Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 29
LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 29 REESE Witherspoon (Leg-ally Blonde, Election, CruelIntentions) leikur Melanie Carmichael, tískuhönnuð frá Ala- bama sem hefur verið að gera það gott í New York. Hún er ekki bara vinsælasti tískuhönnuðurinn þar í borg heldur er hún einnig trúlofuð honum Andrew (Patrick Dempsey), sem er sonur borgarstjóra New York-borgar, sem er leikinn af Candice Bergen úr Murphy Brown- þáttunum. Þegar trúlofun þeirra kemst í hámæli í blöðunum, ákveður Melanie að fara aftur á heimaslóð- irnar í Alabama til að gera hreint fyrir sínum dyrum, en þá koma ýmsir fortíðardraugar í ljós og fara að láta á sér kræla. Til að mynda kemur í ljós að Mel- anie er gift kona, en eiginmaður hennar, Jake, sem leikinn er af Josh Lucas, hefur alfarið neitað að gefa henni eftir skilnað hingað til. Hún er þó ekkert á því að gefast upp og ætlar sér í þessari heimferð að láta eiginmanninn skrifa undir skiln- aðarpappírana. Málin verða hins- vegar svolítið snúin fyrir Melanie þegar unnustinn Andrew og móðir hans borgarstjórinn ákveða að fylgja henni á heimaslóðirnar. Leikstjóri þessarar rómantísku gamanmyndar er Andy Tennant. Handrit skrifaði Dogulas J. Eboch upp úr sögu C. Jay Cox. Framleið- endur myndarinnar, sem kemur frá Touchstone Pictures, eru Neal H. Moritz, Stokely Chaffin, Jon Jashni, Wink Mordaunt og Michael Fott- rell. Leikstjórinn segist hafa viljað búa til ástarsögu, þar sem valið stæði á milli hins frábæra manns annars vegar og þess rétta hins- vegar. „Myndin snýst um leitina miklu að rómantískum lífsförunauti og þau vandræði, sem hún getur skapað. Hún fjallar líka um sjálfs- skoðun og hvernig maður lærir að lifa í sátt við sjálfan sig, sem ég held að margur nútímamaðurinn eigi ansi erfitt með,“ segir aðal- leikkonan, Reese Witherspoon. „Ég held að allir menn hljóti að kannast við þá þrá að fá að falla inn í og njóta viðurkenningar samfélagsins, en finna jafnframt til vanmáttar vegna einhvers konar afneitunar á eigin sjálfi. Þegar manneskjan hrekkur svo allt í einu í gírinn aftur og uppgötvar sjálfa sig, virðist allt koma heim og saman. Myndin tekur meðal annars á þessum áleitnu spurningum á fallegan, skemmti- legan og rómantískan hátt.“ Með tvö í takinu Reuters Leikstjóri myndarinnar, Andy Tennant, segist hafa viljað búa til ástarsögu, þar sem valið stæði á milli hins frábæra manns annars vegar og þess rétta hinsvegar. Jean Smart og Reese Witherspoon í hlut- verkum sínum. Sambíóin í Reykjavík, Keflavík og á Ak- ureyri frumsýna Sweet Home Alabama. Leikarar: Reese Witherspoon, Josh Luc- as, Patrick Dempsey, Fred Ward, Mary Kay Place og Jean Smart. ÞAÐ er leikstjórinn WalterHill, sem á löngu tímabilivar sjálfur þungavigt- armeistari í gerð hasarmynda, sem er handritshöfundur og leikstjóri Undisputed, sem frumsýnd verður í dag. Hún fjallar einmitt um „Ice- man“ Chambers, sem leikinn er af Ving Rhames, heimsmeistara í þungavigt í hnefaleikum. Meist- arinn er grunaður um nauðgun og hlýtur lífstíðardóm í fangelsi. Hann þykir varasamur mjög og er settur í landsþekkt öryggisfangelsi, sem hefur verið rammgirt fyrir hættu- legustu glæpamenn þjóðarinnar, Sweetwater-fangelsið í Mohave- eyðimörkinni. Þaðan eiga fæstir afturkvæmt. Innandyra ríkir vara- samt andrúmsloft og eitt af því fáa sem tugthúsmeðlimum er leyft að stytta sér stundir við er grimmd- arleg keppni í hnefaleikum. Sá, sem stjórnar henni er Ripstein, sem leikinn er af Peter Falk, en hann hefur mátt dúsa lengi innan veggja rimlanna og er þar öllu vanur. Nú- verandi meistari í Sweetwater er Monroe Hutchen, sem leikinn er af hinum kunna Wesley Snipes, en allt frá því að Iceman birtist á svæðinu, þykir það vera nokkuð ljóst að ein- vígi þeirra í milli er óumflýjanlegt. En fyrst þarf að sanna sig meðal klíkunnar sem ræður ríkjum innan veggja fangelsisins og kosta þau átök hann langvarandi einangrun. Síðan kemur að því að skyrpt er í lófana og hendur látnar standa fram úr ermum og í Sweetwater- fangelsinu er heimsmeistarinn í hnefaleikum um það bil að mæta jafnoka sínum. David Giler skrifaði handritið að myndinni í samvinnu við Hill, en meðal annarra þekktra mynda Hills má nefna The Warr- iors (1979), Southern Comfort (1981) og 48 Hours (1982). Efni þessarar nýjustu myndar Hills þyk- ir hinsvegar um margt minna á hina sígildu mynd Walters Hills, Streetfighter/Hard Times (1975) með þeim Charles Bronson og James Coburn í aðalhlutverkum. Hill hefur framleitt og leikstýrt kvikmyndum allar götur frá árinu 1975, en