Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 1
256. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 1. NÓVEMBER 2002 AÐ minnsta kosti tíu börn og tvær konur létust í gær er harður jarðskjálfti reið yfir bæinn San Giuliano di Puglia á sunnanverðri Ítalíu með þeim afleiðingum, að um 60 börn lokuðust inni í hrundum skóla. Í gærkvöld hafði tekist að bjarga meira en 20 börnum, sumum mjög slösuðum, og tveimur kennurum af fjórum en óttast var um af- drif allt að 30 barna. Fjöldi björgunarmanna með 50 leitarhunda leitaði í gær í rústum hússins í örvæntingarfullu kapphlaupi við tímann en ástvinir barnanna fylgdust með grátandi skammt frá. Þegar björg- unarmönnunum tókst að bjarga barni lifandi grétu ættingjar þess af gleði en harmur og kvíði annarra jókst eftir því sem á daginn leið. Leitin í rústunum var mjög erfið og lítið hægt að beita tækjum við hana. Notuðu björgunar- menn aðallega hendurnar við að grafa og fjar- lægja brakið úr þakinu og steinsteypubrot úr veggjum. Var unnið við flóðljós eftir að myrkur skall á. Heyrðu til barnanna Lögreglumaður í San Giuliano sagði, að heyrst hefði í börnum undir rústunum og talið var, að meira en 20 manns, aðallega börn, væru á lífi í tveimur kennslustofum undir brakinu. Um var að ræða tvo sambyggða skóla, leik- skóla og barnaskóla, og hrundu þökin inn. Stóð þá yfir veisla hjá börnunum öllum í tilefni af kjöt- kveðjuhátíðinni og var hún sótt af öðrum börnum í bænum. Varð það sumum til bjargar, að þau urðu að taka þátt í veislugleðinni utandyra. Jarðskjálftinn, sem var 5,9 á Richter, reið yfir rétt fyrir hádegi að staðartíma og olli verulegu tjóni í San Giuliano og nágrannabæjum. Er ótt- ast, að einhverjir kunni að hafa farist í öðrum byggingum en skólanum. Mikil eyðilegging „Ástandið er skelfilegt. Um 70% allra bygginga hafa skemmst eða eyðilagst og þökin fallið inn,“ sagði embættismaður, sem flaug í þyrlu yfir ham- farasvæðið. Hafa stjórnvöld lýst yfir neyðar- ástandi þar eða í Campobasso-héraði, sem er norðaustur af Napólí. Eftir skjálftann þusti fólk skelfingu lostið út úr skemmdum eða hálfhrundum húsum og urðu all- snarpir eftirskjálftar til að auka enn á ringulreið- ina. AP Björgunarmenn bera burt dreng, sem þeir fundu á lífi í rústunum. Góðar vonir voru um, að mörg börn væru á lífi í tveimur kennslustofum skólans. Heyrðu til barnanna undir húsbrakinu Að minnsta kosti tólf týndu lífi, þar af tíu börn Allt að 30 börn grafin í rústum skólahúss eftir jarðskjálfta á Ítalíu Róm. AP, AFP. YFIRVÖLD í Rússlandi sögðu í gær, að fyrir lægi alþjóðleg skipun um handtöku Aslans Maskhadovs, leiðtoga tétsenskra aðskilnaðar- sinna. Fullyrtu þau einnig, að gísla- tökumennirnir í Moskvu hefðu farið eftir fyrirskipunum hans. Sergei Frídínskí, aðstoðarríkis- saksóknari Rússlands, skýrði frá því, að Maskhadov væri eftirlýstur og talsmaður Rússlandsstjórnar, Serg- ei Jastrzhembskí, spilaði fyrir frétta- menn upptöku með símtali við Movs- ar Barajev, foringja gíslatökumann- anna. Þar á að koma fram, að stríðsherrann Shamíl Basayev hafi komið að skipulagningunni að fyrir- skipun Maskhadovs. Vilja ná Maskhadov ■ Erlendar leyniþjónustur/26 Moskvu. AP, AFP. ÞÝSKA lögreglan er heldur skömmustuleg þessa dagana en hún hefur mátt viður- kenna, að alls konar fólk, sem grunað er um margt misjafnt, komst að því, að síminn þess var hleraður. Ástæðan var sú, að því var sendur reikningur fyrir hlerununum. Þegar borgararnir vafa- sömu skoðuðu símreikninginn sinn fyrir september rak þá í rogastans því að þar var til- greind töluverð upphæð fyrir mikið samband við talhólf, sem þeir könnuðust ekki við. Höfðu þeir þá samband við símafyrirtækið og fengu þær upplýsingar, að það hefði ekki aðgang að talhólfinu þar sem það væri á vegum lögreglunn- ar. Ekki er ljóst hve miklum skaða þetta hefur valdið rann- sókn ýmissa mála en þýska lögreglan fær ekki heimild til að hlera síma nema þegar fólk er grunað um morð, peninga- þvætti, mannrán eða landráð. Að sögn dagblaðsins Züd- deutsche Zeitung vita nú að minnsta kosti 50 manns, að fylgst er með þeim. Yfirvöld fjarskiptamála segja, að nú séu að jafnaði hleraðir 20.000 símar en þeim hefur fjölgað verulega eftir hryðjuverkin í Bandaríkjun- um í fyrra. Að sögn lögregl- unnar var útsending reikning- anna vegna tæknilegrar bil- unar. Sárreiðir „sakamenn“ Rukkað- ir fyrir hleranir Berlín. AFP. MÆÐUR og aðrir ættingjar barnanna fylgd- ust harmi lostin með um 200 björgunarmönn- um grafa með berum höndum í rústum skól- ans. Höfðu þeir 50 leitarhunda sér til aðstoðar. Reuters Óbærileg bið ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, vann í gær að myndun nýrr- ar ríkisstjórnar í landinu og ljóst er, að um hreina harðlínustjórn verður að ræða. Mun Shaul Mofaz, fyrrver- andi yfirmaður herráðsins, verða varnarmálaráðherra en hann hefur barist fyrir því, að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, verði rek- inn í útlegð. Verkamannaflokkurinn sagði sig úr stjórninni í fyrradag og krafðist nýrra kosninga en Sharon kvaðst mundu koma í veg fyrir þær með öllum ráðum. Hefur hann nú tekið upp við- ræður við Beit- unu-einingar- bandalagið en í því eru þrír öfgafyllstu trú- ar- og harðlínu- flokkarnir í Ísr- ael. Studdu þeir stjórnina fram í mars á þessu ári en snerust þá gegn henni vegna „undanlátssemi“ Shar- ons við Arafat og Palestínumenn. Annar helsti frammámaður bandalagsins er Benny Elon en hans helsta baráttumál er „sjálfvilj- ugur brottflutningur“ allra Palest- ínumanna frá ættlandi sínu, Vest- urbakkanum og Gaza. „Nú þegar Sharon er laus við Verkamannaflokkinn getur hann fylgt eftir stefnu sinni gagnvart Pal- estínumönnum óhikað og því er þetta rétti tíminn til að taka upp samstarf við hann,“ sagði Elon í gær. Sharon í viðræðum við mestu öfgaflokkana í Ísrael Hreinræktuð harðlínu- stjórn í undirbúningi Jerúsalem. AP, AFP. Shaul Mofaz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.