Morgunblaðið - 31.10.2002, Side 10
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
VERIÐ er að skoða möguleika þess
að nýta húsnæði Vífilsstaðaspítala
undir hjúkrunarrými fyrir aldraða.
Óbreytt stenst húsnæðið þó ekki nú-
tímakröfur um aðbúnað og aðstöðu
ef um langtíma búsetu aldraðra yrði
að ræða. Þetta kom fram í máli Jóns
Kristjánssonar heilbrigðisráðherra
í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
vakti máls á því að engin starfsemi
færi nú fram í húsnæði Vífilsstaða.
„Í dag er engin starfsemi í spít-
alanum en hann hóf sína merku
sögu 5. september 1910 þá fyrst sem
berklaspítali.“
Þorgerður sagði m.a. að Vífils-
staðir væru fyrir margra hluta sak-
ir afar heppilegur staður til að upp-
fylla þau skilyrði sem gerð væru til
hjúkrunarrýma fyrir aldraða.
Spurði hún því ráðherra hvað liði
skipulagningu hjúkrunarrýma á
Vífilsstaðaspítala.
Í máli ráðherra kom fram að sam-
kvæmt frummati arkitekts mætti
áætla að kostnaður vegna breytinga
á húsnæðinu, þannig að rými yrði
fyrir 52 einstaklinga í einbýli með
baðaðstöðu, gæti numið alls um 180
milljónum króna. „Til samanburðar
má geta þess að kostnaður við að
byggja nýtt 52 rúma hjúkr-
unarheimili væri um 800 milljónir,“
sagði hann.
„Á hinn bóginn er unnt að nýta
húsnæðið á Vífilsstöðum nær
óbreytt ef einungis er um skamm-
tímavistun aldraðra að ræða, þ.e.
sem biðdeild meðan varanleg úr-
ræði fyrir hina öldruðu eru fundin.
Kostnaður vegna breytinga á hús-
næði yrði þá óverulegur.“ Verið er
að skoða þessa kosti að sögn ráð-
herra.
Vífilsstaðaspítali
hugsanlega nýttur
fyrir hjúkrunarrými
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra sagði í upphafi þingfundar á
Alþingi í gær að viðræður stæðu yfir
við heilsugæslulækna á Suðurnesj-
um. Átta fastráðnir heilsugæslu-
læknar á Suðurnesjum, þrír laus-
ráðnir heilsugæslulæknar og einn
læknakandídat, hafa sagt upp störf-
um frá og með morgundeginum, skv.
upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja.
„Ég hef beðið framkvæmdastjóra
viðkomandi heilsugæslustöðvar,
stjórnarformann og fulltrúa ráðu-
neytisins að ræða við viðkomandi
lækna og þær viðræður standa yfir,“
sagði ráðherra í gær. María Ólafs-
dóttir, yfirlæknir á heilsugæslu Heil-
brigðisstofnunar Suðurnesja, kann-
ast ekki við að fundur hafi verið
haldinn með læknunum í þessari
viku. Hún segir að enginn fundur hafi
heldur verið boðaður á næstu dögum.
Utandagskrárumræða um málefni
heilsugæslulæknanna fer fram á Al-
þingi í dag kl. 13.30. Eins og fram
hefur komið sögðu heilsugæslulækn-
arnir upp störfum í sumar m.a. vegna
óánægju með starfsskilyrði.
Stefnir í að 12 læknar
á Suðurnesjum hætti
Kristján Pálsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, vakti athygli á mál-
efnum heilsugæslulækna á Suður-
nesjum í upphafi þingfundar í gær.
Hann sagði að einn dagur væri til
stefnu til að leysa „læknamál 16.000
manna svæðis á Suðurnesjum“ eins
og hann orðaði það.
„Eftir því sem ég best veit verður
að vísa því fólki sem þarf að leita
heilsugæslulæknis eftir daginn á
morgun (þ.e. eftir fimmtudag) til höf-
uðborgarsvæðisins með öllum þeim
vandamálum sem því geta fylgt. Það
vita allir að slíkt ástand getur ekki og
má ekki koma upp.“ Kristján kvaðst
vita að heilbrigðisráðherra hefði lagt
sig fram um að vinna að lausn deil-
unnar. Hann spurði síðan ráðherra
hvaða aðgerðir væru í gangi til að
leysa þessi mál.
