Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „NÆSTA öruggt má telja að Ís- lendingur fengi sæti sjávarútvegs- mála í framkvæmdastjórn ESB.“ Svo segir á bls. 91 í svonefndri Evrópuúttekt Samfylkingarinnar sem gefin var út í fyrra undir heit- inu Ísland í Evrópu og forystu- menn Samfylkingarinnar létu semja til að sannfæra flokksmenn sína um nauðsyn þess að Ísland gangi í ESB. Þessi dularfulla full- yrðing um ráðherrastól hjá ESB vekur óneitanlega nokkra furðu en er þó í góðu samræmi við þá barnslegu fullyrðingagleði sem einkennir málflutning aðildarsinna í Samfylkingunni. Sama staðhæfing er endurtekin á bls. 111 með þessum orðum: „Ís- land ætti að gera kröfu um að fá framkvæmdastjóra sjávarútvegs- mála ESB og eru miklar líkur á því að það mundi nást í gegn.“ Hvað kemur til að hershöfðingj- arnir í herferð Samfylkingarinnar fyrir aðild að ESB fullyrða svo blákalt að Íslendingar fengju ráð- herra sjávarútvegsmála í fram- kvæmdastjórn ESB þegar heil- brigð skynsemi segir okkur hinum að um það geti ekki nokkur dauð- legur maður fullyrt? Með aðild að ESB eru Íslend- ingar að afhenda stjórnarstofnun- um ESB yfirráð og æðstu stjórn á veiðisvæðum sem eru sjö sinnum stærri en Ísland og umlykja landið út að 200 mílum frá ystu skerjum. Í aldarfjórðung hefur Alþingi Ís- lendinga haft æðsta vald yfir þess- ari dýrmætu auðlind landsmanna. En samkvæmt tillögum forystu- manna Samfylkingarinnar mynd- um við leggja endanlegt forræði hennar og yfirstjórn í sameiginleg- an pott ESB þar sem fyrirhugað, stækkað ráðherraráð 348 manna (ef fulltrúar Íslands væru komnir þar inn) tæki úrslitaákvarðanir um hámarksafla og skiptingu veiði- réttar milli aðildarríkja. Í Evrópuúttektinni segja Sam- fylkingarmennirnir hreint út: „Það má nánast fullyrða að mundi Ís- land sækja um aðild að ESB gæti Ísland ekki staðið fyrir utan sjáv- arútvegsstefnu ESB…“ Með öðr- um orðum: þeir gera ekki ráð fyrir að sérsamningur fengist sem und- anþægi Íslandsmið undan yfir- stjórn ESB. Við yrðum því að lúta hinum alræmdu meginreglum ESB sem miða við 12 mílna einka- lögsögu að hámarki og jafnan að- gang aðildarríkjanna að fiskimið- um ESB að teknu tilliti til sögulegrar veiðireynslu og ýmissa staðbundinna sjónarmiða. Á þess- um 348 manna ráðherrafundum ættu Íslendingar 3 fulltrúa sem glímdu við þá þraut á komandi áratugum að halda fiskveiðum við Ísland í höndum íslenskra útgerð- armanna og sjómanna án nokkurra trygginga fyrir því að ákvarðanir ráðherraráðsins yrðu okkur ekki fyrr eða síðar mjög í óhag. Er vörn í leiðindum? Hver yrðu svo úrræði þessara þriggja íslensku sendimanna sem ættu að halda á rétti okkar Íslend- inga hvað varðar veiðiréttindi á Ís- landsmiðum (sem við gætum reyndar ekki lengur kallað eigin mið) andspænis 345 öðrum fulltrú- um aðildarríkja ef hagsmunir okk- ar væru í verulegri hættu? Höf- undar Evrópuúttektar Samfylkingarinnar leggja á borð með sér tvær tillögur um hvernig varast mætti ágengni voldugra fiskveiðiríkja. Á bls. 93 segir: „Ef það gerðist gæti viðkomandi ríki annað hvort hótað að yfirgefa ESB, sem hefði gífurlegt fordæm- isgildi, eða brugðist við með mikl- um ósveigjanleika sem ylli töfum á allri starfsemi sambandsins. Hvort tveggja mundi skaða ESB mjög óháð stærð viðkomandi ríkis.