Morgunblaðið - 01.11.2002, Page 51

Morgunblaðið - 01.11.2002, Page 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 51 ÁRLEGUR basar þar sem til sölu eru munir sem eldri borgarar hafa gert verður haldinn á morgun, laugardaginn 2. nóvember, í Félagsþjón- ustunni Hraunbæ 105 í Reykjavík. Basarinn verður opinn frá klukkan 13 til 15. Á honum verður margt muna svo sem prjónavör- ur, bútasaumur, brúður, munir úr rekavið og ýmislegt fleira til jólagjafa. Á myndinni sést Sigríður Markúsdóttir með hluta af mununum, en hún hefur verið dugleg í handavinnunni. Kaffiveitingar verða á staðnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Basar í Hraunbæ 105 KVENNADEILD Barð- strendingafélagsins verður með árlegan bas- ar og kaffisölu laugar- daginn 2. nóvember kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Á basarnum verður ýmiskonar handa- vinna, heimabakaðar kökur og margt fleira. Einnig verður happ- drætti og er eingöngu dregið úr seldum miðum. Ágóðinn rennur til styrktar öldruðum úr sýslunni og til líknarmála, segir í fréttatilkynningu. Basar Barðstrendinga verður haldinn á morgun R A Ð A U G L Ý S I N G A R TIL SÖLU Lagerútsala Í dag, föstudaginn 1. nóvember og laugar- daginn 2. nóvember verðum við með lager- útsölu frá kl. 13.00 til kl. 16.00 síðdegis. Seld verða leikföng í úrvali: Bílar, RISAEÐLUR með hljóðum, dúkkur, gæsa- veiðitækið vinsæla, tölvustýrðir jeppar og fjór- hjól, boltar, stórar vatnsbyssur, mikið úrval leik- fanga í skóinn o.fl. o.fl. Einnig nokkuð af ódýr- um KAFFIVÉLUM, brauðristum, handþeyturum. Herðatré: plast og tré, fægiskóflur, borðdúkar, servíettur, plasthnífapör. VEIÐARFÆRI: Stangir, hjól, nælur, önglar, spúnar, veiðikassar, gervi- beita, línur, flugulínur, vöðluskór, túbu-Vise, vatteraðir veiðigallar, regnjakkar. Ódýrar vöðlur í stærðunum 41—42, hagstætt verð. VERK- FÆRAKASSAR á tilboðsverði. Bakkar fyrir ör- bylgjuofna, hitakönnur, vínkælar, ÞURRK- GRINDUR fyrir þvott, áklæði á strauborð. Grill- grindur, grillgafflar, uppkveikikubbar fyrir grill. GERVIJÓLATRÉ á góðu verði. Hleðslubatterí. Vagn á hjólum með þremur hillum, tilvalinn á lager, í mötuneyti o.fl. Trilla fyrir lager. Lítið við, því nú er tækifærið að gera góð kaup og kaupa ódýrar jólagjafir og leikföng á hagstæðu verði í skóinn. Kredit- og debit-kortaþjónusta. I. Guðmundsson ehf., Skipholti 25, 105 Reykjavík. TILKYNNINGAR Handverksfólk athugið! Handverksmarkaður verður á Garðatorgi laugardaginn 2. nóvember. Uppl. í síma 861 4950. Slökunarnudd Þú...fyrir þig, nuddstofa. Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfj. S. 866 5654. Gvendur dúllari ehf. Fornbókaverslun Opið líka laugardaga 11-17 Klapparstíg 35, sími 511 1925 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að deiliskipulagi og breytingum á deiliskipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík: Laugavegur, Ingólfsstræti, Hverfis- gata, Smiðjustígur, reitur 1.171.0, deiliskipulag. Tillagan tekur til staðgreinireits 1.171.0. sem afmarkast af Laugavegi til suðurs, Ingólfsstræti til vesturs, Hverfisgötu til norðurs og Smiðjustíg til austurs. Um er að ræða endurskoðun á gildandi deiliskipulagi svæðisins frá 1963 m.s.br. Tillagan gerir ráð fyrir verulegum breytingum miðaða við gildandi deiliskipu- lag frá 1963 með hliðsjón af breyttum við- horfum í skipulagsmálum. Aðeins er gert ráð fyrir nýbyggingum á lóðunun nr. 1, 5 og 9-11 við Laugaveg og nr. 6 við Traðarkots- sund eins og nánar greinir í tillögunni. Heimil landnotkun á reitnum verði í sam- ræmi við ákvæði aðalskipulags. Þá gerir tillagan ráð fyrir að húsin nr. 11 við Bankastræti, 3 við Laugaveg og nr. 14, 16, 16a og 18 verði hverfisvernduð sem 20. aldar byggingar. Nánar um tillöguna vísast til hennar. Íþróttasvæði Fylkis við Árbæjar- laug, gervigrasvöllur, deiliskipulag. Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis í Árbæ. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að breyta núverandi malarvelli í gervigrasvöll. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt verði að byggja um 40 m2 dæluhús fyrir snjó- bræðslukerfi og setja upp ljósamöstur vegna lýsingar á vellinum. Nánar um tillöguna vísast til hennar. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 1. nóvember til 13. desember 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Nánari upplýsingar eru veittar á sama stað og sama tíma hjá skipu- lagsfulltrúa, 3. hæð. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa, Borgartúni 3, 105 Reykjavík eigi síðar en 13. desember 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 1. nóvember 2002. Skipulagsfulltrúi. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Skarðshlíð 26d, 0301, eignarhl., Akureyri, þingl. eig. Jörundur H. Þor- geirsson, gerðarbeiðandi Húsasmiðjan hf., miðvikudaginn 6. nóvem- ber 2002 kl. 10:00. Þingvallastræti 31, Akureyri, þingl. eig. Gerður Árnadóttir, gerðarb- eiðendur Íslandsbanki hf. og sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudag- inn 6. nóvember 2002 kl. 10:30. Sýslumaðurinn á Akureyri, 31. október 2002. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 3 — 18311210:30 — O I.O.O.F. 12  1831118½  FI. I.O.O.F. 1  1831118   Hamar 6002110119 I Hv. Í kvöld kl. 21 heldur Sigurður Bogi Stefánsson erindi: „Á skal að ósi stemma“ í húsi félagsins Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15—17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Margrétar El- íasdóttur: „Tengsl efnis og anda“. Á sunnudögum kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leið- beiningum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30— 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Guðspekifélagið er 127 ára alþjóðlegt félag um andleg mál, hið fyrsta sem byggði á hug- myndinni um algert frelsi, jafn- rétti og bræðralag meðal mannkyns. www.gudspekifelagid.is Sjálfvirk slökkvitæki fyrir sjónvörp Innflutningur og sala H. Blöndal ehf., Auðbrekku 2, Kópavogi, s. 517 2121, vefslóð: www.hblondal.com FASTEIGNIR mbl.is FYRIRTÆKIÐ H. Blöndal ehf. hef- ur flutt starfsemi sína í ný húsakynni í Auðbrekku 2, Kópavogi. Fyrirtækið býður upp á nýjungar í brunavörnum, s.s. sjálfvirk slökkvi- tæki fyrir sjónvörp, ásamt öðrum vörum til brunavarna á heimilum. Einnig býður fyrirtækið uppá slökkvikerfi og brunavarnir bæði til lands og sjávar, til dæmis fyrir skip og báta, rafmagns- og tengiskápa og tölvurými, veitingahús og fleira. Vef- slóð fyrirtækisins er www.hblondal- .com, segir í fréttatilkynningu. Flytja í nýtt húsnæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.