Morgunblaðið - 03.10.2002, Side 33

Morgunblaðið - 03.10.2002, Side 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 33 FIMMTUDAGSTILBOÐ ÖKKLASKÓR KVENNA Suðurlandsbraut sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Teg. Are12123 Litir: Svartur, brúnn Str. 36-42 Verð nú 7.995 Verð áður 13.995 KATARINA Danielsson er ungur sænskur rithöfundur af íslenskum ættum. Fyrsta bók Katarinu, Livet vinkar (som en Kurt), hlaut mjög góðar viðtökur og lof gagnrýn- enda, og Katarina hefur þegar fengið boð um að sagan verði kvikmynduð. Katarina var stödd hér á landi um daginn og gaf sér tíma til að segja blaðamanni frá bók sinni. „Þetta eru reyndar tvær sögur. Önnur þeirra fjallar um lítinn strák sem skírður var Kurt, eftir Kurt Cobain. Hann er ekki ánægður með það; er hryggur yf- ir því að hafa verið skírður í höf- uðið á manni sem var eitur- lyfjasjúklingur og tók loks eigið líf. Faðir hans er hálfgerður aum- ingi, drykkfelldur gítarleikari í London, og móðir hans, mjög ung, er því ein að ala hann upp. Hin sagan segir frá miðaldra manni sem heldur að konan hans haldi framhjá honum. Hann sér öll merki þess að svo sé, en hann hef- ur rangt fyrir sér. Þetta eru mannmargar sögur af fólki. Sög- urnar mætast, en þó ekki nema að litlu leyti. Á einum stað hittast þeir þó og taka tal saman, sá mið- aldra og Kurt litli. Þetta eru sög- ur af venjulegu og fábrotnu fólki og draumum þeirra. Sumir drauma þeirra rætast en aðrir ekki. Í stuttu máli eru þetta sögur um lífið.“ Katarina starfar sem blaðamað- ur við sænska tímaritið Femina, og segist hafa skrifað alveg frá því hún var krakki. „Ætli þetta sé ekki í íslenska blóðinu. Ég er mjög stolt af ís- lenskum frænkum mínum, Jak- obínu og Fríðu Á. Sigurð- ardætrum, og verkum þeirra. En þó ég hafi verið lengi að skrifa þá var þessi bók fyrsta atrenna mín að skáldsögu, og hún virðist hafa heppnast, þótt ég þyrði varla að vonast til þess.“ Katarina segist ekki bara hafa skrifað mikið, hún hafi alla tíð verið mikill lestrarhestur og lesið alls konar bókmenntir. Selma Lagerlöf er þó í miklu uppáhaldi. Hún les líka íslenskar bókmenntir og nefnir Meðan nóttin líður eftir Fríðu og bækur Steinunnar Sig- urðardóttur og Vigdísar Gríms- dóttur sem hafa verið þýddar á sænsku. „Ég les ekkert á íslensku nema barnabækur, hitt er enn of erfitt fyrir mig.“ Nú í september skrifaði Kat- arina undir samning við sænskan kvikmyndaframleiðanda um gerð kvikmyndar eftir sögu hennar. „Maður veit auðvitað aldrei hvað úr verður, en það er verið að vinna að þessu og ég er mjög ánægð með það. Ég held ég verði bara að viðurkenna að mér hafi farnast vel með þessa fyrstu sögu mína. Hún kemur út í Noregi í febrúar og virðist falla fólki í geð. Það sem kom mér á óvart var hvað karlmenn eru hrifnir af henni, ég hélt að þetta væri frek- ar kvenleg saga. Lesandinn þarf að einbeita sér til að skilja veru- leikann bak við þessa einföldu einstaklinga en svo virðist sem það vefjist ekki fyrir fólki.“ Næsta sögupersóna verður send til Íslands Móðir Katarinu, Kristín Magn- úsdóttir, flutti til Svíþjóðar átján ára gömul. Katarina segir móður sína alltaf hafa talað mikið um Ís- land, þótt íslenska hafi ekki verið mikið töluð á heimilinu. „En það er svo merkilegt, að það er eins og þrá hennar eftir Íslandi hafi smitast til okkar krakkanna, og við systkinin höfum öll mjög sterkar tilfinningar til landsins. Mér finnst ég mjög tengd landinu, þótt ég hafi ekki komið hingað mjög oft. Ég var þó hér eitt sum- ar í vinnu á Hótel Varmahlíð og lærði svolítið í málinu. Við höld- um líka góðum tengslum við fólk- ið okkar hér á Íslandi.