Morgunblaðið - 01.11.2002, Page 53

Morgunblaðið - 01.11.2002, Page 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 53 betri innheimtuárangur Opið málþing í dag, föstudaginn 1. nóvember Framtíðarsýn í atvinnumálum fatlaðra Málþingið er haldið af SÍBS í tengslum við 33. þing sambandsins í sal nýja þjálfunarhúss- ins á Reykjalundi og hefst kl. 16:00. Dagskrá: Ávarp félagsmálaráðherra Páls Péturssonar. Janus endurhæfing: Kristín Siggeirsdóttir. Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins: Elísabet Guttormsdóttir. Múlalundur vinnustofa SÍBS: Helgi Kristófersson. Hringsjá: Guðrún Hannesdóttir. Fulltrúi neytenda: Björg Lárusdóttir. Atvinnuleg endurhæfing á Reykalundi: Gunnar K. Guðmundsson. Atvinna með stuðningi: Árni Már Björnsson. Fundarstjóri málþingsins verður Helgi Hróðmarsson Dagskrá Sambandsþingsins og málþingsins má sjá í heild á heimasíðu SÍBS: www.sibs.is ÞAÐ er í mörg horn að líta hjá frambjóðendum í prófkjöri og kannski stundum óframkvæm- anleg krafa á þá að vera á fleiri en einum stað í einu. Þá getur komið sér vel að vera snöggur á milli staða. Stuðningsmenn Jó- hönnu Sigurðardóttur, sem tekur þátt í prófkjöri Samfylking- arinnar 9. nóvember næstkom- andi, brugðu á það ráð að útbúa kosningaskrifstofu með allfram- andi sniði. Skrifstofan er nefni- lega á hjólum; bíll sem hefur ver- ið útbúinn sérstaklega og þar getur Jóhanna tekið á móti gest- um og gangandi í spjall. Þar er auðvitað hægt að nálgast allar upplýsingar um frambjóðandann líkt og á hefðbundnari kosninga- skrifstofum. „Jóhönnu-bíllinn“ var tekinn í notkun í gær, en næstu daga mun Jóhanna ásamt föruneyti verða á hjólum um alla borg, m.a. fyrir utan stórmarkaði og á öðrum fjölförnum stöðum. Morgunblaðið/Kristinn Með fyrstu gestum til að heimsækja kosningaskrifstofuna var barnabarn og alnafna Jóhönnu Sigurðardóttur frambjóðanda. Kosninga- skrifstofa á hjólum Í TILEFNI flokksvals Samfylking- arinnar í Suðvesturkjördæmi býður Þórunn Sveinbjarnardóttir alþing- iskona til samsætis í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði laugardaginn 2. nóv- ember kl. 16–18. Kakó og klattar á boðstólum ásamt öðru góðgæti. Allt stuðningsfólk Samfylkingarinnar velkomið. Opið hús á kosningamiðstöð Opið hús á kosningamiðstöð Ástu R. Jó- hannesdóttur laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. nóvember í Póst- hússtræti 13 kl. 12–18. Stuðnings- mönnum er boðið að koma um helgina og þiggja veitingar. Guðmundur Árni hefur opnað kosningaskrifstofu Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður, sem leitar eftir stuðningi í 1. sætið, í flokksvali Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi, hefur opnað kosn- ingaskrifstofu á Fjarðargötu 11, jarðhæð. Veffang Guðmundar Árna er: garni@althingi.is Guðmundur Árni er 47 ára gamall, kvæntur Jónu Dóru Karlsdóttur og eiga þau sex börn og eru fjögur þeirra á lífi, á aldrinum 10–21 árs gömul. Hann hefur setið á Alþingi frá 1993. Gegndi jafnframt störfum heil- brigðis- og félagsmálaráðherra 1993–1994. Þá var Guðmundur Árni bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á árunum 1982–1994 