Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ
20 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Skrefi framar
Sokkar, sokkabuxur, undirföt
oroblu@islensk-erlenda.is
20% kynningarafsláttur
af OROBLU sokkum og
sokkabuxum.
Kynnum OROBLU haustvörurnar
í Lyfju Lágmúla í dag, fimmtudag,
og Lyfju Smáratorgi föstudag
og Lyfju Laugavegi laugardag kl. 13-17.
www.lyfja.is
Hólmfríður var að láta af störfum.
Margt athyglisvert kom fram, t.d.
að hver íbúi í Borgarbyggð skilar frá
sér 36 kílóum af sorpi á mánuði. Sorp-
hirðugjöldin sem íbúar greiða, dugir
aðeins fyrir um 60% þess sem það
kostar að farga því. Langtímamark-
mið sveitarfélagsins er að flokka allt
Á BORGARFUNDI nýlega kynnti
Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnis-
stjóri stöðumat, markmið og fram-
kvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í
Borgarbyggð. Í apríl 2000 samþykkti
bæjarstjórn Borgarbyggðar um-
hverfisstefnu fyrir sveitarfélagið.
Með því var samþykkt að koma upp
Staðardagskrá 21 í formi aðgerða-
áætlana.
Vorið 2001 var skipaður þriggja
manna stýrihópur og í nóvember
sama ár var Hólmfríður Sveinsdóttir
ráðinn verkefnisstjóri til að vinna að
stöðumati og markmiðssetningu fyrir
11 málaflokka sem höfðu orðið fyrir
valinu. Síðar var tveimur málaflokk-
um bætt við. Verkefnið var kynnt
íbúum og settur á laggirnar tengsla-
hópur almennra borgara sem hafði
það hlutverk að vera verkefnistjóra
og stýrihópi til ráðgjafar. Alls voru 46
manns þátttakendur í tengslahópi
enda krefst verkefnið virkar þátttöku
í búanna.
Fundurinn var nokkurs konar upp-
lýsinga og uppgjörsfundur þar sem
sorp flokkað og endurnýtt eins og
hægt er. Eitt markmiðið er að gera
börn og unglinga meðvitaðri um um-
hverfisvernd, m.a. með markvissri
stefnu í grunn- og leikskólum sveitar-
félagins. Reifaðar voru hugmyndir
eins og að hafa sérstakan umhverf-
isdag einu sinni á skólaárinu og að
nýta mætti starfskrafta vinnuskólans
á sumrin til að hreinsa fjörur.
Tillaga um bíllausan dag einu sinni
á ári í Borgarnesi var kynnt og fólk
ennfremur hvatt til að ganga sem
mest. Drög að skýrslunni verða að-
gengileg á vefsíðu Borgarbyggðar,
http://www.borgarbyggd.is.
Hver íbúi í Borgarbyggð skilar
36 kílóum af sorpi á mánuði
Borgarnes
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Frá fundinum þar sem Staðardagskrá var til umræðu, lengst til vinstri er Stefán Gíslason umhverfisfræðingur.
LÚS hefur gert vart við sig í Borg-
arnesi og eru staðfest tilfelli bæði í
leikskólanum, grunnskólanum og tón-
listarskólanum. Því miður virðist lús-
in vera lífseig þar sem árlega koma
upp tilfelli. Í haust mun þó ástandið
vera víðtækara og er áríðandi að for-
eldrar séu vakandi gagnvart smiti.
Samskipti nemenda eru fjölþætt og
því smithætta mikil. Því er mikilvægt
að bregðast fljótt og vel við og for-
eldrar þurfa að kemba hár barna
sinna. Ef lús greinist hjá barni skal
undantekingarlaust láta skólaheilsu-
gæslu eða kennara vita. Lús gerir
ekki mannamun, en hægt er að
minnka líkurnar á smiti með því að
setja ekki upp húfur eða nota greiður
annarra.
