Morgunblaðið - 03.10.2002, Page 35

Morgunblaðið - 03.10.2002, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 35 bjóða fleiri Mið- og Austur-Evrópuríkjum aðild að bandalaginu. Nú eru almennt taldar góðar lík- ur á að Eystrasaltsríkin þrjú verði þar á meðal, en íslensk stjórnvöld hafa eins og kunnugt er sérstaklega beitt sér fyrir inngöngu þeirra í bandalagið. Eystrasaltsríkin voru hluti af Sov- étríkjunum sem hernumin lönd. Aðild Eystra- saltsríkjanna að Atlantshafsbandalaginu hefur því mikla táknræna þýðingu, því hún mun stað- festa að lok kalda stríðsins leiddu ekki til nýrrar skiptingar álfunnar eins og útilokun Eystrasalts- þjóðanna frá NATO hefði gert. Aðild þeirra að Atlantshafsbandalaginu mun þannig boða upp- haf nýrra tíma í Evrópu. Sameinuðu þjóðunum ber að taka á Íraksmálinu Eftirleikur hryðjuverkaárásanna á Bandarík- in í fyrra stendur enn. Baráttan gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi hefur náð umtalsverðum árangri, en hún er flókin og tímafrek og krefst þrautseigju og staðfestu. Lykilþáttur í barátt- unni er að hindra að gereyðingarvopn komist í hendur hryðjuverkamanna. Atburðirnir í Banda- ríkjunum sýndu að þau hryðjuverkasamtök eru til sem mundu ekki skirrast við að nota gereyð- ingarvopn, kæmust þau yfir slík vopn. En það þarf líka að koma í veg fyrir að einræðisherrar og harðstjórar geti framið illvirki í skjóli slíkra vopna, notað þau eða fengið þau hryðjuverka- mönnum í hendur. Alþjóðasamfélagið má því ekki sitja hjá meðan stjórnin í Írak stendur sannanlega fyrir fram- leiðslu gereyðingarvopna. Hún hefur sigað her- sveitum sínum á nágrannaríki, herjað miskunn- arlaust á eigin borgara og hún heldur áfram að ógna alþjóðlegum friði og öryggi. Það verður að afvopna Íraksstjórn og koma í veg fyrir að hún eignist kjarnorkuvopn og ræða verður á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna hvernig það verður best gert. Sameinuðu þjóðunum ber að taka á málinu því það eru einmitt ályktanir þeirra sem Íraksstjórn virðir að vettugi. Eins og utanrík- isráðherra Íslands hefur bent á er trúverðugleiki Sameinuðu þjóðanna í húfi. Takist öryggisráðinu ekki að fást við svo hættulega ógn sem þá er staf- ar frá Íraksstjórn og brölti hennar má ekki úti- loka að farnar verði aðrar leiðir. Nú um mánaðamótin urðu þær breytingar á fyrirkomulagi varna á Íslandi að yfirstjórn varn- arliðsins færðist í hendur bandarísku Evrópu- herstjórnarinnar sem staðsett er í Stuttgart í Þýskalandi. Er þessi breyting til komin vegna nýs herstjórnarskipulags í Bandaríkjunum sem ákveðin var í kjölfar atburðanna 11. september fyrir ári. Hafa fulltrúar bandarískra hermála- yfirvalda átt fundi með utanríkisráðherra og þeim embættismönnum sem fara með þessi mál og gert þeim nánari grein fyrir breytingunum. Hefur ekkert komið fram í þeim samtölum sem gefur tilefni til að ætla, að varnarviðbúnaður á Íslandi eða starfsemi varnarliðsins verði skert frá því sem nú er. Fyrirtækjum bannað að styrkja stjórnmálaflokka? Herra forseti. Íslenska ríkið styrkir stjórnmálastarfsemi innanlands af töluverðum rausnarskap og má ekki mikið auka þann stuðning, svo ekki verði hægt að tala um að hér á landi séu stjórnmála- flokkarnir ríkisreknir. Þetta er nefnt hér til sögu þar sem fjármálum stjórnmálaflokkanna hefur stundum skotið upp í umræðunni og hafa sumir, af sláandi vanefnum, reynt að gera sig heilagri en aðra í þeim efnum. En marggefnar yfirlýs- ingar þeirra um að upplýsa um þann þátt í eigin ranni hafa verið orðin tóm eða innihaldslaus í besta falli. Gefst mér síðar tækifæri til að fara yf- ir þann þátt. Ég hef orðað þá hugmynd að ákveð- ið yrði með lögum að fyrirtækjum væri bannað að styrkja stjórnmálaflokka. Þær hugmyndir hafa ekki fengið góðar undirtektir af einhverjum ástæðum. Við hljótum að vera opin fyrir því að ræða aðrar lausnir. Óþolandi er að pólitískir loddarar reyni að gera starfsemi stjórnmála- flokkanna tortryggilega aftur og aftur án þess að geta nefnt nokkur dæmi máli sínu til stuðnings. Þýðingarmest er að reglur um fjármál flokka séu skýrar og skiljanlegar. Úrræði um hvernig bregðast eigi við ef út af er brugðið verða að vera markviss. Styrkhugtakið þarf að vera skýrt. Hvers konar fyrirgreiðslur við stjórnmálaflokka aðrar en bein fjárframlög teljast til styrkja? Það þarf að liggja fyrir. Meginatriðið hlýtur þó að vera að ganga til athugunar á þessum efnum af einurð og heiðarleika en ekki í pólitískum skolla- leik eins og borið hefur á síðustu árin. Góðir áheyrendur. Það segir mikla sögu að virtar fjármálastofn- anir geti rætt efnahagsþróunina af myndarskap undir heitinu „Kreppan sem aldrei kom“. Rík- isstjórnin lá undir