Morgunblaðið - 03.10.2002, Side 50
MINNINGAR
50 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Tengdafaðir minn
Hjörtur Jónsson er lát-
inn og ég vil minnast hans. Kynni
okkar hófust fyrir tæplega þrjátíu ár-
um og nú koma ótal myndir upp í
hugann. Það sem einkenndi Hjört var
skapfesta, dugnaður, þrautseigja og
það að gefast aldrei upp. Ég minnist
þess einnig hve hann var heilsteypt-
ur, vandaður og góður maður og þess
sama krafðist hann af öðrum.
Hann var maður orðsins í mörgum
skilningi, orðheldinn og orðvar en
einnig orðhagur í besta lagi, fljúgandi
hagmæltur og átti létt með að kasta
fram vísum við öll möguleg tækifæri.
Hann sendi mér oft stöku, eitt sinn
fyrir hálfmánabakstur og fyrir rauð-
an yddara fékk ég kvæði sem var heil
sjö erindi. En ég fékk líka vísur og
kvæði við stór tilefni eins og þegar
dætur mínar fæddust. Þannig tjáði
hann hug sinn til mín og fyrir það
þakka ég af alhug.
Hjörtur var stórbrotinn maður,
vinfastur og vinmargur. Hann var
höfðingi heim að sækja og hélt stór-
veislur á heimili sínu þar sem hann
var glaður og veitull gestgjafi og
hann naut þeirrar náðar að fá að lifa
með reisn fram á síðasta dag. Hann
var hafsjór af fróðleik, fylgdist vel
með og hafði ákveðnar skoðanir á
málefnum líðandi stundar. Hugur
hans var sífrjór og hugsunin skörp
fram á hinsta dag.
Hann bar mikla umhyggju fyrir
öllu sínu fólki og sýndi okkur rækt-
arsemi á margvíslegan hátt. Ég met
afar mikils trygglyndi hans og ástúð
alla tíð, í minn garð og dætra minna
sem elskuðu afa sinn og dáðu. Honum
var mjög annt um þær. Með elsku-
semi sinni og rækt átti hann þátt í að
koma þeim til manns og er skerfur
hans til uppeldis þeirra ómetanlegur
og dýrmætt veganesti fyrir þær.
Hjörtur var góður tengdafaðir og
þótt hann kynni vel að meta verkin
mín þá veit ég að hann mat mig enn
meira og þá góðu tilfinningu mun ég
bera í hjarta mínu og hafa sem vega-
nesti fyrir mig.
Blessuð sé minning Hjartar og
megi hann vera Guði falinn.
Sigríður Baldursdóttir.
Kvaddur er merkur athafnamaður,
Hjörtur Jónsson kaupmaður, er lést
24. september sl. við háan aldur.
Hjörtur var margbrotinn maður og
kom víða við í lífi og starfi, einbeittur
og ákveðinn, markviss og fylginn sér.
Ótrauður baráttumaður athafnafrels-
is og frjálsrar hugsunar. Hann hasl-
aði sér snemma völl á sviði verslunar
og viðskipta og varð einn helsti for-
ustumaður íslenskrar verslunarstétt-
ar á síðustu öld. Bóndasonurinn frá
Saurbæ í Vatnsdal í Húnavatnssýslu,
HJÖRTUR
JÓNSSON
✝ Hjörtur Jónssonkaupmaður
fæddist í Saurbæ í
Vatnsdal í Austur-
Húnavatnssýslu 12.
nóvember 1910.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi þriðjudaginn
24. september síð-
astliðinn og var út-
för hans gerð frá
Dómkirkjunni 30.
september.
einum fegursta dal á
Íslandi, hélt suður til
náms í Verzlunarskóla
Íslands og útskrifaðist
þaðan árið 1929. Það
var árið sem heims-
kreppan mikla skall á í
New York. Afleiðing-
arnar voru skelfilegar í
viðskiptalífi heimsins.
Íslendingar fóru ekki
varhluta af því frekar
en aðrar þjóðir. Höft
og skömmtunarkerfi
voru innleidd. Fram-
tíðarhorfur fyrir unga
og framsækna menn
voru ekki glæsilegar.
En á Íslandi voru að koma fram á
sviðið ungir menn sem trúðu á mátt
sinn og megin, einkaframtak og
einkarekstur, þrátt fyrir alla kreppu
og pólitíska óáran. Hjörtur Jónsson
var einn þeirra. Það þurfti mikinn
hugsjónaeld og sterk bein til að berj-
ast gegn sósíalisma þess tíma og
koma fólki í skilning um að aðeins í
skjóli verslunarfrelsis og einkafram-
taks væri unnt að byggja upp at-
vinnulíf landsmanna og tryggja kjör
fólksins. Stór hluti af lífsstarfi Hjart-
ar Jónssonar fór í þessa baráttu, sam-
hliða uppbyggingu og rekstri eigin
fyrirtækja. Hann átti hauk í horni þar
sem Þóra eiginkona hans var. Þau
voru samhent og samstillt.
