Morgunblaðið - 17.10.2002, Síða 56

Morgunblaðið - 17.10.2002, Síða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ ber vel í veiði fyrir öll pör sem heita Jón og Hólmfríður, því þau fá frítt inn og verða heiðursgestir á sýningunni Jón og Hólmfríður – frekar erótískt leikrit í þrem þáttum, sem sýnt er á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Nú þegar hafa fjögur slíkpör gefið sig fram við leikhúsið, en grunur leikur á að þetta sé óvenjulega algengt paranafn. Leikhúsið lýsir eftir fleiri pörum og biður þau að hafa sam- band við miðasöluna sem fyrst. Að sögn aðstandenda sýning- arinnar er eitthvað sérstakt sem hefur dregið menn sem heita Jón að konum sem heita Hólmfríður – og öfugt. Enn hafi þetta þó ekki verið rannsakað í þar til gerðum rann- sóknarstofum. Jón og Hólmfríður er á yfirborð- inu ósköp venjuleg saga af venju- legu ungu pari, sem er að safna fyr- ir útborgun á leðursófa, en á fyrstu fimm mínútum leiksins kemst Jón að því að Hólmfríður heldur við föð- ur hans, Eggert, sem reynist ekki vera faðir hans, heldur er það Andr- és, frændi Hólmfríðar, sem sjálfur heldur við Mörtu móður Jóns. Með hlutverkin í leikritinu fara Sóley Elíasdóttir, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Harpa Arnar- dóttir og Þór Tulinius. Þetta er fyrsta leikstjórnarverkefni Hall- dóru Geirharðsdóttur. Það gengur ýmislegt á í sam- skiptum kynjanna í gamanleiknum Jóni og Hólmfríði. Jón og Hólm- fríður fá frítt á Jón og Hólmfríði Morgunblaðið/Þorkell HLJÓMSVEITIN Skárren ekkert hefur verið starfandi býsna lengi og hefur helst komið að tónlist fyrir leik- hús, dansverk, kvikmyndir og þess háttar. Nú stígur sveitin hins vegar fram sem fullsköp- uð og djarfhuga poppsveit – og not- ast við nafnið Ske. Skemmst er frá að segja að þessi frumburður sveitarinnar er alveg fá- ránlega góður. Hljómar frekar eins og fjórða plata sveitar, sem hefur þróast og þroskast á helmingi fleiri árum. Það er auðheyranlegt að hið margþætta stúss Skárren ekkert í gegnum árin er að skila sér svo um munar. Það er erfitt að pikka út líka lista- menn en hin japanska Pizzicato 5, hinn íslenski Egill Sæbjörnsson og hinir bresku Beta Band koma ósjálf- rátt í huga. Allir þessir aðilar eiga það sameiginlegt að leika sér svolítið með poppsöguna í list sinni og er Ske ekki undanskilin þeirri nálgun. Fram- kvæmd þessarar stefnu hér er hins vegar með slíkum glans að hin annars frábæra sveit Beta Band t.d. er eins og stefnulaus og óæfð, þriðja flokks bílskúrssveit í samanburðinum. Því ef það er einhvern tíma hægt að tala um vel heppnað, póstmódern- ískt popp, þar sem áhrif eru tekin héðan og þaðan úr dægurtónlistar- sögunni og þeim púslað saman á óað- finnanlegan hátt, þá er það þessi fyrsta plata Ske. Áhrifavaldarnir gægjast reglubundið fram en þó hljóma lagasmíðanar eins og ekkert sem þú hefur heyrt áður. Lögin hér eru melódísk, hug- myndarík og taka jafnan óvæntar beygjur og sveigjur. Hið lífræna og hið vélræna rennur saman í einn, un- aðslegan hljómhnykil þar sem hljóð- og hljómbútar eru fengnir að láni, kassagítarar og aðrar slaggígjur