Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ er komin ný öld og nýtt tímabil í skrifum mínum,“ sagði Vig- dís Grímsdóttir í viðtali sem birtist í DV í fyrra í tilefni af útkomu skáld- sögu hennar Frá ljósi til ljóss. Og víst er það rétt að sú saga var að mörgu leyti ólík fyrri verkum Vigdísar og nú hefur hún sent frá sér framhald hennar, sögu sem er ennþá ólíkari fyrri verkunum og ber titilinn: Hjarta, tungl og bláir fuglar. Þessar tvær bækur fjalla að miklu leyti um sömu persónurnar, þótt ýmsar hafi horfið í bakgrunninn og aðrar nýjar bæst í hópinn: Og margt bendir til þess að sögu þeirra sé ekki lokið og geta lesendur átt von á þriðju bók- inni áður en langt um líður, ef að lík- um lætur. Það er þá líka nýjung hjá Vigdísi, að skrifa trílogíur, en þann leik hafa ýmsir aðrir höfundar okkar stundað með ágætum árangri. Fyrir útkomu Frá ljósi til ljóss hafði Vigdís Grímsdóttir sent frá sér (auk smásagna og ljóða) sjö skáld- sögur, fjölbreytilegar að efni og gerð, og er óhætt að segja að með þeim hafi hún fest sig í sessi sem einn af dáðustu samtímahöfundum okkar, þótt vissulega hafi ekki öllum hugn- ast hinn ljóðræni og ágengi stíll hennar. Ef við reynum að skilgreina í hverju hið „nýja tímabil“ hennar sem höfundar felst er kannski fyrst til að taka, að fram að Frá ljósi til ljóss var sögusvið skáldsagna hennar svo til alfarið Ísland og íslenskur samtími og var sjónarhorninu gjarnan beint að einstaklingum sem eru á einhvern hátt öðruvísi en „fólk er flest“, oft börnum eða ungu fólki. Mörgum sög- um Vigdísar má einnig lýsa sem sál- fræðistúdíum; hún kryfur persónur sínar gjarnan til mergjar og sýnir okkur hvernig ofbeldi, kannski fyrst og fremst andlegt ofbeldi, markar óafmáanleg spor í persónuleikann. Vigdís hefur ekki vikið sér undan því að taka á samfélagsmeinum og sið- ferðilegum spurningum, þá afhjúpar hún oft persónulega og félagslega fordóma gagnvart þeim sem samfélagið hefur ýtt út á jaðarinn fyrir ein- hverjar sakir. Í nýjustu sögunum tveimur færist sögu- sviðið hins vegar frá Ís- landi til Nýju-Mexíkó og bæði umhverfið og persónurnar í nýjustu bókinni eru að vissu leyti framandi því sem við eigum að venjast í íslenskum bókmennt- um. Í takt við þessa færslu á sögusviði má einnig merkja ákveðna stílbreytingu hjá Vigdísi, kannski ekki síst hvað varðar persónulýsingar. Reyndar eru persónur þessara bóka furðu ein- hliða; margar þeirra virðast vera góðmennskan uppmáluð og sumar jaðra við að vera einfeldningslegar. Það á til að mynda við Lenna eldri, sem er ein af aðalpersónum Frá ljósi til ljóss. Hann er maðurinn sem verð- ur ástfanginn af konu á mynd sem hann finnur þegar hann er barn, sem verður til þess að hann fer á fullorð- insaldri til Nýju-Mexíkó að leita kon- unnar. Heima á Íslandi skilur hann eftir dóttur sína, Rósu (sem er skírð í höfðuð á konunni á myndinni), í umsjá vinafólks, og undir lok bókar- innar heldur hún á eftir honum með nýfæddan son sinn, Lenna yngri. Lenni eldri fann ekki þá konu sem hann leitaði, en hann fann dóttur hennar, Floru, og samband þeirra á sér hliðstæðu í ástarsambandi dóttur hans, sem undir lok fyrri bókarinnar eignast barn með manni sem hafði elskað móður hennar, Magdalenu, og hún á reyndar eftir að komast að því síðar að tengsl þeirra eru önnur og meiri en hana hafði áður grunað. Ást- in er vissulega það þema sem þessi tvö verk snúast um og ástin virðist hafin yfir allt, hún réttlætir allt og þurrkar út öll landamæri, bæði í eig- inlegum