Morgunblaðið - 17.10.2002, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 17.10.2002, Qupperneq 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 51 Kynnum OROBLU haustvörurnar í Hringbrautarapóteki í dag, fimmtudag, kl. 14-18. Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt oroblu@islensk-erlenda.is 20% kynningarafsláttur af OROBLU sokkum og sokkabuxum, einnig í Borgarapóteki. Spítalarekstur á Landakoti í 100 ár Fræðslu- og vísindadagur 18. október í Súlnasal Hótels Sögu Kl. 9 Setning: Ingibjörg Hjaltadóttir, sviðsstjóri hjúkrunar Ávarp: Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss. Ávarp: Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra. 9:15 Minningar um Landakot: Matthías Johannessen, skáld og fyrrv. ritstjóri. 9:45 Kórinn Graduale Nobili úr Langholtskirkju syngur 10:15 St. Jósefssystur á Íslandi: Orsakir og afleiðingar: Ólafur H. Torfason, rithöfundur. 10:30-11 Kaffi 11 Fyrstu niðurstöður úr evrópskri rannsókn í heimaþjónustu aldraðra og norrænni rannsókn í bráðaþjónustu: Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala háskólasjúkrahúss í öldrunarfræðum Pálmi V. Jónsson, sviðsstjóri lækninga. 11:30 Aldraðir á bráðasjúkrahúsi: starf öldrunarteymis Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir og Steinunn K. Jónsdóttir félagsráðgjafi. 12-13 Matarhlé 13 Byltu- og beinverndarmóttaka öldrunarsviðs: Bergþóra Baldursdóttir og Ella Kolbrún Kristinsdóttir, sjúkraþjálfarar. 13:30 Þróun þjónustu við sjúklinga með vitræna skerðingu og heilabilun: Jón Snædal, öldrunarlæknir. 14 Hugmyndafræði líknarþjónustu á öldrunarsviði: Bryndís Gestsdóttir hjúkrunardeildarstjóri og Guðlaug Þórsdóttir öldrunarlæknir. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir Villur í myndatextum Rangt var farið með í mynda- texta af heimsókn forseta Íslands í Húnaþing en á tveimur myndum var talað um nemendur í Leikskóla og Grunnskóla Blönduóss en hið rétta er að myndirnar voru teknar í Grunnskóla og Leikskóla Skaga- strandar og biðst Morgunblaðið velvirðingar á mistökunum. Nem- endur í Grunnskólanum á Skaga- strönd eru 122 og kennarar um 20. Leikskóli Skagastrandar varð 25 ára í sumar og þar eru um 40 börn í þremur deildum og eins og myndin bar með sér er þar lögð áhersla á hreyfingu og leik. LEIÐRÉTT OPINN súpufundur um heilbrigðis- mál verður haldinn á Ránni í Reykja- nesbæ laugardaginn 19. október kl. 11–14. Erindi halda: Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi heil- brigðisráðherra, Þórunn H. Svein- björnsdóttir, formaður Öldrunarráðs Íslands og 1. varaformaður Eflingar- stéttarfélags, Emil Lárus Sigurðs- son, yfirlæknir heilsugæslunnar í Hafnarfirði, og Magnús Pétursson forstjóri Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Einar Karl Haraldsson ráðgjafi. Allir eru velkomnir. Verð á kaffi, súpu og brauði er 1.200 kr. Fundur um heil- brigðismál á Ránni VEIÐI er nú lokið í Geirlandsá, þar er ekki framlengt til 20. október eins og greint var frá í gær. Reyndist misskilningur. Gunnar Óskarsson sagði lokatölu ekki liggja fyrir ennþá, en alveg þokkalega góð veiði hefði verið hjá nokkrum af síðustu hópunum þó svo að sumir þeirra hefðu lent í miklum vatnsveðrum og vatnavöxtum. Fengu sum hollin allt að 22–24 fiska. „Það var kominn þó nokkur fiskur í ána, sérstaklega á neðri svæðin. En þetta var lengi í gang, vorveiðin var léleg og lengi framan af var lítið í gangi,“ bætti Gunnar við. Einhverra hluta vegna er ekki framlengt í ám sem renna í Skaftá, en öðru máli gegnir um Grenlæk og Jónskvísl. Þar hefur verið verið þokkalegur reytingur að undan- förnu, t.d. var hópur sem lauk veið- um í Jónskvísl á mánudaginn með tíu birtinga, sem flestir voru á bilinu 3 til 6 pund. Heiðarvatn í Mýrdal hefur hins vegar verið slakt að undanförnu og kenndi Gunnar, formaður SVF, sér- lega leiðinlegri rigningartíð um, „þarna hefur hvert ausandi slagveðr- ið rekið annað. Ég veit t.d. að þarna voru menn frá okkur frá mánudegi til föstudags í síðustu viku og þeir fengu mjög lítið,“ sagði Gunnar. Fleiri lokatölur Hér koma svo síðbúnar lokatölur: Flekkudalsá á Skarðsströnd í Breiðafirði skilaði 248 löxum sem Ómar Blöndal, einn leigutaka árinn- ar, sagði tæplega 100 prósenta aukn- ingu frá síðasta sumri. „Það var of- boðslega mikill lax í ánni og veiðin hefði verið miklu meiri ef áin hefði ekki hlaupið í flóð jafnoft og raun bar vitni,“ sagði Ómar. Þá var Langadalsá við Djúp „eitt- hvað yfir 100 löxum“ samkvæmt fregnum frá leigutaka árinnar, fyr- irtækinu Lax-á. Slatti af vænni sjó- bleikju drýgði aflann þar. Júlía Stefánsdóttir með 15 punda hæng sem hún veiddi í Geirlandsá. Stutt er í vertíðarlok ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? AFS á Íslandi er enn að taka á móti umsóknum vegna skiptinemadvalar með brottför að vetri. Laus pláss eru til ársdvalar í nokkrum löndum í Suður-Ameríku, s.s. Argentínu, Kosta Ríka, Paragvæ og Panama. Einnig er möguleiki á skiptinema- dvöl í t.d. Japan og Malasíu. AFS er einnig að taka á móti um- sóknum vegna skiptinemadvalar með brottför sumarið 2003. AFS eru alþjóðleg fræðslu- og sjálfboðasamtök sem starfa í yfir 50 löndum um heim allan. Nánari upp- lýsingar eru á á skrifstofu AFS, Ing- ólfsstræti 3, 101 Reykjavík, netfang, www.afs.is eða við tengiliði AFS um land allt, segir í fréttatilkynningu. AFS auglýsir eftir skipti- nemum STJÓRNMÁLANÁMSKEIÐIÐ „Láttu að þér kveða“, sem haldið verður á vegum Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins, hefst 22. október nk. Námskeiðið, sem eingöngu er fyrir konur, verður á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum næstu 4 vikurnar og því lýkur 14. nóvem- ber. Skráning er á netfangi disa- @xd.is. Dagskrá stjórnmálanámskeiðs- ins, sem nálgast má í heild á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is, er fjölbreytt og verður boðið upp á áhugaverða mála- flokka, segir í fréttatilkynningu. Allar konur, sem áhuga hafa á stjórn- og þjóðmálum, eru hvattar til að láta námskeiðið ekki fram hjá sér fara, segir í fréttatilkynn- ingu. Stjórnmála- námskeið fyrir konur Bankastræti 3, s. 551 3635 Póstkröfusendum BIODROGA snyrtivörur unnar úr lífrænt ræktuðum jurtum Alltaf á þriðjudögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.