“ Það er sem sagt álit forystu- manna Samfylkingarinnar að ann- að helsta úrræðið til að forðast skerðingu á fiskveiðiréttindum okkar í 200 mílna lögsögunni yrði málþóf af hálfu Íslendinga í stofn- unum ESB. Áður fyrr beittu menn gæsluskipum og víraklippingum í landhelgisstríðum. En í framtíð- inni væri íslenskum ráðherrum ætlað að verja landhelgina með málæðinu einu. Þeir ættu að ger- ast svo þrautleiðinlegir að fulltrú- ar annarra ríkja gæfust upp. Dæmi svo hver fyrir sig hversu ár- angursrík sú varnarbarátta yrði. Hitt ættu menn heldur ekki að treysta á að auðsótt yrði eftir nokkra áratugi að yfirgefa ESB. Í Rómarsamningunum og aðildar- samningum eru engin uppsagnar- ákvæði og úrsögn er því háð sam- þykki ESB. Jafnvel nú á dögum eru fjölmörg dæmi um erfiðleika smáþjóða að brjótast út úr vold- ugum sambandsríkjum. Norskættaður Íslendingur í ráðherrastóli? Til viðbótar þessu ganga höf- undar út frá því sem gefnu eins og áður var rakið að Íslendingur yrði framkvæmdastjóri sjávarútvegs- mála hjá ESB en sá embættismað- ur undirbýr þær tillögur sem lagð- ar eru fyrir ráðherraráðið. Ekki skal hér fullyrt hversu mikið ör- yggi fælist í því að Íslendingur sæti í því embætti þegar skipt væri úr sameiginlegum sjávarút- vegspotti ESB í þeim voldugu hagsmunaátökum sem því fylgja að tjaldabaki. Hins vegar er fullyrt í Evrópuúttekt Samfylkingar- manna að Norðmenn hafi fengið vilyrði fyrir þessu sama embætti í samningum um aðild árið 1994 en þeir samningar voru síðan felldir í þjóðaratkvæði. Hvað sem rétt kann að vera í því er ljóst að gengju Íslendingar í ESB er að sjálfsögðu hugsanlegt að Norð- menn gerðu slíkt hið sama. Varla yrðu tveir menn ráðherrar sjáv- arútvegsmála ESB samtímis og erfitt yrði að tryggja báðum þjóð- um embættið nema fundinn yrði maður sem væri hálfur Norðmaður og hálfur Íslendingur. Hitt er þó öllu verra að í 4. gr. 2. lið Nice-samningsins sem taka á gildi 1. janúar 2005 segir með diplómatísku orðavali: „fjöldi framkvæmdastjóra ESB er minni en fjöldi aðildarríkja“. Með öðrum orðum: nokkur aðildarríki verða hverju sinni að sætta sig við að enginn framkvæmdastjóranna komi frá þeim. Í ljósi þessa er það harla djarft þegar reynt er að telja Íslendingum trú um að þeir fái „næstum örugglega“ fram- kvæmdastjóra sjávarútvegsmála og haldi því embætti væntanlega um alla framtíð því að ella væri ósköp lítil trygging sem í því fæl- ist. Síðast en ekki síst er rétt að benda á að til þess er ætlast að framkvæmdastjórar ESB líti ekki á sig sem fulltrúa síns ættlands. Ef ljóst þætti að Íslendingurinn í framkvæmdastjórninni drægi taum landa sinna yrði hann vafa- laust látinn fjúka. Núverandi framkvæmdastjóri sjávarútvegs- mála kemur ekki frá sjávarútvegs- ríki heldur frá landi sem liggur hvergi að sjó. Því er allt eins lík- legt að leiðtogar ESB reyni í fram- tíðinni að forðast eins og heitan eldinn að velja í þetta embætti mann frá landi sem hefur mikilla hagsmuna að gæta. Niðurstaðan er því sú að fyrr- nefnd fullyrðing aðildarsinnanna í Samfylkingunni er gersamlega út í bláinn eins og svo margt annað í málflutningi þeirra þessa dagana. En þeir sem lesa þessar línur og vilja hlýða á ábyrgar umræður um áhrif ESB-aðildar á íslenskan sjáv- arútveg eru hvattir til að sækja ráðstefnu Heimssýnar um það efni nk. sunnudag 6. október kl 13.30 á Grand Hótel í Reykjavík. Dularfulli ráðherrastóllinn hjá Evrópusambandinu Eftir Ragnar Arnalds „Með aðild að ESB eru Íslendingar að afhenda stjórn- arstofnunum ESB yf- irráð og æðstu stjórn á veiðisvæðum ...