og óeiginlegum skilningi. Í Hjarta, tungl og bláir fuglar er sjónarhornið að mestu leyti bundið við Lenna yngri sem kom með móður sinni til litla fjallaþorps- ins, Madrid, fyrir sunn- an Santa Fe í Nýju- Mexíkó, þegar hún fór að finna föður sinn rúm- lega áratug eftir að hann hélt af stað í leit að ástinni. Hér er frásagn- araðferðin í fyrstu per- sónu, ólíkt fyrri bókinni þar sem sagt er frá í þriðju persónu. Fyrstu persónu frásögnin skapar meiri nánd og þótt það sé Lenni yngri sem segir frá, þá er honum í sífellu mót- mælt af vinkonu sinni, Editu. Persónulýsing stúlkunnar Editu er ein sú skemmtilegasta í bókinni. Hún trúir á yfirburðavisku guðanna og birtingarmyndir þeirra í náttúrunni og cayotunum og skil- greinir sjálfa sig sem dóttur tungls- ins. Edita elskar Lenna takmarka- laust og kallar hann „son ljóssins“, þótt hún efist oft um dómgreind hans og hæfileika til þess að sjá fólkið í kringum sig í réttu ljósi. Samspilið á milli Lenna og Editu í frásögninni er víðast hvar mjög skemmtilegt og gef- ur frásögninni nauðsynlegan létt- leika, því efniviðurinn er víða af dramatískara taginu. Ekki verður fjölyrt um efnivið sög- unnar hér, en óhætt er að segja að hún snúist fyrst og fremst um að lýsa þeim fjölbreytilegu persónum sem lifa nægjusömu lífi í litla fjallaþorp- inu og gætu flestar tekið undir með Lenna eldri þegar hann segir: „Mað- ur hlær, syngur, og drekkur, trúir á guðsmóðurina og veit að ástin er sannleikurinn.“ (bls. 109). En þessar persónur þurfa að heyja sínar glímur við tilveruna, eins og aðrir. Hér er sagt frá Floru sem drekkur meira en góðu hófi gegnir, enda mörkuð af erf- iðri æsku þegar hún flakkaði um með móður sinni í leit að týndum föður. Síðar ákvað hún að gleyma, elska og njóta – og gleðja fólk, sér í lagi karl- menn sem komu til hennar daprir en fóru í sjöunda himni. Hér er sagt frá Kiki, móður Editu, sem situr við gluggann og bíður elskhugans, svarta Mike (föður Editu), sem laum- ast að heiman frá eiginkonunni hve- nær sem hann getur til að njóta ásta með henni. Hér er sagt frá Jakobi sem elskar góðan mat, og sjá má af holdafari hans, og er n.k. umboðs- maður Maríu guðsmóður í fjallaþorp- inu. Til hans flykkist fólk til að leggj- ast á bæn og bíða eftir að María birtist þeim. Hjá Jakobi finnur Rós- íta (Rósa, móðir Lenna yngri) skjól eftir tveggja ára þunglyndi sem lagði hana í rúmið eftir að henni varð ljóst að barnsfaðir hennar, Róbert, myndi ekki koma á eftir henni til Nýju- Mexíkó og að hún á ekki afturkvæmt heim til hans. Hér er einnig sagt frá Lúnu, æskuvinkonu Rósu, sem málar myndir á Íslandi, innblásin af Fridu Kahlo, og sendir vinum sínum sem hengja þær á trén í þorpinu þar sem allir njóta þeirra. En í miðju frásagnarinnar er Lenni yngri sem þráir föðurlandið af ekki minni tilfinningu en afi hans þráði útlenska konu á ljósmynd. Hann lætur sig dreyma um samfundi síns og föður síns, en konurnar í fjallaþorpinu vilja ógjarnan sleppa af honum hendinni. Undir lok sögunnar heldur hann þó af stað í fylgd með Lúnu sem hefur komið til að heim- sækja vinkonu sína og sjá líf hennar með eigin augum. Lokamynd bókar- innar er mynd sem Lúna hefur málað af Lenna með bundið fyrir augun. Hvað för hans til Íslands á eftir að leiða í ljós veit enginn, en líklega verður hulunni svipt af því í þriðju bókinni. Hjarta, tungl og bláir fuglar er sérstök bók og sterkt andrúmsloft hennar á sér varla hliðstæðu í ann- arri íslenskri skáldsögu. Hins vegar minnir hún mig á