Morgunblaðið - 17.10.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.10.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Færeyingar komu á óvart í Hannover / C2 Alltaf best að svara á leikvellinum / C1 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag Á FIMMTUDÖGUM VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í www.mbl.is Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablað frá Body Shop. Blaðinu verður dreift á höfuðborgar- svæðinu. „ÞETTA var mjög ánægjulegt mót og skemmtilegt. Ég er ánægður með minn hlut og hafði mjög gaman af því að koma hingað,“ sagði Pedrag Nikolic stórmeistari í lok Mjólk- urskákmótsins á Selfossi en hann deildi fyrsta sætinu í meistaraflokki með Ivan Sokolov, en báðir fengu 6,5 vinninga. „Keppnin hérna var mjög skemmtileg, sumar skákirnar voru erfiðar sem er eðlilegt því þetta var mjög sterkt mót,“ sagði Ivan Sokol- ov en í ávarpi við mótsslitin hrósaði hann mótshöldurum og allri um- gjörð og þjónustu í kringum mótið. Þriðji í meistaraflokki varð Pavel Tregbukov með 6 vinninga og þeir Luke MacSane og Hannes Hlífar Stefánsson voru jafnir í 4.–5. sæti. Í áskorendaflokki sigraði Jan Votava með 7,5 vinninga og jafnir í 2.–3. sæti voru Jón Viktor Gunnarsson og Steffen Pedersen með 6,5 vinninga. Það voru fulltrúar nemenda Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sem afhentu verðlaunin á mótinu og Hrafn Jökulsson, forseti skákfélagsins Hróksins, afhenti skólastjóra Barnaskólans áritað tafl- borð sem afmælisgjöf og þakklæt- isvott en mótið var haldið í tilefni 150 ára afmælis skólans. Karl Rafns- son, hótelstjóri Hótel Selfoss, fékk einnig afhent áritað skákborð og gjafir til starfsfólks fyrir góða þjón- ustu og samvinnu. Í mótslok lýsti Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, áhuga bæj- aryfirvalda á árlegu mótshaldi. „Það er mikill áhugi fyrir því af hálfu bæj- arstjórnarinnar að skákmót af þess- um styrkleika verði árlegur við- burður hér í bænum,“ sagði Einar. „Þetta var gríðarlega spennandi og skemmtilegt skákmót með harðri baráttu og óvæntum úrslitum. Það var barist til þrautar og hér fæddust margar snilldarskákir. Öll umgjörð hérna á Hótel Selfossi var eins og best gerist í heiminum. Vonandi munum við að ári verða hér aftur með aðra eins veislu fyrir hinn ört stækkandi hóp skákáhugamanna á Suðurlandi og annars staðar á land- inu,“ sagði Hrafn Jökulsson, aðal- stjórnandi Mjólkurskákmótsins á Selfossi, í mótslok. Öll umgjörð mótsins eins og best gerist í heiminum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Verðlaunahafar ásamt fulltrúum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri í lok Mjólkurskákmótsins á Selfossi. Nikolic og Sokolov eru fyrir miðri mynd og á milli þeirra Arndís Harpa Einarsdóttir skólastjóri. Nikolic og Sokolov urðu efstir á Mjólkurskákmótinu á Selfossi Selfossi. Morgunblaðið. ÁHUGI almennings á skák- íþróttinni hefur aukist til muna síðastliðið ár og einkum undan- farna mánuði ef marka má sölu á skákvörum í Skákhúsinu við Laugaveg. Borgar Jónsteinsson, inn- kaupastjóri hjá Máli og menn- ingu, sem rekur Skákhúsið, seg- ir að til marks um það láti nærri að sala á skákklukkum í versl- uninni hafi þrefaldast síðastliðið ár. Borgar hefur keypt inn skák- vörur fyrir verslunina undanfar- in 15 ár. Hann segir sölu á skák- klukkum ágæta mælistiku á söluna enda séu þær mun oftar keyptar inn en taflmenn. Börnin áhugasöm Starfsfólk í Skákhúsinu sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að undanfarna mánuði hefðu ungir krakkar í auknum mæli heimsótt verslunina til að skoða úrvalið og kaupa tafl, taflmenn og klukkur eða skáktímarit og -bækur. Einnig væri algengara að sjá ömmur og afa líta inn í verslunina í leit að gjöfum handa barnabörnum. Borgar segir að margir skólar hafi um árabil keypt skákvörur en hann merkir nú aukinn áhuga hjá þeim einnig. Segir hann að átak Skákfélagsins Hróksins og Eddu – miðlunar og útgáfu hf. til að kynna skák- ina í grunnskólum landsins hafi án efa átt sinn þátt í að glæða áhugann á skákíþróttinni. Sala á skákklukk- um hefur þrefaldast Aukinn áhugi almennings á skák GÍSLI A. