Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRJÁLSRÆÐI hefur aukistí verðlagningu á búvörumá undanförnum árum.Fyrir rúmum áratug var verð á landbúnaðarvörum að stærst- um hluta ákveðið af nefndum sem voru skipaðar af stjórnvöldum. Op- inber verðlagning á lambakjöti var aflögð í áföngum um miðjan síðasta áratug. Ein ástæðan fyrir þessu var sú að verðlagning á kjúklingum og svínakjöti var í reynd frjáls og það var við þessar aðstæður varla hægt að láta eina kjöttegund sæta opin- berri verðlagningu. Aðstæður á markaði fyrir mjólk- urvörur eru talsvert aðrar en á kjöt- markaðinum þar sem mörg fyrir- tæki keppa. Hörð samkeppni er á milli þeirra sem framleiða kjúklinga, lambakjöt, svínakjöt og nautakjöt. Sláturleyfishafar og kjötvinnslur keppa sín á milli, bæði um viðskipti við bændur og um að koma vörum sínum inn á smásölumarkaðinn. Á markaði fyrir mjólkurvörur eru allt aðrar aðstæður. Mjólkursamlög- in eru flest mjög öflug fyrirtæki og þau hafa gert með sér samninga um verkaskiptingu. Þau eru þar að auki með verðtilfærslu sem m.a. tryggir að lítil samlög geta þrifist. Verðlagn- ingin á nokkrum helstu mjólkurvör- unum á heildsölustigi er ákveðin af opinberri verðlagsnefnd, en smá- söluálagning er frjáls. Verðlagsnefnd ákveður heildsöluverð Þótt opinber verðlagning á mjólk- urvörum sé að hluta til enn við lýði er það ekki svo að kerfið sé búið að vera algerlega óbreytt í áratugi. Áð- ur var verð á mjólk til bænda ákveð- ið af svokallaðri sexmannanefnd og verð á heildsölustigi var ákveðið af svokallaðri fimmmannanefnd. Þessu fyrirkomulagi var breytt fyrir fjór- um árum þegar svokölluð verðlags- nefnd var sett á fót, en í henni sitja tveir fulltrúar bænda, tveir fulltrúar frá ASÍ og BSRB, sem eru fulltrúar neytenda, og einn fulltrúi frá stjórn- völdum. Þessi nefnd ákveður verð til bænda og hún ákveður einnig verð í heildsölu á nokkrum helstu mjólk- urvörum, t.d. nýmjólk, léttmjólk, skyri, rjóma, brauðosti og smjöri. Frjáls verðlagning er hins vegar á jógúrtvörum, ávaxtaskyri, súrmjólk, engjaþykkni, mörgum tegundum af ostum og fleiri vörum. Verðlagning á þessum vörum tekur þó mið af hinni opinberu verðlagningu. Árið 1997, í tengslum við gerð bú- vörusamnings milli ríkisins og bænda, var samið um að opinber verðlagning á heildsölustigi félli nið- ur eigi síðar en 30. júní 2001. Þessi breyting kom hins vegar ekki til framkvæmda því að árið 2001 gerðu landbúnaðarráðherra og Bænda- samtökin viðaukasamning við bú- vörusamninginn þess efnis að opin- ber verðlagning í heildsölu héldi áfram til 30. júní 2004. Fjármálaráð- herra undirritaði einnig þennan samning. Samtök verslunar og þjónustu voru óánægð með þessa framleng- ingu og vísuðu málinu til samkeppn- isráðs sem í fyrradag beindi þeim tilmælum til landbúnaðarráðherra að „heildsöluverðlagning á búvörum verði gefin frjáls svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en 30. júní 2004“. Ráðherra með víðtækar heim- ildir í lögum til afskipta Ástæðan fyrir því að samkeppn- isráð beinir tilmælum til landbúnað- arráðherra en gefur ekki bein fyr- irmæli er sú að búvörulög, sem eru sérlög og eru í þessu tilviki sam- keppnislögum æðri, veita landbún- aðarráðherra margvíslegar heimild- ir til að verðleggja og stýra fram- leiðslu og sölu á mjólkurvörum. Landbúnaðarráðherra hefur í fyrsta lagi heimild til að gera samning við bændur, líkt og hann gerði árið 2001 um að framlengja opinbera heild- söluverðlagningu á mjólkurvörum. Í öðru lagi er í búvörulögum að finna heimild til verðtilfærslu með tiltekn- um skilyrðum. Með öðrum það er heimilt að leggja gj teknar mjólkurvörur og no að greiða niður verð á öðru Tilgangurinn með þessar færslu, sem nemur hu milljóna á hverju ári, er m gera litlum mjólkursamlög að starfa. Í þriðja lagi he vörulög mjólkursamlögum með sér samkomulag