Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 53 betri innheimtuárangur Opið málþing í dag, föstudaginn 1. nóvember Framtíðarsýn í atvinnumálum fatlaðra Málþingið er haldið af SÍBS í tengslum við 33. þing sambandsins í sal nýja þjálfunarhúss- ins á Reykjalundi og hefst kl. 16:00. Dagskrá: Ávarp félagsmálaráðherra Páls Péturssonar. Janus endurhæfing: Kristín Siggeirsdóttir. Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins: Elísabet Guttormsdóttir. Múlalundur vinnustofa SÍBS: Helgi Kristófersson. Hringsjá: Guðrún Hannesdóttir. Fulltrúi neytenda: Björg Lárusdóttir. Atvinnuleg endurhæfing á Reykalundi: Gunnar K. Guðmundsson. Atvinna með stuðningi: Árni Már Björnsson. Fundarstjóri málþingsins verður Helgi Hróðmarsson Dagskrá Sambandsþingsins og málþingsins má sjá í heild á heimasíðu SÍBS: www.sibs.is ÞAÐ er í mörg horn að líta hjá frambjóðendum í prófkjöri og kannski stundum óframkvæm- anleg krafa á þá að vera á fleiri en einum stað í einu. Þá getur komið sér vel að vera snöggur á milli staða. Stuðningsmenn Jó- hönnu Sigurðardóttur, sem tekur þátt í prófkjöri Samfylking- arinnar 9. nóvember næstkom- andi, brugðu á það ráð að útbúa kosningaskrifstofu með allfram- andi sniði. Skrifstofan er nefni- lega á hjólum; bíll sem hefur ver- ið útbúinn sérstaklega og þar getur Jóhanna tekið á móti gest- um og gangandi í spjall. Þar er auðvitað hægt að nálgast allar upplýsingar um frambjóðandann líkt og á hefðbundnari kosninga- skrifstofum. „Jóhönnu-bíllinn“ var tekinn í notkun í gær, en næstu daga mun Jóhanna ásamt föruneyti verða á hjólum um alla borg, m.a. fyrir utan stórmarkaði og á öðrum fjölförnum stöðum. Morgunblaðið/Kristinn Með fyrstu gestum til að heimsækja kosningaskrifstofuna var barnabarn og alnafna Jóhönnu Sigurðardóttur frambjóðanda. Kosninga- skrifstofa á hjólum Í TILEFNI flokksvals Samfylking- arinnar í Suðvesturkjördæmi býður Þórunn Sveinbjarnardóttir alþing- iskona til samsætis í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði laugardaginn 2. nóv- ember kl. 16–18. Kakó og klattar á boðstólum ásamt öðru góðgæti. Allt stuðningsfólk Samfylkingarinnar velkomið. Opið hús á kosningamiðstöð Opið hús á kosningamiðstöð Ástu R. Jó- hannesdóttur laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. nóvember í Póst- hússtræti 13 kl. 12–18. Stuðnings- mönnum er boðið að koma um helgina og þiggja veitingar. Guðmundur Árni hefur opnað kosningaskrifstofu Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður, sem leitar eftir stuðningi í 1. sætið, í flokksvali Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi, hefur opnað kosn- ingaskrifstofu á Fjarðargötu 11, jarðhæð. Veffang Guðmundar Árna er: garni@althingi.is Guðmundur Árni er 47 ára gamall, kvæntur Jónu Dóru Karlsdóttur og eiga þau sex börn og eru fjögur þeirra á lífi, á aldrinum 10–21 árs gömul. Hann hefur setið á Alþingi frá 1993. Gegndi jafnframt störfum heil- brigðis- og félagsmálaráðherra 1993–1994. Þá var Guðmundur Árni bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á árunum 1982–1994 og samhliða bæjarstjóri frá 1986–1993. Guðmundur