Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRGVIN G. Sigurðsson gefur kost á sér í flokksvali Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi. Það er mjög mikilvægt að vita að við erum með kosningu Björgvins í flokksvalinu að tryggja kjör framtíð- armanns okkar á suðursvæðinu þar sem hann mun búa hér nái hann kjöri. Framtíðarfor- ingja sem við getum verið stolt af sem fulltrúa okkar á hinu pólitíska sviði. Hann er einarður baráttumaður fyrir hagsmunum og kjörum þeirra sem minna mega sín og ég veit að hann mun láta sig miklu varða hags- muni þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða en í gegnum starf mitt á Sogni veit ég að það þarf að lyfta grettistaki í málefnum geð- fatlaðra og treysti ég Björgvini mæta vel fyrir því mikilvæga verk- efni. Tryggjum Björgvini glæsilega kosningu í flokksvalinu 9. nóvember. Björgvin er okkar maður Drífa Eysteinsdóttir, deildarhjúkrunarfræð- ingur á réttargeðdeildinni á Sogni, skrifar: BARÁTTUNNI við að mynda hér einn stóran og öflugan jafn- aðarmannaflokk er hvergi nærri lok- ið. Til að þessi hugsjón verði að veruleika þurfum við nú fyrst og fremst sterkan og sam- stilltan þingflokk. Hér í Suðvest- urkjördæmi höfum við tækifæri til þess að velja þetta fólk í beinni kosningu 9. nóv. nk. Ég vil hvetja ykkur til að hugsa vel ykkar gang. Næsta kjörtímabil getur ráðið úrslitum um framtíð Samfylking- arinnar. Við skulum því ekki sofna á verðinum og velja í þessi sæti fólk sem við treystum best til að halda á lofti merki jafnaðar og félagshyggju. Ég drep hér niður penna til stuðn- ings Stefáni Bergmann. Stefán er einlægur náttúruverndarsinni og var m.a. formaður Náttúruvernd- arfélags Suðvesturlands. Stefán er dósent í líffræði og um- hverfismennt við KHÍ. Hann er þaulvanur sveitarstjórnarmaður og er nú 1. varabæjarfullrúi Neslistans á Seltjarnarnesi. Ég skora á ykkur, félagar, að veita Stefáni öflugt brautargengi í prófkjörinu 9. nóv. Styðjum Stefán Bergmann Páll Árnason skrifar: SAMFYLKINGARFÓLK á margra góðra kosta völ í prófkjörinu hinn 9. nóvember nk. þar sem 13 karlar og konur hafa gefið kost á sér. Nú er það okkar hlutskipti að velja úr þessum hópi það fólk sem við telj- um líklegast til af- reka á alþingi. Við, sem gerum kröfu til þess að samfélagið haldi úti virku öryggisneti fyrir þá sem fara halloka í lífsbarátt- unni, eigum varla betri kost í þessu prófkjöri en Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Hún hefur áratugum sam- an barist af ákveðni og eindrægni fyrir bættum kjörum aldraðra, ör- yrkja og annarra sem eiga undir högg að sækja. Fyrir síðustu alþingiskosningar vann Jóhanna glæsilegan sigur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, þar sem 6–7 þúsund manns kusu hana til að leiða Sam- fylkinguna í Reykjavík. Ég ætla fyr- ir mitt leyti að styðja hana til áfram- haldandi starfa á alþingi og vonandi í næstu ríkisstjórn. Ég skora á annað jafnaðar- og félagshyggjufólk að gera hið sama. Styðjum Jóhönnu Vilborg Sigrún Ingvarsdóttir fram- kvæmdastjóri skrifar: ÞEGAR fólk sameinaðist úr ólík- um stjórnmálahreyfingum í eina fylkingu skipti miklu að sátt ríkti um forystuna. Rannveig Guðmunds- dóttir hefur verið í forystuhlutverkinu í Reykjaneskjördæmi og vann frækilegan prófkjörssigur fyrir fjórum árum. Rannveig hefur verið ötul í að hvetja áfram og miðla öðru Samfylking- arfólki af þeirri reynslu og þekkingu sem hún hefur öðlast á löngum stjórnmálaferli, hvort sem er í sveit- arstjórnarmálum eða landsmál- unum. Hún hefur fylgt