Morgunblaðið - 03.10.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 03.10.2002, Qupperneq 29
75 ÁRA AFMÆLI OLÍS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 29 REPAIR krem línan * Byggir upp og styrkir húðina * Eflir næringar jafnvægi húðarinnar * Veitir jafnframt vernd gegn ytra áreiti Snyrtist. Lilju Högna, Stillholti 14, Akranesi Hjá Laufeyju, Hjarðarlundi 1, Akureyri BIODROGA snyrtivörurnar eru unnar úr lífrænt ræktuðum jurtum Bankastræti 3  Sími 551 3635  www.stella.is Póstkröfusendum BIODROGA snyrtivörur ánægjulegt til þess að vita að upphringingum til þess að þakka góða þjónustu hefur fjölgað mjög síðari árin. Við þökkum það því að við höfum lagt okkur fram um að efla starfsandann. Fyrir nokkrum árum komum við á kerfi sem höfðar bæði til metnaðar starfsfólks og umbunar. Við tókum upp þjónustukannanir og enn í dag eru gerðar þjónstukannanir einu sinni í mánuði og í framhaldi af því er valin stöð mánaðarins með tilheyrandi viðurkenningu og launaumbun,“ segir Einar. Eldsneytisverð hér oft lægra en í nágrannalöndum okkar Hvað um umtalað samráð milli olíufélaga á Íslandi? „Hjá Samkeppnisstofnun stendur yfir sú at- hugun hvort samráð hafi verið milli félaganna í þeim mæli að ólögmætt sé,“ svarar Gísli Baldur. „Ég vil benda á að verðlagning á eldsneyti hefur verið sú sama lengi vel, en þó mismunandi eftir þjónustustigum, vegna þess að útilokað er að hafa mismunandi verð á svona litlum mark- aði. Í raun hefur sá sem á hverjum tíma hefur ákvarðað lægsta verðið verið leiðandi á mark- aðinum og hin félögin orðið að fylgja á eftir. Fé- lögin hafa verið í samstarfi með vissa þætti, m.a. við rekstur gasfélagsins og bensínstöðva úti um land, sameiginlega sölu til erlendra skipa og fleira. Leiða má að því líkur að þessi rannsókn Samkeppnisstofnunar kunni að verða til þess að eitthvað af þessu breytist í framtíðinni. Ástæða er til að geta þess að eldsneytisverð hér er í fullu samræmi við og oft lægra en gerist í ná- grannalöndum okkar.“ En hvernig er háttað kaupum Olís á eldsneyti erlendis? „Að langmestu leyti gerum við samninga til eins árs í senn. Árlega bjóðum við eldsneyt- iskaupin út til milli tíu og tuttugu aðila og kaup- um árlega af þremur til sex birgjum. Atburðirnir 11. september 2001 höfðu áhrif á verðmyndun á eldsneyti erlendis, minna þó en óttast var vegna þess að við skiptum mest við aðila sem versla á Evrópumarkaði, hin mark- aðssvæðin eru Ameríka og Asía, – hver þessara markaða er með nokkuð sjálfstætt verðmynd- unarkerfi. Stór hluti af verði á eldsneyti hér er flutningskostnaður og því skiptir miklu máli að ná þeim kostnaði niður með sem stærstum elds- neytisförmum og mestri hagkvæmni. Íslensku olíufélögin kaupa enn alla svartolíu saman, hún kemur frá Rússlandi og fæst ekki annars staðar. Horfa til rannsókna á öðrum orkugjöfum en olíu Við fylgjumst með því sem er að gerast í olíu- leitarmálum. Áður var talið lítt mögulegt að olía fyndist í íslenskri lögsögu en þær skoðanir hafa aðeins breyst á síðustu misserum.“ Vitað er að olíulindir heimsins eru ekki óþrjótandi, nú er talið að þekktar olíulindir mundi duga fram á miðja öldina,“ segir Einar. „Þar sem talið er að olíulindir muni ganga til þurrðar áður en langt um líður og aðrir orku- gjafar muni leysa olíuna af hólmi fylgjumst við að sjálfsögðu með þróun rannsókna á öðrum orkugjöfum og horfum til þess að selja og dreifa þeim með einum eða öðrum hætti,“ segir Gísli Baldur. Einar getur þess að rafgeymar nútímans hafi lítið breyst og þróast og m.a. vegna þess hafi rafmagnsbílar átt örðugt uppdráttar, og