„Ég er að vinna að þessu máli með
mínum mönnum í dag,“ sagði ráð-
herra m.a. Síðar sagði hann: „Varð-
andi eðlilegar áhyggjur af framvindu
mála um læknisþjónustu á Suður-
nesjum þá hefur ráðuneytið að sjálf-
sögðu hugleitt það og við höfum farið
yfir það hvaða möguleikar eru ... ef
svo illa færi að þessar uppsagnir yrðu
varanlegar og við fengjum ekki
lækna í stað þeirra sem sagt hafa upp
... Ég vil sjá hverju framvindur í dag
varðandi þetta mál og hef þá vonandi
einhverjar fréttir af því á morgun
þegar við tökum umræðu um málið
almennt.“ Vísaði hann þar til utan-
dagskrárumræðunnar sem fram fer í
dag, fimmtudag.
Að lokum sagði ráðherra: „Ég
vona að læknarnir sjái sig um hönd;
vilji ræða við okkur, vilji koma til
starfa aftur, m.a. á þeim kjörum sem
nýbúið er að dæma heilsugæslulækn-
um.“
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst
kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi
mál eru á dagskrá.
1. Stjórn fiskveiða.
2. Fullvinnsla botnfiskafla.
3. Veiðieftirlitsgjald.
4. Þróunarsjóður sjávar-
útvegsins.
5. Fjárhagslegur aðskilnaður
útgerðar og fiskvinnslu.
6. Samkeppnisstaða atvinnu-
fyrirtækja á landsbyggðinni.
7. Hvalveiðar.
8. Uppbygging sjúkrahótela.
9. Tekjuskattur og eignar-
skattur.
10. Uppbygging endurhæfingar
við FSA.
11. Rýrnun eigna íbúa á lands-
byggðinni.
ÖRLYGUR Hnefill Jónsson, vara-
þingmaður Samfylkingarinnar,
hefur lagt fram á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um að Alþingi setji
á stofn nefnd sem kanni þróun fast-
eignaverðs á landsbyggðinni í sam-
anburði við höfuðborgarsvæðið.
„Nefndin skoði ítarlega hvernig
eignir fólks á landsbyggðinni hafa
rýrnað í verði og um hvaða fjár-
muni er að ræða,“ segir m.a. í til-
lögunni. Lagt er til að nefndin ljúki
störfum fyrir lok október 2003.
Flutningsmaður segir í grein-
argerð tillögunnar að fasteigna-
verð á höfuðborgarsvæðinu hafi á
undanförnum áratug hækkað veru-
lega. „Það er vel að eignir fólks á
höfuð borgarsvæðinu hafa aukist
að verðgildi og að þróunin hafi
verið sú,“ segir hann. „Þessu hefur
ekki verið eins farið með eignir
fólks á landsbyggðinni og hafa þær
í raun rýrnað, í mörgum tilvikum
stórlega, og er það illt og óvið-
unandi. Flutningsmaður telur að
stjórnmálamenn og Alþingi hafi
ekki hugað að þessu sem skyldi og
að tími sé kominn til að löggjafinn
láti þetta mál til sín taka með ein-
hverjum hætti,“ segir ennfremur í
greinargerðinni.
Nefnd kanni rýrnun
eigna á landsbyggðinni
ALLS 258 aldraðir voru í sept-
ember á biðlista, fyrir fólk í mjög
brýnni þörf, eftir hjúkrunarrými í
Reykjavík. Á höfuðborgarsvæðinu
öllu var þessi fjöldi 339 á sama
tíma. Þetta kom fram í máli Jóns
Kristjánssonar heilbrigðisráðherra
í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.
Var hann þar að svara fyrirspurn
Jóhönnu Sigurðardóttur, þing-
manns Samfylkingarinnar.
Í fyrirspurninni vitnaði Jóhanna
m.a. í viljayfirlýsingu borgarstjóra,
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
og heilbrigðisráðherra frá því í maí
sl, en viljayfirlýsingin kveður m.a.
á um endurbætur og byggingu 326
nýrra hjúkrunarýma í Reykjavík á
tímabilinu 2003 til 2007. „Ástandið
í málefnum aldraðra hjúkrunar-
sjúklinga er mjög alvarlegt,“ sagði
Jóhanna. Beindi hún m.a. þeirri
fyrirspurn til ráðherra hvernig
hann hygðist standa að fjölgun
nýrra hjúkrunarrýma í Reykjavík í
samræmi við fyrrgreinda viljayfir-
lýsingu ráðherra og borgarstjóra.