hann er fæddur í Kali- forníu árið 1942 og naut menntunar í Michigan State-háskólanum. Hnefa- leikaein- vígi háð í fangelsinu Laugarásbíó frumsýnir Undisputed. Leikarar: Wesley Snipes, Ving Rhames, Peter Falk, Michael Rooker og Wes Studi. Eitt af því fáa sem tugthúsmeðlimum er leyft að stytta sér stundir við í ill- ræmdu fangelsi eru grimmdarlegar keppnir í hnefaleikum. Ving Rhames, leikur „Iceman“ Chambers, heimsmeistara í þungavigt. ÞAÐ er Al Pacino sem fer meðaðalhlutverkið í þessari nýj-ustu mynd ný-sjálenska leik- stjórans Andrews Niccols, sem er bæði handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar Simone. Myndin fjallar um kvikmynda- framleiðanda nokkurn sem verður fyrir því áfalli að aðalkvenstjarna myndarinnar, sem hann vinnur að, ákveður að yfirgefa verkefnið. Hann bregður því á það ráð að leysa hana af hólmi með leikkonu, sem er stafrænn tilbúningur einn, en hún verður það heitasta á markaðnum án þess að nokkur viti að hún er ekkert nema til- búningur í tölvu. Í öðrum helstu hlutverkum eru Catherine Keener (8MM, Being John Malkovich), nýstirnið Evan Rachel Wood (Digging to China, Practical Magic), Pruitt Taylor Vince (Nurse Betty, The Cell), Jay Mohr (200 Cigarettes, Pay It Forward), Tony Crane (Wishmaster), Jason Schwartzman (Rushmore) og Win- ona Ryder (Reality Bites, Girl, Int- errupted). Leikstjórinn og handritshöfund- urinn Andrew Niccol á ekki margar myndir að baki, en hefur vakið tals- verða athygli fyrir þær engu að síður. Þetta er önnur bíómynd kappans en sú fyrri var Gattaca (1997) með þeim Ethan Hawk og Umu Thurman í að- alhlutverkum. Hann skrifar hand- ritin að myndum sínum sjálfur og hefur þegar skrifað eitt handrit fyrir aðra, The Truman Show (1998) með Jim Carrey í aðalhlutverki. Niccol framleiddi einnig þá mynd. Andrew Niccol varð fyrst þekktur fyrir frum- lega auglýsingagerð, en því starfi hafði hann sinnt í tíu ár áður en kvik- myndirnar heilluðu og tóku við. Aðalstjarnan er tilbúningur einn Smárabíó og Regnboginn frumsýna Simone. Leikarar: Al Pacino, Catherine Keener, Evan Rachel Wood, Pruitt Taylor Vince og Jay Mohr. Myndin fjallar um kvikmyndaframleiðanda (Al Pacino) sem býr til staf- ræna leikkonu, Simone (Catherine Keener). HÓPUR af áræðnum ungling-um vinnur keppni og í verð-laun fá krakkarnir að eyða nótt á æskuheimili Michael Myers í Haddonfield í Illinois-fylki, sem fyrst komst í fréttirnar þegar eldri systir hans var myrt þar árið 1963. Ung- lingarnir ætla að nota þetta tækifæri til að skemmta sér ærlega, búa til myndband um næturævintýrið og baða sig kannski í leiðinni í örlitlum frægðarljóma. Eftir að þau hafa ráð- ist til inngöngu í húsið, vopnuð nú- tíma upptökutólum og tækjum, fara hlutirnir ekki alveg eins og gert hafði verið ráð fyrir. Þess í stað hefst bar- átta upp á líf og dauða og kraftur krakkanna þarf allur að fara í það að reyna að komast út úr húsinu á ný, og það lifandi. Á endanum koma allir heim og í þessari nýjustu Halloween- hrollvekju fær goðsögnin Michael Myers tækifæri sitt til að snúa aftur til æskuheimilis síns, sem varð horn- steinn hins illa þegar Myers svipti í fyrsta sinn hulunni af eigin ólækn- andi þráhyggju með tilheyrandi ógn- um og skelfingu. Sú illska, sem fylgdi Myers, deyr aldrei og í myndinni verður leyndarmálið um endurkom- una gert uppskátt í þessari nýju Halloween bíó-útgáfu. Myndin gefur einnig tækifæri til að þeyta arfleifð Myers af afli inn í nýja öld. Hann er endurvakinn í heimi, þar sem hann er ekki aðeins álitinn vera andlit tómrar illsku, heldur hafa fjölmörg morða hans í gegnum árin hlotið ákveðið skemmtanagildi á þeim tæknitímum, sem mannfólkið lifir nú og hrærist í. Og nú í fyrsta skipti geta áhorfendur fylgst með endurkomu illvirkjans í beinni útsendingu. Leikstjóri myndarinnar er Rick Rosenthal, sem fyrir tveimur áratug- um leikstýrði Halloween 2, sællar minningar. Larry Brand skrifaði handritið upp úr eigin sögu ásamt Sean Hood. Framleiðendur þessarar hrollvekju eru Paul Freeman og Mo- ustapha Akkad. Endurkoma illvirkja í beinni útsendingu Smárabíó frumsýnir Halloween Resurrection. Leikarar: Jamie Lee Curtis, Brad Loree, Busta Rhymes, Bianca Kajlich, Sean Patrick Thomas, Ryan Merriman, Thomas Ian Nicholas, Daisy McCrackin og Katee Sackhoff. Sú illska, sem fylgdi Myers, deyr aldrei og verður leyndarmálið um endurkomuna gert uppskátt í þess- ari nýju Halloween-bíóútgáfu. Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Erum enn að taka upp samkvæmisfatnað í miklu úrvali Opið laugard. 11-15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.