hvað vetnið snerti þá þurfi meira en alla orkufram- leiðslu Íslendinga í dag til þess búa til nægt vetni á bíla landsins. Líða muni langur tími þar til vetni verði samkeppnishæfur orkugjafi. Olís hefur margt manna í sinni þjónustu. Beint og óbeint starfa hjá Olís víða um land á fimmta hundrað manns, sumir sem launamenn en aðrir sem verktakar. Reknar eru 62 bens- ínstöðvar á vegum félagsins og útibú og umboð á öllum stærstu þéttbýlisstöðum landsins og annars staðar þar sem félagið á djúpar rætur. Í þremur litlum samfélögum á landsbyggðinni hefur félagið notið forystu sömu fjölskyldnanna frá upphafi. Þetta eru Siglufjörður, Seyðisfjörð- ur og Skagaströnd og þar hafa allt að fjórir ætt- liðir verið við störf fyrir Olís. Þetta er lýsandi fyrir þá miklu tryggð sem Olíuverslun Íslands hefur notið alla tíð,“ segir Einar. Starfsanda segja þeir félagar góðan hjá Olís og fyrirtækið státi af mörgum gömlum og reyndum starfsmönnum. „Á fyrsta árinu sem ég starfaði hér þá talaði ég yfir fimm einstaklingum sem áttu 50 ára starfsafmæli,“ segir Einar. Gísli Baldur bætir við að mikil samstaða og vinarhugur hafi ríkt í stjórn Olís sem gert hafi auðveldara að takast á við erfið verkefni. „Sérstaða félagsins á þeim tíma sem við höf- um komið að rekstri þess er að það hefur ekki verið fest við „pólitískar blokkir“ og ég tel að fé- lagið hafi notið þessa í þeirri hörðu valdabar- áttu sem ríkt hefur í viðskiptalífi okkar í seinni tíð,“ segir Einar. „Eftir að frelsi hefur aukist á síðari tímum hefur staða Olís gagnvart hinum olíufélögunum orðið jafnari,“ segir Gísli Baldur. Veltan hjá Olís er á þrettánda milljarð króna á þessu ári en þeir Einar og Gísli telja heppi- legra að láta afkomutölur ráða mati á félaginu fremur en veltutölur. „Afkomutölur segja meira vegna mikilla sveiflna sem geta orðið á heimsmarkaðsverði á eldsneyti. Líðandi ár besta afkomuár í sögu Olís Líðandi ár verður örugglega besta afkomuár í sögu félagsins. Þegar við komum að félaginu var gengi á bréfum þess 1,7 en er í dag kringum 9,6,“ segir Einar. „Það er ekki víst að Olís væri sjálfstætt félag í dag hefði Texaco ekki notið við. Það hefur verið Olís til framdráttar að fá notið sjónarhorns fólks í sama starfsgeira í öðrum löndum,“ segir Gísli Baldur. Fram kemur í máli þeirra Einars og Gísla Baldurs að mikið uppbyggingarskeið hafi verið sl. ár í sögu Olís. „Við höfum lokið uppbyggingu á Reykjavík- ursvæðinu og erum að ljúka þeirri uppbyggingu sem áætluð var á landsbyggðinni. Við höfum byggt okkur nýjar höfuðstöðvar og ljóst er að ef svo heldur fram sem horfir hefur félagið burði til að takast á við ný og aukin verkefni. Um þessar mundir er unnið að því að greina þau tækifæri,“ segir Einar. „Olís hefur nú betri rekstrarstöðu og betri ásýnd en það hefur nokkurn tímann haft áður og allt bendir til að félagið verði áfram í sókn,“ segir Gísli Viðskiptavinir munu á afmælisdegi Olís njóta uppbyggingar félagsins „Nú á 75 ára afmælinu ætlum við að láta hinn almenna viðskiptavin njóta uppbyggingar fé- lagsins, – hvernig mun sjást í auglýsingum frá Olís,“ segir Einar. „Á þessum tímamótum hugsum við til frum- kvöðlanna, Héðins Valdimarssonar, Eldeyjar- Hjalta og þeirra annarra sem áttu hlut að stofn- un Olíuverslunar Íslands,“ segir Gísli Baldur. „Félagið hefur átt góða tilveru og er nú með traustari einingum í íslensku viðskiptalífi. Við hugsum til uppbyggingarinnar í upphafi, til bakslagsins þegar kaupfélögin sneru baki við Olís, til þess tíma þegar félagið hafði ekki póli- tískan meðbyr og svo þess þegar Óli Kr. keypti félagið. Loks hvernig