um skiptingu um framleiðslu vara. Slíkt samkomulag öð gildi fyrr en landbúnaðar hefur staðfest það. Mjólkursamlögin hafa þessa heimild til verðtilfær verkaskiptingar, en í úrsku keppnisráðs frá því á miðvi landbúnaðarráðherra hvat heimila ekki verðtilfærsl tryggja eftir föngum að sa um verkaskiptingu raski e keppni. Nýmjólk framleidd fyr an og ostar fyrir nor Samningar um verka ganga í stórum dráttum út vörur, þ.e. neyslumjólk mjólkurvörur sem hafa ta Verður frelsi a sölu á mjólkurv Samkeppnisráð hefur beint þeim tilmælum til landbúnaðarráðherra að hætt verði opinberri verðlagningu í heildsölu á mjólkurvörum. Ráðið vill einnig að verð- tilfærslum verði hætt og gerð er athugasemd við verkaskiptingu mjólk- ursamlaganna. Egill Ólafsson velti fyrir sér hugsanlegum áhrifum þessara breytinga á markaðinn. GUÐNI Ágústsson landbún- aðarráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir því að opinberri verð- lagningu á mjólkurvörum í heild- sölu verði hætt fyrr en 2004 líkt og hann samdi um við Bænda- samtökin í fyrra. Samkeppnisráð beindi þeim tilmælum til hans að þessari verðstýringu yrði hætt „svo fljótt sem auðið er“. „Það varð niðurstaða Bænda- samtakanna og mjólkuriðnaðar- ins, að óska eftir fresti á frjálsri verðlagningu. Þetta er flókið mál og þeir töldu að þeir þyrftu lengri tíma. Bæði ég og fjár- málaráðherra urðum sammála um að fresta þessari ákvörðun til ársins 2004 svo mjólkuriðnaður- inn hefði lengri tíma til und- irbúnings. Þar stendur þetta mál,“ sagði Guðni. Guðni sagði það sína sk mjólkuriðnaðurinn hefði sig vel og hefði verið í só vil taka fram að ég er ek mála samkeppnisráði sem að því liggja að virkri sam stafi veruleg hætta af þes stöðu sem málið er í. Ég hygli á því að það hefur v góð sátt í verðlagsnefnd b sem er skipuð fulltrúum A BSRB, ríkisins, bænda og uriðnaðarins. Mjólkurvör ekki hækkað meira en að vörur sem framleiddar er inu eða innfluttar vörur. kerfi hefur dugað vel. Me verða líka að fara vel yfir lagshyggjuna í kringum m uriðnaðinn. Það er mikilv viðhalda henni. Það má s að því hvort verð á mjólk Guðni Ágústsson landbú Engin breyt gerð fyrr en FRELSI Í VERÐLAGNINGU MJÓLKURVARA Samkeppnisráð hefur með áliti,sem sett var fram í tilefni af er-indi frá Samtökum verzlunar og þjónustu, beint þeim tilmælum til landbúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að heildsöluverðlagning á búvörum verði gefin frjáls svo fljótt sem auðið er, eigi síðar en um mitt ár 2004. Þá rennur út viðauki við bú- vörusamning ríkis og bænda sem kveður á um að opinberri verðlagn- ingu á mjólkurvörum skuli haldið áfram, en hún átti að falla úr gildi 1. júlí 2001 samkvæmt búvörusamn- ingnum frá 1997. Samkeppnisráð telur viðaukann ganga gegn markmiðum samkeppn- islaga en vefengir þó ekki út af fyrir sig heimildir ráðherra samkvæmt bú- vörulögum til að framlengja umrædd- an samning. Það blasir hins vegar við að framlengingin orkaði tvímælis þótt hún væri í samræmi við lagabókstaf. Þeir búvörusamningar, sem gerðir voru á síðasta áratug, gerðu ráð fyrir að svimandi háar fjárhæðir rynnu úr vösum skattgreiðenda til bænda en það var réttlætt m.a. með vísan til þess að um aldamótin myndu mark- aðslögmálin gilda um verðlagningu landbúnaðarvara eins og annarra vara í landinu. Eins og fram kemur í fréttaskýringu hér í blaðinu í dag hef- ur mjólkurframleiðslan fengið lengri tíma til að laga sig að eðlilegum við- skiptaháttum en aðrar búgreinar og ætla má að tíminn til miðs síðasta árs hefði átt að duga. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir í blaðinu í dag að samn- ingurinn við bændur standi og breyt- ingar verði ekki gerðar fyrr en 2004. Það er kannski skiljanleg afstaða, úr því sem orðið er. Hins vegar veldur það nokkrum vonbrigðum að ráð- herra skuli ekki kveða fastar að orði um að hin opinbera verðlagning verði endanlega afnumin á miðju ári 2004. Það má fyllilega taka undir það með Samtökum verzlunar og þjónustu að opinber heildsöluverðlagning á mjólkurvörum sé „algjör tíma- skekkja, með tilliti til samkeppnis- laga, almennra viðskiptahátta og hagsmuna neytenda.