Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra skoraði á heilsugæslulækna, á Alþingi í gær, að draga uppsagnir sínar til baka. Er áskoruninni m.a. beint til allra fastráðinna og laus- ráðinna heilsugæslulækna á Suður- nesjum, en þeir hafa sagt upp störf- um sínum frá og með deginum í dag, föstudag. „Það er einlæg von mín að þessir læknar ígrundi stöðuna, taki aftur uppsagnir sínar og velti fyrir sér þeim kostum sem við höfum sagst vera tilbúin að skoða,“ sagði ráðherra. „Heilsugæslulæknum, sem hafa sagt upp í Reykjanesbæ, hefur verið boðið upp á ýmsa kosti til að reyna að leysa þessa deilu. En svar þeirra er jafnan það sama: „Við erum hætt ef við fáum ekki leyfi til að geta sent Tryggingastofnun rík- isins reikninga fyrir unnin læknis- verk á einkastofum.““ Málefni heilsugæslulæknanna voru rædd utan dagskrár á Alþingi í gær og var Guðmundur Árni Stef- ánsson, þingmaður Samfylkingar- innar málshefjandi umræðunnar. Guðmundur Árni hóf umræðuna á því að segja að heilsugæslan í land- inu væri í kreppu. Biðin eftir viðtali við lækni hjá heilsugæslunni gæti tekið nokkra daga, jafnvel vikur. Ástæðan væri sú að allt of fáir læknar stæðu undir þjónustunni. Þessir fáu læknar megnuðu ekki að sinna þörfinni. Og það þrátt fyrir að margir sjúklingar færu ekki fyrst til heilsugæslunnar heldur leituðu beint til sérfræðilækna. „Það er ein- faldlega fólksflótti hjá heilsugæslu- læknum,“ sagði Guðmundur Árni. „Þeir hafa farið einn af öðrum út úr greininni. Sumir til útlanda. Aðrir í önnur störf innan heilbrigðisgeir- ans. Þeir segja ástæðuna ekki ein- göngu varða kjör þeirra heldur og ekki síður réttarstöðu gagnvart öðr- um sérfræðingum í heilbrigðisþjón- ustunni. Allt of fáir stunda nám í þessum fræðum til að tryggð verði nauðsynleg nýliðun, hvað þá fjölgun. Ástandið er grafalvarlegt.“ Hlutskipti ráðherra ekki öfundsvert Guðmundur Árni gerði málefni heilsugæslulæknanna á Suðurnesj- um að sérstöku umtalsefni, en eins og áður kom fram, er útlit fyrir að þeir hætti í dag, föstudag. „Eftir fjórar vikur gerast sömu hlutir í Hafnarfirði. Þar hafa allir heilsu- gæslulæknar sagt upp störfum og ganga út að óbreyttu 1. desember nk.,“ sagði Guðmundur Árni. „Á Ísafirði hafa fjórir af sex heilsu- gæslulæknum sagt upp störfum. Víðar á landinu er svipaða sögu að segja. Þrjátíu uppsagnir liggja fyrir. Fleiri eru á leiðinni að óbreyttu ástandi.“ Guðmundur Árni sagði að hlut- skipti Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra væri ekki öfunds- vert. „Ekki síst þegar til þess er litið að hann lýsti því yfir þegar hann tók við starfi heilbrigðisráð- herra að hans helsta áhugamál væri að efla heilsugæsluna í landinu. Það hefur því miður farið á annan veg. Mér dettur ekki annað í hug en að ráðherra vilji gera allt sem í hans valdi stendur til að stuðla að lausn mála. En það hefur honum ekki tek- ist því miður.“ Guðmundur Árni sagði það óhjá- kvæmilegt að taka fyrirkomulag heilsugæslunnar og störf annarra í heilbrigðisgeiranum til heildarend- urskoðunar. „Á að leyfa heilsu- gæslulæknum að stunda stofurekst- ur á sama hátt og aðrir sér- fræðingar? Það er ein lykilspurning. Eftir að hafa farið yfir málið með öllum hlutaðeigandi aðilum, þá er það mitt mat að hjá því verði ekki komist að einhverju marki, sam- kvæmt skýrum og þröngum reglum.