við, sem komum í stjórn- ina 1993, höfum reynt að halda uppi kyndlinum síðan,“ segir Gísli Baldur. Einari er efst í huga hvernig hann kom til starfa hjá Olís. „Mjög sérstakar aðstæður ríktu í félaginu vegna fráfalls Óla Kr., – ég kannaðist við einn mann í höfuðstöðvunum þegar ég kom til starfa. Hin almenna uppbygging síðan er mér hug- stæð. Það voru tímamót í sögu eldsneytis á Ís- landi þegar félagið tók forystu í nýrri verð- myndun eldsneytis til stórnotenda í kjölfar þess að verð eldsneytis var gefið frjálst haustið 1994. Frelsið varð einnig til þess að viðskiptavinir fengu fleiri valkosti sem voru ÓB-sjálfsaf- greiðslustöðvarnar. Loks eru mér hugstæð þau góðu viðbrögð sem bætt og aukin þjónusta hef- ur vakið hjá almenningi. Síðast en ekki síst vil ég nefna nýjar höf- uðstöðvar félagsins og sterkasta slagorð þess, sem enn er í fullu gildi: Græðum landið með Ol- ís,“ segir Einar. „Það er á stefnuskrá Olís að veita árlega verulegar fjárhæðir til alls kyns þjóðfélags- mála. Þar er efst á dagskrá mannúðar-, mann- ræktar- og landgræðslumál. Félagið hefur látið til sín taka í öllum þessum málaflokkum. Þess má geta að í tilefni afmælisins gerðum við ný- lega samning við Skógræktarfélags Íslands um að veita stuðning því verkefni að opna skóga landsins fyrir almenningi og næstu daga mun- um við í tilefni afmælisins tilkynna stuðning til mannúðarmála.“ Bensínstöð BP risin á Hlemmi árið 1951. Olíudreifing gat tekið á. Jóhannes Skúlason og Einar Guðmundsson fastir á Mýrdalssandi. Höfuðstöðvar Olís í Reykjavík. þjóðfélagi gæti ekki látið eins og lög- mál sem þar ríktu væru ekki til - enda þótt hann vildi afnema skipulagið.“ Og Héðinn var sjálfum sér sam- kvæmur því að hann lagði bæði til að komið yrði á einkasölu tóbaks og olíu á meðan hann sat á þingi. Hann trúði staðfastlega á yfirburði ríkissölu fram yfir „hinar mörgu sundruðu samkeppnisverzlanir,“ eins og hann orðaði það og fram kemur í sögu Olís. Kaldir vindar Héðinn þótti framsýnn og dugandi forstjóri Olíuverslunarinnar frá upp- hafi. Hann þótti koma vel fyrir og uppskar jafnt virðingu meðal starfs- manna fyrirtækisins og samstarfs- aðila þess í Bretlandi. Velferð verka- manna almennt var Héðni þó ætíð ofarlega í huga. Starf hans á Alþingi, í bæjarstjórn Reykjavíkur, innan Dagsbrúnar og frumkvæði um að reisa verkamannabústaði í Reykjavík er órækur vitnisburður um það eins og kemur fram í sögu Olís. Verka- menn áttu hauk í horni þar sem Héð- inn fór og meðal verkamanna þótti gott að starfa hjá BP. Héðinn gat verið harður í horn að taka og um hann blésu stundum kald- ir vindar. Má þar nefna að árangurs- lausar tilraunir hans til að sameina Alþýðuflokkinn og Kommúnista- flokkinn urðu til þess að honum var vikið úr Alþýðuflokknum. Héðinn svaraði brottvikningunni með því að stofna ásamt nokkrum félögum sín- um úr Alþýðuflokknum og Komm- únistaflokknum Sameiningarflokk Al- þýðu - Sósíalistaflokkinn haustið 1938. Héðinn sat ekki lengi í stöðu for- manns flokksins því að brátt lenti hann í hörðum deilum við aðra for- ystumenn flokksins – ekki síst um af- stöðuna til Sovétríkjanna. Ásamt nokkrum öðrum miðstjórnarmönnum sagði Héðinn sig úr Sósíalistaflokkn- um eftir innrás Sovétmanna í Finn- land. Eftir að Héðinn hætti afskiptum sínum af stjórnmálum stundaði hann ásamt starfi sínu hjá Olís garðyrkju á jörð sinni og eiginkonu sinnar Guð- rúnar Pálsdóttur, Höfða í Mývatns- sveit. Héðinn varð ekki gamall maður. Hann lést í Reykjavík aðeins 56 ára að aldri 12. september árið 1948. ago@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.