Morgunblaðið - 17.10.2002, Side 64

Morgunblaðið - 17.10.2002, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla dagaSími 588 1200 ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu vann öruggan sigur, 3:0, á Litháen í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Þar með hefur íslenska liðið unnið sinn fyrsta sigur í keppninni en það hefur lokið tveim- ur viðureignum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Heiðar Helguson íslenska liðinu á bragðið á 50. mín- útu og í kjölfarið fylgdi Eiður Smári Guðjohnsen með tvö mörk til viðbótar áður en yfir lauk. Eftir vonbrigðin gegn Skotum sl. laug- ardag höfðu íslensku leikmennirnir ástæðu til að fagna í leikslok og hér sjást þeir Bjarni Guðjónsson, Arnar Þór Viðarsson, Helgi Sigurðsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson hlaupa í átt til áhorf- enda og þakka þeim stuðninginn. Morgunblaðið/Golli Öruggur sigur á Litháen  Sigur Íslands/C1–4 SAMKVÆMT úrskurði kjaranefndar um launa- kjör heimilislækna falla niður bónusgreiðslur, eða svonefndar yfirvinnueiningar, sem læknar í fjöl- mennum byggðarlögum hafa haft og að sögn Þóris Björns Kolbeinssonar, formanns Félags íslenskra heimilislækna, hefur þetta mismunandi áhrif. Hann telur að laun heimilislækna með sérfræðimenntun geti ekki lækkað vegna þessa en hins vegar sé hætta á að unglæknar, sem starfa á heilsugæslu- stöðvum, geti lækkað í launum. Bónusgreiðslurnar hafa verið miðaðar við fjölda íbúa í hverju hverfi. Ef fjöldi íbúa á hvern starfandi heilsugæslulækni hefur farið í hundraðatali yfir 1.500 hefur hann fengið fjórar yfirvinnueiningar fyrir hvert hundrað. Fullar bónusgreiðslur hafa þeir læknar fengið sem farið hafa yfir þennan fjölda. Algengt er að læknar hafi fengið 70–80 þús- und króna bónusgreiðslur, sem nú falla niður með úrskurðinum. Með úrskurði kjaranefndar á að greiða fyrir hvern yfirvinnutíma, óháð íbúafjölda, sem fellur inn í föst mánaðarlaun. Þórir Björn segir að önnur kjör lækna með sérfræðimenntun eigi að batna á móti. Launahækkun unglækna sé minni og geti ekki að fullu vegið á móti niðurfellingu greiðslnanna. Oddur Steinarsson, formaður Félags ungra lækna, tekur undir með Þóri Birni og segir að úr- skurður kjaranefndar verði ekki til að fá unglækna inn í heilsugæsluna, þeir muni áfram velja aðrar sérgreinar. „Á meðan læknar búa ekki við sömu kjör leita unglæknar í önnur fög. Þessi hornsteinn heilbrigð- isþjónustunnar, sem heilsugæslan er, er að molna niður,“ segir Oddur og bendir á að nýliðun í stétt heimilislækna sé afar takmörkuð. Fyrir tveimur ár- um hafi 7–8% af árgangi unglækna valið heimilis- lækningar sem sérgrein en sambærilegt hlutfall á Norðurlöndunum sé 30–40%. Heimilislæknar boðaðir á fund heilbrigðisráðherra Stjórn og kjararáð Félags íslenskra heimilis- lækna funduðu í gærkvöldi um úrskurðinn og var búist við að fundurinn stæði fram á nótt. Engar ályktanir voru sendar út frá þeim fundi en almenn- ur félagsfundur hefur verið boðaður í næstu viku. Þórir Björn sagði að á fundinum hefðu komið í ljós fleiri gallar á úrskurðinum en í fyrstu hefði mátt sjá. Heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, hefur boðað fulltrúa heimilislækna til fundar við sig í ráðuneytinu í dag. Heimilislæknar