“ Höfundur er formaður Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum. UMRÆÐAN um klám og vændi á Íslandi hefur farið vaxandi und- anfarin ár og kemur þar margt til. Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari umræðu enda er vandamálið farið að brenna á okkur í auknum mæli með tilkomu fjölda nektardansstaða víða um land og málum sem upp hafa kom- ið í tengslum við þá. Upp á síð- kastið hafa birst nokkuð margar athyglisverðar greinar í Morgun- blaðinu um efnið. Þá er ástæða til að fagna afdráttarlausri skoðun ritstjórnar blaðsins sem gerð er grein fyrir í leið- ara 17.8. 2002. Aukin umræða um mansal á öllum vígstöðvum er lífs- nauðsynleg og hefur hún raunar leitt til þess að alþjóðlegir samningar hafa verið undirritaðir svo stemma megi stigu við þessari skipulögðu glæpastarfsemi, sem fel- ur í sér sölu kvenna og barna til kynlífsiðnaðar. Íslendingar hafa undir- ritað einn þeirra; samn- ing Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipu- lagðri glæpastarfsemi og er þess vonandi skammt að bíða að Ísland fullgildi samninginn, enda hefur dómsmálaráðherra sagt að ekkert sé í vegi fyrir slíkri fullgildingu. Sænsk lög gegn kaupendum vændis Nú heyrist því haldið fram að þessi undirheimaiðnaður sé farinn að velta hærri upphæðum en eitur- lyfjasala eða ólögleg vopnasala, sem löngum hafa verið taldar tróna á toppi undirheimahagkerf- isins. Upp á síðkastið hefur verið vakin sérstök athygli á sameig- inlegri herferð Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna gegn mansali og var mikill fengur að fá hingað til lands fyrir skemmstu Gunnillu Ekberg, stjórnanda herferðarinn- ar, sem aðspurð um aðstæður okk- ar Íslendinga heldur því fram að nektardans sé yfirleitt fyrsta skref yfir í vændi. Það er mat Gunnillu og annarra sem vinna í nánum tengslum við fórnarlömb klám- og vændisiðnaðarins að eina skyn- samlega lausnin til að koma í veg fyrir áframhaldandi vöxt þessarar undirheimastarfsemi sé að kaup á vændi séu gerð refsiverð. Svíar hafa einir þjóða gengið á undan með góðu fordæmi og lögleitt slíkt bann, en nú er þeim löndum að fjölga, sem hugleiða að fara sömu leið, má þar nefna Finna. Frumkvæði Vinstri – grænna Þingmenn Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs hafa þrívegis flutt mál af þessu tagi á Alþingi Íslendinga en ekki haft erindi sem erfiði, þar sem málinu hefur verið vísað til allsherjarnefndar en aldr- ei verið afgreitt frá nefndinni aft- ur. Framan af fékk málið líka fremur dauflegar undirtektir hjá dómsmálaráðherra, sem taldi ekki rétt að fara sænsku leiðina, þar sem lítil reynsla væri komin á hana. Í frumvarpi okkar er gert ráð fyrir því að kaup á kynlífsþjón- ustu verði gerð refsiverð en um leið falli úr gildi ákvæði núgildandi laga um refsinæmi þess að stunda vændi sér til framfærslu, enda er það viðtekin skoðun sem studd hefur verið fjölda rannsókna að flestir þeir einstaklingar sem leið- ast út í vændi séu sjálfir á ein- hvern hátt fórnarlömb kynferðisof- beldis. Þessu atriði eru gerð skil í Morgunblaðsgrein eftir Bjarna Sigtryggsson, sendiráðunaut við sendiráð Íslands í Kaupmanna- höfn, 17.8. 