og samhliða bæjarstjóri frá 1986–1993. Guðmundur Árni leggur höf- uðáherslu á að Samfylkingin verði í nýrri ríkisstjórn sem skipuð verði að afloknum kosningunum næsta vor, þannig að jöfnuður og réttlæti, sam- fara raunverulegu frelsi fólks verði virt og virk samkeppni í atvinnulífi fái notið sín við landsstjórnina. Í DAG STJÓRNMÁL Málfundur um Kúbudeiluna Mál- fundur verður um Kúbudeiluna í dag, föstudaginn 1. nóvember kl. 17.30, í Pathfinderbóksölunni, Skólavörðu- stíg 6b (bakhús). Framsögu heldur Ólöf Andra Proppé, sem er félagi í Kommúnistabandalaginu. Á eftir verða umræður. Rætt verður meðal annars um nýútkomna bók frá Path- finder-forlaginu um efnið, „October 1962: The Missile Crisis as Seen from Cuba“, eftir kúbanska höfundinn Tomás Diez Acosta. Opið hús í Læknagarði Tannlækna- og lyfjafræðideildir Háskóla Íslands standa í sameiningu að opnu húsi í Læknagarði í Vatnsmýrarveg, í dag, föstudaginn 1. nóvember kl. 14 – 16. Þar geta gestir fylgst með vinnu nemenda og kennara, kynnt sér rannsóknir og hlýtt á stutta fyr- irlestra. Erindi halda: Þorsteinn Loftsson prófessor í lyfjafræðideild, Kristín Ingólfsdóttir prófessor í lyfja- fræðideild , Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræðideild, Inga B. Árnadóttir lektor í tannlæknadeild, Sigfús Þór Elíasson prófessor í tann- læknadeild og Elín Sigurgeirsdóttir lektor í tannlæknadeild. Opið málþing um atvinnumál fatl- aðra 33. Sambandsþing SÍBS verður haldið í sal nýja þjálfunarhússins á Reykjalundi, í dag föstudaginn 1. nóvember kl. 16 og laugardaginn 2. nóvember. Í tengslum við þingið verður efnt til málþings sem ber yf- irskriftina: Framtíðarsýn í atvinnu- málum fatlaðra. Ávarp flytur Páll Péturssn félagsmálaráðherra. Erindi halda: Kristín Siggeirsdóttir, El- ísabet Guttormsdóttir,Helgi Krist- ófersson, Guðrún Hannesdóttir , Björg Lárusdóttir, Gunnar K. Guð- mundsson og Árni Már Björnsson. Fundarstjóri málþingsins verður Helgi Hróðmarsson. Félög og samtök innan SÍBS eru auk SÍBS-deilda sem eru nú sjö talsins: Astma- og ofnæmisfélagið, Lands- samtök hjartasjúklinga og Samtök lungnasjúklinga. Málþingið er öllum opið. Dagskrá Sambandsþingsins og mál- þingsins má sjá í heild á heimasíðu SÍBS: www.sibs.is Kompudagar Kátir kompudagar verða endurteknir á vegum Hand- verksfélags Mosfellsbæjar í Kjarna í Mosfellsbæ föstudag 1. nóvember kl. 10 – 18 og laugardag 2. nóvember kl. 9-16. Í DAG Lista- og handverksdagur Sól- vangs Lista- og handverksdagur ásamt kaffisölu verður á Sólvangi, Hafnarfirði, laugardaginn 2. nóv- ember kl. 14 og eru allir velkomnir. Á boðstólum verða ýmsir munir. Vöfflu- kaffi kostar 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. Allur ágóði rennur til vinnustofunnar. Málþing um Magnús Ketilsson Fé- lag um átjándu aldar fræði heldur málþing 2. nóvember um Magnús Ketilsson, sýslumann í Búðardal. Málþingið er haldið í sal Þjóð- arbókhlöðu, 2. hæð, og hefst kl. 13.30–16.30. Erindi halda: Sturla Friðriksson, erfðafræðingur, Jónas Jónsson, fyrrv. búnaðarmálastjóri, Einar G. Pétursson, vísindamaður í Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, Hrafn- kell