Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KARLAKÓR Reykjavíkur heldur tónleika í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík kl. 17 á morgun. Þetta er fyrsta heimsókn kórsins til Snæfells- ness, og segir stjórnandi kórsins, Friðrik S. Kristinsson, mikla til- hlökkun meðal kórfélaga að syngja í glæsilegu félagsheimili Ólafsvíkinga. „Söngskráin okkar verður mjög fjölbreytt – bæði íslensk og útlend vinsæl karlakóralög. Við syngjum lög eftir Pál Ísólfsson, Pál P. Páls- son, Jón Ásgeirsson, Sigfús Einars- son og fleiri, auk þess sem við syngj- um íslensk þjóðlög. Við syngjum líka sænsk þjóðlög við texta eins kór- félaga okkar, Reynis Guðsteinsson- ar. Við syngjum tvö andleg verk, og svo óperukóra eftir Mozart, Weber og Beethvoen. Þetta er það helsta. Hraustir menn verða auðvitað á pró- gramminu og þar syngur Björn Björnsson kórfélagi okkar einsöng.“ Friðrik segir að kórar á höfuðborg- arsvæðinu fari allt of sjaldan í kór- ferðir út á land. „Það er mjög gott að fara í söngferðir á haustin, þá eru þetta skemmtiferðir í leiðinni og hóp- urinn hristist vel saman. Svo er það líka mikilvægt að gefa þeim tækifæri að heyra í okkur sem alla jafna kom- ast ekki tónleika okkar í borginni.“ Friðrik segir að í haust hafi fjöldi ungra söngmanna með góðar raddir gengið til liðs við kórinn, og sem dæmi segir hann fyrsta tenór nú skipaðan tuttugu söngmönnum. Það er því ekki að sjá að karlakórssöngur sé hefð á undanhaldi, og segir Frið- rik það ekki síst fjölbreytt verkefna- val og góðan félagsskap sem dragi unga menn að kórnum. Friðrik segist fara með kórinn í rútu, og þá vaknar auðvitað spurn- ingin hvort kórinn haldi ekki í þá ís- lensku hefð að syngja rútubíla- söngva á leiðinni. „Þeir eru nú yfirleitt frekar þöglir á leiðinni út úr bænum; þeir eru kannski að spara sig fyrir tónleikana, en á leiðinni heim syngja þeir hins vegar mjög mikið. Þá er sunginn tví- söngur og kvæðalög og bara allt mögulegt. Stundum er gítar með í för og jafnvel harmónikka. Þá koma líka í ljós allar stjörnurnar í kórn- um.“ Karlakór Reykjavíkur í Ólafsvík „Gott að fara í söng- ferðir á haustin“ Morgunblaðið/Ásdís Karlakór Reykjavíkur á æfingu. GUNNAR Þórðarson verður mað- ur kvöldsins í Ketilhúsinu á Ak- ureyri í kvöld, en þar verða tvenn- ir tónleikar þar sem flutt verða lög frá fjörutíu ára tónskáldsferli hans. Hljómsveit hans er skipuð Sigrúsi Óttarssyni trommuleikara, Haraldi Þorsteinssyni bassaleik- ara, Þóri Úlfarssyni píanóleikara, Jóni Kjell Seljeseth hljómborðs- leikara og Gunnar leikur sjálfur með á gítar. Söngvararnir eru þrír, Kristján Gíslason, Hjördís Elín Lárusdóttir og Guðrún Árný Karlsdóttir. Gunnar hælir söngvurum sínum óspart, en söngkonunum, sem báð- ar eru ungar kynntist hann á Broadway. „Ég hef verið að vinna mikið á Broadway undanfarin ár, og hef stundum verið með áheyrn- arpróf. Eitt skiptið mættu 120 söngkonur. Hjördís Elín og Guð- rún Árný voru í þeim hópi, og báru af; með mikla sönghæfileika. Þær eru báðar í söngnámi, og Hjördís Elín til dæmis búin með áttunda stig í klassískum söng. Þær eru miklir talentar þessar stelpur og góðir túlkendur, og þegar ég fór að undirbúa þetta prógramm vildi ég endilega hafa þær með.“ Söngkonurnar eru báðar um tví- tugt, og segir Gunnar, að þær hafi ekki þekkt öll lögin hans. „Sum laganna í prógramminu eru ekki þekkt, ég valdi þetta fyrst og fremst út frá músíkölsku sjón- armiði, þau lög sem mér sjálfum þóttu best. Margt af þessu er ekk- ert auðsungið, en ég finn að þær hafa gaman af þessu.