Morgunblaðið - 31.10.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.10.2002, Qupperneq 20
ERLENT 20 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vetrarlitirnir komnir www.forval.is Ilmefnalausar og ofnæmisprófaðar. Og verðið... það gerist ekki betra. snyrtivörudeildir MAÐUR heldur á regnhlíf og munn- þurrku fyrir vitunum til að verjast ösku frá Etnu á útimarkaði í sikil- eysku borginni Catania. Heldur dró úr eldvirkni í Etnu í gær en mikill gosmökkur steig þó upp úr fjallinu og jarðskjálftar fundust þar enn. Nokkur hundruð íbúar bæjarins Santa Venerina eyddu nóttinni í tjöldum en mörg hús skemmdust í jarðskjálfta í fyrradag og voru þau talin óíbúðarhæf. Skemmdir urðu á húsum í fleiri bæjum og einnig í Catania þar sem um 350 þúsund manns búa. Flugvöllurinn í borg- inni var enn lokaður vegna ösku- falls þótt heldur hefði dregið úr því. Hraun hefur runnið niður hlíðar Etnu frá því gosið hófst seint á laugardagskvöld en ekki er talið að hraunið ógni mannabústöðum. Reuters Dregið hefur úr gosinu í Etnu RÚSSNESKA öryggislögreglan hefur handtekið um 30 menn, þar meðal nokkra úr eigin röðum, sem grunaðir eru um að hafa aðstoðað Tétsenana, sem tóku um 800 manns í gíslingu í síðustu viku. Hefur leit að hugsanlegum hryðjuverkamönnum verið stórhert um allt Rússland og segjast Tétsenar, sem þar búa, verða fyrir skipulegum ofsóknum. Meðal hinna handteknu eru menn í rússnesku öryggislögreglunni að því er fram kom á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær og einnig ráðgjafar, sem eru sagðir hafa verið í sambandi við gíslatökumenn- ina inni í leikhúsinu og upplýst þá jafnharðan um stöðuna og hugsan- legar fyrirætlanir hersins. BBC hafði þessar upplýsingar eft- ir ónefndum embættismanni, sem sagði, að það hefðu verið allt of margir „aðstoðarmenn“ gíslatöku- mannanna í þeim höfuðstöðvum hersins þar sem lagt var á ráðin um björgun gíslanna. Þá sagði í dag- blaði, sem styður stjórnvöld, að gíslatökumennirnir hefðu notið að- stoðar manna eða eins konar „grein- ingarmiðstöðvar“, sem hefði safnað saman upplýsingum fyrir þá. Er það einnig haft eftir fyrrverandi yfir- manni í sérsveitum innanríkisráðu- neytisins, að auk öryggislögreglu- manna hafi nokkrir opinberir starfsmenn aðstoðað gíslatöku- mennina við að leigja húsnæði þar sem geymd voru vopn og sprengi- efni. Meðal hinna handteknu eru nokkrir Tétsenar, sem voru stöðvað- ir á litlum fólksflutningabíl en í hon- um fundust að sögn leifar af sprengi- efninu TNT. Tétsenar segjast ofsóttir Borís Gryzlov, innanríkisráðherra Rússlands, lét það eitt eftir sér hafa í gær, að leyniþjónustustofnanir rík- isins hefðu gripið til mjög víðtækra aðgerða í því skyni að fletta ofan af starfsemi hryðjuverkamanna í Moskvu og nágrenni. Tétsenar í Rússlandi, sem eru um hálf milljón talsins, segjast nú verða fyrir skipu- legum ofsóknum um landið allt. Segja þeir, að lögreglumenn komi fyrir á þeim eða á heimilum þeirra eiturlyfjum eða vopnum og noti það síðan sem átyllu fyrir handtöku. „Lögreglan kom á heimili mitt á sunnudagsmorgni og flutti mig og mágkonu mína á lögreglustöð. Þeir hótuðu mér pyntingum, slógu mig og öskruðu: „Hvað ert þú að gera í Moskvu? Komdu þér burt,““ sagði Tétseninn Ayubkhan Darayev en hann hefur búið í Moskvu án leyfis. Tók lögreglan fingraför hans og mynd af honum eins og af öllum öðr- um Tétsenum, sem hafa verið yfir- heyrðir. Eru sögur annarra Tétsena líkar þessum. Mikill stuðningur við aðgerðina Samkvæmt nýrri skoðanakönnun í Rússlandi er mikill meirihluti lands- manna sammála ákvörðunum stjórn- valda og Vladímírs Pútíns forseta í gíslatökumálinu. Telja 85%, að þær hafi verið réttar en 10% rangar. 