fast eftir okk- ar ýmsu réttlætismálum. Ég treysti henni fullkomlega til að standa vörð um helstu baráttumálin, svo sem jöfnun lífskjara, jafnrétti og bætt kjör aldraðra og öryrkja svo eitt- hvað sé nefnt. Ég hvet Samylkingarfólk til að velja Rannveigu í 1. sæti í flokksval- inu 9. nóvember nk.! Rannveigu í 1. sæti Dóra Hlín Ingólfsdóttir skrifar: VELFERÐARÞJÓÐFÉLAGIÐ á undir högg að sækja um þessar mundir. Í prófkjörum flokkanna keppast flestir fram- bjóðendur við að sýna fram á hversu miklir nútímamark- aðssinnar þeir séu. Upp úr hópi fram- bjóðenda gnæfir samt einn sem aldrei hefur sofnað á vaktinni fyrir þá hópa sem mest þurfa á málsvara að halda á alþingi Íslendinga. Margir líta svo á að Jóhanna Sigurðardóttir sé besta tryggingin fyrir því að hags- muna þessara þjóðfélagshópa sé gætt á Alþingi – þannig að aldrei verði sofnað á verðinum í jafnrétt- ismálum. Jóhanna hefur ótrauð stað- ið vörð um grundvallargildi velferð- arsamfélagsins, hvort sem um er að ræða hagsmuni fjölskyldunnar, barna, öryrkja eða aldraðra. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hefur staðið jafn vel vaktina í þágu þessa fólks. Þess vegna skora ég á fólk að ganga til liðs við Samfylkinguna og kjósa Jóhönnu Sigurðardóttur í ann- að sætið – til að leiða annað Reykja- víkurkjördæmanna. Hún stendur vörð um velferð- arþjóðfélagið Katrín Theodórsdóttir, lögmaður og fyrrver- andi framkvæmdastjóri þingflokks jafn- aðarmanna, skrifar: ÞEGAR fjallað er um hagsmuni launamanna á Alþingi eða mál sem varða elli- og örorkulífeyrisþega verður maður stundum var við skiln- ings- og þekkingarleysi á málefnum er þessa aðila varða. Sárafáir þing- menn hafa komið að kjarabaráttu og gerð kjarasamninga og skilja því ekki hvern- ig kaupin gerast á eyrinni. Bryndís Hlöðvers- dóttir starfaði um tíma sem lögmaður verkalýðshreyf- ingarinnar og ég kynntist störfum hennar vel. Hún hefur til að bera haldgóða þekkingu á lögum og mál- efnum launamanna. Auk þess rétt- indamálum þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu og hefur verið ákaflega virk í jafnréttismálum. Bryndís stefnir að 2. sæti í próf- kjöri Samfylkingarinnar. Þeir sem vilja stuðla að því að réttsýnn bar- áttumaður komi að umfjöllun á Al- þingi þegar málefni og réttindamál þessara hópa eru á dagskrá, setja Bryndísi Hlöðversdóttur ofarlega á lista í prófkjöri Samfylkingarinnar. Bryndís í 2. sæti Guðmundur Gunnarsson skrifar: SAMANLAGÐUR hagnaður Landsbanka, Búnaðarbanka og Ís- landsbanka á síðasta ári var um 6 milljarðar króna og hafði þrefaldast frá árinu á undan. Vaxta- og þjón- ustugjöld bankanna voru 36 milljarðar króna á sl. ári og höfðu aukist um 40% á milli ára. Fákeppnin sem ríkir á bankamarkaði gerir það að verkum að „bankarnir hafa kverkatak á litlum og meðalstórum fyr- irtækjum“, svo vitnað sé orðrétt í grein sem Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður skrifaði í DV fyrr á þessu ári. Án lítilla og meðalstórra fyrirtækja yrði lítið atvinnulíf á Ís- landi. En lítil og meðalstór fyrirtæki eiga ekki auðvelt með að blómstra við slík ofurkjör. Við höfum þörf fyrir þingmenn sem hafa vilja til að taka á bankaokr- inu, sem Jóhanna hefur að líkindum oftar vakið máls á en nokkur annar þingmaður. Sjáum til þess að hún hljóti glæsilega kosningu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík 9. nóvember. Bankaokrið burt Jónas Ástráðsson vélvirki skrifar: JAFNAÐARMENN leggja jafna áherslu á frjálst og kraftmikið at- hafna- og viðskiptalíf og öfluga