bækur bandarískra blökkukvenna á borð við Toni Morr- ison, Alice Walker og Ntozake Shange, og felast þau líkindi bæði í efnistökum og stíl. Hvort þar sé um bein áhrif að ræða eða tilviljun skal ósagt látið. Hitt er ljóst að Vigdís fer hér inn á nýjar brautir og verður spennandi að fylgjast með hvernig hún fótar sig á þeim í næstu verkum. Ástin er sannleikurinn BÆKUR Skáldsaga Vigdís Grímsdóttir, JPV-útgáfa 2002, 236 bls. HJARTA, TUNGL OG BLÁIR FUGLAR Vigdís Grímsdóttir Soffía Auður Birgisdóttir SAMTÖK norrænna leikminjasafna, NCTD, Nordisk centrum for teater- dokumentation, héldu í fyrsta sinn árlegan fund sinn hérlendis um síð- ustu helgi. Fundurinn var haldinn í boði Samtaka um leikminjar á Ís- landi sem þeir Jón Viðar Jónsson og Ólafur Engilbertsson veita forystu. Blaðamanni Morgunblaðsins gafst tækifæri til að ræða við safnstjóra leikminjasafnanna í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og heyra hverjar helstu áherslur væru í stefnu þeirra. Greinilegt er að hlutverk þeirra er ekki hið sama í öllum tilvikum og misjafnt hvar áherslurnar liggja. Trine Næss var um árabil safn- stjóri norska leikminjasafnsins sem er í Ósló en er nú yfirmaður leiklist- ardeildar Norska landsbókasafns- ins. „Leikminjasafnið var stofnað upphaflega árið 1939, var síðar lok- að af ýmsum ástæðum um nokkurt árabil en enduropnað árið 1981. Þar er haldið til haga ljósmyndum úr leiksýningum, líkönum af leik- myndum, leikmunum og búningum en það hefur takmarkast af því hús- næði sem við höfum til umráða sem er út af fyrir sig mjög skemmtilegt, í gamla ráðhúsinu við Torg Kristjáns fjórða í hjarta Óslóar. Við höfum einnig staðið fyrir sýningum og skipulagt heimsóknir barna á skóla- aldri þar sem þeim hafa verið kynnt- ir þeir munir sem safnið hefur í sín- um fórum.“ Ulla Strömberg er nýskipaður safnstjóri danska leikminjasafnsins sem er í Hirðleikhúsinu í Kristjáns- borgarhöll í Kaupmannahöfn. „Leik- húsið sjálft, sem byggt var á 18. öld, er okkar glæsilegasti safngripur og safnið fékk það til umráða árið 1922. Í leikminjasafninu er að finna vegg- spjöld, ljósmyndir, leikmynda- og búningateikningar, búninga, mál- verk og leikmuni allt frá 18. öld til vorra daga. Hlutverk safnsins er að skrá og safna öllu sem lýtur að sögu leikhúss í Danmörku og jafnframt skapa fræðimönnum aðstöðu til rannsókna í leikhúsfræðum. Á hverju ári stöndum við fyrir 2–3 stórum sýningum og 5–6 minni sýn- ingum. Danir eiga að sjálfsögðu langa hefð á sviði óperu og listdans og safnið sinnir þeim greinum einn- ig.“ Ulla segir að helsti veikleiki safns- ins sé að Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn hafi ekki skila- skyldu gagnvart því heldur hafi það til skamms tíma rekið sína eigin safndeild sem nú sé orðin hluti af Konunglega danska bókasafninu. „Það fannst okkur umdeilanleg ákvörðun og hefðum fremur kosið að okkur yrði falið að annast það þar sem það dregur verulega úr getu okkar til að þjóna fræðimönnum á þann hátt sem við vildum.