Morgunblaðið - 17.10.2002, Side 13

Morgunblaðið - 17.10.2002, Side 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 13 SAMBAND íslenskra sveitarfélaga og áfengis- og vímuvarnaráð undir- rituðu í gær samstarfssamning sem ætlað er að efla áfengis- og fíkniefna- forvarnir sveitarfélaga. Samkvæmt honum munu samningsaðilar verja 5,5, milljónum á ári, frá 2003 til 2005, til málaflokksins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, segir markmiðið með sam- starfinu að stuðla að aukinni fræðslu og forvörnum á þessu sviði hjá sveit- arfélögunum og hvetja þau enn frek- ar til dáða. „Við teljum að með þeim mark- miðum sem við setjum fram í samn- ingnum og þeim leiðum sem þar koma fram getum við gert enn betur og veitt sveitarfélögum aðstoð og ráðgjöf á þessu sviði,“ segir hann. Sérstök verkefnisstjórn hefur um- sjón með framkvæmd samningsins. Henni er ætlað að hafa samvinnu við aðra sem vinna að forvörnum, s.s. ríkislögreglustjóra, félagasamtök og sveitarfélög. Endurmenntun kennara nái til fræðslu á sviði forvarna Í skýrslu um fræðslu- og forvarnir gegn fíkniefnum í grunn- og fram- haldsskólum sem starfshópur á því sviði skilaði af sér í nóvember 2000 og samstarfssamningurinn byggist á, er m.a. lagt til að kennsla og þjálf- un um forvarnir verði fastur og ár- viss liður í endurmenntun kennara og starfsfólks skóla. Þá er lagt til að því verði beint til stofnana sveitarfé- laga að mótuð verði skýr stefna og verkáætlun þegar börn og unglingar lenda í vanda. Lagt er til að því verði beint til grunn- og framhaldsskóla sem ekki hafa ráðið sér forvarnafull- trúa eða myndað forvarnarteymi að þeir geri það nú þegar. Þá er bent á að sérstaka áherslu þurfi að leggja á aukið samstarf lögreglu og skóla í forvarnarmálum. Í samningnum sem undirritaður var í gær segir að samningsaðilar skuli fara yfir og meta árangur verk- efnisins í árslok 2005. Vilhjálmur segir að ekki sé fyrirfram búið að ákveða hvernig sá árangur verði metinn. Verði það hins vegar mat þeirra sem að verkefninu standa að vel hafi tekist til með að efla forvarn- arstarf sé ekkert því til fyrirstöðu að halda samstarfinu áfram. Samstarf á sviði áfengis- og fíkni- efnaforvarna Morgunblaðið/Sverrir Við undirritun samkomulagsins í gær. Frá vinstri: Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri áfengis- og vímu- varnaráðs, og Þórólfur Þórlindsson formaður, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitar- félaga, og Þórður Skúlason framkvæmdastjóri og Anna G. Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunarsviðs sambandsins. 3 mánaða fangelsi fyr- ir ölvunar- akstur RÚMLEGA fimmtugur karlmaður hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur ver- ið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Refs- ingin er óskilorðsbundin þar sem þetta er í þriðja sinn sem maðurinn er dæmdur fyrir ölvunarakstur. Atvikið átti sér stað í Reykjavík í maí sl., en lögregla kom að manninum í bíl sínum í Skútuvogi eftir að hafa fengið ábendingu frá vitni sem veitt hafði manninum athygli í verslun, áleit að hann væri ölvaður og hafði séð hann setjast undir stýri og aka á brott. Var maðurinn einn í bíl sínum og undir stýri og þar eð hann virtist undir áhrifum var hann færður í blóð- töku. Reyndist vínandi í blóðinu vera 1,03 prómill en í þvagi 1,86 prómill. Við yfirheyrslur hjá lögreglu gekkst maðurinn við því að hafa ekið bílnum, en sagðist hafa drukkið kvöldið áður og ekki kennt áfengis- áhrifa við aksturinn. Fyrir dómi neit- aði hann hins vegar sök og sagðist ekki hafa ekið bílnum í umrætt sinn, heldur kunningi sinn. Þeir hefðu orðið viðskila í Skútuvogi er sá hefði brugð- ið sér inn í aðra verslun og því ekki verið í bílnum. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Verjandi ákærða var Guðmundur Þórðarson hdl. Sækj- andi var Sturla Þórðarson fyrir Lög- reglustjórann í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.