vel- ferðarþjónustu. Það sem greinir jafn- aðarmenn frá hægrimönnum í nútímalegum stjórnmálum er sú af- staða að sameiginlegir sjóðir greiði velferðarþjónustuna. Jafnaðarmenn hafna því að farið sé ofan í vasa al- mennings þegar grunnþættir velferð- ar eru annars vegar. Samfylkingin þarf að hafa skýra af- stöðu til velferðarmála. Flokkurinn þarf að taka af öll tvímæli um að ríkið beri fjárhagslega ábyrgð á grunn- þáttum velferðarþjónustunnar. Sam- fylkingin verður að hafna þeirri þróun sem átt hefur sér stað á síðustu árum að sjúklingar greiði hluta nauðsyn- legrar heilsugæslu eða nemendur mikilvæg námsgögn í grunn- og fram- haldsskólum. Velmegunarþjónusta er ekki velferðarþjónusta Samfylkingin þarf einnig að hafa skýra afstöðu til þess á hverjum tíma hvaða þjónusta það er á sviði heil- brigðis-, félags- og menntamála sem telst velferðarþjónusta og hvað vel- megunarþjónusta. Það er eitt af mik- ilvægari verkefnum stjórnmála að ákveða hvað greiða skal úr sameig- inlegum sjóðum og hvað ekki. Jafn- aðarmenn hlaupa ekki undan þeirri ábyrgð. Jafnaðarmenn geta ekki unað því að móðir með veikt barn taki þátt í kostnaði við heimsókn til heimilis- læknis. Jafnaðarmenn geta ekki verið sáttir við að nám í framhaldsskólum sé miðað við fartölvueign nemenda nema þá að hið opinbera leggi þeim það til. 150 þúsund króna útgjöld vegna fartölva raska verulega fjárhag margra heimila. Ef tölva er í nútíma skóla jafnmikilvæg í skólastofu og borð og stóll þá verður skólinn að leggja nemendum til slík námstæki. Að velja framtíðina Fjárhagsleg ábyrgð samfélags- sjóða á velferðarþjónustu kallar á aukin útgjöld til þeirra málaflokka. Hjá því verður ekki komist og því kallar samfélag framtíðar á að okkur takist að draga úr útgjöldum á öðrum sviðum. Má þar t.d. benda á framlög ríkisins til atvinnuvega sem búa við skipulag sem ekki hefur staðist tím- ans tönn. Ber þar helst að nefna land- búnað. Getur það verið að við teljum mikilvægara að styðja bónda um 2 milljónir króna á ári svo hann geti áfram unnið óarðbæra vinnu, fremur en að leggja til með syni hans við nám í framhaldsskóla eða greiða fyrir grunnþjónustu við heilsugæslu barna hans? Í stjórnmálum þarf oft að taka erf- iðar ákvarðanir og velja og hafna. Jafnaðarmenn velja velferð og hafa skýra sýn á samfélag menntunar og umhyggju sem byggist á frjálsu og arðbæru athafnalífi. Þeir vita að leiðin að því marki getur verið grýtt en það dregur ekki úr þeim kjarkinn. Aukum velferð Eftir Ásgeir Friðgeirsson Höfundur er ritstjóri og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. „Getur það verið að við teljum mik- ilvægara að styðja bónda um 2 milljónir króna á ári svo hann geti áfram unnið óarð- bæra vinnu, fremur en að leggja til með syni hans við nám í fram- haldsskóla eða greiða fyrir grunnþjónustu við heilsugæslu barna hans?“ MENNTUN og mannauður á að vera undirstaða í efnahags- og vel- ferðarskipan framtíðarinnar. Það þarf að lyfta grettistaki á sviði menntamála eftir áratug metnað- arleysis undir forystu Sjálfstæð- isflokksins. Menntastefna stjórn- valda hefur einkennst af deyfð og kyrrstöðu. Þessu þarf að breyta með markvissri menntabyltingu þar sem skólakerfið allt er endur- skoðað og auknum fjármunum veitt til þess. Besta fjárfesting sem þjóðfélagið getur ráðist í er að mennta mannaflann á fjölmörg- um sviðum. Það þarf t.d. að stytta framhaldsskólann, stórefla verk- menntun og fjölga verulega tæki- færum til endur- og símenntunar. Annað tækifæri Samfylkingin hefur kynnt metn- aðarfulla