Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ RANNIKH var fyrst spurður að því hvort það væri að hans mati til marks um vanhæfni rússnesku leyniþjónustunnar og stöðu öryggis- mála í landinu almennt að tétsensk- ir hryðjuverkamenn næðu að hreiðra um sig í leikhúsi og halda þar um 800 manns í gíslingu í mið- borg Moskvu. „Ég vil ekki tala um vanhæfni leyniþjónustunnar í þessu sam- hengi. Hryðjuverkið var undirbúið af ríkisborgurum Rússlands. Það er ekki hægt að hafa eftirlit með öllum ríkisborgurunum. Ef við berum þennan atburð saman við þann í Bandaríkjunum 11. september 2001 þá gætum við allt eins sakað banda- rísku leyniþjónustuna um að koma ekki í veg fyrir hryðjuverkin sem voru framin með bandarískum flug- vélum. Það er auðveldara að fylgj- ast með flugvélum á lofti en almenn- um borgurum á jörðu niðri,“ segir Rannikh. Það hefur verið gagnrýnt hvernig staðið var að frelsun gíslanna. Bent hefur verið á að hugsanlega hefði ekki þurft að fórna svo mörgum líf- um ef björgunarmönnum og heil- brigðisstarfsmönnum hefði verið ljóst hvaða gas var notað í árás sér- sveitanna inn í leikhúsið. „Gagnrýni á aðgerðir rússnesku leyniþjónustunnar í þessu tilviki heyrist eingöngu frá fjölmiðlum og einstökum stjórnmálamönnum. Að- gerðirnar hafa ekki verið gagnrýnd- ar af leyniþjónustu nokkurs ríkis. Það hafa ekki heldur forystumenn nokkurs ríkis gert. Gagnrýni af þessu tagi er tilfinningalegs eðlis og hún er skiljanleg. En gíslarnir eru fórnarlömb hryðjuverkamanna en ekki þeirra sem stóðu að frelsun þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem okkur hafa borist var notað gas sem líkist svæfingagasi eins og not- að er á sjúkrahúsum. Erlendir sér- fræðingar sem hafa skoðað gíslana staðfesta þetta. Vandinn við notkun svæfingagassins er að ekki var hægt að reikna út hve stórum skammti var óhætt að dæla inn í húsið. Við venjulegar aðstæður er skammturinn reiknaður út með til- liti til þyngdar þess sem á að svæfa en það var eðli málsins samkvæmt ekki hægt að gera í þessu tilviki. Markmiðið með notkun svæfinga- gassins var að gera hryðjuverka- mönnunum ekki kleift að sprengja upp húsið og myrða þar með mikinn fjölda manns. Hryðjuverkamennirn- ir fengu allan tímann upplýsingar um það sem gerðist utan við húsið frá heimildarmönnum sem þar voru staddir. Hefðu nákvæmari upplýs- ingar um árásina verið gefnar út hefðu hryðjuverkamennirnir sömu- leiðis fengið þær í hendur.“ Hvers vegna hvíldi svo mikil leynd yfir því hvaða gas var notað? „Það hvíldi engin leynd yfir því, eftir mínum skilningi. Við þurfum náttúrlega að huga að framtíðinni. Ef við gæfum nákvæmlega upp hvaða tegund gass var notað gæti næsti hryðjuverkahópur í Rússlandi eða annars staðar í heiminum und- irbúið sig í samræmi við þá vitn- eskju og jafnvel haft tiltækt það mótefni sem til þarf.“ Lék grunur á því að heilbrigð- isstarfsmenn á staðnum væru heim- ildarmenn hryðjuverkamannanna? „Sérfræðingar, ekki stjórnvöld, vildu ekki gefa nákvæmar upplýs- ingar því ekki aðeins almenningur fengi þær heldur hefðu hryðju- verkamennirnir einnig getað fært sér þær í nyt. Þarna var fyrsta sinn í sögu mannkyns hryðjuverk af þessu tagi framið og því ekkert for- dæmi til að styðjast við. Rússneska leyniþjónustan var í nánu sambandi við leyniþjónustur annarra ríkja í þessu máli og nýtti sér ekki ein- ungis eigin reynslu í þessu máli heldur einnig reynslu annarra þjóða. Leyniþjónustur Bandaríkj- anna, Bretlands, Þýskalands og Ísr- aels buðu fram aðstoð sína en tóku ekki þátt í sjálfri aðgerðinni. Bresk- ir sérfræðingar voru í Moskvu með- an á gíslatökunni stóð og leyniþjón- ustur annarra ríkja veittu allar upplýsingar sem beðið var um og lögðu fram hugmyndir til lausnar málinu. Við erum innilega þakklátir fyrir þá aðstoð.