Í máli ráðherra kom m.a. fram
að vandi þeirra sem metnir væru í
mjög brýnni þörf eftir hjúkrunar-
rými yrði ekki leystur með aukinni
þjónustu í heimahúsum heldur með
fjölgun hjúkrunarrýma. „Og að því
er unnið,“ sagði hann. Fór hann
því næst yfir fjölgun nýrra hjúkr-
unarrýma á þessu ári. M.a. voru
tekin í notkun 92 ný rými í Sóltúni
í byrjun þessa árs. „Og eins og
fram kemur í viljayfirlýsingu minni
og borgarstjórans í Reykjavík er
áætlað að hefja undirbúning að
byggingu nýs 100 rýma hjúkrunar-
heimilis í Reykjavík á tímabilinu
2003 til 2005 sem reiknað er með
að tekið verði í notkun árið 2007.“
Síðan sagði ráðherra: „Því miður
er vilji ekki allt sem þarf. Það þarf
líka fjármuni til að hrinda öllum
þessum áformum í framkvæmd.
Mikið veltur á fjárlagaramma
ráðuneytisins og sem yfirmaður
þessa málaflokks mun ég gera allt
sem í mínu valdi stendur til að
vinna þessum málum brautar-
gengi.“
Alls 339 í brýnni þörf
Hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu
VIÐBRÖGÐ íslenskra stjórnvalda við mót-
mælum félaga Falun Gong-hreyfingarinnar
voru rædd á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki
í gær. Line Barfod, þingmaður Einingarlist-
ans í Danmörku, óskaði eftir svörum um það
hvort íslenska ríkisstjórnin ætlaði að tryggja
að dönskum ríkisborgurum yrði framvegis
ekki neitað um fararleyfi til Íslands. Vísaði
hún til þess þegar félögum Falun Gong-hreyf-
ingarinnar var meinað að koma til landsins til
að mótmæla við heimsókn forseta Kína.
Barfod beindi spurningu sinni til Sivjar
Friðleifsdóttur umhverfisráðherra í fyrir-
spurnartíma norrænu samstarfsráðherranna,
að því er fram kemur á heimasíðu Norður-
landaráðs. Barfod spurði einnig hvort ein-
staklingar mættu treysta því að þeir yrðu
ekki færðir í skrár hjá lögregluyfirvöldum á
grundvelli trúar eða stjórnmálaskoðana. Hún
velti því jafnframt upp hvort hægt hefði verið
að leysa mál Falung Gong með öðrum hætti.
Siv sagði að mótmælin vegna heimsóknar
forseta Kína hefðu verið mjög erfitt mál fyrir
Ísland vegna smæðar landsins og fjölda mót-
mælenda og yfirvöld hefðu lagt sig fram um
að leysa vandann. Hún benti á að Falun
Gong-menn sem komu til landsins hefðu í
samráði við yfirvöld fengið að mótmæla á af-
mörkuðum stöðum. Siv sagði að ekki væri
ástæða til þess að ætla að dönskum ríkisborg-
urum yrði neitað um landvist á Íslandi í fram-
tíðinni.
Ljósmynd/Matti Hurme
Siv Friðleifsdóttir sagði að mótmæli Falun
Gong-liða hefðu verið mjög erfitt mál fyrir ís-
lensk stjórnvöld, en ekki væri ástæða til að
ætla að dönskum ríkisborgurum yrði neitað
um landvist á Íslandi í framtíðinni.
Viðbrögð stjórnvalda hér við mótmælum Falun Gong rædd á þingi Norðurlandaráðs
Dönskum ríkisborg-
urum ekki neitað um
landvist í framtíðinni
Eigið fé
Ábyrgðarsjóðs
launa um 537
milljónir
SPÁ um þróun útgjalda Ábyrgð-
arsjóðs launa á þessu ári gerir ráð
fyrir að eigið fé sjóðsins verði í árs-
lok um 537 milljónir kr. Þetta kem-
ur fram í skriflegu svari Páls Pét-
urssonar félagsmálaráðherra við
fyrirspurn Kristjáns Pálssonar,
þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Svarinu var dreift á Alþingi í gær.
Þingmaðurinn spurði ráðherra
m.a. að því hve háar greiðslur vegna
vangreiddra lífeyrisréttinda laun-
þega hefðu verið greiddar úr sjóðn-
um á síðustu þremur árum. Í svarinu
kemur fram að þessar greiðslur hafi
samtals numið tæpum fimmtíu millj-
ónum árið 1999, rúmlega 38 millj-
ónum árið 2000 og rúmlega 44 millj-
ónum árið 2001. Þá kemur m.a. fram
í svarinu að 23 lífeyrissjóðir hafi
krafist greiðslna úr sjóðnum síðustu
þrjú árin. Þær kröfur nemi samtals
rúmlega 370 milljónum kr.