“ Kristján Gíslason hefur starfað lengi með Gunnari, en Gunnar náði í hann í samskonar áheyrnarprófi. Hjördís Elín Lárusdóttir segir að það frábæra reynslu að syngja lögin hans Gunna Þórðar. „Þetta eru æðislegir tónleikar og Gunni hefur samið alveg ótrúlega flott lög. Það er upplifun að syngja gegnum þetta, og ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað hann hefur samið mikið fyrr en ég fór að hlusta á þetta. Það voru þarna nokkur lög sem ég hafði ekki heyrt áður, en þau eru ofboðslega falleg. Annars eru lögin mjög fjöl- breytt, allt frá því að vera mjög fjörug í það að vera mikil drama- tík eða stemmningar. Ég man eftir sumum laganna úr Óskalögum sjúklinga í útvarpinu, en mér finnst alltaf gaman að hlusta á þau – lögin hans Gunna eru klassísk.“ Þegar Gunnar er spurður að því hvernig það hafi verið fyrir hann að líta um öxl og fara að kafa ofan í fortíðina, spyr hann sposkur á móti hvort blaðamaður eigi við að hann hafi orðið meyr og klökkur. „Ég veit ekki hvað skal segja, þetta hafa verið svo róstusöm ár að mörgu leyti. En þetta er fyrst og fremst búið að vera gaman, og þegar ég lít til baka er ég bara mjög ánægður.“ Fyrri tónleikarnir í Ketilhúsinu verða kl. 21 og þeir seinni kl. 23.30. „Lögin hans eru klassísk“ Morgunblaðið/Jim Smart Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur í Ketilhúsinu á Akureyri. Söngbók Gunnars Þórðarsonar á Akureyri LEIKFÉLAG Mosfellssveitar frumsýnir í Bæjarleikhúsinu í kvöld kl. 20 nýtt, íslenskt leikverk, Beðið eftir Go.com air, eftir Ármann Guð- mundsson sem ennfremur leikstýr- ir verkinu. Þetta er fyrsta leikritið í fullri lengd sem Ármann semur en hann hefur m.a., ásamt Sævari Sig- urgeirssyni og Þorgeiri Tryggva- syni, skrifað fjölda leikrita, einkum fyrir Hugleik, en einnig fyrir Leik- félag Akureyrar, Stopp-leikhópinn/ Hafnarfjarðarleikhúsið, Leikfélag Húsavíkur o.fl. „Ég ætla ekkert að þræta fyrir það, að sennilegast yrði þetta flokk- að sem gamanleikrit,“ segir höf- undurinn, Ármann Guðmundsson. Hann segir það þónokkuð stórt stökk að vera nú einn á báti frá því að semja verk með öðrum. „Ég get þó varla sagt að ég hafi verið alveg einn á báti, því ég vann þetta í sam- vinnu við leikhópinn og notfærði mér hann óspart, bæði við efnis- öflun og í spunavinnu, en hluti verksins er unninn uppúr henni. Mér finnst það hálf ógnvekjandi til- hugsun að sitja einn bak við tölvu og vinna leikrit þannig.“ Ármann segir það auðvelda vinnu leik- skáldsins að vita fyrir hvaða hóp verkið á að vera og sem dæmi séu persónurnar að miklu leyti skap- aðar fyrir ákveðna leikara. Ármann segir að Leikfélag Mosfellssveitar sé eitt öflugasta og ötulasta áhuga- leikfélag landsins og starfsemi þess mikil. „Það er ótrúlegur kraftur í fólkinu hérna.“ Hér segir af hópi Íslendinga sem eru strandaglópar í erlendri flug- stöð og eiga þau það eitt sameig- inlegt að vera að bíða eftir flugi með lággjaldaflugfélaginu Go.com air sem starfar eingöngu á Netinu. Þegar biðin dregst á langinn ákveður hópurinn að grípa til eigin aðgerða. Verkið er skrifað út frá reynslusögum og má því segja að það sé sannsögulegt þótt höfund- urinn taki sér fullt skáldaleyfi. Tónlist er eftir Björn Thoraren- sen og Eggert Hilmarsson, leik- mynd hannar Steinn Sigurðarson, lýsingu Alfreð Sturla Böðvarsson og um búninga sér Harpa Svav- arsdóttir. Sýningar verða alls 10 en næstu þrjár eru 2., 8. og 