Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT „ÞAÐ er ljóst að tilfærsla veiðiheim- ilda, sem leitt hefur til fækkunar skipa í útgerð, hefur haft afgerandi áhrif til bættrar afkomu útgerðar- innar í heild. Í upphafi núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis árið 1984, gerðum við út 106 togara en nú 70, en hluti þeirra veiðir nú úthafsrækju en veiddi áður botnfisk. Uppsjávar- veiðiskip eru nú 38 en voru 52. Þessi skip veiða nú alla síld við Íslands- strendur, norsk-íslensku síldina, alla loðnuna og auk þess veiddu þau 350.000 lestir af kolmunna á sl. ári. Í þessum flota eru nokkur ný skip og mörg eldri skip hafa verið endur- bætt,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, meðal annars á aðal- fundi samtakanna í gær. „Á árinu 1984 gerðum við út 518 báta sem stærri voru en 20 rúmlestir en nú eru þeir 233 þegar ekki eru taldir með bátar án aflahlutdeildar. Hér skyggir á að Hæstiréttur Ís- lands hefur komist að þeirri pólitísku niðurstöðu að hér sé ekki heimilt að lögum að takmarka stærð fiskiskipa- flotans, sem þó er gert alls staðar í heiminum því um er að ræða sókn í takmarkaða auðlind. Við sitjum því uppi með alltof mörg kvótalaus skip, sem menn freistast til að gera út án þess að forsendur séu fyrir rekstri þeirra. Verð á skipum hefur hrunið og er aðeins brot af smíðakostnaði nýs skips. Gríðarleg fjárfesting í hundruðum smábáta á liðnum árum er í fullkominni andstæðu við það hagræði sem náðst hefur í afla- markskerfinu. Af þeim tölum sem ég nefndi má sjá hve hagræðing í greininni hefur verið mikil. Ljóst má vera hverjum manni hver staða útgerðar væri nú ef ekki hefði komið til þessarar hag- ræðingar. Hér væri efnahagslegt ástand eins og fyrir daga núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis. Gengið fellt oft á ári, óðaverðbólga, átök á vinnumarkaði, fjöldagjaldþrot í greininni og efnahagsleg upplausn. Einfalt dæmi ætti að skýra þetta enn betur. Í sameinuðu fyrirtæki á Suðurnesjum eru nú notuð 11 skip til að nýta fiskveiðiheimildir, sem áður voru nýttar af 36 skipum. Allt þetta hagræði hefur verið kostað af út- gerðinni sjálfri og engir opinberir styrkir hafa komið til, gagnstætt því sem gerst hefur í samkeppnislönd- unum,“ sagði Kristján. Hann kom víða við í ræðu sinni og benti á mikla umframveiði svokall- aðra dagabáta. Kristján sagði brýnt að auka veiðiheimildir í þorski, ufsa, skarkola og sandkola og ná stjórn á djúpkarfaveiðum. Öllu kastað á glæ Þá sagði hann erfitt að skilja, hvernig það mætti vera að samtök launafólks komist að þeirri niður- stöðu að rústa eigi fiskveiðistjórn- unarkerfið og fórna allri þeirri hag- ræðingu sem náðst hefur í útgerðinni. „Lífeyrissjóðir launa- fólks hafa lagt fram verulega fjár- muni í formi hlutafjár í útgerðar- félög, sem fjárfest hafa í varanlegum aflaheimildum. Þessum fjármunum yrði öllum á glæ kastað ef fara ætti eftir samþykkt Starfsgreinasam- bandsins auk þess sem atvinnuör- yggi starfsfólks þessara fyrirtækja væri sett í uppnám,“ sagði Kristján. Kristján ræddi síðan um breyting- ar á ákvörðun um fiskverð og vék síðan að hlutaskiptakerfinu: Í mín- um huga er það umhugsunarefni hvort núverandi hlutaskiptakerfi standist til framtíðar nema gerðar verði á því mikilvægar breytingar eins og að taka stærri hluta af kostn- aði frá áður en til hlutaskipta kemur. Á ég þar sérstaklega við nauðsyn þess að fjármagnskostnaður hafi áhrif á hlutaskiptin og bendi á þann kostnað sem því fylgir að endurnýja skip. Í flestum tilfellum er nýtt skip til mikilla muna afkastameira en eldra skip og færir sjómönnum auknar tekjur. Dæmi er um að skip- stjórahlutur geti numið allt að 50 milljónum króna á ári og ætti það að sýna nauðsyn þess að taka þessi mál til endurskoðunar. Síðasta árið Kristján sagði aðild að Evrópu- sambandinu útilokaða og að við ætt- um enga samleið með evrunni. Í lok ræðunnar sagði Kristján svo: „Ég hef nú starfað hjá samtökum út- vegsmanna í nær 45 ár, frá 19 ára aldri, eða alla mína starfsævi. Sumir ykkar og aðallega forverar ykkar tókuð upp á því fyrir 32 árum á aðal- fundi, sem þá var haldinn í Vest- mannaeyjum, að kjósa mig formann samtaka ykkar. Ég hef tekið þá ákvörðun að leita nú í síðasta sinn eftir endurkjöri. Ég vil gefa ykkur gott ráðrúm til að ákveða á hvern veg þið viljið skipa ykkar málum í framtíðinni og kýs því að greina ykk- ur nú frá þessari ákvörðun minni.