“ Hvers vegna voru heimsóknir til frelsaðra gísla á sjúkrahúsum bann- aðar? „Eingöngu vegna heilsufars þeirra. Í fyrstu voru heimsóknir einnig bannaðar vegna skýrslutöku lögreglu og rannsóknar á hryðju- verkinu sjálfu og á hryðjuverka- mönnunum. Þá var upplýst að rík- issaksóknari myndi hefja skoðun á aðgerðum leyniþjónustunnar í því skyni að sannreyna hvort þær hefðu verið í samræmi við lög.“ Mun atburðurinn í Moskvu leiða til stefnubreytingar hjá rússneskum stjórnvöldum í baráttunni gegn al- þjóðlegum hryðjuverkum. „Þessi atburður verður til þess að herða á afstöðu Rússa gegn hryðju- verkastarfsemi. Stefna Rússa í þeim málum hefur alltaf verið hörð. Við höfðum upplifað böl hryðjuverka áð- ur en öll heimsbyggðin fylgdist með þessari vá í Bandaríkjunum 11. september 2001 í beinni útsendingu. Við köllum á harðari aðgerðir af hálfu alþjóðasamfélagsins sem miða að því að uppræta fjármögnun hryðjuverkamanna og þeirra sam- taka sem vinna að kynningu og áróðri hryðjuverkatengdrar starf- semi, eins og þeirri sem átti sér stað á heimsþingi Tétsena í Kaupmanna- höfn.“ Því hefur verið haldið fram að hótanir Rússa í garð stjórnvalda í Danmörku vegna heimsþings Téts- ena minni á sovéttímann. „Rússnesk stjórnvöld hafa á eng- an hátt hótað dönskum stjórnvöld- um en við skiljum ekki hvers vegna dönsk stjórnvöld styðja og auglýsa hryðjuverk með því að heimila ráð- stefnu Tétsena í landi sínu. Við kröfðumst þess ekki að dönsk stjórnvöld bönnuðu ráðstefnuna en þau hafa ekkert gert til þess að koma í veg fyrir að hún yrði haldin. Við sendum dönskum stjórnvöldum lista yfir 70 manns sem tóku þátt í ráðstefnunni og eru grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök. Einn þeirra, Akhmed Zakayev, hefur nú verið handtekinn af dönsku lögregl- unni. Samkvæmt stjórnarskrá Dan- merkur má ekki banna slíka ráð- stefnu. Mörg önnur Evrópulönd telja þó löglegt og lýðræðislegt að banna nasistasamtök í löndum sín- um. Hryðjuverkastarfsemi er for- dæmd af flestum löndum og sam- tökum, þar á meðal af Sameinuðu þjóðunum. Ráðstefnan var fjár- mögnuð að hluta til af danska rík- inu. Annar af tveimur skipuleggj- endum ráðstefnunnar voru samtök gegn helförinni og þjóðarmorði, sem nýtur fjárstuðnings frá danska rík- inu. Við teljum jafnframt að hryðju- verkin í Moskvu hafi verið skipulögð í tengslum við ráðstefnuna í Kaup- mannahöfn. Við teljum að hryðju- verkamennirnir hafi ætlað að auka vægi ráðstefnunnar með hryðju- verkunum. En vopnin snerust í höndum þeirra. Auðvitað eru tengsl á milli ráðstefnunnar og hryðju- verkanna. Þetta á sér stað á ná- kvæmlega sama tíma. Viðbrögð al- mennings í Rússlandi eru mjög hörð vegna ráðstefnunnar í Danmörku. Þetta mál hefur ekki bætt samskipti ríkjanna. Rússar hafa þegar farið fram á framsal þessa Zakayevs og nú þegar sent nauðsynlegar upplýs- ingar um málið til danska yfirvalda. Í þessu samhengi hefur ríkissak- sóknarinn í Rússlandi bent á að dauðarefsing hefur verið aflögð í landinu. Auk þess veitir Rússland tryggingu fyrir því að Zakayev verður ekki tekinn af lífi og nýtur allra réttinda fyrir dómstólum. Dauðarefsing hefur ekki ennþá ver- ið afnumin með lögum í Rússlandi en þær hafa ekki tíðkast í mörg ár.