Morgunblaðið - 31.10.2002, Page 51

Morgunblaðið - 31.10.2002, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 51 Í PLÖTUFLÓÐINU fyrir jól er mik- ið um hipp-hopptónlist en megnið af henni er þó á íslensku. Á skífunni Dark Omen með rappsveitinni Krit- ikal Mazz er þó spunnið á ensku sem er skiljanlegt þar sem tveir liðs- manna hennar eru útlendir. Kritikal Mazz er fimm manna sveit, skipuð þeim Ciphah, Reptor, Plain, Scienz og Ágústu. Að sögn Reptors, sem hefur verið í ýmsum sveitum í Bandaríkjunum, kom hann hingað til lands fyrir nokkrum árum með eiginkonu sinni. Einn vinnufélaga hans var þá í Kritikal Mazz og bauð honum að mæta á æf- ingu. Reptor féll svo vel að því sem sveitin var að gera að honum var snimmhendis boðið að vera með. Þetta var fyrir tveimur árum en þeir Ciphah, Plain og Scienz höfðu þá verið saman undir heitinu Krit- ikal Mazz síðan 1997 og tveir þeirra reyndar unnið saman frá því þeir voru tólf ára. Fyrst taktar, svo textar Þeim var strax efst í huga að gefa út plötu og undirbjuggu sig af kost- gæfni, sömdu lög og texta og héldu tónleika. Lög á plötuna voru svo tekin upp eftir því sem færi gafst á ýmsum stöðum. Vinna fór þannig fram að þeir settu saman takta og síðan texta við þá og svo var hvert lag pússað saman af þeim öllum. Fyrsta hipp-hoppbylgjan á Íslandi reis með Subterranean og fleiri sveitum fyrir fimm árum en eftir að Subta lagði upp laupana var eins og hipp-hoppið hefði aftur horfið. Kritikal Mazz var stofnuð um svipað leyti og Subterranean og þeir lýsa mikilli ánægju sinni með það hve mikið sé í gangi nú um stundir. „Það má þó ekki gleyma því að þótt það hafi ekki verið áberandi hafa menn verið að vinna að hipp-hoppmúsík allan þennan tíma heima eða í bíl- skúrum, þótt það sé ekki fyrr en núna að menn eru að gefa út plötur og spila á tónleikum.“ Þeir segjast lítið spá í stöðu sína í íslensku hipp-hoppi og reyndar að þeir vilji ekki takmarka sig við það að leika bara hipp-hopp. „Við setj- um okkur engin takmörk, gerum bara það sem okkur langar að gera hvert sinn, og ef það hljómar vel er það notað.“ Reyna fyrir sér ytra Í ljósi þess hve markaður fyrir hipp-hopp er lítill hér á landi ætlar Kritikal Mazz að reyna fyrir sér ytra, það sé ekki vit í öðru. Mestu skipti að þeirra mati að ná árangri hér heima áður en haldið er í víking. „Það skiptir öllu máli að vera með stuðning héðan áður en við reynum fyrir okkur úti og ef okkur gengur vel hér er öruggt að okkur á eftir að ganga vel úti.“ Kritikal Mazz hefur tekið fegins hendi öllum tækifærum til tónleika- halds og er nú að skipuleggja út- gáfutónleika til að kynna skífuna. Þeir verða væntanlega haldnir á næstu vikum. Kritikal Mazz gefur út geislaplötuna Dark Omen Upp á yfirborðið Morgunblaðið/Kristinn VALGEIR Guðjónsson mun halda útgáfutónleika vegna nýrrar plötu sinnar, Skellir og smellir, í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn kl. 20. Miðasala er hafin og er verð 2.000 kr. en 1.600 fyrir MasterCard- korthafa. Leikin verða bestu og best geymdu lög Valgeirs eins og segir í fréttatilkynningu. Flytjend- ur á tónleikunum verða, Valgeir Guðjónsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), Helgi Björnsson, Pétur Örn Guðmundsson og Regína Ósk Óskarsdóttir. Hljómsveitina skipa Valgeir Guðjónsson (gítar), Jón Ólafsson (píanó), Friðrik Sturluson (bassi), Jóhann Hjörleifsson (trommur, málmgjöll), Stefán Már Magnússon (gítar, mandolín, banjó) og Sigurður Flosason (saxafónn og klarinett). Morgunblaðið/Kristinn Valgeir Guðjónsson nýtur meðal annars stuðnings Jóns Ólafs- sonar við flutning skella sinna og smella. Valgeir Guðjónsson kynnir nýja plötu Skellir og smellir Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 8. Allra síðustu sýningar. 1/2HL MBL SG DV ÓHT Rás2 „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“  HK DV Sýnd kl. 10.30. Gott popp styrkir gott málefni Sýnd kl. 7. B.i. 16. www.regnboginn.is Sýnd kl. 10.10. B.i. 14. Sýnd kl. 7.40 og 10. B. i. 16. 1/2Kvikmyndir.com USA Today SV Mbl DV RadíóX 1/2RadíóX www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10. SK. RADIO-X SV Mbl FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B. i. 16. . Sýnd kl. 6, 8 og 10. 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  HK DV  SK RadíóX  SV Mbl  ÓHT Rás 2      5 6                 .%   * ")  *+   !     "#   $% & $ (,  ( 7   .%   % / *  )  * (  , - 48     *  ) / / (   %)  .     #    , +  * *  * .  (    48    %  ,   .  + (  ( % /   . *,)     48  1 +  3 9- 3( %  ) ( 0  ) / 7  AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.