Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 25
NORMAN Coleman, sem etur kappi við Walter Mon-
dale um öldungardeildarþingsæti Minnesota, heldur
í hönd föður síns, Norm eldri, á leiðinni til St. Paul á
miðvikudaginn eftir kosningaferðalag. Á bak við þá
er Steve Moore, sem er vinur fjölskyldunnar.
Coleman er 53 ára og var borgarstjóri í St. Paul,
höfuðborg Minnesota, í tvö kjörtímabil, og bauð sig
fram gegn Jesse Ventura í ríkisstjórakosningum, en
laut í lægra haldi. George W. Bush Bandaríkjaforseti
valdi hann til framboðsins til öldungadeildarinnar
nú.
Coleman fæddist í New York og var leiðtogi rót-
tækra háskólastúdenta og demókrati á yngri árum.
Síðar snerist honum hugur og hann gekk til liðs við
repúblíkana. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir
tækifærismennsku, og Ventura lýsti honum sem
„bremsulausum stjórnmálamanni sem er tilbúinn til
að gera hvað sem er til að krækja í atkvæði“.
AP
„Í fylgd með fullorðnum“
WALTER Mondale, fyrrverandi
varaforseti Bandaríkjanna, hefur
ákveðið að bjóða sig fram í kosn-
ingum til öld-
ungadeildar
þingsins fyrir
hönd demókrata
í Minnesotaríki,
og hóf í gær ein-
hverja óvenju-
legustu – og
stystu – kosn-
ingabaráttu sem
háð hefur verið í
Bandaríkjunum.
Kemur Mondale í stað öldunga-
deildarþingmannsins Pauls
Wellstones, sem lést í flugslysi á
föstudaginn, og etur kappi við
Norman Coleman, frambjóðanda
repúblíkana, er bauð sig fram á
móti Wellstone. Coleman er fyrr-
verandi borgarstjóri í St. Paul.
Mondale, sem er 74 ára, var öld-
ungadeildarþingmaður í 12 ár áður
en hann varð varaforseti Jimmys
Carters 1976. Samkvæmt skoðana-
könnunum eru horfur á að hann
hafi betur í kapphlaupinu við Cole-
man.
Demókratar gagnrýndir
Demókratar voru gagnrýndir
harðlega á miðvikudaginn af Jesse
Ventura, ríkisstjóra í Minneapolis,
og repúblíkönum, sem sögðu demó-
krata hafa breytt minningarsam-
komu um Wellstone í kosninga-
fund. Fjölmiðlar í Minnesota tóku í
sama streng.
Ventura, sem er hvorki í Demó-
krataflokknum né Repúblíkana-
flokknum, hótaði að tilnefna óháð-
an stjórnmálamann, en ekki
demókrata, til að taka sæti
Wellstones uns úrslit kosninganna
liggja fyrir. Þær fara fram á
þriðjudaginn.
Walter Mondale í framboð
til öldungadeildar Bandaríkjaþings
Fimm daga
kosningabarátta
Minneapolis. The Washington Post.
Walter Mondale
TÉTSENSKU skæruliðarnir sem
héldu 800 leikhúsgestum í gíslingu í
Moskvu í liðinni viku höfðu í fórum
sínum nægt sprengiefni til að
sprengja alla bygginguna í loft upp
og draga alla sem í henni voru með
sér í dauðann, eftir því sem tals-
maður rússnesku leyniþjónustunnar
FSB greindi frá í gær. Sögðu aðrir
talsmenn rússneskra stjórnvalda
þetta sýna og sanna að rétt hefði
verið af sérsveitum hersins að dæla
svæfingagasi inn í leikhússalinn í því
skyni að yfirbuga gíslatökumennina
og frelsa gíslana. Yfirvöld hafa sætt
gagnrýni þar sem 119 gíslanna létu
lífið, flestir úr gaseitrun.
Á fjölmennum blaðamannafundi í
Moskvu í gær sagði Vladimír Yerj-
omín, næstæðsti yfirmaður afbrota-
fræðistofnunar FSB, að gíslatöku-
mennirnir fimmtíu hefðu verið með í
fórum sínum á bilinu 110 til 120 kíló
af sprengiefni sem þeir hefðu komið
fyrir víðs vegar um leikhúsbygg-
inguna.
„Jafnvel þótt einvörðungu öflug-
asta sprengjan hefði verið sprengd,
sem að sprengikrafti svaraði til 20
kg af TNT, hefðu sprengjubrot
dreifzt af þvílíkum krafti um allan
leikhússalinn að enginn sem í hon-
um var hefði komizt lífs af,“ sagði
Yerjomín. „Sprengikraftur þessara
sprengna hefði leitt til þess að sval-
irnar í salnum hefðu hrunið og svo
gott sem öll byggingin hefði algjör-
lega eyðilagzt,“ bætti hann við.
Tvær stórar og fjöldi
minni sprengna
Yerjomín sýndi viðstöddum á
blaðamannafundinum hvernig gísla-
tökumennirnir hefðu komið tveimur
stórum málmhólkslaga sprengjum
fyrir bæði í miðjum áhorfendasaln-
um niðri og uppi á stærstu áhorf-
endasvölunum. Þær hefðu verið
tengdar með rafmagnsvírum og báð-
ar verið hlekkir í keðju sprengna
sem hægt hefði verið að sprengja
allar í einu. Í hvorri stóru sprengn-
anna hefði verið 152 mm fallbyssu-
sprengikúla, sem dreifir málmflísum
um allt er hún springur. Að sögn
Yerjomín höfðu hryðjuverkamenn-
irnir einnig 25 minni sprengjur,
flestar bundnar um mittið, en í
hverri þeirra hefðu verið tvö kíló af
sprengiefni og eitt kíló af málmflís-
um. Ennfremur hefðu í fórum hinna
föllnu gíslatökumanna fundizt 16
„venjulegar“ handsprengjur og 85
heimasmíðaðar.
Þrátt fyrir hið mikla mannfall sem
orðið hefði í hópi gíslanna sýna
skoðanakannanir að yfirgnæfandi
meirihluti rússnesks almennings
styður það hvernig yfirvöld tóku á
málinu.
Rússar réttlæta beitingu
gass við lausn gíslatökunnar
Tétsenarnir gátu
sprengt leik-
húsið í loft upp
Moskvu. AFP.
DÝRAVINIR í Bandaríkjunum
eru æfareiðir út af hundi, það er
að segja Stökkvaranum Brútusi,
en hann á að leika listir sínar á
flugvélasýningu á Vandenberg-
herflugvellinum í Kaliforníu. Hon-
um verður með öðrum orðum
kastað út úr flugvél og látinn svífa
til jarðar í fallhlíf.
„Þetta er ekkert annað en
grimmd gagnvart dýrum. Það er
verið að misnota hundinn eða
dettur nokkrum í hug, að hann
hafi gaman af því að vera kastað
út úr flugvél í mikilli hæð?“ sagði
Shirley Cram, talsmaður einna
dýraverndarsamtakanna, en fé-
lagi Brútusar í stökkinu, Ron
Sirull, er á öðru máli:
„Hann verður strax mjög
spenntur þegar hann sér útbún-
aðinn og augljóslega til í slaginn.“
Sirull á 1.000 stökk að baki en
Brútus 100.
Deilt um Stökkv-
arann Brútus
Vandenberg. AP.