eru slegnar og trommu- og tölvutaktar eru umvélaðir. Allt er þetta þaulhugsað en græsk- an þó aldrei langt undan, rennslið óaðfinnanlegt og snöggur blettur er hvergi á stjái. Ske landar sætu og ljúfu poppi jafnglæsilega og raflegn- um stemmum, keyrðum áfram undir vélargnauði að því er virðist. Það er allt svo furðulega pottþétt hérna – næstum of gott til að vera satt. Hér er á ferðinni ferskt, frumlegt og framsækið popp sem gefur ekki þumlung eftir í listrænni leit en er þó með því hlustunarvænasta sem mað- ur hefur heyrt á árinu. Já, hei! Meðan ég man. Þetta er besta plata sem ég hef heyrt á árinu. Það er ómögulegt að taka eitt lag fram yfir annað hér. Ég ætla samt að nefna uppáhaldslagið mitt, hið meist- aralega „T-Rex“. Slagari allra tíma. Já, þetta er lofsöngur frá a til ö þar sem platan er frábær frá a til ö. Life Death Happiness & Stuff með Ske er verðskuldað snilldarverk! Tónlist Hva’r að Ske, ma’r? Ske Life Death Happiness & Stuff Smekkleysa sm/ehf Life Death Happiness & Stuff er fyrsta hljómplata Ske. Sveitin er skipuð Eiríki Þórleifssyni, Frank Þóri Hall, Guðmundi Steingrímssyni og Hrannari Ingimars- syni. Þeim til aðstoðar eru Una Svein- bjarnardóttir, Kjartan Guðnason, Juri Hashimoto, Jón Oddur Guðmundsson, Páll Borg, Daníel Ágúst Haraldsson, Julie Coadou, Örn Úlfar og Oskari Kuusela. Við tónlistarflutning er stuðst við bassa, raf- og kassagítar, hljómborð, harmonikku, söng, forritun, hljóðbúta, mandólín, fiðlu og píanó. Tónlist eftir meðlimi. Textar eft- ir meðlimi, Juri Hashimoto, Sawa, Julie Coadou og T.S. Eliot. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Sverrir Frumburður Ske er „alveg fárán- lega góður“, að mati Arnars Egg- erts Thoroddsen. Gjafabrjóstahöld Meðgöngufatnaður í úrvali Þumalína, Skólavörðustíg 41 Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Lau 19/10 kl. 21 Örfá sæti Lau 19/10 kl. 23 Aukasýning Uppselt Sun 20/10 kl. 21 Örfá sæti Mið 23/10 kl. 21 Aukasýning Uppselt Fim 24/10 kl. 21 Uppselt Sun 27/10 kl. 21 Uppselt Fös 1/11 kl. 21 Uppselt Fös 1/11 kl. 23 Laus sæti Lau 2/11 kl. 21 Uppselt Lau 2/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Fös 8/11 kl. 21 Uppselt Fös 8/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Lau 9/11 kl. 21 Uppselt Lau 9/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Fim 14/11 kl. 21 Laus sæti Fös 15/11 kl. 21 Laus sæti Lau 16/11 kl. 21 Laus sæti Lau 16/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Fös 22/11 kl. 21 Laus sæti ÁSKRIFTAR- OG AFSLÁTTARKORT síðasta söluvika! 7 sýningar á 10.500 og ýmis fríðindi innifalin. 10 miða kort á 16.400. Frjáls notkun Nýja sviðið - Komið á kortið! 