Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 57 DAGBÓK ÞAÐ getur verið skemmtileg íþrótt að glíma við þungar þrautir á opnu borði, en leikni í slíku nýtist mönnum sjaldan við spila- borðið. Þar skiptir mestu máli að klúðra ekki einföldu spilunum: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á109542 ♥ K73 ♦ 92 ♣76 Suður ♠ 3 ♥ ÁD8 ♦ Á743 ♣ÁKD98 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Keppnisformið er sveita- keppni og vestur kemur út með smátt hjarta. Hvernig á suður að spila? Fjórir slagir á lauf duga í níu, svo það þarf verulega slæma legu til að spilið sé í hættu. Fátt er til ráða ef vestur á fimmlit í laufi, en hins vegar má auðveldlega ráða við fimmlit í austur. Og það ætti að vera verkefni sagnhafa. Hann tekur fyrsta slaginn heima og leggur niður lauf- ás. Ef báðir fylgja með smá- spili fer sagnhafi næst inn í borð á hjartakóng og spilar laufi á níuna: Norður ♠ Á109542 ♥ K73 ♦ 92 ♣76 Vestur Austur ♠ KG86 ♠ D7 ♥ G9652 ♥ 104 ♦ K85 ♦ DG106 ♣2 ♣G10543 Suður ♠ 3 ♥ ÁD8 ♦ Á743 ♣ÁKD98 Þessi spilamennska gæti kostað yfirslag ef laufið ligg- ur 3–3, en í sveitakeppni hafa menn litlar áhyggjur af slíku – aðalatriðið er að vinna spilið. Líkur á því að austur sé með fimmlit í laufi eru í krngum 6% og því er ómaksins vert að taka tillit til þess möguleika. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert hrókur alls fagnaðar og fólk vill sem mest vera í návist þinni og njóta uppá- tektarsemi þinnar. Þú ert útsjónarsamur og kannt að snúa leiknum þér í hag. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Brjóttu odd af oflæti þínu og biddu um aðstoð og hún verður veitt undanbragða- laust. Þú átt hauk í horni, sem getur aðstoðað þig í vandasömu máli. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ef þú ert óánægður með eitthvað skaltu líta í eigin barm og athuga hverju þú getur breytt. Þú ert mörgum góðum gáfum gæddur og átt að nota þær. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur mikinn metnað og setur markið hátt. Talaðu hreint út við vinnufélaga þína og hugaðu betur að sjálfum þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Samskipti þín við almenning, jafnvel nána vini, verða á lágu nótunum í dag. Lærðu af reynslunni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nú er rétti tíminn til að taka gömlu verkefnin upp úr skúffunni og hefjast handa að nýju. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert sjálfum þér nógur og leitar lítt til annarra með þín mál. Mundu að maður er manns gaman. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú bókstaflega ljómar þessa dagana og vekur eftirtekt hvar sem þú kemur. Dagur- inn hentar vel til þess að eiga ljúfa stund með vinum þín- um. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Smámunasemin er alveg að fara með þig þessa dagana. Það getur reynzt erfitt að blanda saman starfi og einkalífi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú átt auðvelt með að laða fram það besta í öðrum sem og að miðla málum þegar menn eru ekki á eitt sáttir. Tækifærið bíður handan hornsins en vandaðu val þitt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er mikil spenna í gangi milli þín og kunningja þíns og þú þarft að komast að því hvað veldur henni. Gefðu þér tíma til þess. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einhver ótti steðjar að þér í sambandi við það að þú náir ekki takmarki þínu. Vertu því staðfastur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú stendur frammi fyrir þeim valkosti að geta tekið á þig aukna ábyrgð. Góður undirbúningur tryggir far- sæla framkvæmd. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ÉG BIÐ AÐ HEILSA Nú andar suðrið sæla vindum þýðum. Á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði. Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði. Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum. Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín, heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf, í peysu. Þröstur minn góður, það er stúlkan mín. Jónas Hallgrímsson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0–0 Be7 6. De2 b5 7. Bb3 0–0 8. c3 d5 9. d3 h6 10. He1 d4 11. a3 Dd6 12. Rbd2 Bb7 13. cxd4 Rxd4 14. Rxd4 Dxd4 15. Rf3 Dd6 16. d4 Rxe4 17. dxe5 Dc6 18. Be3 Rg5 19. Bxg5 hxg5 20. Bc2 g4 21. Dd3 g6 22. e6 f5 23. Dd7 gxf3 24. Dxe7 Dxc2 25. Hac1 Dd2 26. Hed1 Dh6 27. Hxc7 Hae8 28. Dd6 Dg5 29. g3 Be4 30. h4 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga sem fór fram í húsakynn- um B&L. Sigurbjörn Björnsson (2330) hafði svart og var í miklu tímahraki gegn Magnúsi Erni Úlfarssyni (2345). 