Morgunblaðið - 03.10.2002, Side 26

Morgunblaðið - 03.10.2002, Side 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Heitt og nýlagað það er ekkert betra Moccamaster 90 8 / TA K T ÍK - kaffivél sem þú getur treyst Moccamaster Kaffitár, Bankastræti Rönning, Borgartúni Glóey, Ármúla Rafsól, Skipholti Te & Kaffibúðin, Suðurveri Tónborg, Hamraborg Kóp. Rafbúiðn, Álfaskeið, Hafj. Rafbúð Sigurdórs, Akranesi Öryggi, Húsavík Einkaumboð Glitnir, Borgarnesi Straumur, Ísafirði Rönning, Akureyri. Geisli, Vestmannaeyjar Árvirkinn, Selfossi Ljósboginn, Keflavík Rafb. Sveinn Guðm., Egilsst. Kaupf. Skagfirðinga, Sauðárkróki Hér eru helstu útsölustaðirnir. TVÆR bikiníklæddar fyrirsætur á vegum bresks dagblaðs tóku á móti Michael Meacher (lengst til vinstri á myndinni) er hann kom niður á strönd og lagðist til sunds í sjónum við Blackpool í gær, þar sem Verkamannaflokkurinn var með ráðstefnu. Meacher stóð með þessu við loforð sem hann gaf um að ef sjórinn væri það hreinn að hann stæðist evrópska hreinlætisstaðla skyldi hann fá sér sundsprett. Reuters Stóð við loforðið MEÐLIMIR í stærstu launþega- samtökum Suður-Afríku, COS- ATU, lögðu niður vinnu í gær, annan daginn í röð, en stjórnvöld og kaupsýslumenn sögðu áhrif verkfallsins lítil. Tugir þúsunda meðlima COSATU efndu til úti- funda á þriðjudaginn til að mót- mæla einkavæðingaráformum rík- isstjórnarinnar, sem launþega- samtökin segja að hafi leitt til atvinnuleysis. Markmið COSATU með aðgerð- unum undanfarna tvo daga var að fá ríkisstjórn Thabos Mbekis til að stöðva einkavæðingarferlið, en í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans í gær sagði, að verkföllin og úti- fundirnir hefðu ekki valdið tiltak- anlegum truflunum. Hagfræðingurinn Azar Jammine sagði að einörð afstaða stjórnar- innar gegn mótmælaaðgerðunum hefði haft jákvæð áhrif á efnahags- lífið. „Með því að tala gegn verk- fallinu sendir ríkisstjórnin þau skilaboð að hún sé hliðholl fjár- festum og hviki ekki frá einkavæð- ingastefnu sinni,“ sagði í blaðinu Business Day. Suður-Afríka Verkfall gegn einka- væðingu Jóhannesarborg. AFP. JOHN Major, fyrrverandi forsætisráðherra, var ekki jafn hversdagslegur og af var látið, heldur hinn mesti æringi og alltaf á bláum nærbuxum. Kom það fram í fyrradag í þriðja útdrætti úr dagbókarfærslum Edwinu Currie, fyrrverandi ráðherra, en í viðtali við BBC, breska rík- isútvarpið, í gær skammaði hún Major fyrir að segja, að fjögurra ára samband þeirra hefði ver- ið skammarlegasti tíminn á ævi sinni. Í útdrættinum, sem birtist í Times, segir Curr- ie frá því hvað hún hafi verið langt niðri þegar Major var kominn inn fyrir dyr í Downing-stræti en hún bara óbreyttur þingmaður. „Ég er einmana, vanrækt, ónotuð og óelskuð,“ skrifaði hún í dagbókina sína 24. janúar 1991, tveimur mánuðum eftir að Major varð forsætis- ráðherra. „Ég vildi, að öll íbúðin mín væri upp- tekin af einum stórum manni á bláum nær- buxum.“ Átti hún þá við Major, sem var einu sinni lýst þannig, að hann væri maður, sem girti alltaf skyrtuna sína ofan í nærbuxurnar. Segist hafa slitið sambandinu Bretar hafa lengi gert sér þá mynd af Major, að hann sé viðkunnanlegur maður en ekki mjög spennandi, en það breyttist allt síðastliðinn laug- ardag þegar Currie svipti hulunni af sambandi þeirra frá 1984 til 1988. Major staðfesti það og sagði um leið, að þessi fjögur ár hefðu verið skammarlegasti tíminn á ævi sinni. Tók Currie það mjög óstinnt upp í viðtali við BBC í gær. „Hann getur sagt það núna, að hann skammist sín, en hann skammaðist sín ekki þá og vildi halda sambandinu áfram,“ sagði hún og bætti við, að hún hefði slitið því þegar Major varð ráð- herra. „Ég batt enda á það með bréfi til Johns. Ég vildi það ekki en mér fannst það vera orðið of áhættusamt eftir að hann varð ráðherra.