Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 60
Hafið Með Hafinu er komið fram verk sem ber þess vitni að íslenskt listafólk hafi náð fullkomn- um tökum á hinu alþjóðlega tungumáli kvik- myndalistarinnar. (H.J.) Háskólabíó, Sambíóin. Bourne Identity Fínasta spennumynd í raunsæjum, ótækni- væddum stíl. Fersku afturhvarfi til gamalla og góðra spennumynda. (H.L.) Sambíóin, Háskólabíó. Fálkar Í Fálkum er skapaður heillandi sjónrænn heimur, þar sem persónur berast í átt að for- lögum sínum. (H.J.)  Háskólabíó. Insomnia Grípandi frá upphafi til enda og leikhópurinn unun, með vansvefta Al Pacino í fararbroddi. (S.V.) ½ Sambíóin Reykjavík og Akureyri, Háskólabíó. Porn Star: The Legend of Ron Jeremy Vel heppnuð heimildarmynd um klám- myndaleikarann Ron Jeremy. Áherslan er fyrst og fremst á Jeremy og sem manneskju. Rennur vel og tekur heilbrigða afstöðu til við- fangsefnisins. (H.L.)  Sambíóin. The Road to Perdition Sláandi glæpasaga frá kreppuárunum, jafn- framt einstætt augnakonfekt. Óskarsverð- launatilnefningar á færibandi en útlitið inni- haldinu ofursterkara. (S.V.)  The Red Dragon Mögnuð, ónotaleg hrollvekja sem minnir mjög á meistaraverkið Silence of the Lambs. Of lítið af Lechter. (S.V.)  Sambíóin. Háskólabíó, Laugarásbíó, Borg- arbíó Akureyri. Smárabíó, Regnboginn, Borgar- bíó Ak. Pam & Noi og menn- irnir þeirra Forvitnileg og upplýsandi heimild- armynd um taílenskar stúlkur og ævintýralegt lífshlaup þeirra af hrísgrjónaekrunum á hjara verald- ar þar sem þær finna hamingjuna við hlið íslenskra karla. Jákvæð og hreinskilin. (S.V.)  Háskólabíó (Film-undur). The Salton Sea Metnaðarfullur hefndartryllir sem minnir á Memento. Vel mönnuð og full ástæða að fylgjast með leikstjóranum. (S.V.)  Sambíóin. Orange County Vitræn „unglingamynd“, bráðfyndin og háðsk með litríkum persónum sem eru túlkaðar af óaðfinnanlegum leikarahópi með Jack Black fremstan meðal jafningja. (S.V.)  Laugarásbíó. Stúart litli 2 Mjög vel heppnuð fjölskyldumynd um mús- ina Stúart, fjölskyldu hans og vini. (H.L.)  Smárabíó, Borgarbíó. Maður eins og ég Dálítið glompótt en góð afþreying með fínum leikhópi. (S.V.)  Sambíóin, Háskólabíó. Bend it Like Beckham Lítil, sæt mynd um misrétti, kynþáttafor- dóma o.fl. þessháttar. Ristir grunnt. (S.V.)  Sambíóin. Pétur og kötturinn Brandur 2 Skemmtilegar teikningar og skemmtilega af- slappaðar og heilbrigðar sögur. (H.L.)  Laugarásbíó, Smárabíó. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Road To Perdition: „Sláandi glæpasaga frá kreppuárunum og einstakt augnakonfekt,“ að mati Sæbjörns Valdimarssonar.                                                                   !  "# $     "           %                 %      # $"     " &          ' "       !     "   '(        !           )        ""       *  +                  #           $ %  &   %   , ! - $            .    ( "       /   " 0"   *   * "  " + # 1"   23423   * %   " '( '(   '    (           &  %      !       )%  " *     5 "   +  (   !    ) ,               *  6 - !   .     6 - !   '0 /  6    -%"       *  7 +8) 2339  :      23423  !   (     / ;  & "   <     :  #    , (   " 77 >  @6 ' "  >  /$$"   :   "  #     $%%$   5      / 7    <(      +" KVIKMYNDIN Hafið er tilnefnd til alls 12 Edduverðlauna en verðlaun- in verða veitt við hátíðlega athöfn 10. nóvember. Er myndin tilnefnd í öllum flokkum þar sem verðlaun eru veitt fyrir kvikmyndagerð. Magnús Magnússon sjónvarps- maður fær heiðursverðlaun Ís- lensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar fyrir mikið og farsælt starf við dagskrárgerð fyrir sjónvarp í tæp fjörutíu ár. Aldrei fyrr hefur nokkur ein kvikmynd verið tilnefnd í eins mörgum flokkum og Hafið sem stafar að hluta af því að nú eru veitt verðlaun í tveimur sérstökum fag- flokkum fyrir besta hljóð og mynd og besta útlit, auk þess sem óvenju margir leikarar úr einni mynd hljóta tilnefningu. Hafið er tilnefnd sem besta kvikmyndin, Baltasar Kormákur sem besti leikstjórinn, Gunnar Eyjólfsson og Hilmir Snær Guðnason báðir sem bestu karlleik- arar í aðalhlutverki og Hilmir Snær er einnig tilnefndur fyrir myndina Reykjavík Guesthouse Rent a Bike. Elva Ósk Óskarsdóttir og Guðrún S. Gísladóttir eru tilnefndar sem bestu leikkonurnar í aðalhlutverki fyrir Hafið, Sigurður Skúlason er tilnefndur sem besti aukaleikari bæði fyrir Hafið og Gemsa, Herdís Þorvaldsdóttir og Kristbjörg Kjeld eru tilnefndar sem bestu leikkonur í aukahlutverki. Þá er Valdís Ósk- arsdóttir tilnefnd til verðlauna fyr- ir klippingu á Hafinu, Tonie Jan Zetterström er tilnefnd fyrir leik- mynd og loks eru Baltasar Kormák- ur og Ólafur Haukur Símonarson tilnefndir fyrir handritið að Hafinu. 