Morgunblaðið - 03.10.2002, Side 39
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 39
Á DAGSKRÁ þingsins „Straumar
og stefnur í tungumálakennslu á Ís-
landi“ var m.a. umfjöllun um viðhorf
til tungumála hér á landi. Byggt var
á könnun frá árinu 2001 og sagði
Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður
frá nokkrum niðurstöðum. Meðal
þess sem hann benti á var að ungt
fólk telji spænsku mikilvæga. Einnig
að þeim fækki sem telji mikilvægt að
læra dönsku. Skilaboðin eru því:
„Meiri spænsku, minni dönsku“.
Í tungumálakönnuninni kom einn-
ig fram að margir læri ensku á þátt-
um úr umhverfinu sem birtast í
kvikmyndahúsum, bókum, tímarit-
um og sjónvarpinu. „Þessir þættir
skapa forskotið,“ sagði Hjálmar, og
bætti við að mikilvægt væri að fleiri
tungumál heyrðust í umhverfinu. Ef
til vill þyrfti að gera byltingu í bíó-
menningunni. Full ástæða væri til
þess, því áhorfendur virtust mæta
vel á t.d. danskar og spænskar kvik-
myndir.
Hér eru nokkrir punktar úr
tungumálakönnun 2001. Sjá nánar
tengil.
Langstærstur hluti þátttakenda
telur ensku vera það erlenda
tungumál sem mikilvægast er að
hafa vald á. Þýska, spænska og
danska eru þau tungumál sem
flestir telja næst mikilvægast að
hafa vald á. Lítill munur er á skoð-
unum fólks milli hópa. Marktækur
munur er þó eftir aldri. Ungt fólk
telur spænsku mikilvægari en
þeir sem eldri eru og þeir sem
eldri eru telja dönsku og Norð-
urlandamál mikilvægari en þeir
sem yngri eru.
Þeir sem kunna dönsku hafa helst
aflað sér þekkingar á málinu í
gegnum bækur og tímarit auk
hefðbundins lærdóms. Margir
lærðu einnig dönsku þegar þeir
voru búsettir í landinu eða á ferða-
lögum. Nokkuð stór hluti fólks
hefur aðeins lært dönsku á hefð-
bundinn hátt í skóla.
Þeir sem kunna ensku hafa helst
aflað sér þekkingar á málinu í
gegnum bíómyndir og sjónvarp
auk hefðbundins lærdóms. Margir
lærðu einnig ensku gegnum bæk-
ur og tímarit eða á ferðalögum.
Fáir hafa aðeins lært ensku á
hefðbundinn hátt í skóla.
Flestir eða rúmlega 39% hafa
áhuga á því að læra þýsku og 37%
aðspurðra hafa áhuga á að læra
spænsku.
Rúmur helmingur aðspurðra, eða
rúmlega 54%, telur að nemendur
eigi að læra tvö erlend tungumál í
grunnskóla og tæplega 35% finnst
að tungumálin eigi að vera þrjú.
Karlar eru hlynntari því en konur
að læra eigi tvö tungumál á meðan
konum finnst frekar en körlum að
nemendur eigi að læra þrjú erlend
tungumál í grunnskóla.
Alls eru rúmlega 94% aðspurðra
frekar eða mjög sammála þeirri
fullyrðingu að allir Íslendingar
ættu að kunna a.m.k. eitt erlent
tungumál. Áhugavert er að af
þessum 94% eru rúmlega 81%
mjög sammála fullyrðingunni.
Yfirgnæfandi meirihluti þeirra
sem eru frekar eða mjög sammála
því að Íslendingar eigi að kunna
a.m.k. eitt tungumál telja að það
tungumál eigi að vera enska.
Rúmlega 38% þeirra sem telja að
Íslendingar eigi að kunna a.m.k.
tvö tungumál telja að
annað tungumálið eigi að vera
danska, rúmlega 18% finnst það
eiga að vera þýska og
rúmlega 11% finnst það eiga að
vera spænska.
Morgunblaðið/Þorkell
Jafnvel þótt Íslendingar myndu tala ensku reiprennandi væri það ekki nóg. Gestir á málþinginu.
Meiri spænsku,
minni dönsku
TENGLAR
..............................................
http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/
Menntskyrsla.pdf
Bankastræti 3, s. 551 3635
Póstkröfusendum
BIODROGA
snyrtivörur
unnar úr lífrænt
ræktuðum jurtum