“ Í Stokkhólmi var leikminjasafnið til skamms tíma þekktast undir nafninu Drottningholms teater- museum en hefur nú fengið nýtt hús- næði þó enn sé hið virðulega leikhús á Drottningholm í umsjá safnsins. Dr. Inga Lewenhaupt er for- stöðumaður þess. „Við erum nú í sama húsnæði og leikmyndaverkstæði Óperunnar og Dramaten, Sænska þjóðleikhússins, og höfum auðvitað mikið gagn og ánægju af því. Leikhúsið hefur einn- ig æfingaaðstöðu í húsinu og lista- menn leikhússins setja mikinn svip á daglegt líf í byggingunni. Við höfum hins vegar ekki fengið fjárveitingu til að innrétta sýning- arsal okkar og höfum því ekki getað sinnt sýningarskyldu okkar en aðrar aðstæður okkar hafa gjörbreyst t.d. er öll aðstaða til rannsókna og vinnu fræðimanna eins og best verður á kosið. Við höfum einnig lagt metnað okkar í að halda leikhúsinu í Drottn- ingholm í sem upprunalegustu og bestu horfi enda er þar um að ræða eina leikhúsið í Evrópu sem hefur varðveist óbreytt frá 17. öld. Það sem okkur er mestur fengur í er að allur sviðsbúnaður er færður í upp- runalegt horf en hvergi annars stað- ar hefur verið hægt að gera upp leikhús frá þessum tíma með jafn ná- kvæmum hætti.“ Aðspurðir um hvað þeir vildu helst ráðleggja íslenskum starfs- bræðrum sínum, sem standa í þeim sporum að hefja starf sem viðgeng- ist hefur um nær 100 ára skeið á Norðurlöndunum, segja þær allar að mikilvægast sé að sameina tvennt. Annars vegar það sem snýr að al- menningi með lifandi sýningahaldi og kynningum á efni safnsins og hins vegar góðri aðstöðu fyrir fræði- menn með aðgengilegum skrám og upplýsingum til rannsóknarstarfa. Samtök norrænna leikminjasafna funda á Íslandi í fyrsta skipti Áhersla á lifandi sýningahald Morgunblaðið/Kristinn Þau sátu fund Samtaka norrænna leikminjasafna: Inga Lewenhaupt, Trine Næss, Jón Viðar Jónsson, Ida Poulsen og Ulla Strömberg. Listasafn Íslands Ljósmyndasýningunni „Þrá aug- ans“ lýkur á sunnudag. Þetta er fyrsta ítarlega yfirlitið um sögu ljósmyndalistarinnar sem sýnt hef- ur verið hérlendis. Sýningin kem- ur frá ljósmyndasafni Moderna Museet. Verkin eru frumeintök og þola þau takmarkaða lýsingu í sölum og hefur Moderna Museet ákveðið að eftir Reykjavíkursýninguna verði sumar elstu myndanna ekki sýnd- ar oftar á almennum sýningum. Hafnarborg Tveimur sýningum lýkur í Hafn- arborg á sunnudag. Sýning á mál- verkum og vatnslitamyndum Tróndar Paturssonar og sýningu fjögurra eistneskra listamanna. Þeir eru Jüri Ojaver, Paul Rod- gers, Jaan Toomik og Jaan Paavle en þeir eru þekktir jafnt í heima- landi sínu sem utan þess, m.a. frá tvíæringnum í Feneyjum. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11–17. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Sýningu Bjarna Sigurðssonar á keramiklágmyndum og ljósmynda- sýningu Marisu Navarro Arason lýkur á sunnudag. Opið er í Galleríi Fold virka daga frá 10–18, laugardaga til kl. 17 og sunnudaga 14–17. Hús málaranna, Eiðistorgi Sýningu Kristins G. Jóhanns- sonar á dúkristum og olíumálverk- um lýkur á sunnudag. Sýningin er opin kl. 14-18 fram að lokun. Eitt verkanna á sýningunni Þrá augans í Listasafni Íslands. Sýningum lýkur JAZZHÁTÍÐ Reykjavíkur, jazzklúbburinn Múlinn og Kaffi Reykjavík standa fyrir röð djasstónleika á Kaffi Reykjavík í vetur og hefur dagskráin yfirskriftina Jazz- veisla. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld kl. 22 og annað kvöld kl. 21 og koma þrjár hljómsveitir fram hvort kvöld. Í kvöld leika dúó Ómars Guð- jónssonar og Eyjólfs Þorleifs- sonar. Sigurður Flosason og Jóel Pálsson og tríó Björns Thoroddsens með Dan Cassidy á fiðlu og Jón Rafnsson á bassa en Friðrik Theodórsson syng- ur nokkur lög með tríóinu. Á laugardag syngja eistn- eska söngkonan Margot Kiis með tríói Gunnars Hrafnsson- ar og Ragnheiður Gröndal með tríói Jóns Páls Bjarnasonar en lestina rekur níu manna dixiel- and- og swing-sveit Árna Ís- leifssonar. Djass- veisla á Kaffi Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.