“ Í nýrri skýrslu Amnesty Inter- national er ástand mannréttinda- mála í Rússlandi harðlega gagnrýnt. Í skýrslunni segir m.a. að pyntingar eða ill meðferð á föngum sé nánast venja um allt Rússland. „Í skýrslunni segir að í Rússlandi séu sjáanlegar framfarir á þessu sviði, en þó einkum hvað varðar efl- ingu löggjafar. Þeir gallar sem eru í fangelsismálum Rússlands stafa að langmestu leyti af efnahagslegum erfiðleikum þjóðarinnar. Á síðustu tíu til fimmtán árum fóru lífskjör Rússa niður samanborið við það sem hafði verið á sovéttímanum. En ég skil ekki þá athygli sem Amnesty International veitir Rússlandi. Í Rússlandi, sem er afar stórt og víð- feðmt land, hafa margvíslegar breytingar og umbætur átt sér stað. Ég er fyrrverandi sendiherra Rúss- lands í Lettlandi og óska sem slíkur fremur eftir því að Amnesty Int- ernational skoði vandamál rúss- neska minnihlutans þar í landi, sem er þriðjungur íbúa landsins. Staða minnihlutans fer síversnandi. Rúss- ar hafa ekki atkvæðarétt og innan skamms verður tungumál þeirra einnig bannað. Lettland hefur hing- að til ekki undirritað marga alþjóð- lega samninga varðandi mannrétt- indi. Í Lettlandi hafnar ríkisvaldið að vinna bug á þessu ástandi.“ Erlendar leyniþjónust- ur voru innan handar Alexander Rannikh, sendiherra Rússlands á Íslandi, segir leyni- þjónustur Bretlands, Þýskalands, Frakklands og Ísraels hafa aðstoðað við undirbúning árásar rússneskrar sérsveitar á leikhúsið í Moskvu. Rannikh segir í samtali við Guðjón Guðmunds- son að bein tengsl hafi verið á milli gísla- tökunnar í Moskvu og heimsþings Tétsena í Kaupmannahöfn. Morgunblaðið/Jim Smart Alexander Rannikh, sendiherra Rússlands á Íslandi. „Rússneska leyniþjón- ustan var í nánu sambandi við leyniþjónustur annarra ríkja í þessu máli.“ Reuters Rússneskur sérsveitarliði ber meðvitundarlausan gísl út úr leikhúsinu. ’ Gíslarnir eru fórn-arlömb hryðjuverka- manna en ekki þeirra sem stóðu að frelsun þeirra. ‘ RÚSSAR geta gengið í hjóna- band þegar þeir eru orðnir 14 ára samkvæmt frumvarpi sem dúman, neðri deild rússneska þingsins, hefur samþykkt. Ung- lingar á aldrinum 14–16 ára mega þó aðeins giftast „við sér- stakar aðstæður“. Talið er öruggt að efri deildin samþykki einnig frumvarpið. Verði það að lögum eiga embættismenn í hér- uðunum að meta hvað teljist „sérstakar aðstæður“. Lág- marksgiftingaraldurinn hefur verið mismunandi eftir héruðum í Rússlandi. Í flestum þeirra þurfa unglingar að vera 16 ára til að geta gengið í hjónaband en 14 ára í héruðum þar sem músl- ímar eru fjölmennir. Dúman hefur einnig hafið umræðu um frumvarp sem kveður á um að ekki megi hafa kynmök við ung- linga undir sextán ára aldri. IRA hafnar afvopnunar- nefnd ÍRSKI lýðveldisherinn, IRA, til- kynnti í fyrradag að hann hefði hætt samstarfi við alþjóðlega nefnd sem hefur haft eftirlit með afvopnun IRA. Yfirlýsingin jók óvissuna um friðarumleitan- irnar á Norður-Írlandi þótt lýð- veldisherinn legði áherslu á að hann kappkostaði enn að tryggja „réttlátan og varanleg- an frið“ og hygðist ekki rjúfa vopnahlé sitt frá 1997. IRA seg- ist hafa hætt samstarfinu við nefndina vegna þess að breska stjórnin hafi ekki efnt friðar- samninginn frá 1997. Tilræðismenn dæmdir TVEIR Alsírbúar, sem voru sakfelldir fyrir nokkur sprengjutilræði í París 1995, voru dæmdir í lífstíðarfangelsi í fyrradag. Átta biðu bana og um 200 særðust í tilræðunum og skæðasta árásin var á farþega- lest í Latínuhverfinu í París. Byssumað- urinn ekki ákærður SÆNSK yfirvöld hafa ákveðið að ákæra ekki 29 ára Svía, sem var grunaður um að hafa ætlað að ræna flugvél á leið frá Stokk- hólmi til London 29. ágúst, vegna ónógra sannana. Svíinn var handtekinn þegar skamm- byssa fannst í handtösku hans á flugvellinum. Frelsisflokks- leiðtogi fer frá MATHIAS Reichhold, sem tók við formennsku í Frelsisflokkn- um í Austurríki fyrir 40 dögum, sagði af sér í gær af heilsufars- ástæðum. Sagði hann lækna hafa ráðlagt sér að draga sig í hlé vegna hjartveiki. Kosninga- barátta stendur nú sem hæst fyrir þingkosningar í Austurríki sem fara fram hinn 24. nóvem- ber og kemur brottfall hans úr flokksleiðtogasætinu sér því mjög illa fyrir flokkinn. STUTT Hjóna- bönd 14 ára Rússa leyfð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.