“ Katarina gerir ekki mikið úr ís- lenskukunnáttu sinni, en kemur þó upp um sig með því að tala prýðilega íslensku þegar formlegu spjalli okkar er lokið. Hún er hér á ferð með norrænum blaðamönn- um en notar að sjálfsögðu tæki- færið til að heilsa upp á ættingja. Hún er byrjuð á nýrri sögu og þar ætlar hún að gefa gamanseminni drjúgt pláss. Aðalpersónan er ung kona sem vinnur á elliheimili og er talsvert óvenjuleg. „Mig langar svo að skrifa um Ísland, svo ég hef ákveðið að senda þessa per- sónu mína hingað til lands. Ég er komin þar í sögunni að hún er komin um borð í flugvélina til Ís- lands. Og svo er bara að bíða og sjá hvað gerist!“ Sænsk-íslenskur rithöfundur, Katarina Danielsson, fær góðar viðtökur „Þráin eftir Íslandi er smitandi“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Katarina Danielsson FYRSTU tónleikar Kammermús- íkklúbbsins á 46. starfsári klúbbsins, voru haldnir á dögunum í Bústaða- kirkju og þar lék ónefndur strengja- kvartett, undir forustu Sigrúnar Eð- valdsdóttur en með sér hafði hún Zbigniew Dubik, Helgu Þórarinsdótt- ur og Bryndísi Höllu Gylfadóttur, öll úr hópi okkar bestu tónlistarmanna. Tónleikarnir hófust á eina strengja- kvartett Sibelíusar, sem hann gaf undirtitilinn „Voces intimae“ sem túlka mætti, að Sibelíus væri að leika sér með sönglínur, er væru honum kærar eða nánar og víst er, að margir tónlistarsagnfræðingar telja þetta sérlega opinskátt og persónulegt verk. Að öðru leyti er nokkuð ljóst, að Sibelíus var háður þeim rithætti er tengist ritun fyrir strengjasveit, sem hann var einkar frægur fyrir, enda vel að sér um fiðluleik. Þessi strengja- sveitaráhrif eru einkar áberandi í tveimur síðustu köflunuum, sem bera í sér sterk finnsk þjóðlagaáhrif. Kvartettinn var að mörgu leyti vel leikinn en það hefði mátt leggja ögn meiri áherslu á blæbrigði hljómanna, því rómantísk tónlist er jú meira ofin í blæbrigði en tematíska úrvinnslu tón- hugmyndanna. Annað viðfangsefnið var fimm þátta umritun fyrir strengjakvartett á söngverki við „Guðrúnarkviðu ina fyrstu“, eftir Þórð Magnússon, fal- lega og þétt unnið verk, þar sem greinilegt er að höfundi er nokkuð niðri fyrir og einnig má greina óþol hins unga tónsmiðs, að hafa hendur á sem flestum vinnuaðferðum, sem á vissan hátt gefur verkinu gildi, fyrir það hversu þéttur og samfelldur rit- hátturinn er og einnig, að tónhug- myndir eru ítrekaðar sem skerpir formskipan verksins. Kvartettinn var vel fluttur, þótt lokaþátturinn hefði mátt vera aðeins hraðari. Lokaverkið var op 59, nr 1, eftir Bethoven, hinn svo nefndi sellókvar- tett, en Rasoumosvky, rússneski sendiherrann í Auturríki, sem pantaði þrjá kvartetta hjá Beethonven, var áhugasellisti. Auk þess að leggja fal- legar línur í hendur sellistanum, not- ar Beethoven rússneskt stef í loka- þættinum. Hægi þátturinn er einstakt listaverk, sem þarf að leika mjög hægt og dapurlega (Adagio molto e mesto) og var hann í raun léttilega fluttur og jafnvel á ljóðræn- an máta en samt fallega hljómandi. Sterkum andstæðum