ámæli fyrir bjartsýni sína og fyrir að vilja ekki kokgleypa kreppuvellinginn sem soðinn var. Þjóðhagsspár sýna að bjartara er nú framundan í efnahagsmálum en meira að segja hin bjartsýna ríkisstjórn þorði að vona. Við höfum áfram góð tækifæri til að vera í röð fremstu þjóða heims, bæði hvað tekjur og velferð varðar. Þau tækifæri erum við fastákveðin í að grípa til heilla fyrir land og þjóð. 10% sem eftir liggja. En áætlanir eru til og góður vilji til að fylgja þeim eftir. Ákveðið hefur verið að tillögu landbúnaðarráð- herra að hefja á næstunni viðræður ríkis við framleiðendur mjólkur- og sauðfjárafurða. Starfsumhverfi landbúnaðar breytist ört og vél- um við Íslendingar ekki lengur einir um þau mál. Þýðingarmikið er að styrkja grundvöll innlendr- ar landbúnaðarframleiðslu við aukna samkeppni, með því meðal annars að efla mennta- og rann- sóknarþátt íslensks landbúnaðar og styrkja með öðrum hætti stöðu íslenskra bænda. Umhverfisráðherra leiddi þátttöku okkar á al- þjóðlegum fundi í Suður-Afríku nýlega. Verður að telja að vel hafi tekist að koma sjónarmiðum Íslands til skila og hafði sendinefnd Íslands frumkvæði í umfjöllun sem snerti mikilvæga málaflokka, svo sem varðandi málefni hafsins og endurnýtanlega orku í víðtæku samhengi. Aukið aðgengi að fjölbreyttri grunn- og símenntun Herra forseti. Íslendingar skipa sér nú í röð fremstu þjóða að því er lífskjör varðar. Traust menntakerfi er ein af meginástæðum fyrir því að okkur hefur vegn- að svo vel enda er árangur okkar í alþjóðlegu samhengi athyglisverður. Traust menntun eykur aðlögunarhæfni þjóðarinnar í alþjóðlegri sam- keppni. Fjárfesting í menntun og menningu gef- ur okkur því ríka og örugga ávöxtun. Ríkisstjórnin mun áfram leggja áherslu á að bæta enn frekar aðgengi landsmanna að fjöl- breyttri grunn- og símenntun. Nú í vetur verður til dæmis komið upp háhraðanettengingum til framhaldsskóla og símenntunarmiðstöðva, mót- aðar verða tillögur um háskólanámssetur á Egils- stöðum og almennar hugmyndir um netháskóla. Verkefni af þessu tagi falla einstaklega vel að aðstæðum lítillar þjóðar í stóru landi og þekktum vilja landsmanna til að nota upplýsinga- og fjar- skiptatækni við lausn hvers kyns verkefna. Dómsmálaráðherra mun leggja fram nýtt frumvarp um barnalög og annað er skerpir á ákvæðum sem taka á kynferðisafbrotum gegn börnum, svo nefnd séu tvö atriði af verkefnalista ráðherrans. Fjárfrekustu verkefnin snerta á hinn bóginn varðskip og nýtt fangelsi og er von- ast til að þau fari í gang á næsta ári. Að frumkvæði félagsmálaráðherra stendur nú yfir sérstakt átak til að auka framboð á leigu- húsnæði fyrir tekjulága einstaklinga. Á næstu fjórum árum verða byggðar sex hundruð fé- lagslegar leiguíbúðir umfram þær fjögur hundruð íbúðir sem þegar hefur verið ákveðið að byggja á hverju ári. Samtals verða þetta tvö þúsund og tvö hundruð íbúðir á einungis fjórum árum. Á síðastliðnum árum hefur ríkisstjórnin stór- aukið framlög til málaflokks fatlaðra. Miklar úr- bætur hafa orðið í húsnæðismálum fatlaðra og hefur tekist góð samvinna á milli stjórnvalda og Hússjóðs Öryrkjabandalagsins um þau mál. Aðild Eystrasaltsríkjanna að NATO boðar upphaf nýrra tíma í Evrópu Herra forseti. Á næstu vikum er að vænta tímamóta í sögu Evrópu eftir kalda stríðið með frekari stækkun Atlantshafsbandalagsins og upphafi stækkunar Evrópusambandsins. Með stækkun Evrópusam- bandsins til austurs bætast ný ríki við hið evr- ópska efnahagssvæði, sem EES-samningurinn nær yfir. Íslensk stjórnvöld fylgjast því grannt með stækkuninni og hafa eindregið stutt hana. Það er vegna EES-samningsins, en ekki síður vegna þess hve mikilvæg stækkun Evrópusam- bandsins er fyrir frið og velferð í Evrópu allri. Það hefur legið fyrir frá því skömmu eftir kalda stríðið að mikilvægar umbætur í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu sem og efnahagsleg velferð þeirra og stöðugleiki væri háð því að þau eygðu aðild að Evrópusambandinu. Stækkun sam- bandsins hefur dregist úr hömlu og því ber að vona að hún sé loks að verða að veruleika. Atlantshafsbandalagið hóf stækkun sína til austurs fyrir rúmum þremur árum þegar Pól- land, Tékkland og Ungverjaland fengu aðild að því. Stefnt er að því að ákveða á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Prag í nóvember að íðs Oddssonar forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi mlög til heilbrigðis- hafa hækkað árlega 10–11% frá 1997 Morgunblaðið/Þorkell Davíð Oddsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi. Morgunblaðið/Þorkell Þingmenn hlusta á Davíð Oddsson forsætisráðherra í stefnuræðu hans á Alþingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.