30... Dh6? 30... Dd8! hefði sett hvítan í vanda þar sem eftir 31. Hd7 Df6 vinnur svartur. 31. De5 er annar möguleiki og eftir 31... Df6 hefði hvítur þurft að finna 32. Dxf6 Hxf6 33. Hdd7 Hexe6 34. Hg7+ Kf8 35. Hh7 og jafntefli er óumflýjanlegt. Í framhald- inu reynist hvíta sóknin of skeinuhætt. 31. e7 Hf7 32. De6 Kg7 33. Hd8 Dh8 34. Hcc8 Hfxe7 35. Hxe8 Hxe6 36. Hxh8 Hd6 37. Hhd8 He6 38. Hc7+ Kf6 39. Hf8+ Ke5 40. Hff7 Kd4 41. Hfe7 Hf6 42. Hed7+ Bd5 43. Hc1 Ke5 44. Hc5 Hd6 45. Hxd6 Kxd6 46. b4 Bc4 47. Hc8 Ke5 48. Hc6 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Árnað heilla Ljósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP: Gefin voru saman í Fríkirkjunni í Reykjavík 20. júlí sl. af sr. Hirti Magna Jóhannssyni þau Ragna Laufey Þórðar- dóttir og Ómar Þór Einars- son. Ljósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Dómkirkjunni 15. júní sl. af sr. Hjálmari Jóns- syni þau Rakel Rögnvalds- dóttir og Indriði Ragnar Grétarsson. 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 1. nóv- ember, er sjötug Anna Guð- rún Jónsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, Norðurbyggð 1, Akureyri. Hún tekur á móti gestum á morgun, laugar- daginn 2. nóvember, í Fé- lagsheimili eldri borgara á Akureyri, Lundargötu 7, frá kl. 15 til 18. 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 1. nóv- ember, er sextug Unnur Anna Halldórsdóttir, leik- skólakennari og djákni, Háaleitisbraut 147, Reykja- vík. Hún og eiginmaður hennar, Tómas Sveinsson, bjóða vini og vandamenn velkomna í Safnaðarheimili Háteigskirkju í dag milli kl. 17 og 19. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 1. nóv- ember, er fimmtug Guðný Sigríður Þorleifsdóttir, kaupkona, Heiðarvegi 13, Vestmannaeyjum. Hún er á ferðalagi erlendis með eig- inmanni sínum, Jóhanni Kristjáni Ragnarssyni. Íslandsmót kvenna í tvímenningi 2002 Mótið verður spilað helgina 9.–10. nóvember í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37. Spilaður verður barometer, allir við alla. Skráning er hafin í s. 587 9360 eða á www.bridge.is. 26 pör í Gullsmára Tuttugu og sex pör spiluðu tví- menning á vegum Bridsdeildar FEBK í Gullsmára mánudaginn 28. október sl. Miðlungur 264. Efst vóru: NS Sigrún Pálsdóttir – Sigrún Steinsdóttir 322 Kristinn Guðm. – Þórhallur Árnas. 310 Sig. Gunnlaugss. – Sigurpáll Árnas. 286 Diana Kristjánsdóttir – Ari Þórðarson 274 AV Unnur Jónsdóttir – Jónas Jónsson 327 Áróra Halldórsd. – Heiðar Þórðarson 297 Þorgerður Sigurgeirsd. – Stefán Friðbj. 297 Kristj. Halldórsd. – Eggert Kristinss. 292 Spilað alla mánu- og fimmtudaga. Mæting kl. 12.45 á hádegi. Árleg sveitakeppni hefst fimmtudaginn 31. október. Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 28. október var spil- aður tvímenningur með þátttöku 15 para. Úrslit urðu sem hér segir: Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 204 Ásgeir Ásgeirss. – Guðmundur Kristinss.196 Eyjólfur Sigurjónss. – Jóhann Oddss. 196 Elín Þórisd. – Jón Einarss. 192 Haraldur Jóhannss. – Jakob Magnúss. 186 Næsta mánudag hefst aðaltví- menningur félagsins og verður hann með Barometer-formi. Áhugasamir eru beðnir að skrá sig hjá formanni Jóni Eyjólfssyni í síma 435 1137 eða Erni Einarssyni ritara 435 1337. Bridskvöld byrjenda Fyrsta bridskvöld byrjenda verð- ur fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20.00. Nú er tækifæri fyrir alla sem eru að taka sín fyrstu skref í brids- íþróttinni. Alla fimmtudaga í nóvem- ber verður létt spilamennska í Síðu- múla 37, 3. hæð, spilamennska hefst kl. 20.00. Leiðbeinandi verður Sig- urbjörn Haraldsson. Hann tekur vel á móti öllum og aðstoðar þá sem vilja við að finna spilafélaga. Garðatorgi, sími 565 6550 Erum að taka upp nýjan kvenfatnað Skötuselur - Túnfiskur Búraflök - Hámeri Hörpuskel og Rækjur Gnoðarvogi 44, sími 588 8686 STÓR HUMAR AÐALSTRÆTI 27 - jarðhæð Verslunarhúsnæði í miðbæ Ísafjarðar. Við Silfurtorg, í hjarta bæjarins er þessi ca 100 fm hæð til sölu. Margvíslegir möguleikar, frábær staðsetning. Upplýsingar hjá Sigríði Þrastardóttur í símum 456 4442 og 456 4542. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.