Morgunblaðið - 17.10.2002, Síða 51

Morgunblaðið - 17.10.2002, Síða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 51 Kynnum OROBLU haustvörurnar í Hringbrautarapóteki í dag, fimmtudag, kl. 14-18. Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt oroblu@islensk-erlenda.is 20% kynningarafsláttur af OROBLU sokkum og sokkabuxum, einnig í Borgarapóteki. Spítalarekstur á Landakoti í 100 ár Fræðslu- og vísindadagur 18. október í Súlnasal Hótels Sögu Kl. 9 Setning: Ingibjörg Hjaltadóttir, sviðsstjóri hjúkrunar Ávarp: Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss. Ávarp: Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra. 9:15 Minningar um Landakot: Matthías Johannessen, skáld og fyrrv. ritstjóri. 9:45 Kórinn Graduale Nobili úr Langholtskirkju syngur 10:15 St. Jósefssystur á Íslandi: Orsakir og afleiðingar: Ólafur H. Torfason, rithöfundur. 10:30-11 Kaffi 11 Fyrstu niðurstöður úr evrópskri rannsókn í heimaþjónustu aldraðra og norrænni rannsókn í bráðaþjónustu: Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala háskólasjúkrahúss í öldrunarfræðum Pálmi V. Jónsson, sviðsstjóri lækninga. 11:30 Aldraðir á bráðasjúkrahúsi: starf öldrunarteymis Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir og Steinunn K. Jónsdóttir félagsráðgjafi. 12-13 Matarhlé 13 Byltu- og beinverndarmóttaka öldrunarsviðs: Bergþóra Baldursdóttir og Ella Kolbrún Kristinsdóttir, sjúkraþjálfarar. 13:30 Þróun þjónustu við sjúklinga með vitræna skerðingu og heilabilun: Jón Snædal, öldrunarlæknir. 14 Hugmyndafræði líknarþjónustu á öldrunarsviði: Bryndís Gestsdóttir hjúkrunardeildarstjóri og Guðlaug Þórsdóttir öldrunarlæknir. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir Villur í myndatextum Rangt var farið með í mynda- texta af heimsókn forseta Íslands í Húnaþing en á tveimur myndum var talað um nemendur í Leikskóla og Grunnskóla Blönduóss en hið rétta er að myndirnar voru teknar í Grunnskóla og Leikskóla Skaga- strandar og biðst Morgunblaðið velvirðingar á mistökunum. Nem- endur í Grunnskólanum á Skaga- strönd eru 122 og kennarar um 20. Leikskóli Skagastrandar varð 25 ára í sumar og þar eru um 40 börn í þremur deildum og eins og myndin bar með sér er þar lögð áhersla á hreyfingu og leik. LEIÐRÉTT OPINN súpufundur um heilbrigðis- mál verður haldinn á Ránni í Reykja- nesbæ laugardaginn 19. október kl. 11–14. Erindi halda: Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi heil- brigðisráðherra, Þórunn H. Svein- björnsdóttir, formaður Öldrunarráðs Íslands og 1. varaformaður Eflingar- stéttarfélags, Emil Lárus Sigurðs- son, yfirlæknir heilsugæslunnar í Hafnarfirði, og Magnús Pétursson forstjóri Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Einar Karl Haraldsson ráðgjafi. Allir eru velkomnir. Verð á kaffi, súpu og brauði er 1.200 kr. Fundur um heil- brigðismál á Ránni VEIÐI er nú lokið í Geirlandsá, þar er ekki framlengt til 20. október eins og greint var frá í gær. Reyndist misskilningur. Gunnar Óskarsson sagði lokatölu ekki liggja fyrir ennþá, en alveg þokkalega góð veiði hefði verið hjá nokkrum af síðustu hópunum þó svo að sumir þeirra hefðu lent í miklum vatnsveðrum og vatnavöxtum. Fengu sum hollin allt að 22–24 fiska. „Það var kominn þó nokkur fiskur í ána, sérstaklega á neðri svæðin. En þetta var lengi í gang, vorveiðin var léleg og lengi framan af var lítið í gangi,“ bætti Gunnar við. Einhverra hluta vegna er ekki framlengt í ám sem renna í Skaftá, en öðru máli gegnir um Grenlæk og Jónskvísl. Þar hefur verið verið þokkalegur reytingur að undan- förnu, t.d. var hópur sem lauk veið- um í Jónskvísl á mánudaginn með tíu birtinga, sem flestir voru á bilinu 3 til 6 pund. Heiðarvatn í Mýrdal hefur hins vegar verið slakt að undanförnu og kenndi Gunnar, formaður SVF, sér- lega leiðinlegri rigningartíð um, „þarna hefur hvert ausandi slagveðr- ið rekið annað. Ég veit t.d. að þarna voru menn frá okkur frá mánudegi til föstudags í síðustu viku og þeir fengu mjög lítið,“ sagði Gunnar. Fleiri lokatölur Hér koma svo síðbúnar lokatölur: Flekkudalsá á Skarðsströnd í Breiðafirði skilaði 248 löxum sem Ómar Blöndal, einn leigutaka árinn- ar, sagði tæplega 100 prósenta aukn- ingu frá síðasta sumri. „Það var of- boðslega mikill lax í ánni og veiðin hefði verið miklu meiri ef áin hefði ekki hlaupið í flóð jafnoft og raun bar vitni,“ sagði Ómar. Þá var Langadalsá við Djúp „eitt- hvað yfir 100 löxum“ samkvæmt fregnum frá leigutaka árinnar, fyr- irtækinu Lax-á. Slatti af vænni sjó- bleikju drýgði aflann þar. Júlía Stefánsdóttir með 15 punda hæng sem hún veiddi í Geirlandsá. Stutt er í vertíðarlok ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? AFS á Íslandi er enn að taka á móti umsóknum vegna skiptinemadvalar með brottför að vetri. Laus pláss eru til ársdvalar í nokkrum löndum í Suður-Ameríku, s.s. Argentínu, Kosta Ríka, Paragvæ og Panama. Einnig er möguleiki á skiptinema- dvöl í t.d. Japan og Malasíu. AFS er einnig að taka á móti um- sóknum vegna skiptinemadvalar með brottför sumarið 2003. AFS eru alþjóðleg fræðslu- og sjálfboðasamtök sem starfa í yfir 50 löndum um heim allan. Nánari upp- lýsingar eru á á skrifstofu AFS, Ing- ólfsstræti 3, 101 Reykjavík, netfang, www.afs.is eða við tengiliði AFS um land allt, segir í fréttatilkynningu. AFS auglýsir eftir skipti- nemum STJÓRNMÁLANÁMSKEIÐIÐ „Láttu að þér kveða“, sem haldið verður á vegum Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins, hefst 22. október nk. Námskeiðið, sem eingöngu er fyrir konur, verður á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum næstu 4 vikurnar og því lýkur 14. nóvem- ber. Skráning er á netfangi disa- @xd.is. Dagskrá stjórnmálanámskeiðs- ins, sem nálgast má í heild á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is, er fjölbreytt og verður boðið upp á áhugaverða mála- flokka, segir í fréttatilkynningu. Allar konur, sem áhuga hafa á stjórn- og þjóðmálum, eru hvattar til að láta námskeiðið ekki fram hjá sér fara, segir í fréttatilkynn- ingu. Stjórnmála- námskeið fyrir konur Bankastræti 3, s. 551 3635 Póstkröfusendum BIODROGA snyrtivörur unnar úr lífrænt ræktuðum jurtum Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.