þann tíma.
Þegar Pattison er spurður að því
hvort Haughey hafi verið jafn spillt-
ur og af er látið færist hann undan
því að fella nokkra dóma, segist
ætla að leyfa dómstólunum að kveða
upp sinn úrskurð fyrst. Hann vill
ekki samþykkja að spilling hafi ver-
ið landlæg í írskum stjórnmálum.
Þúsundir starfsviðtala
— bara til að halda vinnunni!
Pattison ber sérstakan heiðurs-
titil sökum þess að hann hefur setið
lengst allra núverandi þingmanna á
þingi: „Father of the house.“
„Ég átti nú aldrei von á því að ég
myndi hljóta slíkan titil. Ég hef
aldrei á ævi minni notið atvinnu-
öryggis að heita má. Nú í vor tók ég
þátt í mínum þrettándu þingkosn-
ingum þannig að ég hef að meðaltali
þurft að fara fram á endurkjör á
þriggja ára fresti. Í lok hvers kjör-
tímabils er maður rekinn úr starfi
því þá er umboð manns á enda. Þá
þarf maður að fara í gegnum starfs-
viðtal, raunar þúsundir slíkra með
kjósendum, sem ráða örlögum
manns, til þess eins að fá gömlu
vinnuna sína aftur!“
En þá ert þú greinilega mjög fær
að sannfæra vinnuveitandann um að
ráða þig að nýju?!
„Já það er rétt, úr því ég hef enst
allan þennan tíma! Fyrir flestar
kosningar hafa stjórnmálaspekingar
reyndar spáð því að nú muni ég
tapa sæti mínu. Það hefur hjálpað
mér því það hefur gefið stuðnings-
fólki mínu aukinn kraft til að
tryggja kjör mitt.“
Aðspurður segir Pattison rétt að
grundvallarbreyting hafi átt sér
stað á írsku samfélagi á þeim tíma
sem liðinn er síðan hann kom fyrst
inn á þing. Írland sé ekki lengur
jafn lokað og gamaldags og það var,
allt hafi verið opnað upp á gátt. Þró-
unin hafi verið hröð og í raun hafi
menn ekki haft við á síðustu árum
að bregðast við þeirri miklu upp-
byggingu sem orðið hafi. Segist
Pattison geta tekið undir að þetta
ástand megi kalla vaxtarverki hins
nýja Írlands.
„Þegar ég horfi til baka er það
sorgleg staðreynd að nánast allir
jafnaldra minna fluttust á brott, til
annara heimsálfa. Það var engin
tækifæri að hafa á Írlandi á sjötta
áratugnum. Vonleysið var algert.
Fæstir höfðu efni á því að fara í há-
skóla. Eini kosturinn, sem við fólki
blasti, var að flytjast búferlum til
Bandaríkjanna. Allt þetta hefur
breyst og það er afar ánægjulegt að
sjá hversu fólk er að gera það gott á
Írlandi um þessar mundir,“ sagði
Séamus Pattison.
sár
david@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 15
BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 • FAX: 562 3025
E-MAIL: holt@holt.is • http://www.holt.is
standandi móttökur með veitingum,
drykkjarföngum og gaffal- eða pinnamat.
sitjandi borðhald fyrir allt að 60 manns
þar sem þjónað er til borðs.
brúðkaup, afmæli, árshátíðir,
hádegisverðir, kvöldverðir.
kynningar, ráðstefnur og smærri fundir (háhraða
ADSL nettenging fyrir allt að 8 tölvur samtímis).
Margreynt og menntað fagfólk aðstoðar við
undirbúning og skipulagningu.
Nánari upplýsingar og ráðgjöf
á Hótel Holti og á www.holt.is
Þingholt
Glæsilegur veislu- og ráðstefnusalur
fyrir 20 til 120 manns
HAFÐU ÞAÐ FYRSTA FLOKKS -
ÞAÐ KOSTAR EKKI MEIRA.