Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 18
Björn Steinar Sólbergsson organisti heldur hádegistónleika í Akureyr- arkirkju á morgun, laugardaginn 2. nóvember kl. 12 . Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Pál Ísólfsson og Sigfried Karg-Elert. Lesari á tónleikunum er Laufey Brá Jónsdóttir. Aðgangur að tónleikunum er ókeyp- is og eru allir velkomnir. Á MORGUN AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Herradeild Akureyri, sími 462 3599. Ullar stutt frakkar www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glucosamine (870 mg Glucosamine í hverjum belg) ásamt engifer og turmeric Fyrir vöðva og liðamót Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. Síðuskóli við Bugðusíðu, breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag lóðar Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipu- lags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Skv. tillögunni stækkar lóð Síðuskóla (stofnana- svæði) til vesturs og norðurs á kostnað opins, græns svæðis. Jafnframt er auglýst skv. 25. gr. sömu laga tillaga að deiliskipulagi skólalóðarinnar. Tillagan felur auk lóðarstækkunar m.a. í sér að byggð verði tengibygging og íþróttahús norðan núverandi bygg- ingar og að byggja megi eina álmu til viðbótar vestan hennar. Tillögu- og skýringaruppdrættir munu liggja frammi í þjónustuand- dyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birt- ingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 13. desember 2002, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akur- eyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og um- sóknir/Skipulagstillögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16.00 föstudaginn 13. desember 2002 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. KRISTNESSPÍTALI er 75 ára í dag, föstudaginn 1. nóvember. Þar eru nú starfandi tvær deildir, öldr- unarlækningadeild og er yfirlæknir hennar Arna Rún Óskarsdóttir og endurhæfingadeild þar sem yfir- læknir er Haukur Þórðarson. Á hvorri deild eru 20 rými. Þau ásamt Ingvari Þóroddssyni deildarlækni kynntu sögu spítalans og núverandi starfsemi á þessum tímamótum. Alls starfa 76 manns á Kristnes- spítala og er hann stærsti vinnu- staður í Eyjafjarðarsveit. Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri tók við rekstri spítalans árið 1993. Heita vatnið sem er á Kristnesi varð til þess að Heilsuhæli Norð- lendinga var valinn staður á Krist- nesi, en fyrstu drög að stofnun þess komu fram árið 1918 þegar hjúkr- unarfélagið Hjálpin í Saurbæjar- hreppi samþykkti að félagið beitti sér fyrir því að hafin yrði fjár- söfnun á Norðurlandi til byggingar heilsuhælis. Hvatinn að samþykkt- inni var sá að berklar herjuðu þá mjög svo að heilar fjölskyldur hrundu niður og heimili sundruðust. Söfnun hófst fyrir byggingunni árið 1925 en lokið var við hana í byrjun október 1927. Kostnaðurinn nam 512 þúsund krónum og var helmingurinn söfnunar- og gjafafé á móti framlagi úr ríkissjóði. Krist- neshæli var svo vígt 1. nóvember 1927 og fyrstu sjúklingarnir lögðust inn síðar í þeim mánuði. Þeir voru alls 47 í lok þess árs en rými var fyrir 50 sjúklinga þótt oft yrðu þeir fleiri. Um miðja öldina fór að draga úr aðsókn m.a. með tilkomu bekla- lyfja og Reykjalundar. Hælinu var þá deildaskipt þannig að berkla- sjúklingar voru á annarri deildinni og hjúkrunarsjúklingar á hinni. Síð- asti