“ Hagræðing hefur leitt til bættrar afkomu Kristján Ragnarsson sækist nú eftir endurkjöri sem formaður LÍÚ í síðasta sinn eftir 32 ára formennsku Morgunblaðið/Jim Smart Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. Honum á vinstri hönd eru Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, og Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu. ÍSLENSK stjórnvöld hafa sagt upp samningi milli Íslands, Grænlands og Noregs um loðnustofninn á hafsvæð- inu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen sem gerður var 18. júní 1998. Uppsögnin kemur til framkvæmda 1. maí 2003. Þetta kom fram í ræðu Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra, á aðalfundi LÍÚ í gær. „Norsk stjórnvöld hafa lýst því yfir í samn- ingaviðræðum um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum fyrir árið 2003 að þau sé ekki reiðubúin til að ganga frá samningi á sama grund- velli og á undanförnum árum og hafa þau krafist þess að 70% aflaheimilda úr síldarstofninum komi í hlut Nor- egs. Íslensk stjórnvöld hafa hafnað þessum kröfum Norðmanna og lýst sig reiðubúin til að ganga frá samn- ingi á óbreyttum grundvelli. Náist ekki samningar um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum fyrir árið 2003 vegna framangreindrar af- stöðu norskra stjórnvalda telja ís- lensk stjórnvöld óhjákvæmilegt að taka aðra fiskveiðisamninga milli landanna til endurskoðunar. Við getum ekki verið bundnir í loðnunni til margra ára og haft það hangandi yfir okkur að Norðmenn setji fram nýjar kröfur varðandi síld- ina á hverju ári,“ sagði Árni. Hann ræddi einnig um aukin verð- mæti sjávarfangs og umhverfismerk- ingar á fisk, en vék síðan að málefnum smábáta. Minni afli smábáta „Ég veit að þið hafið á undanförn- um árum haft miklar áhyggjur af því stjórnkerfi sem smábátar búa við. Það er ekki að ástæðulausu þar sem svigrúm þeirra, sem hafa verið utan aflamarkskerfisins, er með þeim hætti að þeir hafa getað aukið afla sinn á milli fiskveiðiára á sama tíma og heildarveiði hefur dregist saman. Þegar litið er yfir þann tíma sem af er kjörtímabilinu er óhætt að segja að eitt stærsta viðfangsefnið hafi verið að koma böndum á frjálsar veiðar þorskaflahámarksbáta sem voru frjálsir í ýsu, ufsa og steinbít. Þessi bátaflokkur hafði verið að auka veiði sína með afgerandi hætti frá ári til árs sem að sjálfsögðu bitnaði á heildar- úthlutuninni. Nú er svo komið að þessi flokkur lýtur sömu lögmálum og aðrir aflamarksbátar. Niðurstaðan er sú að síðasta fiskveiðiár var það fyrsta í fimm ár þar sem afli smábáta minnk- ar á milli ára. Það hefði ekki gerst ef þeir hefðu áfram verið frjálsir í auka- tegundum. Og mér finnst ástæða til að minna á, að það gekk ekki þrauta- laust fyrir sig að koma krókaafla- markskerfinu í gegnum þingið.