Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 31 VOVKA Ashkenazy heldur einleiks- tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20.00. Á efnisskrá eru Rapsódíur op. 79 og Fantasíur op. 116 eftir Jó- hannes Brahms, Estampes eftir Claude Debussy og Prelúdíur eftir Sergei Rakhmaninov. Vovka segir að það hafi frekar verið tilviljun sem réð þessu efnisvali en að það hafi verið úthugsuð ráðagerð. „Rakhmaninov er uppáhalds- tónskáldið mitt, og mig langaði til að leika prel- údíur hans. Ég var búinn að setja saman pró- gramm með Ravel- són- ötínum og Estampes eftir Debussy. Ég ákvað svo að bíða með Ravel og spila Brahms í staðinn. Ég hef verið að spila þessi verk Brahms á tón- leikum og mig langaði að halda áfram að vinna með þau. Estampes eftir Debussy er nokkuð nýtt fyrir mér. Ég spilaði það fyrst í fyrra á tónlistarhátíð Ár- manns Ármannssonar í Province í Frakklandi, og hef ekki spilað það aftur síðan þá. Mig langaði því að spila það aftur núna. Þannig er þetta frekar tilviljun hvað raðaðist á þessa tónleika.“ Það er Rakhmaninov sem Vovka Ashkenazy segir eiga stærstan hlut í sér, en Brahms sé þar einnig stór, Debussy sé minni þótt hann búi í fæðingarlandi tónskáldsins, Frakk- landi. „Ég spila Estampes vegna þess að þegar ég var í námi heyrði ég annan píanóleikara spila verkið og leist mjög vel á það. Ég hef bara aldrei náð því að koma því á pró- gramm fyrr en núna; það hefur tek- ið mig tuttugu ár.“ Vovka segir að píanóleikarar séu heppnir vegna þess hve mikið sé til af píanótónlist í heiminum; það er alltaf eitthvað eftir til spila. „Ég á til dæmis alveg eftir að sökkva mér betur í Ravel. Ég á al- veg eftir að spila verk eins og Jeux d’eau og Gaspard de la nuit. Á næsta ári hef ég þó hugsað mér að æfa upp prógram með verkum eftir Ravel og César Franck. Mig langar rosalega mikið til að spila Prelúdíu, kór- al og fúgu eftir Frank; ég hef heyrt verkið svo oft, er mjög ástfang- inn af því og hlakka til að spila það.“ Vovka Ashkenazy hefur komið þónokkuð oft til að spila á Íslandi, síðast í janúar, þegar hann lék ein- leik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta er þó í fyrsta skiptið sem hann leikur í Salnum. Hann kom fyrst í húsið í fyrradag, en hann er mjög ánægður bæði með salinn, hljóð- færið og hljómburðinn. „Nótna- borðið á flyglinum er kannski full létt í áslætti, en hljóðfærið er þó mjög fallegt og gott.“ Tónleikar Vovka Ashkenazy eru í Tíbrárröð Salarins, og hefjast sem fyrr segir kl. 20.00 í kvöld. Vovka Ashkenazy í Salnum Vovka Ashkenazy Rakhmaninov í uppáhaldi Leikhópurinn Á senunni verður með aukasýningu á leikritinu Kvetch kl. 20. Sýningin er til styrktar þeim Ástu Hafþórsdóttur og Agnari Jóni Egilssyni, sem misstu allt sitt í brunanum á Laugavegi 40. Ásta er höfundur gerva og búninga í Kvetch og Agn- ar Jón er einn stofnenda Vest- urports. Miðaverð er 2200 krónur. Miðasala er í Loftkastalanum, sími 552 3000 og í Vesturporti klukku- stund fyrir sýningu. Elín Guðmundardóttir opnar myndlistarsýningu í Galleríi nema hvað, Skólavörðustíg, kl. 18. Sýningin verður svo opin á morgun og sunnudag kl. 14-17. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is LAUGAVEGI 53, SÍMI 551 4884 Peysur Gott úrval 100% Merino ull Klapparstíg, sími 552 2522 15% afsláttur af tvíburavögnum og kerrum Laugavegi 46, sími 561 4465 Villtar & Vandlátar i í i ill l af öðruvísi skartgripum og kjólum f r í i rt ri j l Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-16i . f . , l . Ný sending Verið velkomin Ýmiss tilboð í gangi ri l i Laugavegi 47 sími 552 9122 Laugavegi 47 sími 551 7575 Buxnadagar í dag og laugardag, Langan laugardag 25% afsláttur af öllum buxum Laugavegur 68, sími 551 7015. Ný sending af Gran Sasso peysum og skyrtum 30% afsláttur af á Löngum laugardegi Í ti le fn i ve tr ar ko m u v e it u m v ið 2 0 % a fs l. a f ö ll u m v ö r u m í d a g f im ., f ö s . o g l a n g a n l a u g a r d a g Ó t a l ö n n u r t il b o ð í g a n g i Ég og þú Laugavegi 67, sími 551 2211 Líf og fjör í bænum Laugavegssamtökin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.