Hjörtur var til forustu fallinn, þótt
hann væri frekar hlédrægur í dag-
legri umgengni. Eigi var hann orð-
margur en á Hjört var hlustað þegar
hann kvaddi sér hljóðs.
Sá sem þetta ritar kynntist Hirti
Jónssyni fyrst á skrifstofu Félags ís-
lenskra iðnrekenda um og eftir 1950.
Þá var íslenskur iðnaður ekki hátt
skrifaður, varla kominn á blað. En á
skrifstofu FÍI komu iðnrekendur oft
og réðu ráðum sínum. Hjörtur var
þar virkur félagi. Pétur Sæmundsen,
síðar bankastjóri, vinur minn, var
skrifstofustjóri FÍI og kynnti mig
fyrir Hirti og Hauki Eggertssyni, vini
hans. Allir voru Húnvetningar og Páll
S. Pálsson, frkvstj. FÍI, líka. Þeir
höfðu gaman af að spjalla við háskóla-
strákana um daginn og veginn og svo
auðvitað um atvinnulífið og Sjálf-
stæðisflokkinn.
Allt frá þessum tíma lágu leiðir
okkar Hjartar Jónssonar víða saman
og þótt nokkur aldursmunur væri á
okkur áttum við sameiginlega vini.
Hjörtur og Þóra höfðu mikla ánægju
af að umgangast sér yngra fólk með
öðrum vinum sínum. Í þeim efnum
ríkti jafnræði og blandaðist hópurinn
vel saman.
Árið 1957 var undirritaður valinn
til forustu í Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur. Sem slíkur sat ég hin-
um megin við borðið í samningum við
vinnuveitendur og þar með, Hjört
Jónsson. Pétur Sæmundsen sem þá
var atkvæðamaður í VR, varaformað-
ur minn, sagði mér að við aðskilnað
kaupmanna og verslunarfólks í VR
árið 1955 hefði Hjörtur verið ómet-
anlegur þátttakandi og gætt þess sér-
staklega að á hvorugan skyldi hallað.
Verslunarfólk gat vel unað málalok-
um. Á þessu merka ári í sögu VR var
jafnframt samið um stofnun Lífeyr-
issjóðs verslunarmanna. Af hálfu
vinnuveitenda var Hjörtur einn af
áhugasömustu mönnum um fram-
gang þess. Hann var síðan kjörinn
sem einn af fimm fyrstu stjórnar-
mönnum sjóðsins. Sat hann þar í
stjórn í samfellt 21 ár og mestan þann
tíma sem formaður, eða tímabilið
1956 til 1977.
Lífeyrissjóður verslunarmanna
var á þeim tíma nýjung í kjaramálum
fólks á hinum almenna vinnumarkaði.
Þó höfðu starfsmenn KEA á Akur-
eyri öðlast þennan rétt árið 1938, en
útbreiðsla þessa samningsréttar var
afar takmörkuð.
Hér var því mikið verk að vinna. Í
fyrsta lagi að færa tryggingarnar
nær fólkinu sjálfu frá opinbera kerf-
inu og í öðru lagi að renna stoðum
undir öflugri tryggingar með sjóðs-
myndun sem væntanlega gæti eflt
stöðu sjóðsfélaga með lánveitingum á
góðum kjörum sem og til atvinnulífs-
ins.
Undir forustu Hjartar var, með
stuðningi hæfra samstarfsmanna í
stjórn, unnið markvisst að uppbygg-
ingu LV. Fyrstu áratugirnir voru
mótunarár. Býr LV að því ennþá. Oft
var við ramman reip að draga en erf-
iðleikarnir voru til að sigrast á þeim.
Síðustu tíu ár í formennskutíð sat
ég í stjórn LV með honum. Það voru
lærdómsrík ár. Hjörtur gat verið
harður í horn að taka og ákveðinn. En
það gátu líka fleiri verið. Á eftir var
tekist í hendur og Hjörtur brosti sínu
sáttarbrosi. Hann vildi ætíð horfa
fram á við og hafði gaman af nýjung-
um og nýjum hugmyndum. Hann
greindi kjarnann frá hisminu.
Sá sem þetta ritar átti sem fyrr
segir mikið og gott samstarf við Hjört
Jónsson, bæði við lausn kjarasamn-
inga ásamt félögum sínum í VR sem
og á þeim vettvangi, þar sem versl-
unarstéttin átti sameiginlegra hags-
muna að gæta. Sameinað hefur verið
staðið að eflingu Verzlunarskóla Ís-
lands, Lífeyrissjóðs verslunarmanna,
stofnun Verzlunarbanka Íslands, síð-
ar ásamt öðrum bönkum Íslands-
banka, stofnun Fjárfestingarfélags
Íslands og byggingu Húss verslunar-
innar, svo eitthvað sé nefnt. Merkja
má spor Hjartar í öllum þessum mál-
um. Hann átti ríkan þátt í framgangi
þeirra. Hjörtur setti sterkan svip á
þróun verslunar og viðskipta í
Reykjavík. Hann var ekki maður
sýndarmennsku en vann sín stærstu
verk af hógværð og í kyrrþey og náði
settu marki með bandamönnum sín-
um.