“ Bresku blöðin hafa gert sér mikinn mat úr þessum uppljóstrunum eins og þeirra er von og vísa. „Nú vitum við hvað John Major gerði eftir að hafa sporðrennt nokkrum volgum bjórum. Hann fékk sér karrí,“ sagði í Guardian en karrí er currie á ensku. Vonaðist eftir ráðherraembætti Currie, sem var heilbrigðisráðherra fram á árið 1997 þegar hún neyddist til að segja af sér eftir að hafa fullyrt, að salmonellubakteríur fyr- irfyndust ekki í breskum eggjum, segir í þriðja útdrættinum frá hrifningu sinni þegar Major tók við af Margaret Thatcher. „John! Þú verður að móta alveg nýja sýn fyrir Evrópu“ segist hún hafa sagt við Major en síðan helltust „vonbrigðin“ yfir hana þegar hún frétti af því, að hún yrði ekki á meðal ráðherranna. Currie, sem þá var í stormasömu hjónabandi, skrifaði í dagbókina sína: „Ég kemst bara ekki af á þingmannslaununum einum saman.“ Vildi gera hreint fyrir sínum dyrum Currie ver þá ákvörðun sína að ljóstra upp um sambandið við Major með því, að hún hafi „mátt til að gera hreint fyrir sínum dyrum“. Segir hún, að dætur sínar tvær hafi orðið dálítið hissa en það sé nú einu sinni svona. Stundum sé hneyksl- ast á börnunum, stundum á foreldrunum. „Hann skammaðist sín ekki þá“ Edwina Currie heldur áfram að segja frá ástarsambandi sínu við John Major London. AP, AFP. Currie er hún kom í BBC-viðtalið í gær. Reuters INNBROTS- og bílþjófar, kvenna- veskjaræningjar og vasaþjófar í borginni Cali í Kólumbíu hyggjast fara í verkfall næstkomandi sunnu- dag í mótmælaskyni við „hvítflibba- glæpi“ í landinu, eftir því sem tals- maður þjófanna, José Nieto, sagði í útvarpsviðtali. „Við viljum mótmæla þeirri spillingu sem er að draga land vort niður í svaðið,“ tjáði Nieto RCN- útvarpsstöðinni er hann boðaði eins dags „vinnustöðvunina“. Sagði Nieto, sem sjálfur segist vera skáld og hefur setið af sér fangelsisdóm fyrir smá- þjófnað, að „stéttarbræður“ sínir myndu halda að sér höndum á sunnu- daginn til að vekja athygli á því sem íbúar Kólumbíu mættu þola vegna spillingar í stjórnkerfinu. FJÖGURRA ára drengur í Linz í Austurríki hringdi í neyðarlínuna til að tilkynna um matreiðslu ömmu sinnar, sem honum líkaði ekki. Greindi lögregla í borginni frá þessu á þriðjudag. Eftir að amma drengsins skammaði hann fyrir að fúlsa við kvöldmatnum hringdi hann í neyð- arlínuna til að kvarta undan hegðun hennar. Lögreglumaðurinn sem varð fyrir svörum sýndi snilli í samn- ingatækni og taldi drenginn á að smakka a. m. k. á mat ömmu sinnar áður en hann legði aftur á. TARJA Halonen, forseti Finnlands, hefur fundið sér nýtt tómstundagam- an. Hún sækir nú að minnsta kosti einu sinni í viku æfingar í magadansi í kvennaíþróttafélagi í verkamanna- hverfinu Kallio í Helsinki. Maga- dansiðkunin er forsetanum mikil skemmtun, eftir því sem blaðafulltrúi Halonen skýrði frá. Sjúkraþjálfari hennar kvað hafa mælt með því að hún prófaði magadansæfingar, þar sem þær styrktu bakvöðvana. Þjófar í verkfall 112: Amma eldar vondan mat! Magadans að læknisráði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.