Freyr Lárusson, BA-nemi í sagn- fræði. Stjórnandi verður Ragnhildur Bragadóttir, sagnfræðingur. Öllum heimill ókeypis aðgangur. Flóamarkaður Engeyjar Lions- klúbburinn Engey heldur flóamarkað laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. nóvember í Lionsheimilinu í Sóltúni 20, Reykjavík. Sala á flóamarkaðnum hefst báða dagana kl. 13–16. Mikið af fatnaði og öðrum munum. Allur ágóði rennur til líknarmála. Skákdagar Hróksins í Bókabúðum Máls og menningar Guðmundur Kjartansson skákmeistari teflir fjöl- tefli við börn og unglinga í Bókabúð Máls og menningar í Mjóddinni á laugardaginn, 2. nóvember kl. 14. All- ir þátttakendur í fjölteflinu fá eintak af bókinni „Skák og mát“ sem Hrók- urinn og Edda gefa í vetur öllum 3. bekkingum á landinu. Þeir sem vilja spreyta sig gegn Guðmundi þurfa að vera mættir í Bókabúð Máls og menningar í Mjódd, fyrir kl. 14 á laugardaginn. Fjöltefli Guðmundar er hluti af Skákdögum Hróksins í Bókabúðum Máls og menningar, seg- ir í frétt frá Hróknum. Fundur hjá Aglow-konum Aglow- konur Hafnarfirði og Garðabæ verða með fund laugardag 2. nóvember kl.15 á Reykjavíkurvegi 68, 2. hæð. Helena Leifsdóttir flytur hugleiðingu og Erla Halldórsdóttir hár- greiðslumeistari verður með fræðslu um hártísku og förðun. Kaffiveit- ingar. Allar konur velkomnar Aglow er alþjóðleg samtök kristinna kvenna sem hafa helgað líf sitt Jesú Kristi. Reshetov spjallar um Rússland í MÍR Júrí Reshetov fyrrverandi sendiherra Rússlands á Íslandi verð- ur gestur félagsins MÍR í félagsheim- ilinu, Vatnsstíg 10, laugardaginn 2. nóvember kl. 15. Erindi sitt um „Rússland í dag“ flytur Júrí Reshetov á íslensku og svara síðan fyr- irspurnum. Kl. 17 verða sýndar tvær heimildarkvikmyndir. Önnur var tek- in þegar Geir Hallgrímsson, þáver- andi forsætisráðherra, fór í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna 1977, en hin myndin segir frá ferð sendi- nefndar Alþingis þangað austur, und- ir forystu Jóns Helgasonar, þáver- andi forseta Sameinaðs þings. Aðgangur að fyrirlestri Júrí Resh- etovs og kvikmyndasýningunni er ókeypis og eru allir velkomnir. Á MORGUN OPNUÐ hefur verið ný fræðslu- miðstöð undir heitinu Magna Mater (hin mikla móðir) í Fákafeni 9. Stofn- andi er Hrefna Einarsdóttir ljós- móðir og Active Birth leiðbeinandi sem hefur haldið námskeið fyrir verðandi foreldra. Innan Magna Mater verður boðið upp á ýmiskonar námskeið á meðgöngu og eftir fæð- ingu, m.a.: fyrir fólk sem á von á fyrsta barni, fyrir fólk sem á barn fyrir, tvíburameðgöngu-námskeið, táningameðgöngu-námskeið, sér- stakir feðratímar o.fl. Leiðbeinendur Magna Mater eru, auk Hrefnu, Guðrún Ólöf Jónsdóttir ljósmóðir, Unnur B. Friðriksdóttir ljósmóðir, Anna Eðvaldsdóttir ljós- móðir, Kári Eyþórsson ráðgjafi, Sig- rún Sól Sólmundsdóttir svæða- og viðbragðsfræðingur, Áslaug Hauks- dóttir ljósmóðir, Katrín Edda Magn- úsdóttir ljósmóðir og brjóstaráð- gjafi, Elsa Lára Arnardóttir sjúkranuddari, Svala Ólafsdóttir matgæðingur, Hertha W. Jónsdóttir barnahjúkrunarfræðingur og Krist- ín Guðmundsdóttir barnahjúkr- unarfræðingur. Sunnudaginn 3. nóvember verður opið hús kl. 13–17 fyrir alla sem vilja koma og líta á aðstæður og kynna sér frekar starfsemi Magna Mater. Námskeið fyrir foreldra Námskeið fyrir alla foreldra verður haldið í Foreldrahúsinu, Vonarstræti 4.b. Áætlað er að námskeiðið verði um miðjan nóvember. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja auka þekkingu sína og færni í mannlegum sam- skiptum. Á námskeiðinu verður fjallað um hvers vegna sumum geng- ur vel í samskiptum en öðrum verr. Þátttakendum verður kennt að greina muninn á ákveðni og óákveðni, t.d. hvað einkennir ein- staklinga sem eru með hroka, yf- irgang eða eru feimnir og hlédrægir. Kennsla verður í formi fyrirlestra á myndbandi, verkefna, æfinga og um- ræðna. Höfundar námsefnisins er Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæ- mundur Hafsteinsson sálfræðingar. Þeir flytja námsefnið á myndbandi en starfsfólk Foreldrahússins sjá um námskeiðin. Kennslugögn sem þátt- takendur fá eru vinnubók og geisla- diskur með öllum fyrirlestrunum á. Skráning á námskeiðið er hjá For- eldrahúsinu, netfang: vimulaus- @mmedia.is Á NÆSTUNNI EUROPAY Ísland kynnir til sögunnar nýjung hér á landi, MasterCard Plús. Kortið sam- einar kosti debet- og kredit- korts; korthafi nýtur virkni kreditkorts án kröfu um ábyrgðarmenn. Með þessari nýjung er unnt að veita stórum hópi fólks aðgang að greiðslumiðlun, sem ekki hef- ur getað notið slíkra þæginda hingað til. Þetta kemur fram í frétt frá Europay. Þar segir ennfremur að nýja kortið sé alveg eins og venjulegt kred- itkort, en í stað úttektarheim- ildar kemur innborgun kort- hafans. „Notkun MasterCard Plús er eins og notkun ann- arra kreditkorta, hægt er að greiða fyrir vöru eða þjónustu, versla á Netinu og taka út úr hraðbanka,“ segir í fréttatil- kynningunni. Ekki er hægt að setja raðgreiðslur, létt- greiðslur eða greiðsludreifingu á kortið. MasterCard Plús- kort eru ekki auðkennd sér- staklega heldur má fá þau með helstu þjónustumerkjum, ásamt þeim ferðatryggingum og fríðindum sem þeim fylgja. Kostir tveggja korta í einu Nýtt kort frá Europay Ísland „VEGNA endurtekinna frétta í fjölmiðlum undanfarið um vanda fólks að fá læknisþjónustu, og tak- markaðar upplýsingar um þá þjón- ustu sem stendur til boða, vilja læknar Læknalindar benda á að hjá Læknalind, Bæjarlind 12 í Kópavogi, er hægt að fá lækn- isþjónustu alla virka daga frá kl. 8 til 17. Um er að ræða heimilislækn- isþjónustu sem stendur öllum til boða. Þeir sem ekki eru fastir við- skiptavinir greiða kostnaðarverð fyrir þjónustuna. Fastir viðskipta- vinir greiða mánaðargjöld, en greiða ekki sérstaklega fyrir viðtöl og skoðanir, símaþjónustu eða endurnýjun lyfseðla,“ segir í fréttatilkynningu. Læknis- þjónusta í Bæjarlind Rangar tölur Ranglega var greint frá því í myndatexta á forsíðu blaðsins í gær að tékkneskir bændur hefðu tapað sem svarar rúmum 13 milljörðum ís- lenskra króna vegna náttúruham- fara í ágúst. Hið rétta er að tap bændanna nemur sem svarar um 43 milljörðum íslenskra króna. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Málning fyrir vandláta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.