Samband okkar Ragnheiðar við
Hjört og Þóru þróaðist í góða vináttu
sem var okkur verðmæt. Við fundum
innilegan hlýleik og vinsemd án þess
að um það væru höfð mörg orð. Við
kveðjum Hjört Jónsson með þakklæti
og virðingu og vottum Þóru og fjöl-
skyldunni samúð á þessari kveðju-
stund.
Ragnheiður og Guðmundur
H. Garðarsson.
Elsku Oddur minn,
þakka þér fyrir ára-
tuga vináttu. Megir þú
hvíla í friði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
ODDUR
INGVARSSON
✝ Oddur AlbertIngvarsson
fæddist á Ísafirði 7.
september 1925.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítalans
við Hringbraut 4.
september síðastlið-
inn og var útför
hans gerð frá Hafn-
arfjarðarkirkju 13.
september.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus er úr veikinda
viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að
minnast,
svo margt sem hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Ég sendi ástvinum öllum innilegar
samúðarkveðjur, kærleikur hans
mun fylgja ykkur um ókomna tíð.
Guð blessi ykkur.
Valgerður Hansdóttir (Valla).
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR HÓLMFRÍÐAR
SIGURÐARDÓTTUR,
frá Neðri-Mýrum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis
aldraðra, Sauðárkróki.
Einar G. Guðmundsson, Sonja G. Wiium,
Sigurbjörg S. Guðmundsdóttir,
Guðrún B. Guðmundsdóttir, Egill Benediktsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli minn-
ingargreina
Elsku mamma. Það
er svo sárt að skrifa um
þig. Ég hefði viljað segja þér svo
margt. En aldrei óraði mig fyrir að
laugardagurinn 14. síðastliðinn yrði
síðasti dagurinn sem þú tækir á móti
mér og Sigga Má, en við vorum að
koma úr sundi. Þú varst svo ánægð
með að Siggi strunsaði sjálfur inn til
þín. Þú sagðir: „Nei, sko, Siggi, þetta
er í fyrsta skiptið sem þú labbar
sjálfur inn til ömmu.“ Hann horfði
skringilega á þig af því að þú varst
JENNÝ LIND
ÁRNADÓTTIR
✝ Jenný LindÁrnadóttir fædd-
ist í Hjarðarholti í
Glerárþorpi við Ak-
ureyri 8. janúar
1936. Hún lést á
Landspítalanum –
Háskólasjúkrahúsi
við Hringbraut 21.
september síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju
28. september.
með rúllur í hárinu.
Ég er svo þakklát
ykkur pabba hvað þið
hafið reynst mér vel,
sérstaklega þegar ég
bjó hjá ykkur í tvö ár
með Alexander. Fyrir
það er ég þakklát. Allt-
af varstu boðin og búin
að aðstoða á allan hátt
sem þú gast. Ég er svo
þakklát að hafa átt
þessa viku með þér áð-
ur en þú fórst. Það gaf
mér mikið.
Það eru margar
minningar sem koma
upp í hugann, en sumar ætla ég að
eiga fyrir mig. Ein skemmtileg
minning er þegar við mæðgurnar,
þú, Kolla systir og ég, fórum í veiði-
ferð í veiðihús í eina nótt. Það var
ekki mikið veitt en mikið spjallað og
mikið var gaman.
Elsku mamma, við pössum pabba
og höldum utan um hann. Þið sem
áttuð svo margt saman. Þó sérstak-
lega Þjórsárdalinn. Það voru ykkar
bestu stundir.
Alexander minn sagði: „Hver
veiðir nú allan fiskinn í pollinum?“
Hann fær hann kannski núna. Ég
segi Sigga allt um þig þegar hann
verður eldri því hann er að missa af
miklu. Þú varst kjarnakona eða
„töff“ eins og hjartalæknirinn þinn
sagði.
Ég er svo ánægð með hvað þið
tókuð vel á móti Gesti þegar hann
kom í fjölskylduna. Og þú sagðir:
„Harpa, þetta er góður maður,“ og
það eru orð að sönnu, mamma mín,
hann er það.
Jæja, elsku mamma, ég kveð í bili
en við sjáumst seinna. Elsku pabbi,
Guð gefi þér allan þann styrk sem þú
þarft og okkur öllum. Ég vil koma á
framfæri þakklæti til gjörgæslu-
deildar Landspítalans við Hring-
braut og deildar 14E, þeirra Gerðar
og Guðbjargar og allra hinna. Þið er-
uð frábært fólk. Bless, elsku mamma
mín, og Guð geymi þig.
Þín dóttir
Harpa Þorleifsdóttir.
Elsku amma. Við sendum þér
þessa bæn:
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elsku afi, Guð gefi þér styrk.
Bless, elsku amma, og Guð geymi
þig.
Þín barnabörn
Alexander Gunnarsson og
Sigurður Már Gestsson.