Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 51 ÁRLEGUR basar þar sem til sölu eru munir sem eldri borgarar hafa gert verður haldinn á morgun, laugardaginn 2. nóvember, í Félagsþjón- ustunni Hraunbæ 105 í Reykjavík. Basarinn verður opinn frá klukkan 13 til 15. Á honum verður margt muna svo sem prjónavör- ur, bútasaumur, brúður, munir úr rekavið og ýmislegt fleira til jólagjafa. Á myndinni sést Sigríður Markúsdóttir með hluta af mununum, en hún hefur verið dugleg í handavinnunni. Kaffiveitingar verða á staðnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Basar í Hraunbæ 105 KVENNADEILD Barð- strendingafélagsins verður með árlegan bas- ar og kaffisölu laugar- daginn 2. nóvember kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Á basarnum verður ýmiskonar handa- vinna, heimabakaðar kökur og margt fleira. Einnig verður happ- drætti og er eingöngu dregið úr seldum miðum. Ágóðinn rennur til styrktar öldruðum úr sýslunni og til líknarmála, segir í fréttatilkynningu. Basar Barðstrendinga verður haldinn á morgun R A Ð A U G L Ý S I N G A R TIL SÖLU Lagerútsala Í dag, föstudaginn 1. nóvember og laugar- daginn 2. nóvember verðum við með lager- útsölu frá kl. 13.00 til kl. 16.00 síðdegis. Seld verða leikföng í úrvali: Bílar, RISAEÐLUR með hljóðum, dúkkur, gæsa- veiðitækið vinsæla, tölvustýrðir jeppar og fjór- hjól, boltar, stórar vatnsbyssur, mikið úrval leik- fanga í skóinn o.fl. o.fl. Einnig nokkuð af ódýr- um KAFFIVÉLUM, brauðristum, handþeyturum. Herðatré: plast og tré, fægiskóflur, borðdúkar, servíettur, plasthnífapör. VEIÐARFÆRI: Stangir, hjól, nælur, önglar, spúnar, veiðikassar, gervi- beita, línur, flugulínur, vöðluskór, túbu-Vise, vatteraðir veiðigallar, regnjakkar. Ódýrar vöðlur í stærðunum 41—42, hagstætt verð. VERK- FÆRAKASSAR á tilboðsverði. Bakkar fyrir ör- bylgjuofna, hitakönnur, vínkælar, ÞURRK- GRINDUR fyrir þvott, áklæði á strauborð. Grill- grindur, grillgafflar, uppkveikikubbar fyrir grill. GERVIJÓLATRÉ á góðu verði. Hleðslubatterí. Vagn á hjólum með þremur hillum, tilvalinn á lager, í mötuneyti o.fl. Trilla fyrir lager. Lítið við, því nú er tækifærið að gera góð kaup og kaupa ódýrar jólagjafir og leikföng á hagstæðu verði í skóinn. Kredit- og debit-kortaþjónusta. I. Guðmundsson ehf., Skipholti 25, 105 Reykjavík. TILKYNNINGAR Handverksfólk athugið! Handverksmarkaður verður á Garðatorgi laugardaginn 2. nóvember. Uppl. í síma 861 4950. Slökunarnudd Þú...fyrir þig, nuddstofa. Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfj. S. 866 5654. Gvendur dúllari ehf. Fornbókaverslun Opið líka laugardaga 11-17 Klapparstíg 35, sími 511 1925 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að deiliskipulagi og breytingum á deiliskipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík: Laugavegur, Ingólfsstræti, Hverfis- gata, Smiðjustígur, reitur 1.171.0, deiliskipulag. Tillagan tekur til staðgreinireits 1.171.0. sem afmarkast af Laugavegi til suðurs, Ingólfsstræti til vesturs, Hverfisgötu til norðurs og Smiðjustíg til austurs. Um er að ræða endurskoðun á gildandi deiliskipulagi svæðisins frá 1963 m.s.br. Tillagan gerir ráð fyrir verulegum breytingum miðaða við gildandi deiliskipu- lag frá 1963 með hliðsjón af breyttum við- horfum í skipulagsmálum. Aðeins er gert ráð fyrir nýbyggingum á lóðunun nr. 1, 5 og 9-11 við Laugaveg og nr. 6 við Traðarkots- sund eins og nánar greinir í tillögunni. Heimil landnotkun á reitnum verði í sam- ræmi við ákvæði aðalskipulags. Þá gerir tillagan ráð fyrir að húsin nr. 11 við Bankastræti, 3 við Laugaveg og nr. 14, 16, 16a og 18 verði hverfisvernduð sem 20. aldar byggingar. Nánar um tillöguna vísast til hennar. Íþróttasvæði Fylkis við Árbæjar- laug, gervigrasvöllur, deiliskipulag. Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis í Árbæ. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að breyta núverandi malarvelli í gervigrasvöll. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt verði að byggja um 40 m2 dæluhús fyrir snjó- bræðslukerfi og setja upp ljósamöstur vegna lýsingar á vellinum. Nánar um tillöguna vísast til hennar. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 1. nóvember til 13. desember 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Nánari upplýsingar eru veittar á sama stað og sama tíma hjá skipu- lagsfulltrúa, 3. hæð. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa, Borgartúni 3, 105 Reykjavík eigi síðar en 13. desember 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 1. nóvember 2002. Skipulagsfulltrúi. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Skarðshlíð 26d, 0301, eignarhl., Akureyri, þingl. eig. Jörundur H. Þor- geirsson, gerðarbeiðandi Húsasmiðjan hf., miðvikudaginn 6. nóvem- ber 2002 kl. 10:00. Þingvallastræti 31, Akureyri, þingl. eig. Gerður Árnadóttir, gerðarb- eiðendur Íslandsbanki hf. og sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudag- inn 6. nóvember 2002 kl. 10:30. Sýslumaðurinn á Akureyri, 31. október 2002. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 3 — 18311210:30 — O I.O.O.F. 12  1831118½  FI. I.O.O.F. 1  1831118   Hamar 6002110119 I Hv. Í kvöld kl. 21 heldur Sigurður Bogi Stefánsson erindi: „Á skal að ósi stemma“ í húsi félagsins Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15—17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Margrétar El- íasdóttur: „Tengsl efnis og anda“. Á sunnudögum kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leið- beiningum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30— 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Guðspekifélagið er 127 ára alþjóðlegt félag um andleg mál, hið fyrsta sem byggði á hug- myndinni um algert frelsi, jafn- rétti og bræðralag meðal mannkyns. www.gudspekifelagid.is Sjálfvirk slökkvitæki fyrir sjónvörp Innflutningur og sala H. Blöndal ehf., Auðbrekku 2, Kópavogi, s. 517 2121, vefslóð: www.hblondal.com FASTEIGNIR mbl.is FYRIRTÆKIÐ H. Blöndal ehf. hef- ur flutt starfsemi sína í ný húsakynni í Auðbrekku 2, Kópavogi. Fyrirtækið býður upp á nýjungar í brunavörnum, s.s. sjálfvirk slökkvi- tæki fyrir sjónvörp, ásamt öðrum vörum til brunavarna á heimilum. Einnig býður fyrirtækið uppá slökkvikerfi og brunavarnir bæði til lands og sjávar, til dæmis fyrir skip og báta, rafmagns- og tengiskápa og tölvurými, veitingahús og fleira. Vef- slóð fyrirtækisins er www.hblondal- .com, segir í fréttatilkynningu. Flytja í nýtt húsnæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.