9. október. „Ógnvekjandi að sitja einn bak við tölvu“ Leikarar og aðstandendur leikritsins Go.com air sem frumsýnt verður í Mosfellsbæ í kvöld. TÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Háskólabíói í gærkveldi voru um margt sérstæð- ir, bæði er snertir efnisval og að ungur einleikari, Sif Tulinius, kem- ur fram, svo og, að nýr stjórnandi, Arvo Volmer frá Eistlandi, kynnir sig fyrir íslenskum áheyrendum. Fyrsta viðfangsefnið var g-moll fúgan (sú litla) BWV 578., eftir J.S. Bach. Verkið var hér flutt í umritun Stokovskis, en hann fer nokkuð frjálslega með verkið, með því t.d. að endurtaka gegnfærsl- una. Og breyta niðurlagi þess. Í efnisskrá er fúga sögð vera „tón- smíðaaðferð frekar en form“. Þessu er til að svara, að öll tón- verk byggjast á einhvers konar tónsmíðaaðferð. Form fúgunnar getur verið útfært á marga vegu, með ýmsum tónsmíðaaðferðum, eins og öll önnur form, en hjá Bach er fúgan yfirleitt mjög form- föst, hefst á framsögu stefsins í ákveðinni innbyrðis tóntegundaaf- stöðu. Eftir stutta „episódu“ hefst gegnfærslan, þar sem farið er í gegnum skyldar tóntegundir og lýkur fúgunni oft á „stretto“ kafla, þar sem stefin eru sköruð inn- byrðis. Í litlu fúgunni. er ekki „stretto“-kafli, því eftir framsög- una er stefið, bæði hlutar þess og í heild, aðeins endurtekið sex sinn- um í gegnfærslunni með löngum „episódum“ á milli, svo að hvað form snertir, er g-moll fúgan lítil en aftur á móti glæsileg og áhrifa- mikil tónlist. Fiðlukonsertinn eftir Mendels- sohn er einn af fínlegri fiðlukons- ertunum og þannig lék Sif Tul- inius, þetta ljóðræna og glæsilega tónverk, gaf sér tíma til að ljúka hendingum og nálgast nýja tón- hugmynd, þannig að tónhendinga- skilin voru skýr. Kadensan í fyrsta þætti var sérlega vel leikin og yf- irveguð, og í „arpeggio“ innkom- unni náði Sif þessu fallega streymi, sem eins og tekur hljóm- sveitina með sér. Hægi kaflinn hefði mátt vera hægari og meira syngjandi en var mjög fallega mót- aður. Í lokakaflanum var yfir- bragðið leikandi létt. Þarna fór sem sagt saman, fíngerð og falleg tónlist og fíngerður og fallegur leikur. Arvo Volmer hélt vel utan um verkið og átti sinn þátt í fín- gerðri útfærslu verksins. Lokaverkið var hin „óslökkvan- lega“ eftir Carl Nielsen, eða rétt- ara sagt fjórða sinfónía hans, op. 29. Verkið er þrungið brennandi óþoli, lífskrafti er á sér engin mörk en birtist í margvíslegum myndum. Þrumandi, ómblíðum og leikandi stefjum, og er verkið í heild eins einkennilegt og lífið sjálft, óútreiknanlegt, óendanlegt og síkvikt. Þetta er erfitt verk, marslungið og áhrifamikið og var það vel flutt og auðheyrt að stjórn- andinn, Arvo Volmer, er leikinn fagmaður. Það hefur svo oft verið fundið að því, að strengjasveitin sé fámenn og að 12 til 14 í fyrstu fiðlu hæfi aðeins meðalstórri hljómsveit. Í raddskránni að verki Nielsen, tekur höfundurinn það fram, að verkið sé samið fyrir „stóra hljóm- sveit“, sem þýðir, að strengjasveit- in ætti að vera tvöfalt fjölmennari en hún er nú og þar með hefði ým- islegt í verkinu fengið annan og stórsinfónískari svip, er hæfir þessu meistaraverki, sem fjallar um lífsþorstann óslökkvandi. TÓNLIST Háskólabíó Flutt voru verk eftir J. S. Bach, Mendelssohn og Carl Nielsen. Einleikari: Sif Tulinius Stjórnandi: Arvo Volmer Fimmtudagurinn 31. október, 2002. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Lífsþorstinn óslökkvandi Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.