“ Loðnusamningi sagt upp ÞAÐ er afar erfitt að koma á þeim breytingum í Bandaríkjunum sem þarf til að tryggja að heimavarnir séu í betri farvegi en þær voru fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september í fyrra. Ýmis skref hafa þó verið stig- in í rétta átt og t.a.m. má fullyrða að almenningur og stjórnvöld í landinu eru betur upplýst en áður um þær hættur sem að gætu steðjað. Stærð landsins og fjöldi íbúanna, auk tregðulögmálsins í stjórnkerfinu, gerir hins vegar að verkum að ár- angurinn er ekki ennþá mjög sjáan- legur. Þetta er mat Alans Capps, sem starfar hjá ANSER-rannsóknar- stofnuninni um heimavarnir í Arling- ton í Virginíu-ríki. Capps, sem m.a. ritstýrir tímaritinu Journal of Homeland Security, segir mikilvægt að stuðla að opinni og upplýstri um- ræðu um heimavarnir. Bandaríkja- mönnum hætti til að horfa einkum inn á við í þessum efnum en margt megi læra af reynslu annarra þjóða. Mikilvægt sé að allra leiða sé leitað í þessum efnum enda megi fullyrða að framundan sé áratuga löng barátta gegn hryðjuverkum. Sem kunnugt er hefur George W. Bush Bandaríkjaforseti komið á fót sérstakri skrifstofu heimavarna og útnefndi hann ríkisstjórann fyrrver- andi, Tom Ridge, sem yfirmann stofnunarinnar. Er það vilji forset- ans að stofnunin þróist í það að verða sérstakt ráðuneyti. Þær fyrirætlanir hafa hins vegar ekki enn náð fram að ganga vegna deilu á Bandaríkjaþingi um réttindi og skyldur væntanlegra starfsmanna slíks ráðuneytis. Segir Capps þá deilu til marks um það hversu erfitt sé að umbylta málum sem lúta að bættum heimavörnum í landi eins og Bandaríkjunum, þar sem búa 265 milljónir manna. Stöðug togstreita sé jafnframt á milli alrík- isyfirvalda í Washington og ríkjanna fimmtíu. Forseti Bandaríkjanna sé ekki fær um að segja ríkisstjórum fyrir verkum og stjórnkerfið sé býsna óvenjulegt hvað það varðar. „Og hvernig á svo t.d. að fara að því að tryggja eftirlit á jafn stórum landamærum og landamæri Banda- ríkjanna og Kanada eru? Það er eitt af verkefnum okkar [hjá ANSER], að leita leiða til að leysa slík vanda- mál. Lausnin á þessum tiltekna vanda er engan veginn auðfundin, enda um mikla víðáttu landsvæðis að ræða. Það er til að mynda ljóst að Kanadamenn yrðu að deila kostnað- inum og hversu auðvelt er að vekja máls á slíku við þá? Sama má segja um landamærin að Mexíkó. Við verð- um að fara að huga að þessum atrið- um og mörgum öðrum, ef við ætlum að efla heimavarnir Bandaríkjanna,“ segir Capps. Betra samstarf eftir 11. september Capps, sem er fæddur í Ástralíu, nefnir einnig að eðlilegt sé að ræða ítarlega hvort rétt sé að skylda alla Bandaríkjamenn til að bera persónu- skilríki. Hann segir ekki víst að það hefði skipt miklu máli, hvað varðar árásirnar á New York og Wash- ington, en hugsanlegt sé engu að síð- ur að slík ráðstöfun geti stuðlað að auknu öryggi borgaranna. Þar blasi hins vegar aftur við mikil vandamál þar sem margir Bandaríkjamenn telji að með því að skylda þá til að bera persónuskilríki væri verið að skerða frelsi þeirra. Hið merkilega sé hins vegar að notkun greiðslu- korta geri það að verkum að stór- verslanir, svo eitthvað sé nefnt, búi jafnan yfir gífurlega miklum upplýs- ingum um fólk, um hætti þess og venjur. Þar sé gjarnan um að ræða meiri upplýsingar en menn kæri sig almennt um að yfirvöld búi yfir um þá. Capps segir jákvæðu fréttirnar hins vegar þær að eftir atburðina 11. september vinni alríkisyfirvöld og yfirvöld í ríkjunum 50 mun betur saman en áður. Þetta hafi m.a. sýnt sig þegar lögreglan í nágrannasveit- um Washington-borgar leitaði ný- verið leyniskyttu sem lék lausum hala um þriggja vikna skeið og myrti á þeim tíma alls tíu manns. Erfitt að tryggja betri heimavarnir Washington. Morgunblaðið. TAÍLENDINGUR bindur niður sól- hlífar við tóma sólbekki á Patong- strönd á taílensku ferðamanna- eynni Phuket í gær. Taílensk stjórnvöld fullyrða að ferðafólk hafi ekkert að óttast í Taílandi, þrátt fyrir að mörg vestræn ríki hafi fyrr í vikunni sagt að hótunum í garð Vesturlandabúa á Phuket- eyju hafi fjölgað stórlega. Efnahag- urinn á Phuket byggist að miklu leyti á ferðamannaþjónustu og segja hagfræðingar að fækki ferða- fólki þangað mikið muni það draga mjög úr gjaldeyristekjum Taílands og kosta fjölda manns vinnuna. Reuters Á Patong-strönd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.