“ Síðan sagði hann: „Heilsu- gæslan þarf einfaldlega nýja víta- mínsprautu og ráðherrann á að lýsa því yfir að þeir möguleikar verði opnaðir; kalla saman samráðsnefnd aðila og kortleggja nákvæmlega hvernig best verði að því staðið. Það myndi efla heilsugæslustigið.“ Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði að vissulega væri það al- varlegt gagnvart sjúklingum þegar hópur lækna í ákveðnu bæjarfélagi tæki sig saman og hætti störfum. „En við þurfum að gera okkur grein fyrir út á hvað þetta mál gengur,“ sagði hann. Greindi hann frá því að hann hefði heyrt í talsmanni heilsu- gæslulæknanna á Suðurnesjum í út- varpinu fyrr um morguninn. „Ég tók eftir því að talsmaður þess hóps… sagðist í spjalli við útvarps- stöð í morgun hafa verið þvingaður út í uppsagnir. Í öðru lagi sagðist talsmaðurinn ætla að knýja stjórn- völd til að breyta um stefnu í mál- efnum heilsugæslunnar.“ Ráðherra sagði að samkvæmt þessu mætti segja að um þvingunaraðgerðir væri að ræða og þriðji aðilinn, þ.e. sjúk- lingurinn, þyrfti að líða fyrir það. Ráðherra fór yfir stöðuna á Suð- urnesjum og sagði að heilbrigðis- ráðuneytið myndi gera allt sem í þess valdi stæði til að tryggja sem minnsta röskun í Reykjanesbæ gengju uppsagnirnar eftir. „Við munum m.a. beita okkur fyrir því að efla hjúkrunarfræðingavaktir til að þjónusta og leiðbeina fólki sem leit- ar til heilsugæslunnar. Við munum gera okkar ýtrasta til að reyna að fá lækna til starfa í stað þeirra sem hætta.“ Ráðherra sagði að fólki yrði jafnframt bent á neyðarvaktir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ráðherra vék einnig að uppsögn- um heilsugæslulæknanna í Hafnar- firði. Kvaðst hann vonast til þess að þeir sæju sig um hönd og færu aftur yfir nýlegan úrskurð kjaranefndar. Ráðherra sagði að sá úrskurður færði heilsugæslulæknum í mörgum tilvikum meiri kjarabætur en menn hefðu almennt séð í þjóðfélaginu á síðasta ári. Hann sagði að heildar- kostnaður vegna úrskurðarins, skv. útreikningum ráðuneytisins, væri um 400 milljónir kr. á ári en heilsu- gæslulæknar eru tæplega 200. „Það gildir um Hafnarfjarðarlæknana eins og Reyknesingana. Ég er tilbú- inn að gera við þá, eða aðra sem vilja sinna sjúkum á þessum svæð- um, þjónustusamning um starfsem- ina. Þeir geta boðið í þjónustuna undir hatti heilsugæslunnar og sam- kvæmt lögbundnum kröfum.“ Ráð- herra tók þó skýrt fram að hann væri ekki tilbúinn til þess að skipta upp heilbrigðisþjónustunni. „Ég hafna tvískiptingu grunnþjónust- unnar.“ Fleiri þingmenn tóku til máls í umræðunni og lýstu m.a. yfir áhyggjum af stöðu mála. Ráðherra skorar á lækna að draga uppsagnir til baka Hafnar tvískiptingu grunnþjónustunnar ÞINGMENN Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að umhverfisráð- herra verði falið að leggja undir þjóð- garð víðernin norðan og norðaustan Vatnajökuls. „Innan þjóðgarðsins verði m.a. eft- irtaldir staðir og land: Tungnafells- jökull, Nýidalur, Gæsavötn, Askja, Herðubreið, Kverkfjöll, Kreppu- tunga, Hvannalindir, Fagridalur, Grágæsa dalur, Snæfell og Vestur- öræfi, Eyjabakkar og Lónsöræfi.