Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Salbjörg Hall-dórsdóttir var fædd í Magnússkóg- um í Hvammssveit í Dalasýslu 16. apríl 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 22. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Guðmunds- son bóndi þar (f. 3. okt. 1875, d. 13. júlí 1962) og Ingibjörg Sigríður Jensdóttir (f. 19. okt. 1876, d. 11. ágúst 1957). Salbjörg var áttunda í röð fjór- tán barna foreldra sinna. Systkini hennar eru: Elísabet (f. 13. sept. 1900, d. 10. mars 1967) húsmóðir í Reykjavík, maki Sigurður Pétur Íshólm; Kristín (f. 7. des. 1901, d. 19. febr. 1995) húsmóðir í Reykja- vík, maki Guðjón Alexíus Krist- jánsson; Sigríður (f. 1903, d. 1903); Magnús (f. 7. júní 1904, d. 24. nóv. 1992) bóndi á Ketilsstöð- um í Hvammssveit, maki Lára Björg Ólafsdóttir; Guðmundur (f. 16. ágúst 1905, d. 4. maí 1993) bóndi í Magnússkógum, maki Ólöf Jónasdóttir; Sigríður (f. 12. sept. 1906, d. 2. ágúst 2001) húsfreyja á Orrahóli á Fellströnd, maki Hans Kristján Matthíasson; Sigurjens (f. 17. sept. 1908, d. 28. apríl 1998) bóndi í Svínaskógi á Fellströnd, maki Magðalena Pétursdóttir; Snorri (f. 31. júlí 1911, d. 18. nóv. 1983) húsasmíðameistari í Reykja- Markúsar og tveimur systkinum, þeim Guðrúnu ljósmóður og Sig- urbirni. Börn Salbjargar og Mark- úsar eru: 1) Sigríður Margrét, f. 1944, maki Hjörtur Gunnarsson, dóttir þeirra er Sigrún, maki Craig Daniel Swimm, barn þeirra er Sonja Lind. 2) Jón, f. 1946, maki Sigurbjörg Pétursdóttir, sonur þeirra er Markús, maki Ingibjörg Birna Kjartansdóttir. Sonur Jóns er Ásgeir Salberg, maki Unnur Ásta Hilmarsdóttir, synir þeirra eru Björgvin Óskar og Hilmar Jón. Börn Sigurbjargar eru Pétur Hannesson, maki Gunn- hildur Guðnadóttir, þau eiga Kol- bein Elí, Ragnheiði Helgu og Sig- urbjörgu Birtu; Eygló Hannes- dóttir, maki Ágúst Finnsson, sonur þeirra er Logi. Sonur Mark- úsar er Reynir, f. 1931, maki Guð- ríður Jónsdóttir, börn þeirra eru Þröstur; Gylfi (látinn); Hildur, dóttir hennar er Helga; Ólafur Gísli, maki Jóna Sigurlín Harðar- dóttir, sonur þeirra er Páll. Salbjörg bjó á Spágilsstöðum í tvö ár eftir að Markús lést eða til ársins 1968 er hún brá búi og fluttist til Reykjavíkur. Þáttaskil urðu í lífi Salbjargar er hún hóf sambúð með Sigurbirni Guð- brandssyni (f. 12. des.1913, d. 6. mars 2000) 1971 en hann var bróðir Markúsar. Stóð sambúð þeirra farsællega í meira en ald- arfjórðung eða þar til heilsa beggja tók að bila. Voru þá bæði um tíma á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Síðar fór Salbjörg á Hjúkrunarheimilið Eir og Sigurbjörn á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Salbjargar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. vík og stofnandi Húsasmiðjunnar, maki Inga Berg Jó- hannsdóttir; Guð- björn Viggó (f. 2. júlí 1913, d. 9. maí 1915); Jensína (f. 19. sept. 1915, d. 9. apríl 2001) skólastjóri Hús- mæðraskóla Suður- lands á Laugarvatni; Jóhanna Halldóra (f. 19. mars 1917, d. 29. des. 1998) verkakona í Reykjavík, sambýlis- maður Hjalti Pálsson; Bjarni (f. 16. nóv. 1918, d. 5. maí 1919) og Skúli (f. 16. nóv. 1918, d. 10. maí 1919). Fósturbróðir Alfons Oddsson (f. 5. nóv. 1905) bifreiðastjóri í Reykja- vík, maki Sigríður Jeppesen. Framan af ævi vann Salbjörg að búi foreldra sinna og var hjálp- arhella