lokakaflans var ofgert, sérstaklega í fortissimo atrið- unum, sem þarf ekki að leika miklu sterkar en þar sem tilgreint er að leika eigi forte, því þar veldur miklu sérlega þéttur rithátturinn, sérstak- lega undir lokin. Fyrir þetta og að „tessatúran“ liggur oft á hásviði hljóðfæranna, varð leikurinn á köflum nokkuð hvass og jafnvel sár í lokakafl- anum. Allir kaflar verksins eru í són- ötuformi og því var ekki rétt að sleppa endurtekningunni á framsögunni í lokakaflanum, því þar með var raskað innbyrðis lengdarhlutföllum kafl- anna, t.d. á móti sérlega löngum skersó þætti, sem auk þess að vera mjög vel fluttur var helst til hægt leikinn. Með endurtekningu framsög- unnar, hefði lokakaflinn haldið sínu gegn öðrum köflum verskins og verið í samræmi við formskipan hins klass- iska sónötuforms. Í heild var leikur kvartettsins nokkuð mettaður af óþoli en í hópnum eru frábærir hljóðfæraleikarar, Sig- rún Eðvaldsdóttir, sem fór fyrir hópnum og lék margt af glæsibrag og sömuleiðis Zbigniew Dubik en í kvartettleik er það stundum að 2. fiðl- ari fær smástrófur, er eins og gægjast fram og þá gat að heyra fallegan tón hans, auk þess að eiga þátt í mjög samvirkum leik, eins t.d. í þríndar samleiknum, er einnig hljómaði fal- lega í lágröddunum, sem voru í hönd- um Helgu Þórarinsdóttur og Bryn- dísar Höllu Gylfadóttur, sem opnaði verkið með aðalstefinu. Báðar áttu þær fallega leiknar tónlínur, hér og þar um verkið. Í heild voru þetta góð- ir tónleikar, leikurinn samvirkur og einstaka tilþrif glæsilega mótuð, þótt stundum gætti um of mikils ákafa, nema í sérlega vel en hæglátlega leiknum skersó þættinum. TÓNLIST Bústaðakirkja Sigrún Eðvaldsdóttir, Zbigniew Dubik, Helga Þórarinsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir fluttu verk eftir Sibelius, Þórð Magnússon og Beethoven. Sunnudag- urinn 22. september 2002. KAMMERTÓNLEIKAR Í samvirkum leik Jón Ásgeirsson FRANSKI rithöfundurinn Gabor Rassov flytur fyrirlestur um franska nútímaleiklist í húsakynnum All- iance française Hringbraut 121, 3. hæð, í kvöld kl. 20. Fyrirlesturinn verður fluttur á frönsku en Guðrún Vilmundardóttir mun þýða samtímis á íslensku og stjórna umræðum. Nýja leikrit Gabors Rassov, Jón og Hólmfríður, sem var tilnefnt til fernra verðlauna á Molière-hátíðinni 2000, verður frumsýnt í Borgarleik- húsinu annað kvöld. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis. Fyrirlestur um franska nútímaleiklist Hafnarborg Sýningu á nýjum málverkum hafnfirska málarans Eiríks Smith lýkur á sunnudag. Á sýningunni, sem er í öllu húsinu, eru bæði vatnslita- og olíumálverk. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11–17. Gallerí Café Fashion Sumarsýningu á vatnslitamynd- um Kristínar Þorkelsdóttur lýkur á laugardag. Kristín verður stödd á sýning- unni og spjallar við gesti og gang- andi um verk sín á fimmtudag og föstudag klukkan 17–18, og á laug- ardag frá klukkan 14. Gallerí Landsbankans, Laugavegi 77 Sýningu Línu Rutar Wilberg lýkur á sunnudag. Sýningin heitir Haf-meyja-eyja og vann Lína myndirnar á meðan hún bjó í Vest- mannaeyjum. Málverkin má einnig sjá á slóð- inni www.landsbanki.is (lands- banki-landsbréf). Sýningum lýkur ♦ ♦ ♦ Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is Nýr lífsstíll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.