“ Síðan er lagt til í tillögunni að nyrðri mörk þjóðgarðsins verði svo norðarlega að allt vatnasvið Kreppu verði innan þjóðgarðsmarka. „Markmið þjóðgarðsins verði að vernda einstakar náttúruminjar, stuðla að útivist og ferða mennsku, og ýta undir jákvæða byggðastefnu með því að skapa störf og efla hefð- bundna framleiðslu,“ segir ennfrem- ur í tillögunni. Í þjóðgarði felst æðsta stig verndunar Fyrsti flutningsmaður hennar er Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að þótt ráðist verði í virkjun við Kárahnjúka séu enn fjölmörg dýr- mæt svæði norðan og norðaustan Vatnajökuls sem brýnt sé að vernda fyrir komandi kynslóðir. „Í þjóðgarði felst æðsta stig vernd- unar samkvæmt íslenskum lögum. Samfylkingin telur farsælast að þessi svæði verði því lögð undir þjóðgarð. Það er besta tryggingin fyrir að ekki verði frekar á þau gengið.“ Í greinargerðinni segir einnig að önnur rök fyrir nauðsyn verndunar á víðernum norðan og norðaustan Vatnajökuls sé að finna í áformum um frekari virkjanir á þessum svæð- um. Dettifoss virkjaður? „Enn eru uppi hugmyndir um virkjanir sem spilla mundu ómetan- legum náttúruperlum á Norðaustur- landi og almenn samstaða hefur verið meðal Íslendinga um að vernda til frambúðar,“ segir í tillögunni. „ Nýlegt dæmi um það er fylgiskjal Orkustofnunar, frá febrúar 2002, með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um virkjanaleyfi vegna Kárahnjúka- virkjunar. Þar er vísað sjö sinnum til hugmyndar um að virkja Jökulsá á Fjöllum. Virkjun hennar mundi að sjálfsögðu leiða til þess að Dettifoss, einn glæstasti foss Íslands og sá sem þekktastur er utan landsins, yrði skertur,“ segir einnig. Samfylkingin vill þjóðgarð norðan Vatnajökuls Telja brýnt að svæðið verði verndað fyrir komandi kynslóðir til í byggðamálum,“ segir ennfremur. Bent er á að ýmis aðildarríki ESB hafi unnið að því að efla og jafna byggðaþróun landa sinna, s.s. Írland, Spánn og Portúgal. „Þá er ljóst að Finnar, Svíar og Danir geta sótt fjár- magn í byggðasjóði ESB til stuðnings sínum dreifðu byggðum.“ Síðan segir að ef niðurstaða könnunar á áhrifum ESB á landsbyggðina á Íslandi yrði sú að landsbyggðin gæti orðið sterk- ari með aðild að ESB myndi það einn- ig þýða aukinn styrk fyrir höfuðborg- arsvæðið því sterk landsbyggð efldi sína höfuðborg. ÖRLYGUR Hnefill Jónsson, vara- þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um að ríkisstjórninni verði falið að láta kanna líkleg áhrif aðildar Íslands að Evrópusambandinu á at- vinnu- og byggðaþróun á landsbyggð- inni. Meðflutningsmenn eru Össur Skarphéðinsson, Bryndís Hlöðvers- dóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmenn Samfylkingarinnar. Í greinargerð tilllögunnar segir m.a. að landsbyggðin eigi undir högg að sækja. „Og fæstir ef nokkrir segja að okkur Íslendingum hafi tekist vel Áhrif ESB á lands- byggðina könnuð ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá að lokinni atkvæða- greiðslu. 1. Fjármálafyrirtæki. 2. Stjórn fiskveiða. 3. Fullvinnsla botnfiskafla um borð í veiðiskipum. 4. Veiðieftirlitsgjald. 5. Þróunarsjóður sjávarút- vegsins. 6. Fjárhagslegur aðskilnaður útgerðar og fiskvinnslu. 7. Hvalveiðar. 8. Ójafnvægi í byggðamálum. 9. Verðmyndun á innfluttu sementi. 10. Framtíðarhlutverk Sem- entsverksmiðjunnar hf. Morgunblaðið/Kristinn GRALLARALEGIR á svip stungu Guðmundur Árni Stefánsson, varaforseti Alþingis, og Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, saman nefjum á Alþingi. Ekki er gott að segja hvert umræðuefnið er, hugsanlega hafa þeir verið að ræða skemmtilega þingsályktun- artillögu ellegar smellið svar ráð- herra. Hitt er ljóst að Alþingi getur verið alveg bráðskemmti- legur vinnustaður þótt margir landsmenn haldi annað. Kátir karlar á þingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.