Árni leggur höf- uðáherslu á að Samfylkingin verði í nýrri ríkisstjórn sem skipuð verði að afloknum kosningunum næsta vor, þannig að jöfnuður og réttlæti, sam- fara raunverulegu frelsi fólks verði virt og virk samkeppni í atvinnulífi fái notið sín við landsstjórnina. Í DAG STJÓRNMÁL Málfundur um Kúbudeiluna Mál- fundur verður um Kúbudeiluna í dag, föstudaginn 1. nóvember kl. 17.30, í Pathfinderbóksölunni, Skólavörðu- stíg 6b (bakhús). Framsögu heldur Ólöf Andra Proppé, sem er félagi í Kommúnistabandalaginu. Á eftir verða umræður. Rætt verður meðal annars um nýútkomna bók frá Path- finder-forlaginu um efnið, „October 1962: The Missile Crisis as Seen from Cuba“, eftir kúbanska höfundinn Tomás Diez Acosta. Opið hús í Læknagarði Tannlækna- og lyfjafræðideildir Háskóla Íslands standa í sameiningu að opnu húsi í Læknagarði í Vatnsmýrarveg, í dag, föstudaginn 1. nóvember kl. 14 – 16. Þar geta gestir fylgst með vinnu nemenda og kennara, kynnt sér rannsóknir og hlýtt á stutta fyr- irlestra. Erindi halda: Þorsteinn Loftsson prófessor í lyfjafræðideild, Kristín Ingólfsdóttir prófessor í lyfja- fræðideild , Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræðideild, Inga B. Árnadóttir lektor í tannlæknadeild, Sigfús Þór Elíasson prófessor í tann- læknadeild og Elín Sigurgeirsdóttir lektor í tannlæknadeild. Opið málþing um atvinnumál fatl- aðra 33. Sambandsþing SÍBS verður haldið í sal nýja þjálfunarhússins á Reykjalundi, í dag föstudaginn 1. nóvember kl. 16 og laugardaginn 2. nóvember. Í tengslum við þingið verður efnt til málþings sem ber yf- irskriftina: Framtíðarsýn í atvinnu- málum fatlaðra. Ávarp flytur Páll Péturssn félagsmálaráðherra. Erindi halda: Kristín Siggeirsdóttir, El- ísabet Guttormsdóttir,Helgi Krist- ófersson, Guðrún Hannesdóttir , Björg Lárusdóttir, Gunnar K. Guð- mundsson og Árni Már Björnsson. Fundarstjóri málþingsins verður Helgi Hróðmarsson. Félög og samtök innan SÍBS eru auk SÍBS-deilda sem eru nú sjö talsins: Astma- og ofnæmisfélagið, Lands- samtök hjartasjúklinga og Samtök lungnasjúklinga. Málþingið er öllum opið. Dagskrá Sambandsþingsins og mál- þingsins má sjá í heild á heimasíðu SÍBS: www.sibs.is Kompudagar Kátir kompudagar verða endurteknir á vegum Hand- verksfélags Mosfellsbæjar í Kjarna í Mosfellsbæ föstudag 1. nóvember kl. 10 – 18 og laugardag 2. nóvember kl. 9-16. Í DAG Lista- og handverksdagur Sól- vangs Lista- og handverksdagur ásamt kaffisölu verður á Sólvangi, Hafnarfirði, laugardaginn 2. nóv- ember kl. 14 og eru allir velkomnir. Á boðstólum verða ýmsir munir. Vöfflu- kaffi kostar 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. Allur ágóði rennur til vinnustofunnar. Málþing um Magnús Ketilsson Fé- lag um átjándu aldar fræði heldur málþing 2. nóvember um Magnús Ketilsson, sýslumann í Búðardal. Málþingið er haldið í sal Þjóð- arbókhlöðu, 2. hæð, og hefst kl. 13.30–16.30. Erindi halda: Sturla Friðriksson, erfðafræðingur, Jónas Jónsson, fyrrv. búnaðarmálastjóri, Einar G. Pétursson, vísindamaður í Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, Hrafn- kell Freyr Lárusson, BA-nemi