5% voru óákveðin. 59% kváðust þó hafa kosið, að samningaleiðin yrði reynd til þrautar en 25% sögðu, að rétt hefði verið að ráðast gegn gíslatöku- mönnunum strax í upphafi. Þá sögðu 54%, að rússnesk stjórnvöld ættu að beita herskáa Tétsena sömu aðferð- um og Bandaríkjamenn beittu í Afg- anistan eftir 11. september. Um 30 manns í haldi fyrir aðstoð við tétsensku gíslatökumennina Reuters Rússnesk telpa grætur við útför tveggja þrettán ára stúlkna sem létu lífið í leikhúsinu í Moskvu þegar sérsveitir réðust inn í það til að bjarga fólki sem var haldið þar í gíslingu. Stúlkurnar tvær, Kristina Kúrbatova (á myndinni til vinstri) og Arsení Kúrílenko, léku í söngleik sem sýndur var í leikhúsinu þegar tétsenskir skæruliðar réðust inn í það. Nokkrir lögreglumenn meðal hinna handteknu Mikill meirihluti Rússa styður árás sérsveitarmanna á leikhúsið Moskvu. AP, AFP. LÖGREGLAN í Indónesíu hefur birt teikningar af þremur mönnum, sem grunaðir eru um að tengjast hryðjuverkinu á Balí. Varð það 190 manns að bana. Mennirnir eru á aldrinum 20 til 30 ára og sagt er, að tveir þeirra séu með vissu af indónesískum upp- runa. Eru teikningarnar gerðar eft- ir lýsingu vitna, sem sáu mennina rétt áður en sprengjurnar sprungu. Telur lögreglan raunar að fleiri hafi unnið að ódæðinu eða allt að tíu manna hópur. Mun Alþjóðalögreglan, Interpol, taka þátt í leit að mönnunum og verða myndirnar birtar um allan heim. Að sögn lögreglunnar líkist ein teikningin mjög eftirlýstum glæpa- manni. Susilo Bambang Yudhoyono, ör- yggismálaráðherra Indónesíu, sagði að tilgangurinn með hryðjuverkinu hefði verið að skapa upplausn í landinu, auka á efnahagserfiðleik- ana og auðmýkja stjórnvöld frammi fyrir umheiminum. Engar yfirheyrslur enn yfir Bashir Múslimaklerkurinn Abu Bakar Bashir er enn undir læknishendi en hann er grunaður um að vera leið- togi hryðjuverkasamtakanna Jem- aah Islamiyah og hafa náin tengsl við al-Qaeda, hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Var Bashir handtekinn vegna framburðar hryðjuverkamanna, sem handteknir voru í Singapore, og vegna fram- burðar Omars al-Faruqs, liðsmanns al-Qaeda, en hann var handtekinn í Indónesíu og framseldur til Banda- ríkjanna. Segir hann, að Bashir hafi fyr- irskipað sprengingar í kirkjum kristinna manna, sem urðu 19 manns að bana, og að auki lagt á ráðin um að myrða Megawati Suk- arnoputri áður en hún var kjörin forseti Indónesíu. Grunar marga, að Jemaah Islamiyah hafi einnig borið ábyrgð á hryðjuverkinu á Balí. Hryðjuverkið á Balí Teikningar birtar af grunuðum mönnum Jakarta. AFP. Vönduð ryðfrí húsaskilti Fjölbreytt myndaval Pantið tímanlega til jólagjafa HÚSASKILTI Klapparstíg 44, sími 562 3614

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.