4 miðar á 6.000 Stóra svið SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Frumsýning fö 25/10 kl 20 - UPPSELT 2. sýn Gul kort su 27/10 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 20. okt kl 14, Su 27. okt kl 14 KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Lau 19. okt kl 20, Lau 26. okt kl 20 ATH: Fáar sýningar eftir MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fö 18. okt kl. 20 - Aukasýning Fi 24/10 kl 20 - Næst síðasta sýning Fi 31/10 kl 20 - Síðasta sýning JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Fö 18/10 kl. 20, Lau 19/10 kl. 20, Fi 24/10 kl 20, Fö 25/10 kl 20, Lau 26/10 kl 20 AND BJÖRK, OF COURSE .. e. Þorvald Þorsteinsson Su 20/10 kl 20, Síðasta sýning 15:15 TÓNLEIKAR Lau 19/10 Karólína Eiríksdóttir - CAPUT Nýja sviðið Leikferð Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 PÍKUSÖGUR Á ÍSAFIRÐI má 21. okt. kl. 17 og kl. 21 í Edinborgarhúsinu í Loftkastalanum kl. 20 Miðasala: 552 3000  „Sprenghlægileg“ „drepfyndin“ „frábær skemmtun“ sun. 13 kl. 20,fös. 18/10 Miðnætursýning kl. 23, lokasýning Leikfélag Hveragerðis sýnir Kardemommu- bæinn Í VÖLUNDI AUSTURMÖRK 23 3. sýn. lau. 19. okt. kl. 14.00 4. sýn. sun. 20. okt. kl. 14.00 5. sýn. lau. 26. okt. kl. 14.00 6. sýn. sun. 27. okt. kl. 14.00 7. sýn. lau. 2. nóv. kl. 14.00 8. sýn. sun. 3. nóv. kl. 14.00 Miðaverð kr. 1.200. Eldri borgarar/öryrkjar/hópar kr. 1.000. Frítt fyrir 2ja ára og yngri Miðapantanir og upplýsingar í Tíunni, sími 483 4727. 3. sýn. sun. 20. okt. kl. 14 örfá sæti 4. sýn. sun 27. okt. kl. 14 laus sæti 5. sýn. sun 3. nóv. kl. 14 G. Rossini: Ítalska stúlkan í Alsír - forleikur. W. A. Mozart: Píanókonsert nr. 20, KV 466, í d-moll. P. Tsjajkovskíj: Svanavatnið - svíta. P. Tsjajkovskíj: Rómeó og Júlía - Fantasíuforleikur. Uppáhaldslagið þitt Perlur klassískra tónbókmennta sem allir þekkja og dá. Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 17. október 2002 kl. 19.30 föstudaginn 18. október 2002 kl. 19.30 Hljómsveitarstjóri: Gerrit Schuil. Einleikari: Gerrit Schuil. Hamlet eftir William Shakespeare. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Sýn. lau. 19. okt. kl. 19 uppselt sýn. fös. 25. okt. kl. 20 örfá laus sæti sýn. lau. 26. okt. kl. 19 laus sæti sýn. fös. 1. nóv. kl. 20 laus sæti sýn. lau. 2. nóv. kl. 19 örfá laus sæti sýn. lau. 9. nóv. kl. 19 síðasta sýning Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is eftir Þorvald Þorsteinsson fös. 18. okt. kl. 16 uppselt sun. 20. okt. kl. 14 sun. 10. nóv. kl. 14 SNUÐRA OG TUÐRA eftir Iðunni Steinsdóttur lau. 26. okt. kl. 14 sun. 3. nóv. kl. 16 HEIÐARSNÆLDA Nýtt leikrit fyrir yngstu börnin Frumsýn lau. 19. okt. kl. 14 2. sýn. 25. okt. kl. 10.30 uppselt 3. sýn. 27. okt. kl. 14 4. sýn. 28. okt. kl. 11 uppselt 5. sýn. 3. nóv. kl. 14 Miðaverð kr. 1.100. Netfang: ml@islandia.is www.islandia.is/ml „Grettissaga Hilmars Jónssonar er vel heppnuð sviðsetn- ing á perlu úr okkar forna bókmenntaarfi.“ H.F. DV. Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu fös. 18. okt. kl. 20, lau. 19. okt. kl. 20, fös. 25. okt. kl. 20, lau. 26. okt. kl. 20, fös. 1. nóv. kl. 20, lau. 2. nóv kl. 20 Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur fim. 17. okt. uppselt, sun. 20. okt. uppselt, þri. 22. okt. uppselt, mið. 23. okt. uppselt, sun. 27. okt. uppselt, þri. 29. okt. uppselt, mið. 30. okt. uppselt, sun. 3. nóv. uppselt, mið. 6. nóv. uppselt, sun. 10. nóv. uppselt, þri. 12. nóv. nokkur sæti, mið. 13. nóv. nokkur sæti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.