berklasjúklingurinn útskrifaðist árið 1976. Það ár var ákveðið að reka hælið sem hjúkrunar- og end- urhæfingarspítala, en endurhæfing- arstarfsemi hófst þó ekki fyrr en áirð 1985. Rekstur spítalans var sameinaður FSA árið 1993 sem fyrr segir. Öldrunarlækningaþjónusta hófst árið 1995 og þjálfunarsund- laug var tekin í notkun árið 2000. Á síðasta ári var fjöldi innlagna á endurhæfingardeild alls 188 og 110 á öldrunarlækningadeild, en nokkru fleiri beiðnir um innlagnir bárust báðum deildum. Ingvar sagði að framundan væri að bæta útivistarmöguleika sjúk- linga, en við Kristnes er mynd- arlegur skógur sem byrjað var að planta árið 1933. Fyrirhugað er að gera hann aðgengilegri með því að leggja um hann göngustíga. Þá kom einnig fram að skortur er á hjúkr- unarrýmum á spítalanum. „Það er þjóðhagslega hagkvæmt ef hægt er að veita öldruðum endurhæfingu, þannig að eftir dvöl hér séu þeir færari um að annast um sig með aðstoð frá t.d. heimahjúkrun og fleiri aðilum,“ sagði Ingvar. Um 30– 40 manns eru nú á biðlista eftir plássi. Kristnesspítali 75 ára Endurhæfing þjóðhagslega hagkvæm Morgunblaðið/Kristján Haukur Þórðarson yfirlæknir endurhæfingardeildar, Arna Rún Óskars- dóttir yfirlæknir öldrunardeildar og Ingvar Þóroddsson deildarlæknir í sjúkraþjálfuninni á Kristnesi. Árni Ólafsson arkitekt flytur fyr- irlestur um byggingarlist og bæj- arskipulag, m.a. með okkar nánasta umhverfi í huga, í dag, föstudaginn 1. nóvember. Fyrirlesturinn verður í Ketilhúsinu og hefst kl. 15. Hann er sá þriðji í röð „fyrirlestra á haust- dögum“ sem Listnámsbraut VMA og Gilfélagið standa fyrir. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Í DAG KEPPNIN Þrekmeistari Íslands verður haldin í Íþróttahöllinni á Ak- ureyri laugardaginn 2. nóvember og hefst kl. 13. Gert er ráð fyrir að allt að 100 þátttakendur taki þátt í keppninni að þessu sinni, sem er mikil aukning frá því í fyrra, þegar keppnin var haldin í fyrsta skipti. Það er því ljóst að keppnin á vaxandi vinsældum að fagna meðal þeirra sem stunda líkamsræktarstöðvar landsins, enda keppnisgreinarnar kunnuglegar æfingar og reyna bæði á þol og styrk. Keppt verður í einstaklingskeppni og fimm manna liðum og koma kepp- endur víða að af landinu. Talsverð stemning hefur myndast í æfinga- stöðvum fyrir liðakeppninni og dæmi eru um að stöðvarnar sendi fleiri en eitt fimm manna lið til keppni, segir í fréttatilkynningu frá forsvarsmönn- um keppninnar. Í keppninni eru einstaklingarnir og liðin að keppa sín í milli og við klukkuna í alls 10 greinum og því bú- ast við mikilli baráttu á gólfi Íþrótta- hallarinnar sem spennandi verður að fylgjast með. Þrekmeistari Íslands í Íþróttahöllinni Búist við um 100 keppendum sagði Þorsteinn. Verkmenntaskólinn á Akureyri hafði þetta húsnæði til af- nota en nýtt húsnæði á Eyrarlands- holti hefur nú leyst það af hólmi. Þor- steinn sagði að ljóst yrði í næsta mánuði hvort háskólinn fengi þetta húsnæði. Þá er auðlindadeild háskól- ans að sprengja utan af sér húsnæði við Glerárgötu og sagði rektor að leit stæði einnig yfir að auknu húsnæði fyrir starfsemi deildarinnar. Næsti áfangi byggingaframkvæmda á Sól- borg væri endurinnrétting á húsnæði sem þar er fyrir. ÁÆTLANIR gera ráð fyrir að um 100 nemendur muni sækja um nám við nýja félagsvísinda- og lagadeild þegar kennsla hefst við deildina næsta haust, árið 2003. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, sagði að verið væri að leita að húsnæði undir starfsemina, en ekki væri nægilegt pláss fyrir hana í húsnæði háskólans á Sólborg. Hann sagði að háskólann vantaði um 500 fer- metra húsnæði undir starfsemin hinn- ar nýju deildar og væri verið að leita út um allan bæ. Kennaradeild er til húsa við Þingvallastræti og best væri að hin nýja deild yrði í nálægð við hana. Því er nú verið að skoða hvort gamli hús- mæðraskólinn við Þórunnarstræti, skammt ofan við skólahúsið í Þing- vallastræti henti undir starfsemi fé- lagsvísinda- og lagadeildar. „Við erum að skoða hvort þetta húsnæði henti okkur, en það er ljóst að þarna eru ákveðnir möguleikar fyrir hendi,“ Félagsvísinda- og lagadeild HA Gamli húsmæðra- skólinn til skoðunar NÝR áfangi Giljaskóla var tekinn í notkun í gær, en um er að ræða stækkun á kennsluálmu skólans á þremur hæðum til vesturs og álmu á tveimur hæðum sem snýr í suður. Þar eru sérgreinastofur, salur skól- ans og bókasafn. Salurinn tengist innigarði sem skapar mikla mögu- leika. Húsnæði er alls rúmlega 2.400 fermetrar að stærð og nam kostn- aður 407 milljónum króna. Rétt rúmt ár ef frá því fram- kvæmdir hófust við bygginguna og sagði Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri að vel hefði verið að verki staðið. Greinilegt væri að mikil og góð vinna hefði verið innt af hendi á skömmum tíma, „og ber hún góðu handbragði vitni,“ sagði bæjarstjóri. Halldóra Haraldsdóttir skóla- stjóri sagði Giljaskóla veglegt tákn hverfisins og ánægjulegt hversu vel væri að honum búið. Í skólanum væri unnið af metnaði og starfsemin væri gróskumikil, „ en þessi fallega umgjörð mun verða okkur hvatning til dáða,“ sagði hún. Jan Erik Jessen formaður nem- endaráðs var einn þeirra sem lagði hönd á plóginn þegar fyrsta skóflu- stungan var tekin. Hann sagði að hið nýja húsnæði skólans myndi breyta miklu til batnaðar bæði fyrir nemendur og kennara. Við víglsuna frumfluttu nokkrar ungar námsmeyjar nýjan skólasöng Giljaskóla og þá léku nemar einnig á hljóðfæri. Alls eru 339 nemendur í skólanum nú. SS Byggir var aðalverktaki en arkitekt skólans er Fanney Hauks- dóttir. Nýr áfangi Giljaskóla tekinn í notkun Morgunblaðið/Kristján Nýr áfangi Giljaskóla var tekinn í notkun í gær og tók fjöldi fólks þátt í at- höfn af því tilefni. Stúlkurnar fremst á myndinni frumfluttu nýjan söng skólans við þetta tækifæri. Falleg umgjörð hvatning til dáða SKÍÐASVÆÐIÐ í Böggvisstaða- fjalli í Dalvíkurbyggð var opnað í gær, fyrst skíðasvæða á Íslandi, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Skíðafélags Dalvíkur. Jón Halldórsson skíðafrömuður á Dalvík sagði í samtali við Morgun- blaðið, að lítill snjór væri í fjallinu en skíðafæri engu að síður gott. Aðeins neðri lyftan var opin í gær, í tvær klukkustundir en Jón sagði stefnt að því að opna efri lyftuna einnig um helgina. Átta stiga frost var á Dalvík í gær, logn og heiðskírt. Lyftan var opnuð kl. 16 í gær en Jón sagði að þá hefði unga fólkið verið búið að bíða dágóða stund eftir því að komast í brekkuna. Um 50 manns komu á skíði á fyrsta klukkutíman- um. Jón sagði að samkvæmt veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ kæmi stór- hríð um miðjan nóvember. „Við trú- um öllu því sem kemur frá þeim á Dalbæ og eftir stórhríðina verður hér nægur snjór,“ sagði Jón. Skíðasvæðið á Dalvík opnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.