Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ skrefi framar Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað N O N N I O G M A N N I | Y D D A / si a. is N M 0 7 6 4 7 • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni BREYTINGAR á skipulagi og starf- semi Hf. Eimskipafélags Íslands voru kynntar á fundi með starfs- mönnum í gær, en til stendur að skipta rekstri félagsins upp í þrjár einingar, flutninga, sjávarútveg og fjárfestingu, um næstu áramót. Fé- lagið keypti sem kunnugt er Útgerð- arfélag Akureyringa hf. og Skag- strending hf. á árinu, auk meirihluta hlutafjár í Haraldi Böðvarssyni hf. Í kjölfar kaupanna var ákveðið að reka sjálfstæða sjávarútvegseiningu inn- an félagsins til viðbótar við flutninga- og fjárfestingastarfsemi sem Eim- skipafélagið hefur rekið um árabil. Eimskip ehf. stærsta félagið Eftir breytingar verður Hf. Eim- skipafélagi Íslands því skipt í þrjú sjálfstæð hlutafélög. Eimskip ehf. sem sér um flutningastarfsemi og verður stærsta félag samstæðunnar. Framkvæmdastjóri Eimskipa ehf. verður Erlendur Hjaltason. Sjávar- útvegshlutinn sér um að reka útgerð, fiskvinnslu og skylda starfsemi. Guð- brandur Sigurðsson verður fram- kvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtæk- isins, Sturlaugur Sturlaugsson verður aðstoðarframkvæmdastjóri og Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri Eimskipafélags Íslands, verð- ur stjórnarformaður bæði sjávarút- vegsfyrirtækisins og Eimskipa ehf. Hlutverk fjárfestingafélagsins Burðaráss ehf. verður hið sama og verið hefur, eignarhald, kaup og við- skipti með verðbréf. Framkvæmda- stjóri Burðaráss er Friðrik Jóhanns- son, en stjórnarformaður félagsins eftir breytingarnar verður Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Eim- skipafélags Íslands. Móðurfélagið, Eimskipafélag Ís- lands, annast stefnumótun fyrir sam- stæðuna og ýmis sameiginleg verk- efni. Markmið breytinganna á skipuriti og starfsemi Eimskipafélags Íslands er að auka verðmæti eignarhluta hluthafa með því að reka stærra og öflugra fyrirtæki, segir í tilkynningu. Með því að gera hverja rekstrarein- ingu sjálfstæða með sérstaka stjórn er ætlunin að gera stjórnendum kleift að einbeita sér að arðbærum rekstri síns sviðs. Bætt afkoma skýrist m.a. af gengishagnaði Eimskipafélagið skilaði 3.844 millj- ónum króna í hagnað eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins, en á sama tímabili í fyrra nam tap félags- ins 4.085 milljónum króna. Bætta af- komu má einkum skýra með geng- ishagnaði lána í erlendri mynt og óinnleystum gengishagnaði hluta- bréfa, segir í tilkynningu. Velta sam- stæðunnar var rúmir 17,2 milljarðar króna. Tekjur af flutningum vega þyngst, námu yfir 13 milljörðum króna, eða um þremur fjórðu hlutum tekna á tímabilinu, en sjávarútveg- stekjur námu um fjórum milljörðum eða um fjórðungi tekna félagsins. Rekstrargjöld félagsins voru 16,8 milljarðar króna en námu tæplega 13,7 milljörðum á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var rúmir tveir milljarðar króna en um 800 milljónir á sama tímabili í fyrra. Fjármunatekjur félagsins námu tæplega 1,7 milljörðum króna sem einkum skýrist af gengishagnaði. Veltufé frá rekstri var jákvætt um 1,3 milljarða króna á tímabilinu og handbært fé frá rekstri var 1,27 millj- arðar króna. Efnahagsreikningur samstæðunnar var 48,9 milljarðar króna við lok tímabils, eiginfjárhlut- fall var 40,6% og veltufjárhlutfall var 1,10. Hagnaður flutningastarfsemi nam 1,2 milljörðum króna eða tæpum