Morgunblaðið - 17.10.2002, Síða 19

Morgunblaðið - 17.10.2002, Síða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 19 SKJERN Salonorkester heimsótti Stykkishólm á sunnudaginn, 13. október, og hélt tónleika í félags- heimilinu. Hljómsveitin er í viku ferðalagi um Ísland og notar haustfríið sitt til þess. Í hljómsveit- inni eru tveir Íslendingar, Daði Þór Einarsson, og Kristjón, sonur hans. Daði var í mörg ár skólastjóri Tón- listarskólans í Stykkishólmi, en hefur búið í Skjern á Jótlandi í 2 ár. Skjern Salonorkester hóf starf- semi sína árið 1989 og eru hljóð- færaleikarar frá Skjern og næsta nágrenni. Hljómsveitina skipa 25 manns á aldrinum 14–75 ára. Hljóðfæraleikararnir eiga það sameiginleg að þeir hafa yndi af að leika salon-tónlist, sem er tónlist eins og leikin er fyrir fínni skemmtanir eins og síðkjólaböll eins og árshátíðir og galaböll. Hljómsveitin samanstendur af strengjasveit, tré- og málmblás- urum, píanói, bassa og trommum og söngvörum. Á dagskránni voru marsar, vals- ar, tangóar, cha-cha og fleiri fjörug danslög sem gaman var á að hlusta. Hljómsveitin hefur í gegnum tíð- ina ferðast töluvert og ásamt því að ferðast innan Danmerkur hefur hljómsveitin m.a. farið til Póllands, Frakklands og Ungverjalands. Með þessari ferð bætist Ísland í safnið. Meðan á dvölinni stendur verður farið víða um suðvesturhornið. Stjórnendur hljómsveitarinnar eru Lis Theilgaard, sem jafnframt er skólastjóri Skjern Musikskole, og Daði Þór Einarsson aðstoð- arstjórnandi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Kristjón Daðason söng einsöng með dönsku hljómsveitinni í félagsheimilinu í Stykkishólmi. Dönsk hljómsveit í heimsókn Stykkishólmur STÓR flutningabifreið valt á hring- vegi 1 við vegamótin til Hvamms- tanga um miðjan dag á þriðjudag. Bifeiðin er frá Hringrás ehf. og var að flytja brotamálm frá vinnslusvæði á Hvammstanga til Skagastrandar þegar óhappið varð. Hlassið var um tuttugu og þrjú tonn og var bifreiðin með tengivagn. Hann fór ekki af hjólunum, en allur farmur bifreiðar- innar hentist af. Ökumaður bifreið- arinnar hlaut áverka á eyra og eymsli í öxlum og hálsi. Var hann þó á vettvangi til að koma bifreiðinni aftur á veginn, en vagninn var tæmd- ur yfir á aðra bifreið. Þessi gatnamót eru ekki vel hönnuð og hafa oft orðið umferðaróhöpp við þau. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Valt með 23 tonna hlass Hvammstangi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.