þeirra bæði úti og inni. Hún stundaði nám í Húsmæðra- skólanum á Staðarfelli og nám í smjörgerð á vegum Kaupfélags Hvammsfjarðar. Þar annaðist hún móttöku og gæðaflokkun á smjöri fyrir kaupfélagið í nokkur ár fyrir giftingu. Salbjörg giftist 14. sept. 1943 Markúsi Guðbrandssyni (f. 21. sept 1902, d. 10. apríl 1966). For- eldrar Markúsar voru Sigríður Margrét Sigurbjörnsdóttir og Guðbrandur Jónsson bóndi á Spá- gilsstöðum. Salbjörg og Markús hófu búskap á Spágilsstöðum 1943 og þá í félagi með foreldrum Mig langar í nokkrum orðum að minnast ömmu minnar, Salbjargar Halldórsdóttur eða Söllu eins og hún var kölluð af vinum og ættingjum. Það er sárt að vita að við eigum ekki eftir að sjást aftur í þessu lífi. Síðast sá ég hana í janúar á þessu ári. Ein- hvern veginn vonaðist maður til að þessi stund kæmi ekki. Amma hafði alltaf náð sér eftir öll veikindi og hélt maður að það færi eins í þetta sinn. Það eru svo margar góðar minn- ingar sem ég á um samverustund- irnar okkar. Amma var ótrúlega þol- inmóð, og tók oft að sér að passa handóða dótturdóttur sína. Ég hlakkaði alltaf mikið til að heim- sækja ömmu í Skerjafjörðinn. Við fórum saman í gönguferðir, spiluð- um á spil eða dunduðum okkur við ýmislegt föndur. Mesta fjörið var að fá að hjálpa henni við að baka kökur af ýmsu tagi og borða svo góðgætið á eftir. Það var alltaf hlaðborð af margvíslegu góðgæti þegar komið var í heimsókn til ömmu og fór eng- inn heim svangur úr hennar húsi. Á meðan amma hafði sjón hafði hún gaman af því að hekla og prjóna. Hún bjó líka til skrín af ýmsum stærðum og gerðum sem voru fag- urlega skreytt með skeljum sem hún hafði tínt. Hestar voru einnig í miklu uppáhaldi hjá ömmu. Hún og Bjössi frændi voru með hesta í Fák þangað til amma var orðin áttræð. Ég var svo heppin að fá oft að hjálpa til við að hugsa um hestana og fara í útreið- artúra með þeim. Amma vildi alltaf hafa eitthvað fyrir stafni og sat aldrei auðum höndum. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa til ef eitthvað þurfti að gera. Oft dáðist ég að hversu hún og Bjössi voru samhent og samtaka við að binda inn bækur sem þau gerðu þó- nokkuð af eftir að hann hætti að vinna. Ég hef síðustu tíu árin búið er- lendis og því ekki getað séð ömmu eins oft og mig hefði langað til. Ein af mínum bestu minningum um ömmu var þegar hún og Jensa frænka, systir hennar, komu í brúð- kaupið hjá okkur Craig í ágúst 1993. Amma var þá 83 ára. Var þetta fyrsta utanlandsferðin henn- ar ömmu og einnig fyrsta skiptið sem hún hafði stigið upp í flugvél. Ömmu fannst þetta nú ekki mikið mál og sagði að hún hefði örugglega flogið oftar ef hún hefði bara vitað að það væri eins og að sitja heima í stofu. Amma skartaði upphlutnum sín- um í brúðkaupinu og vildu allir fá myndir af henni í þessum þjóðlega búningi. Hún lét ekkert á sig fá að geta ekki talað eða skilið fólkið hérna og svaraði bara á íslensku ef hún var spurð að einhverju. Mér er líka sér- staklega minnisstæð smáferð sem við fórum öll í upp á Bauluna okkar hér í Massachusetts sem heitir Skinner Mountain. Við ókum upp og virtum fyrir okkur útsýnið yfir sveit- irnar í kring. Allt var svo kyrrt og aðeins farið að húma. Þegar við ætl- uðum til baka, þá langaði ömmu svo mikið til að ganga niður trjágöngin, sem við gerðum. Hún