2002. Sömuleiðis má nefna nýlegt erindi eftir Guðrúnu Agnarsdóttur lækni, sem gerð er grein fyrir í Mbl. 26.4. 2002, og grein eftir Jónu Hrönn Bolladótt- ur og Bjarna Karlsson presta í Mbl. 17.8. 2002. Undir yfirborðið Ein rökin gegn því að sænska leiðin verði farin hér er að finna í skýrslu nefndar sem falið var af dómsmálaráðherra að gera tillögur um úrbætur vegna kláms og vænd- is. Í skýrslu nefndarinnar (16.4. 2002) segir: Nefndin telur mjög margt mæla með því að kveða á um að kaup á kynlífsþjónustu verði gerð refsiverð en telur þó að í fyrsta kasti verði ekki horft fram hjá göllum sem því fylgja. Þar ber fyrst að nefna hættuna á að starf- semin fari neðanjarðar … Þessum rökum viljum við sem stöndum að frumvarpinu hafna, enda teljum við að lög hafi víðtækara hlutverk en að refsa þeim sem þau brjóta, þau eru skilaboð til samfélagsins um hvað er rétt og hvað rangt. Og ef menn óttast það að vændi færist undir yfirborðið er rétt að spyrja hvar það sé stundað í dag? Því við skulum ekki gleyma niðurstöðu rannsóknar sem fram fór fyrir tveimur árum og birt var í áfanga- skýrslu um vændi á Íslandi og fé- lagslegt umhverfi þess. Í þeirri skýrslu er gerð grein fyrir mis- munandi tegundum vændis sem allar þrífast á Íslandi, undir yf- irborðinu. Í niðurlagi þeirrar skýrslu er greint frá sænsku leið- inni og sagt frá því að á fyrsta árinu eftir að lögin tóku gildi hafi 12 menn hlotið dóm á grundvelli ákvæða þeirra. Þar er einnig vitn- að í grein eftir S. Månson, sem heldur því fram að lögin muni þeg- ar til lengri tíma er litið skapa ein- staklingum aukna möguleika og frelsi til að stofna til félagslegra kynna á jafningjagrundvelli. Ábyrgð þingmanna Það er bjargföst trú okkar sem stöndum að frumvarpi því sem áð- ur er nefnt, að það sé skylda lög- gjafans að vernda fólk fyrir hvers kyns misnotkun, og er sá boðskap- ur ekki síst mikilvægur nú þegar fréttir berast um að fleiri börn á Íslandi þurfi að þola kynferðislega misnotkun en börn á hinum Norð- urlöndunum. Þess vegna munum við endurflytja furmvarpið á kom- andi þingi, því síðasta á kjörtíma- bilinu, og leggja mikla áherslu á að fá það afgreitt. Það væri sorglegt til þess að vita ef lýðræðislega kjörnir þingmenn ætluðu fjórða árið í röð að svæfa tillögu okkar í allsherjarnefnd og koma sér þar með undan því að axla þá ábyrgð sem á þeim hvílir varðandi vernd borgaranna. Því þegar öllu er á botninn hvolft eru skilaboðin sem Svíar þorðu að senda út til um- heimsins skýr og þau virðast ætla að hafa tilætluð áhrif, því að sögn Gunnillu Ekberg fara vinsældir Svíþjóðar meðal vændissala hratt dvínandi. Skilaboð laganna eru: Í Svíþjóð er bannað að selja konur. Ætlum við Íslendingar að vera þær gungur að láta hræða okkur frá því að feta í fótspor Svía af ótta við að þá fari vændi á Íslandi bara undir yfirborðið? Skýr skilaboð – bann- að að kaupa konur Eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur, Steingrím J. Sigfússon og Þuríði Backman „Það er bjargföst trú okkar að það sé skylda löggjafans að vernda fólk fyrir hvers kyns mis- notkun.“ Höfundar eru þingmenn Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. Kolbrún Steingrímur Þuríður Hárlos það er óþarfi Þumalína, Skólavörðustíg 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.