Lús í Borg-
arnesi
Borgarnes
ÁRLEGT Sprettsundmót ÍBV
verður haldið í Sundhöll Vest-
mannaeyja laugardaginn 5. októ-
ber kl. 9–19 og sunnudaginn 6.
október kl. 9–12.30. Keppendur
verða um 200 frá 7 félögum. M.a.
munu mæta Örn Arnarson, Kol-
brún Ýr Kristjánsdóttir, Íris Edda
Heimisdóttir og Jón Oddur Sig-
urðsson. Um 30 keppendur frá ÍBV
munu einnig taka þátt, segir í
fréttatilkynningu.
Sprettsund-
mót ÍBV
Vestmannaeyjar
SUNDSAMBAND Íslands sendi öll
landslið landsins í æfingabúðir í
Íþróttamiðstöðina á Laugarvatni
helgina 21.–22. september. Um var
að ræða framtíðarhóp, unglinga-
landslið, landsliðshóp og úrvalshóp
(Ólympíuhóp) alls um 60 af bestu
sundmönnum Íslands.
Markmiðið með æfingabúðunum
var að ná góðum æfingum í sund-
lauginni fyrir hvern hóp. Synt var
tvisvar á dag en auk þess var hlaupið
úti og þrek æft í sal. Þá var einnig
mikilvægt að láta alla þessa hópa
hittast og að fólk lærði hvert af öðru.
Þá nýtti sundsambandið sér
ágæta fyrirlestraraðstöðu sem boðið
er upp á á Laugarvatni og hélt Helga
Sigurðardóttir, næringarfræðingi og
fyrrum ólympíufari, mjög góðan fyr-
irlestur um næringarfræði fyrir hóp-
ana. Fimm þjálfarar sáu um þjálf-
unina og síðan var almennur
þjálfarafundur um kvöldið þar sem
farið var yfir ýmis mikilvæg atriði í
sundheiminum.
Ljósmynd/Kári Jónsson
Landsliðsmenn í sundi á æfingu við góðar aðstæður á Laugarvatni.
Öll landsliðin í sundi
æfðu á Laugarvatni
Laugarvatn
ÞRÁTT fyrir að gránað hafi í fjöll
um helgina var ekki þar með sagt
að komið væri vélsleðafæri og vél-
sleðaáhugamenn almennt ekki
komnir á ról. Menn ráku því margir
hverjir upp stór augu sem leið áttu
um þjóðveginn sunnan Húsavíkur,
en þar þeystu vélsleðar og reyndar
hjól líka um túnið við Saltvík þó
enginn væri snjórinn.
Að sögn Jónasar Emilssonar,
stjórnarmans í Mótorsportklúbbi
Húsavíkur, var þarna á ferðinni
óformleg æfingakeppni í gras-
spyrnu. Þar reyndu með sér hús-
vískir mótorsportáhugamenn
ásamt einum meðbróður sínum frá
Akureyri. Jónas segir að ætlunin sé
að halda þarna æfingamót um
næstu helgi þar sem von sé á fleiri
keppendum frá Akureyri og víða
að, auk heimamanna.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Snjór virðist vera orðinn aukaatriði hjá húsvískum vélsleðamönnum. Tveir þeirra þeysa hér um Saltvíkurtúnið.
Húsvískir
vélsleðamenn
reyndu með sér
í grasspyrnu
Húsavík
HRÓBJARTUR Heiðar Ómarsson
frá Suður-Hvammi í Mýrdal var í
sendiferð fyrir foreldra sína þegar
fréttaritari náði þessari mynd af
honum. Hann er með kerru, útbúna
úr gömlum fiskkassa, tengda aftan
í hjólið sitt, sem faðir hans hjálpaði
honum að smíða.
Að sögn Hróbjarts kemur þessi
kerra sér oft vel. Til dæmis þegar
ein af kúnum í Suður-Hvammi bar
úti á túni í sumar tók hann nýfædd-
an kálfinn í kerruna og hjólaði með
hann heim í fjós með kúna gang-
andi á eftir sér.
Notar hjóla-
kerruna í
sendiferðir
Fagridalur
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