Morgunblaðið - 17.10.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 17.10.2002, Síða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 25 FLOKKARNIR tveir sem standa að þýsku ríkisstjórn- inni, Jafnaðarmannaflokkur- inn og græningjar, hafa kom- ist að samkomulagi um nýjan stjórnarsáttmála og undirrit- uðu leiðtogar flokkanna hann í Berlín í gær. Flokkarnir tveir höfðu set- ið við samningaborðið og rætt um skipulag væntan- legrar stjórnar síðan þeir héldu naumlega þingmeiri- hluta í kosningunum 22. sept- ember sl. Náðist endanlegt samkomulag eftir fund Ger- hards Schröders kanslara, leiðtoga jafnaðarmanna, og græningjans Joschka Fischer utanríkisráðherra. Græningjar, sem juku fylgi sitt í kosningunum og áttu þannig stóran þátt í að stjórn Schröders hélt velli, fengu ekki fjórða ráðherrastólinn, eins og þeir höfðu sóst eftir. Frétta- skýrendur segja þó, að græningja- ráðherrarnir þrír – sem eru landbún- aðar- og neytendamálaráðherra, umhverfisráðherra og utanríkisráð- herra – muni fá aukin völd í samræmi við sterka útkomu flokksins úr kosn- ingunum. Í ráðherraliðinu verða fjórir nýlið- ar, allir úr SPD. Auk Wolfgangs Clements, fyrrverandi forsætisráð- herra sambandslandsins Nordrhein- Westfalen sem tekur við „ofurráðu- neyti“ atvinnu- og efnahagsmála, eru það Renate Schmidt, sem fór lengi fyrir jafnaðarmönnum í Bæjaralandi; hún mun stýra ráðuneyti fjölskyldu- og kvennamála, Brigitte Zypries, sem tekur við dómsmálaráðuneytinu, og Manfred Stolpe, fyrrverandi for- sætisráðherra sambandslandsins Brandenburg, sem verður sam- gönguráðherra. Kom á óvart að Stolpe, einn vin- sælasti stjórnmálamaðurinn í austur- hluta Þýskalands, féllst á það, eftir að Schröder hafði ítrekað farið þess á leit við hann, að taka við ráðherra- embætti, en auk samgöngumálanna mun hann hafa með höndum æðstu stjórn uppbyggingar og þró- unar í þeim hluta Þýskalands er áður var undir kommún- ískri stjórn. Gert hafði verið ráð fyrir að Wolfgang Tief- ensee, borgarstjóri í Leipzig, tæki við þessu ráðherraemb- ætti. Fámenn stjórn og jafn- ræði með kynjunum Fyrir utan kanslarann sitja 14 ráðherrar í ríkis- stjórninni, en það er fámenn- asta stjórn sem setið hefur að völdum í Þýskalandi frá því Konrad Adenauer mynd- aði fyrstu stjórn Vestur- Þýskalands árið 1949. Þá markar þessi ríkisstjórn enn- fremur tímamót að því leyti að kven- ráðherrar eru jafnmargir körlunum, að frátöldum kanslaranum. Í nýja stjórnarsáttmálanum kveðst stjórnin ætla að setja á oddinn baráttuna við atvinnuleysisvandann í landinu og vinna að því að lækka skuldir ríkissjóðs. Á blaðamanna- fundi eftir undirritun sáttmálans sögðu þeir Schröder og Fischer að eitt mikilvægasta umbótaverkefnið sem stjórnin hefði sett sér að mark- miði væri að gera Þýskaland barna- vænt land. Markmiðið sé að Þýska- land verði innan næstu tíu ára ekki lengur eftirbátur Norðurlanda og Frakklands að þessu leyti. Nýr sáttmáli um samsteypustjórn frágenginn í Þýskalandi Ráðherrar græn- ingja fá aukin völd Berlín. AP, AFP. Gerhard Schröder kanslari (t.h.) og Joschka Fischer utanríkisráðherra (t.v.) skála að lokinni undirritun nýja stjórnarsáttmálans í Berlín í gær. AP Hrein unun fyrir húðina Future Solution er nýtt hágæða krem sem veitir vellíðan, vinnur á áhrifaríkan hátt gegn öllum þáttum öldrunar og viðheldur þeim árangri. Húð þín sýnir þakklæti sitt fljótlega, hún verður mýkri, teygjanlegri og ljómar af heilbrigði. Fínar línur og hrukkur hafa sýnilega minnkað og húðin hefur endurheimt fyrri stinnleika. Framtíðarlausn. debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 90 78 10 /2 00 2 Vertu stolt af hú› flinni www.shiseido.comKynningarvika 17. - 23. október F u t u r e S o l u t i o n T o t a l R e v i t a l i z i n g C r e a m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.