Morgunblaðið - 03.10.2002, Síða 62

Morgunblaðið - 03.10.2002, Síða 62
62 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali.  HL Mbl Sýnd kl. 8. The Sweetest Thing Sexý og Single miðaverð aðeins 350 kr! STUTTMYND  HJ Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 4 og 5. Síðustu sýningar  Kvikmyndir .com  DV  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Ný Tegund Töffara Sýnd 5.15, 8 og 10.40. B.i. 14. Hvað gerist þegar þú tekur smábæjargaurinn, gefur honum 40 milljarða dollara og sleppir honum lausum í stórborginni? Adam Sandler fer á kostum í geggjaðri gamanmynd! 1/2Kvikmyndir.is kl. 4.45. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12 ára.Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. FRÁ FRAMLEIÐENDUM BIG DADDYI I ADAM SANDLER WINONA RYDER Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali.  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Hvað gerist þegar þú tekur smábæjargaurinn, gefur honum 40 milljarða dollara og sleppir honum lausum í stórborginni? Adam Sandler fer á kostum í geggjaðri gamanmynd! Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 14. FRÁ FRAMLEIÐENDUM BIG DADDY 1/2Kvikmyndir.is Allir áttu þeir eitt sameiginlegt.........ekki neitt Sýnd kl. 6. SÖNGKONAN Ms. Dynamite sann- aði að hún er komin til að vera á Mobo-verðlaunahátíðinni í London Arena á þriðjudagskvöldið. Verð- launin eru tileinkuð tónlist af „svörtum uppruna“ og hlaut þessi 21 árs söngfugl þrenn verðlaun, besti tónlistarmaður/hljómsveit árs- ins í Bretlandi, besti nýliðinn og fyrsti smellur hennar, „It Takes More“, var valinn smáskífa ársins. Fyrir hálfum mánuði komst Dynamite aldeilis í sviðsljósið þegar hún vann öllum að óvörum hin þekktu Mercury-verðlaun fyrir frumraun sína, A Little Deeper. Ms. Dynamite heitir í raun Niomi Daley og er frá Kentish Town í norðurhluta London. Hún var til- nefnd til sex Mobo-verðlauna. Bandaríska söngdrottningin Alicia Keys hlaut hins vegar verð- launin fyrir bestu plötuna fyrir Songs In A Minor. Annað nýstirni, bandaríska rapp- söngkonan Ashanti, fékk tvenn verðlaun á hátíðinni. Bandaríski rapparinn LL Cool J kynnti á verðlaunahátíðinni ásamt söngkonunni Alesha Dixon úr bresku sveitinni Mis-Teeq. Aaliyah og Lisa „Lefteye“ Lopes úr TLC sem báðar létust nýverið voru ofarlega í huga hátíðargesta. Aaliyah lést í flugslysi á síðasta ári en myndbandið við lag hennar „More Than a Woman“ var valið myndband ársins en Lopes, sem lést í bílslysi á þessu ári, var verð- launuð sérstaklega fyrir frábært framlag til tónlistar. Söngkonan þekkta, Chaka Khan, hlaut síðan sérstök verðlaun fyrir æviframlag sitt til tónlistar en hún er einna best þekkt fyrir lögin „I Feel For You“ og „Ain’t Nobody“. Hinn hugljúfi Craig David söng nýtt lag á hátíðinni við góðar und- irtektir. Lagið „What’s Your Flava?“ er af væntanlegri smáskífu kappans. Einnig má nefna að bandaríski rapparinn Ja Rule fékk verðlaun í flokknum besta hipp hopp-sveitin/ tónlistarmaðurinn. Craig David tók nýtt lag á hátíðinni. LL Cool J kom fram á hátíðinni auk þess að kynna hana. Ms. Dynamite tekur við verð- launum í London Arena. Sprengi- kraftur Ms. Dynamite Mobo-verðlaunin veitt í London ÞRÁTT fyrir rokk-, diskó-, hip- hop- og fönkdaður Los Angeles-bú- ans Beck þá hefur ætíð legið ljóst fyrir hversu legubekkurinn er hon- um kær. Á ég þá við rúmstokkinn, hina svokölluðu bedsitter-tónlist sem átti mestum vinsældum að fagna um og í kringum 1970 þegar hlédrægir og rómantískir einyrkjar á borð við Cat Stevens, Jim Croce, Leonard Cohen, Tim Hardin, Tim Buckley, James Taylor, Joni Mitch- ell, John Martin og Nick Drake (reyndar ekki fyrr en eftir sinn dag) töldust til popp- stjarna. Rótin er í sjálfu sér trúba- dúraarfurinn, alþýðutónlistin, og það sem Beck karlinn sannar hér á þess- ari einkar lágstemmdu plötu sinni er að hann veit upp á hár hvað þessi tónlist gengur út á, á fullkomlega heima á legubekknum. Ég er samt nokkuð viss um að fylgjendur hans kunna misvel að meta þessa allróttæku stefnubreyt- ingu. Þessir hugga sig eflaust við að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem slíkt á sér stað og binda eflaust vonir við að næsta plata verði hressilegri. En ég er ekki einn þeirra. Ég vil hafa Beck nákvæmlega svona því svona virðist honum líða best. Gutlandi á gítarinn sinn, syngjandi ástaróða, við undir- spil barrokkkenndra strengja. Og ekki spillir fáguð upptökustjórn Nig- els Godrichs fyrir en eins og hann sannaði hvað best á Ok Computer með Radiohead og Regeneration með Divine Comedy þá getur enginn skapað eins notalega hljóma og hann. Sea Change, sem mun er fram líða stundir eflaust verða kölluð „bleika platan“, er vitnisburður um tónlist- armann sem flest er til lista lagt, söngvaskáld sem styrkist með hverri plötu, sama hvaða tónlistarstefnu hann tekur sér fyrir hendur.  Tónlist Lúrt á legubekk Beck Sea Change Geffen Sjöunda plata fjölhæfasta poppara síðari tíma. Sver sig í ætt við rólegheit Mut- ations – er bara enn rólegri. Skarphéðinn Guðmundsson .... og afköstin margfaldast! www.h.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.