hugmynd um annað tæki- færi til náms. Samfélagið skuldar þeim sem hafa horfið frá námi eða vilja bæta við menntun sína að dyrnar séu opnaðar fyrir þá til að nema eitthvað nýtt og öðlast þann- ig fleiri tækifæri á vinnumarkaði. Annað tækifæri í menntun á að byggjast á aðgengilegu grunn- námi, framhaldsnámi, starfsnámi eða námstilboðum fyrir þá sem vilja bæta við sína fyrri menntun eða hasla sér völl á nýjum sviðum. Þannig jöfnum við tækifærin og búum til öfluga veitu inn í atvinnu- lífið. Jafn aðgangur og virk símennt- un skipta höfuðmáli. Fjölbrauta- skólarnir hleyptu nýju lífi inn á fjölmörg þéttbýlissvæði á lands- byggðinni og blasa dæmin við. Bæjarbragurinn er allur annar og mannlífið litríkara og kraftmeira fyrir vikið. Unga fólkið er lengur heima og foreldrar þurfa ekki að flytjast búferlum til Reykjavíkur til að halda heimili meðan á fram- haldsskólagöngu unglinganna var- ir. Þessu þarf að fylgja eftir með því að beita öllu afli við að fá fleiri skóladeildir á háskólastigi á lands- byggðina og efla hlutverk Fræðslunets og fjarnáms. Við jafnaðarmenn eigum að leggja metnað okkar í það að standa fyrir róttækri menntastefnu sem leggur grunninn að fjölbreyttum atvinnu- háttum framtíðarinnar. Markvissa menntabyltingu Eftir Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þátttakandi í flokksvali Samfylkingarinnar. „Annað tækifæri í menntun á að byggjast á aðgengi- legu grunnnámi, fram- haldsnámi, starfsnámi eða námstilboðum.“ JÓHANNA Sigurðardóttir sækist eftir að leiða annað Reykjavík- urkjördæmanna í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík og kannski álíta einhverjir að hún muni nánast sjálfkrafa ná því sæti, svo almennrar virðingar sem hún nýtur. Þetta er þó ekki sjálfgefið og við sem viljum styðja hana áfram til góðra verka þurfum nú að fylkja liði. Jóhanna Sigurð- ardóttir hefur um áraraðir barist af óbugandi þrautseigju fyrir bættum kjörum þeirra sem minna mega sín í samfélaginu, bæði sem ráðherra og óbreyttur þingmaður. Í upphafi þess þings sem nú situr má nefna frum- varp um afkomutryggingu aldraðra og öryrkja sem Jóhanna vill að verði grundvöllur nýrra laga um almanna- tryggingar. Og það má líka nefna til- lögu hennar um framkvæmdaáætlun til 4 ára um leiguhúsnæði á viðráð- anlegu verði, svo aðeins séu nefnd tvö þingmál sem hún flytur nú – nánast gripin upp af handahófi. Við þurfum Jóhönnu áfram Hildur Erlingsdóttir skrifar: ÉG ER Reykvíkingur sem skrif- ar grein um prófkjör Samfylking- arinnar í Suðvesturkjördæmi. Slíkt gerist ekki nema mikið liggi við. Umræðan um prófkjörið þar hefur hingað til nær að- eins snúist um skip- an 1. sætisins. Þar eru tveir ágætir frambjóðendur að keppa um 1. og 2. sætið og skipti ég mér ekki af þeirri röð. En áhyggjur mínar byggjast á hagsmunum Samfylk- ingarinnar allrar. Hvernig mun þingkonunni Þórunni Sveinbjarn- ardóttur vegna? Þórunn hefur á þingi sérhæft sig í erfiðustu og við- kvæmustu málum Samfylking- arinnar, í utanríkismálum og ör- yggismálum. Hún hefur gert það af þekkingu og þrótti sem hvarvetna hefur vakið virðingu og athygli. Það væri mér og mörgum fleirum næstum því óbærileg tilhugsun ef þessi málefnaríka 35 ára kona fengi ekki öruggt sæti á lista Samfylk- ingarinnar. Og hvílík skömm slíkt yrði fyrir Samfylkinguna! Ágætu félagar í Suðvest- urkjördæmi: Verið einhuga um að styðja Þórunni Sveinbjarnardóttur í 3. sæti. Styðjið Þórunni Sveinbjarnar- dóttur Gísli Gunnarsson prófessor skrifar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.