20/20 hlaut fjórar tilnefningar Næstflestar tilnefningar hlaut sjónvarpsmyndin 20/20 eða alls fjórar tilnefningar. Þátturinn var tilnefndur í flokknum besta leikna sjónvarpsefnið. Leikstjóri mynd- arinnar Óskar Jónasson fékk aðra tvennra tilnefninga sem besti leik- stjóri, en hin var fyrir Áramóta- skaupið 2001, Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson voru til- nefndir fyrir besta handritið að 20/ 20 og Jón Sigurbjörnsson var til- nefndur sem besti aukaleikari fyrir framlag sitt til sama þáttar. Síðan komu Fálkar og Regína með þrjár tilnefningar hvor, báðar tilefndar sem bestu myndirnar. Keith Carradine var tilnefndur sem besti leikarinn í Fálkum og Harald Paalgaard sem besti kvikmynda- tökumaður fyrir sömu mynd á með- an Halldóra Geirharðsdóttir var til- nefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki og Sólveig Arnars- dóttir besta leikkonan í auka- hlutverki, báðar fyrir Regínu. Nokkra athygli vakti að ekki nema tvær tilnefningar féllu í skaut myndarinnar Maður eins og ég, fyr- ir besta handrit Róberts Douglas og Árna Ólafs Ásgeirssonar og Þor- steinn Guðmundsson fyrir besta karlleik í aukahlutverki. Jafn- margar tilnefningar fékk fyrsta ís- lenska tölvuteiknimyndin Litla lirf- an ljóta og báðar fóru tilnefningarnar til Gunnars Karls- sonar sem var tilnefndur fyrir bestu leikstjórn og besta útlit. Áramótaskaup tilnefnt í fyrsta sinn Og athyglisvert er einnig að Ára- mótaskaupið 2001 hlaut tvær til- nefningar, sem besta leikna sjón- varpsefnið og fyrir bestu leikstjórn Óskars Jónassonar en þetta er í fyrsta sinn sem áramótaskaup er tilnefnt til Eddu-verðlauna. Nú í fyrsta sinn verða veitt Eddu- verðlaun fyrir besta tónlistar- myndbandið og féllu fyrstu tilnefn- ingarnar í skaut „If“ með Landi og sonum, „Á nýjum stað“ með Sálinni hans Jóns míns og „Hvernig sem ég reyni“ með Stuðmönnum. Nokkrar valnefndir skipaðar fagfólki sáu um að velja úr fólk og verk sem tilnefnt er sem er breyt- ing frá því sem áður er ein valnefnd sem sá um að velja þá er tilnefndir yrðu. Val á sigurvegurum í hverj- um flokki fer fram með sama sniði og áður. Meðlimir í Íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunni hafa kosningarétt og mun val þeirra hafa 70% vægi á móti 30% vægi vals almennings sem fær kost á að greiða atkvæði í netkosningu á mbl.is sem hefst á mánudaginn kemur og lýkur kl. 17 föstudaginn 8. nóvember á sama tíma og með- limir akademíunnar verða að hafa skilað inn atkvæðisseðli sínum. Al- menningur mun þó sem fyrr alfarið sjá um að velja sjónvarpsmann árs- ins en á mbl.is verður hægt að velja úr einum 40 sjónvarpsmönnum sem til greina koma. Edduverðlaunin verða sem fyrr segir afhent sunnudaginn 10. nóv- ember í Þjóðleikhúsinu. Kynnar verða Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður og Valgerður Matt- híasdóttir sjónvarpskona. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra mun veita heiðursverðlaun. Þess má að lokum geta að laug- ardaginn 9. nóvember verður hald- ið sjónþing í Háskólabíói þar sem sýnt verður úr verkum heið- ursverðlaunahafans Magnúsar Magnússonar en hann mun verða viðstaddur þingið og sitja fyrir svörum. Hafið fékk 12 tilnefningar Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2002 voru kunngjörðar í gær Óskar Jónasson er bæði tilnefndur fyrir Áramóta- skaupið og 20/20, sjónvarpssakamálaþátt sem gerist í Kolaportinu á 20 mínútum. Hilmir Snær Guðnason hlaut tvær tilnefningar, fyrir hlutverk sín í Hafinu og Reykjavík Guesthouse. Magnús Magnússon hlýtur heið- ursverðlaun fyrir framlag sitt til sjónvarpsþáttagerðar. Morgunblaðið/Kristinn Heiðursverðlaunin afhent Magnúsi Magnússyni sjónvarpsmanni FÓLK Í FRÉTTUM 60 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.