í sagn- fræði. Stjórnandi verður Ragnhildur Bragadóttir, sagnfræðingur. Öllum heimill ókeypis aðgangur. Flóamarkaður Engeyjar Lions- klúbburinn Engey heldur flóamarkað laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. nóvember í Lionsheimilinu í Sóltúni 20, Reykjavík. Sala á flóamarkaðnum hefst báða dagana kl. 13–16. Mikið af fatnaði og öðrum munum. Allur ágóði rennur til líknarmála. Skákdagar Hróksins í Bókabúðum Máls og menningar Guðmundur Kjartansson skákmeistari teflir fjöl- tefli við börn og unglinga í Bókabúð Máls og menningar í Mjóddinni á laugardaginn, 2. nóvember kl. 14. All- ir þátttakendur í fjölteflinu fá eintak af bókinni „Skák og mát“ sem Hrók- urinn og Edda gefa í vetur öllum 3. bekkingum á landinu. Þeir sem vilja spreyta sig gegn Guðmundi þurfa að vera mættir í Bókabúð Máls og menningar í Mjódd, fyrir kl. 14 á laugardaginn. Fjöltefli Guðmundar er hluti af Skákdögum Hróksins í Bókabúðum Máls og menningar, seg- ir í frétt frá Hróknum. Fundur hjá Aglow-konum Aglow- konur Hafnarfirði og Garðabæ verða með fund laugardag 2. nóvember kl.15 á Reykjavíkurvegi 68, 2. hæð. Helena Leifsdóttir flytur hugleiðingu og Erla Halldórsdóttir hár- greiðslumeistari verður með fræðslu um hártísku og förðun. Kaffiveit- ingar. Allar konur velkomnar Aglow er alþjóðleg samtök kristinna kvenna sem hafa helgað líf sitt Jesú Kristi. Reshetov spjallar um Rússland í MÍR Júrí Reshetov fyrrverandi sendiherra Rússlands á Íslandi verð- ur gestur félagsins MÍR í félagsheim- ilinu, Vatnsstíg 10, laugardaginn 2. nóvember kl. 15. Erindi sitt um „Rússland í dag“ flytur Júrí Reshetov á íslensku og svara síðan fyr- irspurnum. Kl. 17 verða sýndar tvær heimildarkvikmyndir. Önnur var tek- in þegar Geir Hallgrímsson, þáver- andi forsætisráðherra, fór í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna 1977, en hin myndin segir frá ferð sendi- nefndar Alþingis þangað austur, und- ir forystu Jóns Helgasonar, þáver- andi forseta Sameinaðs þings. Aðgangur að fyrirlestri Júrí Resh- etovs og kvikmyndasýningunni er ókeypis og eru allir velkomnir. Á MORGUN OPNUÐ hefur verið ný fræðslu- miðstöð undir heitinu Magna Mater (hin mikla móðir) í Fákafeni 9. Stofn- andi er Hrefna Einarsdóttir ljós- móðir og Active Birth leiðbeinandi sem hefur haldið námskeið fyrir verðandi foreldra. Innan Magna Mater verður boðið upp á ýmiskonar námskeið á meðgöngu og eftir fæð- ingu, m.a.: fyrir fólk sem á von á fyrsta barni, fyrir fólk sem á barn fyrir, tvíburameðgöngu-námskeið, táningameðgöngu-námskeið, sér- stakir feðratímar o.fl. Leiðbeinendur Magna Mater eru, auk Hrefnu, Guðrún Ólöf Jónsdóttir ljósmóðir, Unnur B. Friðriksdóttir ljósmóðir, Anna Eðvaldsdóttir ljós- móðir, Kári Eyþórsson ráðgjafi, Sig- rún Sól Sólmundsdóttir svæða- og viðbragðsfræðingur, Áslaug Hauks- dóttir ljósmóðir, Katrín Edda Magn- úsdóttir ljósmóðir og brjóstaráð- gjafi, Elsa Lára Arnardóttir sjúkranuddari, Svala Ólafsdóttir matgæðingur, Hertha W. Jónsdóttir barnahjúkrunarfræðingur og Krist- ín Guðmundsdóttir barnahjúkr- unarfræðingur. Sunnudaginn 3. nóvember verður opið hús kl. 13–17 fyrir alla sem vilja koma og líta á aðstæður og kynna sér frekar starfsemi Magna Mater. Námskeið fyrir foreldra Námskeið fyrir alla foreldra verður haldið í Foreldrahúsinu, Vonarstræti 4.b. Áætlað er að námskeiðið verði um miðjan nóvember. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja auka þekkingu sína og færni í mannlegum sam- skiptum. Á námskeiðinu verður fjallað um hvers vegna sumum geng- ur vel í samskiptum en öðrum verr. Þátttakendum verður kennt að greina muninn á ákveðni og óákveðni, t.d. hvað einkennir ein- staklinga sem eru með hroka, yf- irgang eða eru feimnir og hlédrægir. Kennsla verður í formi fyrirlestra á myndbandi, verkefna, æfinga og um- ræðna. Höfundar námsefnisins er Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæ- mundur Hafsteinsson sálfræðingar. Þeir flytja námsefnið á myndbandi en starfsfólk Foreldrahússins sjá um námskeiðin. Kennslugögn sem þátt- takendur fá eru vinnubók og geisla- diskur með öllum fyrirlestrunum á. Skráning á námskeiðið er hjá For- eldrahúsinu, netfang: vimulaus- @mmedia.is Á NÆSTUNNI EUROPAY Ísland kynnir til sögunnar nýjung hér á landi, MasterCard Plús. Kortið sam- einar kosti debet- og kredit- korts; korthafi nýtur virkni kreditkorts án kröfu um ábyrgðarmenn. Með þessari nýjung er unnt að veita stórum hópi fólks aðgang að greiðslumiðlun, sem ekki hef- ur getað notið slíkra þæginda hingað til. Þetta kemur fram í frétt frá Europay. Þar segir ennfremur að nýja kortið sé alveg eins og venjulegt kred- itkort, en í stað úttektarheim- ildar kemur innborgun kort- hafans. „Notkun MasterCard Plús er eins og notkun ann- arra kreditkorta, hægt er að greiða fyrir vöru eða þjónustu, versla á Netinu og taka út úr hraðbanka,“ segir í fréttatil- kynningunni. Ekki er hægt að setja raðgreiðslur, létt- greiðslur eða greiðsludreifingu á kortið. MasterCard Plús- kort eru ekki auðkennd sér- staklega heldur má fá þau með helstu þjónustumerkjum, ásamt þeim ferðatryggingum og fríðindum sem þeim fylgja. Kostir tveggja korta í einu Nýtt kort frá Europay Ísland „VEGNA endurtekinna frétta í fjölmiðlum undanfarið um vanda fólks að fá læknisþjónustu, og tak- markaðar upplýsingar um þá þjón- ustu sem stendur til boða, vilja læknar Læknalindar benda á að hjá Læknalind, Bæjarlind 12 í Kópavogi, er hægt að fá lækn- isþjónustu alla virka daga frá kl. 8 til 17. Um er að ræða heimilislækn- isþjónustu sem stendur öllum til boða. Þeir sem ekki eru fastir við- skiptavinir greiða kostnaðarverð fyrir þjónustuna. Fastir viðskipta- vinir greiða mánaðargjöld, en greiða ekki sérstaklega fyrir viðtöl og skoðanir, símaþjónustu eða endurnýjun lyfseðla,“ segir í fréttatilkynningu. Læknis- þjónusta í Bæjarlind Rangar tölur Ranglega var greint frá því í myndatexta á forsíðu blaðsins í gær að tékkneskir bændur hefðu tapað sem svarar rúmum 13 milljörðum ís- lenskra króna vegna náttúruham- fara í ágúst. Hið rétta er að tap bændanna nemur sem svarar um 43 milljörðum íslenskra króna. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Málning fyrir vandláta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.