var svo kát og glöð og ég man að hún söng. Vik- urnar liðu allt of fljótt, en eru mér ógleymanlegar. Elsku amma, þú lifðir næstum heila öld og mikla breytingatíma sem við sem yngri erum áttum okkur ef til vill ekki alltaf á og skiljum ekki til fulls. Við teljum margt svo sjálfsagt og sjálfgefið sem áður var ófáanlegt eða munaður og ekki þýddi að hugsa um eða um að fást. Ég þakka þér allar góðu stundirn- ar sem við áttum saman. Við söknum þín öll. Megi Guð vera með þér og blessa minningu þína. Þín Sigrún og Craig. SALBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Oddný Dóra Hall-dórsdóttir fædd- ist í Fljótshlíðarskóla í Rangárvallasýslu 17. júní 1948. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu, Heiðar- bóli 9 í Reykjanesbæ, laugardaginn 19. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Katrín Sigurðardóttir, f. 1906, d. 1998, og Halldór Sölvason kennari, f. 1897, d, 1971. Systur Oddnýj- ar Dóru eru Ingiríður, f. 1926, d. 2001, Þórhildur, f. 1928, Signý, f. 1932, og Sigrún, f. 1934. Þær voru allar kennarar að mennt. Hinn 26. júlí 1969 giftist Oddný Dóra Kristjáni Kristinssyni flug- virkja hjá Flugleiðum, f. 1947. Kristján er sonur hjónanna Ást- þrúðar Sveinsdóttur, f.1904, d. 1978, og Kristins Jónssonar, f. 1911, d. 1971, sem var umdæm- isstjóri hjá Flugfélagi Íslands á Akureyri. Sonur Oddnýjar Dóru og Kristjáns er Þorsteinn, f. 1977. Hann vinnur hjá Íslandspósti í Reykjanesbæ. Oddný Dóra flutti til Reykjavík- ur haustið 1948 er faðir hennar, sem verið hafði skóla- stjóri í Fljótshlíð- inni, gerðist kennari við Laugarnesskól- ann. Oddný Dóra fór í Kvennaskólann að loknu barnaskóla- prófi og lauk námi þaðan 1965. Þá lá leið hennar í Kenn- araskóla Íslands og útskrifaðist hún 1969. Um haustið hóf hún kennslu við Árbæjarskólann í Reykjavík og kenndi þar í nokkur ár, en flutti sig síðar í Seljaskóla. Eitt ár kenndi hún á Akureyri, þar sem maður hennar vann tímabundið. Þar kviknaði áhugi hennar á því að hjálpa seinfærum börnum, sem varð til þess að hún hóf nám við Kennaraháskóla Íslands og lauk námi í sérkennslu. Oddný Dóra kenndi um tíma við Safa- mýrarskóla. Er fjölskyldan flutti í Reykjanesbæ fyrir nokkrum ár- um kenndi hún við skóla þar. Útför Oddnýjar Dóru fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag kveðjum við móðursystur okkar Oddnýju Dóru og minnumst hennar með hlýju. Með þakklæti kveðjum við hana með kvöldbæninni sem móðir hennar orti til hennar er hún var barn að aldri: Friður guðs þig faðmi, vefji. Foldu sveipar nóttin köld. Þig til sinna hæða hefji, hjartans barn mitt, ljóssins völd. Engilbörn þig lítil leiði ljúft í draumi um himininn. Uns að morgunsólin sendir silkikoss á vanga þinn. (K.S.) Megi kærleikurinn og ljósið um- vefja Dóru frænku okkar. Kæri Kristján og Þorsteinn, við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Systrabörn. Vegna fráfalls okkar kæru mág- konu og frænku, Dóru, eins og við kölluðum hana, er okkur söknuður í huga. Við viljum kveðja hana og votta um leið Kristjáni og Þorsteini okkar dýpstu samúð. Dóra var mjög lagin við skrif og meðferð texta. Því höfum við valið falleg orð í hennar anda, sem okkar hinstu kveðju. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) Arnheiður Kristinsdóttir, Bryndís Arnardóttir, Birgir Örn Arnarson, Ragnar Arnarson, Assa Cornelisdóttir. Leiðir okkar lágu saman í Kenn- araskóla Íslands árið 1966. Þegar kennaranámi lauk skildi leiðir, sumir héldu áfram til frekara náms en aðrir skelltu sér beint út í kennslu. Fljót- lega ákváðum við bekkjarsystur að stofna saumaklúbb. Eins og gengur heltist smám saman úr lestinni þar til fyrir um tuttugu árum að við vorum sjö eftir. Þessi litli kjarni hefur haldið saman síðan og náinn vinskapur myndast á milli okkar. Við létum okk- ur ekki nægja að prjóna og sauma heldur ákváðum að leggja land undir fót og ferðast út fyrir landsteinana. Við lögðum fyrir ákveðna upphæð á mánuði, sem eiginmenn okkar köll- uðu mjólkurpeningana, þar til við átt- um fyrir fyrstu ferðinni. Við fórum til Rómar, Napólí og Caprí. Það voru ákveðnar konur sem klöngruðust upp alla stigana í Péturskirkjunni í Róm og við uppskárum sannarlega árang- ur erfiðisins. Fyrir framan okkur lágu Vatikanið og Rómarborg í öllu sínu veldi á sjö hæðum. Það var tilkomu- mikil sjón. Næst lá leið okkar til Pól- lands og var það ekki síður skemmti- leg og fróðleg ferð. Nú sl. sumar fórum við til Búlgaríu og var sú ferð ógleymanleg eins og hinar. Dóra var þá orðin mikill sjúklingur og átti erfitt með að fylgja okkur eftir en naut samt sem áður ferðalagsins. Dóra aflaði sér framhaldsmenntun- ar í sérkennslufræðum og var sérlega natin og skilningsrík gagnvart börn- um sem áttu í námserfiðleikum. Tungumál lágu afar vel fyrir henni og einnig var hún góður penni. Dóra hef- ur ekki verið heilsuhraust og um síð- ustu áramót var hún orðin það mikill sjúklingur að hún hætti kennslu. Það átti þó ekki við hana að vera aðgerðarlaus þegar heilsan leyfði. Hún dreif sig því í sjúkraliðanám en umönnunarstörf höfðu alltaf heillað hana. Hún var þó alveg meðvituð um að hún hefði tæplega heilsu í slík störf en það dreifði huganum að fást við ný verkefni. Fyrir nokkrum árum flutti fjöl- skyldan til Keflavíkur. Dóra var mjög stolt af einbýlishúsinu sínu og garð- inum sem þau hjón voru sífellt að fegra. Dóra var trúuð kona og notaði bænina mikið fyrir sig og aðra. Nú er komið að kveðjustund. Það er skrýtin tilfinning að hugsa til þess að Dóra eigi ekki eftir að vera með okkur framar. Eftir sitja eiginmaður og son- ur sem syrgja sárt. Góður Guð styrki ykkur og styðji í sorginni. Blessuð sé minning Dóru. Anna Margrét, Anna Þóra, Hrafnhildur, Ingibjörg, Margrét og Sigurveig. ODDNÝ DÓRA HALLDÓRSDÓTTIR Frændi okkar, ÓLAFUR BJÖRGVIN ÞORBJÖRNSSON frá Reyðarfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað þriðjudaginn 22. október. Útförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00. Systkinabörn. Ástkær faðir, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, GRÍMUR STEFÁN BACHMANN, Stóragerði 12, Reykjavík, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi að morgni þriðjudagsins 22. október sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Starfsfólki á deild 11E, krabbameinsdeild, eru færðar sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Anna Þórdís Grímsdóttir, Sveinn Ingi Lýðsson, Gerður Björk Sveinsdóttir, Davíð Páll Bredsen, Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir, Hjalti Þór Sveinsson, Stefán Gauti Sveinsson, Ólafía Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.