þriðjungi heildarhagnaðar. Fjárfest- ingastarfsemi Eimskipa skilaði tæp- um 2,5 milljörðum í hagnað á tíma- bilinu og hagnaður af sjávarútvegs- starfsemi nam ríflega 220 milljónum króna. Starfsemi Eimskipa- félagsins skipt í þrennt Morgunblaðið/RAX Hagnaður nam tæpum fjórum millj- örðum á fyrstu níu mánuðum ársins „ÞAÐ er enginn vafi á því að nor- rænt samstarf á mikla framtíð fyrir sér,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, formaður Íslandsdeildar Norður- landaráðs, en í gær lauk 50. afmæl- isþingi ráðsins í Helsinki. Segir Ís- ólfur Gylfi að þingið hafi verið bæði áhugavert og skemmtilegt. „Það er óhætt að segja að norrænt samstarf sé lifandi og í sífelldri þró- un. Á þinginu var árangri fortíðar fagnað en samt lögð áhersla á ný og krefjandi verkefni í breyttum heimi. Mikið var rætt um þann breytta heim sem við lifum í, hryðjuverk, Evrópusambandið, hnattvæðingu og ýmsa fylgifiska hennar, t.d. flutninga fólks til Norðurlandanna. Svíar munu í formennsku sinni á næsta ári leggja sérstaka áherslu á innflytj- endur.“ Á síðustu árum hafi vægi al- þjóðamála aukist innan Norður- landaráðsins og segir Ísólfur Gylfi að margir telji að sú verði þróunin næstu ár. Óþolandi að embættismenn fylgi ekki sáttmálum eftir Leiðir til að hrinda landamæra- hindrunum úr vegi voru einnig ræddar á þinginu en síðustu ár hefur verið unnið að því á vettvangi ráðsins að samræma reglur innan Norður- landanna sem auðveldi Norður- landabúum að flytjast milli landanna og stunda þar viðskipti. „Það eru enn að koma upp dæmi þar sem menn eru óánægðir, það er óþolandi að embættismannakerfið hafi ekki fylgt eftir sáttmálum vegna vankunnáttu og að fólk lendi í klemmu vegna ólíkra reglna á Norðurlöndunum. Eitt lítið dæmi er t.d. þegar neitað er að viðurkenna íslenskar nafnaregl- ur,“ segir hann. Ísólfur veitir forstöðu nefnd sem fjallar um samstarf Norðurlandanna í vestri, Íslands, Færeyja og Græn- lands. Segist hann m.a. hafa lýst stuðningi sínum við sjálfstæðisbar- áttu Færeyinga á þinginu. Aðspurður um hvað Íslendingar uppskeri með þátttöku sinni í sam- starfi Norðurlandanna segir Ísólfur Gylfi hagnaðinn ótvíræðan. „Við stöndum þar jafnfætis öðrum þjóð- um þó við séum lítið land og þar er tekið fullt tillit til tillagna okkar. Við getum verið glöð yfir því. Menn velta auðvitað fyrir sér þessu samstarfi í Evrópusambandinu og það eru deildar meiningar, bæði manna, ein- staklinga og flokka, hvað það varðar, en það er enginn vafi á því að nor- rænt samstarf á mikla framtíð fyrir sér,“ segir Ísólfur Gylfi. Ísólfur Gylfi Pálmason, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs Norrænt sam- starf lifandi og í sífelldri þróun ATHÖFN verður á Reykjavík- urflugvelli í dag í tilefni af end- urbyggingu vallarins sem lauk í ár. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra afhjúpar hnitastein flugvallarins. Hefst athöfnin klukkan 15.30 og verða síðan flutt ávörp í flugskýli 1. Flugbrautir vallarins voru endurbyggðar árin 1999 til 2002 en mikl þörf var orðin á end- urbótum. Þá voru ýmsar end- urbætur gerðar á aðstöðu við völlinn. Meðal annars voru gerð- ar nýjar aksturbrautir fyrir vélarnar. Nokkru áður en at- höfnin hefst eða um kl. 15 sýnir bandaríska listflugkonan Patty Wagstaff listflug. Hún hefur í 11 ár verið í landsliði bandarískra listflugmanna, þrisvar orðið bandarískur meistari og einu sinni heimsmeistari í listflugi. Listflug í tilefni end- urbóta á flugvelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.