funduðu fram á nótt um úrskurð kjaranefndar Afnám bónusgreiðslna get- ur lækkað laun unglækna Ryanair kannar flug til Íslands ÍRSKA lágfargjaldaflugfélag- ið Ryanair hefur verið í við- ræðum við forsvarsmenn Flugmálastjórnar á Keflavík- urflugvelli og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar vegna áforma sinna um að hefja áætlunarflug til Íslands næsta sumar. Björn Ingi Knútsson, flug- vallarstjóri á Keflavíkurflug- velli, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Sagði hann enga niðurstöðu komna í við- ræðurnar en þær myndu væntanlega halda áfram. Fargjaldafélag á borð við Ryanair flýgur almennt ekki á höfuðflugvelli hvers lands heldur þangað sem lægri þjónustugjöld bjóðast. Að sögn Björns Inga stendur ekki til að Keflavíkurflugvöll- ur breyti sínum lendingar- gjöldum til að verða við ósk- um Ryanair. Félagið sé að leita nýrra áfangastaða í Evrópu eftir að hafa fjárfest töluvert í nýjum þotum sem verða afhentar á næstu 4–5 árum. MIKIÐ landrof hefur verið í Surts- ey á undanförnum árum af völdum sjávar og samkvæmt loftmyndum sem teknar voru af eynni í lok ágúst á þessu ári hefur hún minnkað um átta hektara síðan 1998. Fram kem- ur á vef Náttúrufræðistofnunar Ís- lands að það sé meira rof en verið hafi mörg undanfarin ár í eynni. Í lok ágúst fór sjö manna leið- angur jarðvísindamanna frá Nátt- úrufræðistofnun, Veðurstofu Ís- lands og Orkustofnun út í eyna og var markmiðið að fylgjast með myndun móbergs, breytingum á jarðhitakerfi og hreyfingum á yf- irborði og rofi af völdum sjávar, regnvatns og vinda. Þá var út- breiðsla móbergs kortlögð að nýju en myndun móbergs úr gosösku hefur verið rannsóknarefni síðan 1969. Ætla má að nálægt 90% af rúm- máli gosösku ofan sjávar í eynni séu nú orðin að móbergi. Þá fannst í ferðinni lítil laug við sjávarmál og mældist hiti þar 78°C og vatnsrennslið 0,1 sekúndulítri. Þetta er í fyrsta sinn sem rennandi jarðhitavatn finnst á yfirborði Surtseyjar en talið er að berginn- skot sem mynduðust við lok jarðeld- anna valdi jarðhitanum. Mikið sjávarrof í Surtsey samkvæmt nýjum mælingum Átta hektarar hafa brotnað af eynni FRYSTITOGARINN Málmey SK 1 rakst utan í togarann Hauk ÍS 847, áður Skagfirðing, í Sauðár- krókshöfn síðdegis í gær. Engin slys urðu á mönnum og skemmdir litlar sem engar á skip- unum, að sögn Gunnars Stein- grímssonar hafnarvarðar. Málm- eyjan er í viðamikilli klössun við norðurgarð hafnarinnar þessa dag- ana og var verið að snúa skipinu við þegar festar losnuðu. Rak það vélarvana og stjórnlaust á lítilli ferð að suðurgarði hafnarinnar og stöðvaðist á Hauki, systurskipi sínu þar til nýlega að gamli Skag- firðingur var seldur til Ísafjarðar. Skipið hafði um hríð legið kvóta- laust við bryggju á Sauðárkróki en skömmu fyrir óhappið í gær var í fyrsta sinn í langan tíma kveikt á vél þess. Tókst að koma böndum á Málmey að nýju Starfsmönnum Fiskiðjunnar Skagfirðings tókst að koma bönd- um á Málmey að nýju til að klössun gæti haldið áfram. Að því loknu er áformað að frystitogarinn fari í slipp á Akureyri til frekara við- halds en búist er við að hann verði klár til veiða á ný um næstu mán- aðamót. Málmey rakst á Skagfirðing gamla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.