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir fæðuvistfræði, þ.e. skoðun á maga- innihaldi hvala, vera mjög mikilvæg- an þátt í vísindaveiðum. „Það hefur verið lögð aukin áhersla á þetta hjá okkur og raunar víða um heim, með svokölluðum fjölstofna- rannsóknum. Út frá talningum og lík- amsstærð er tiltölulega einfalt að meta hversu mikið hvalirnir þurfa sér til viðurværis en stóra gatið í þekk- ingunni er að við vitum ekki hvernig þetta skiptist niður í tegundir,“ segir hann. Gísli segir að mikið af upplýsingum hafi fengist þegar vísindaveiðar voru stundaðar sumrin 1986 til 1989 og að þær hafi í raun gerbylt þekkingu manna á hvalastofnunum. Verið er að vinna úr niðurstöðum talningar á hvölum sem gerð var í fyrra en samkvæmt talningu árið þar á undan var ástand þeirra stofna sem helst eru nefndir í tengslum við veið- ar, þ.e. hrefnu og langreyðar, mjög gott, að sögn Gísla. Sjómenn virðast almennt sammála um að hvölum hafi fjölgað verulega á undanförnum árum og heyrst hafa fréttir af svokölluðum „gosbrunnum“ þar sem mikið er af hvalavöðum. Einn þeirra skipstjóra sem Morgunblaðið ræddi við sagði að óhemjumikið væri af hval, þeim hefði fjölgað verulega á undanförnum árum og áberandi væri hversu mikið væri af hnúfubaki. Þá væri einnig óhemjumikið af smáhvel- um og menn sæju oft heilu hjarðirnar fara hjá. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, segir að hvalskip séu til reiðu ef ákveð- ið yrði að hefja vísindaveiðar. Tæki séu öll fyrir hendi og hafi alltaf verið. Svíar greiddu atkvæði að yfirlögðu ráði Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræð- ingur utanríkisráðuneytisins, sem situr aukafund Alþjóðahvalveiðiráðs- ins í Cambridge á Englandi, hafnar því að atkvæðagreiðsla Svía á mánu- dag hafi verið mistök, þegar þeir greiddu atkvæði gegn tillögu hins sænska formanns ráðsins, en niður- staða atkvæðagreiðslunnar varð til þess að Ísland fékk aðild að ráðinu. Hann segir alveg ljóst að Svíar hafi greitt atkvæði gegn tillögunni að yf- irlögðu ráði. Segja fæðuvistfræði mikilvægan þátt vísindaveiða Gagnlegt að skoða magainnihald hvala  Svíarnir gerðu/11  Mikilvægt/32 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af kröfu manns sem fór fram á 3,4 milljóna króna bætur fyrir að hafa setið sak- laus í gæsluvarðhaldi í 23 daga í fyrra vegna rannsóknar á fíkniefnasmygli. Maðurinn var forráðamaður fyrir- tækis sem stór fíkniefnasending var stíluð á og barst í pakka til landsins í byrjun apríl í fyrra. Voru í sending- unni m.a. 8,1 kíló af hassi, 200,98 grömm af kókaíni, 16.376 e-töflur og 59,33 grömm af alsæludufti. Lögregla handtók manninn sama dag og tvo menn sem stóðu að smygl- inu og sóttu sendinguna til afgreiðslu hraðflutningafyrirtækis. Lá hann undir grun um að eiga aðild að inn- flutningnum þar sem hann þekkti vel höfuðpaur smyglsins og sá skuldaði manninum mikið fé. Á þeim tíma sem maðurinn sætti gæsluvarðhaldi fór fram mikil rann- sókn á umræddu máli og af hálfu lög- reglu var því haldið fram að allan tím- ann hefði verið rökstuddur grunur um að hann ætti hlut að máli þótt rannsóknin hefði ekki leitt til ákæru á hendur honum. Maðurinn hélt fram sakleysi sínu við rannsókn málsins og mótmælti gæsluvarðhaldskröfum en kærði ekki tvo gæsluvarðhaldsúrskurði til Hæstaréttar. Maðurinn reisti bóta- kröfu sína á því að hann hefði setið saklaus í gæsluvarðhaldi í 23 daga og ástæða þess hefði verið að hann hefði verið flæktur inn í mál sér alls óskylt á mjög veikum grunni. Sigurður H. Stefánsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Lögmaður stefnanda var Einar Þór Sverrisson hdl. Til varnar stefnda var Skarphéð- inn Þórisson ríkislögmaður. Ríkið sýknað af kröfum gæslu- varðhaldsfanga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.