“ Verðlagsnefnd- ir, verðtilfærslugjöld, endurgreiðslur úr verðtilfærslusjóðum, „verkaskipt- ing“ milli mjólkurbúa, samráð afurða- stöðva um framleiðslu og sölu; allt heyrir þetta til gömlum tíma og á ekkert erindi í samkeppnisumhverfi nútímans. Röksemdir talsmanna þessara leifa af dauðri hönd ríkisafskiptanna um að kerfið komi neytendum í raun og veru til góða eru í meira lagi hæpnar. Saga heimsálfu okkar undanfarna hálfa öld eða svo sýnir vel að ekkert kerfi mið- stýringar og ríkisafskipta, hversu gáfulegt og háþróað sem það kann að virðast og hversu göfugur tilgangur- inn er sem kann að liggja að baki því, stenzt samanburð við frjálsan markað þegar um er að ræða framleiðslu, sölu og dreifingu neytendavöru. Það á við um mjólkurvörur eins og aðrar vörur. FRÍVERZLUN OG FJÁRFESTINGAR Í SJÁVARÚTVEGI Norska dagblaðið Aftenpostengreindi frá því fyrr í vikunni að íslenzk og norsk stjórnvöld hefðu í fyrsta sinn fallizt á að ræða það að falla frá banni við erlendum fjárfestingum í sjávarútvegi landanna í viðræðum sín- um við Evrópusambandið um aðlögun EES-samningsins að stækkun sam- bandsins. Norska blaðið sagði þessa afstöðu tilkomna vegna krafna ESB um að aflétta fjárfestingabanninu sem er í raun undanþága frá því almenna frelsi til fjárfestinga sem felst í EES- samningnum. Sú krafa er m.a. sett fram á móti kröfum EFTA-ríkjanna, Íslands og Noregs, um að fríverzlunar- samningar þeirra við væntanleg aðild- arríki ESB í Austur-Evrópu haldi gildi sínu og að full fríverzlun með fisk ríki á Evrópska efnahagssvæðinu. Í Morgunblaðinu í gær vísar skrif- stofustjóri í utanríkisráðuneytinu þessum fregnum Aftenposten alger- lega á bug og segir Ísland ekki hafa léð máls á neinum slíkum viðræðum. Eng- in ástæða er til að draga í efa að það sé rétt. Hins vegar hljóta íslenzk stjórn- völd að velta því fyrir sér hvað sé því til fyrirstöðu að þau fari í viðræður um að falla frá fyrirvörum við frjálsar fjár- festingar í sjávarútvegi. Morgunblaðið hefur á undanförnum árum fært rök fyrir því að tímabært væri að aflétta þeim hömlum sem eru á erlendri fjárfestingu í íslenzkum sjáv- arútvegi. Rökin eru m.a. þau að íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa nú um ára- bil verið stórtæk í fjárfestingum í veið- um og fiskvinnslu í öðrum ríkjum, víða um heim. Íslendingar geta ekki búizt við því að geta til lengdar fjárfest í sjávarútvegi í öðrum löndum en bann- að sambærilegar fjárfestingar er- lendra fyrirtækja hér. Í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum verður gagnkvæmni að ríkja. Þá hefur blaðið bent á að erlendar fjárfestingar gætu styrkt íslenzk sjáv- arútvegsfyrirtæki í þeirri alþjóðlegu samkeppni sem þau taka virkan þátt í. Fjárfestingabannið er hins vegar lík- legt til að gera íslenzk sjávarútvegs- fyrirtæki að annars flokks fjárfesting- arkosti á hlutabréfamarkaði sem verður æ alþjóðlegri. Stuðningur við breytingar fer vaxandi innan greinar- innar sjálfrar og á fjármálamarkaðn- um. Það er því fyllsta ástæða til að opna fyrir erlenda fjárfestingu í sjávarút- veginum, alveg burtséð frá samninga- viðræðum við Evrópusambandið. Auð- vitað ætti líka að opna þennan geira fyrir fyrirtækjum frá öðrum ríkjum en bara ESB-löndunum. En ef það bætist við röksemdirnar fyrir afnámi fjárfest- ingabannsins að það geti liðkað fyrir fríverzlun með íslenzkar sjávarafurðir í stækkuðu Evrópusambandi hljóta menn að staldra við og velta fyrir sér hvort nú sé ekki einmitt rétti tíminn til að stíga þetta skref.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.