Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISVÆNT hverfi er nú í bígerð í Hafnarfirði á svokölluðum A- reit annars áfanga Valla, en þar verða markmið Staðardagskrár 21 og sjálf- bær þróun höfð að leiðarljósi í skipu- lagsvinnunni. Á B-reit sama svæðis verða hefðbundnari sjónarmið látin ráða ferðinni og verður hönnunar- vinnan boðin út í lokuðu útboði. Gert er ráð fyrir að lóðir á þeim hluta komi til úthlutunar næsta vor. Vellir eru sunnan við Reykjanes- braut og vestan við Ástjörn og Grísa- nes á svæðinu upp af Haukahúsinu. Framkvæmdir eru þegar hafnar við fyrsta áfanga hverfisins, en um er að ræða framtíðar íbúðasvæði Hafnfirð- inga. Að sögn Gunnars Svavarssonar, formanns Skipulags- og bygginga- ráðs Hafnarfjarðar, hefur vinnu við þessi svæði verið hrundið af stað. „Annars vegar er um að ræða deili- skipulagsverkefni sem byggist á meg- inmarkmiðum og gildum sjálfbærrar þróunar og við munum reyna að láta það endurspeglast í byggingarefnum, formi og öllu umhverfi. Það má kannski kalla þetta grænt hverfi.“ „Allt undir“ Hann segir þetta muni endurspegl- ast í áherslum á flokkun sorps, end- urnýtingu og góðri umgengni um hverfið, svo eitthvað sé nefnt. „Það er jafnvel verið að tala um að takmarka bílaumferð á einhvern hátt í hverfinu þannig að það yrðu jafnvel lengri gönguleiðir að húsum frá sameigin- legu bílastæði. Hugsanlega yrði hverfið byggt upp þannig að það þurfi að nýta almenningsvagna frekar en ekki og hjólreiðastígakerfi yrði kannski betra en annars staðar. Svo hefur verið bent á möguleikann á að byggja úr náttúrulegum efnum. Þannig að það er allt undir í þessu.“ Að sögn Gunnars verður reynt að komast fljótlega í samband við þá sem hefðu hugsanlega áhuga á að búa í slíku hverfi. „Þannig gætu þeir jafn- vel haft áhrif á skipulagsvinnuna og tekið þátt í henni á einhvern hátt.“ Hann bendir á að hönnunarvinnan verði í höndum arkitekta á bæjar- skipulaginu en rík samvinna verði höfð við aðra hluta stjórnsýslunnar og nefnir þar staðardagskrárnefndina sem dæmi. Þá verði leitast við að hafa samráð við hagsmunahópa og samtök sem gætu haft eitthvað til málanna að leggja í þessu sambandi. „Þetta er tímafrekt deiliskipulags- verkefni því það eru gríðarlega marg- ir sem þurfa að koma að þessu,“ segir Gunnar aðspurður um hvenær búast megi við að vinnunni verði lokið. „Við erum að stefna að því að þessu verði lokið í enda næsta árs þannig að þetta gæti orðið 12–18 mánaða ferli.“ Hann segir það munu skýrast á skipulagstímanum hversu stór byggð verði þarna. „Síðan stendur maður frammi fyrir þeirri spurningu hvort það sé ásókn í að búa á svona svæði. Þetta er fyrst og fremst tilraun sem er fullur vilji fyrir að fara fram með.“ Komi með verðtilboð en ekki tillögur Undirbúningur er einnig hafinn að vinnu við deiliskipulag svokallaðs B- reits, annars áfanga Valla og að sögn Gunnars verður þar um að ræða meira hefðbundið skipulag. „Það sem er kannski fréttnæmt við þetta svæði er að þar verða lóðir til úthlutunar næsta vor í Hafnarfirði, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hitt er það að við ætlum að reyna að bjóða út arkitektavinnuna, hönnunarvinnuna sjálfa, í lokuðu útboði.“ Hann segir ekki um lokaða sam- keppni að ræða því ekki sé ætlast til að arkitektarnir leggi fram tillögur heldur komi einungis með verðtilboð. „Menn hafa verið að fá hönnunartil- boð í gatnagerðarþáttinn og eftirlits- þáttinn frá verkfræðistofum en við könnumst ekki við að arkitektastofur hafi áður verið beðnar um að keppa sín á milli í lokuðu útboði um verð.“ Þær stofur sem hafa verið valdar fyrir útboðið eru Gláma Kím, Batt- eríið, Úti og inni, Arkís og Arkitekta- stofa Gylfa og félaga. Að sögn Gunn- ars mun deiliskipulagstillagan byggj- ast á rammaskipulagi svæðisins sem var endurnýjað á síðasta ári en gera megi ráð fyrir að deiliskipulagsvinnan taki fjóra mánuði. Hafist handa við deiliskipulagningu annars áfanga Valla sem verður tvískiptur Grænt hverfi og lóðir komi til úthlutunar næsta vor Hafnarfjörður                   SAMNINGUR um afnot af landi austur af Haukshúsum fyrir níu holna æfingagolfvöll var undirritaður á Álftanesi á miðvikudag. Það voru landeigendur Halakots og Svalbarða, sveitarstjóri og fulltrúar stjórnar Golfklúbbs Álftaness (GÁ) sem und- irrituðu samninginn. Samkvæmt samningnum fær GÁ landið til afnota til ársloka 2007 en það er um 5 hektarar að stærð. Ligg- ur fyrir hugmynd um uppsetningu níu holu golfvallar til æfinga og kennslu á vegum GÁ. Segir í fréttatilkynningu að sveitar- félagið leggi á það áherslu að iðkend- ur golfs taki fullt tillit til annarrar starfsemi á vegum sveitarfélagsins í Haukshúsum. Meðal annars hefur húsið verið aðsetur sumarnámskeiða og kofaborgar barna, sparkvöllur er á svæðinu og ýmis félagasamtök halda þar fundi svo eitthvað sé nefnt. Æfingagolf- völlur kem- ur á Álftanes Bessastaðahreppur Morgunblaðið/Þorkell Frá undirritun á miðvikudag. Standandi frá vinstri: Klemenz Gunnlaugsson, Þrúður Gunnlaugs- dóttir, Sveinbjörn Hrafn Svein- björnsson, Stefán Arinbjarnarson, Erla Guðjónsdóttir og Tómas Þor- steinsson. Sitjandi: Jón G. Gunn- laugsson, Gunnar Valur Gíslason sveitarstjóri og Doron Eliasen, for- maður GÁ. BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur samþykkt að Leifur S. Garð- arsson verði ráðinn skólastjóri Ás- landsskóla, en fræðslunefnd bæjar- ins mælti með ráðningu hans. Við atkvæðagreiðslu í bæjarstjórn fékk Leifur tíu atkvæði. Einn bæj- arfulltrúi greiddi Leifi Helgasyni at- kvæði sitt, en hann var meðal níu umsækjenda um stöðuna, sem veitist frá næstkomandi áramótum. Ráðið í stöðu skólastjóra Áslandsskóla Hafnarfjörður FORELDRAR barna í 2. bekk grunnskólanna í Reykjavík hafa fengið send segulspjöld með áprent- uðum reglum um útivistartíma barna. Það er Reykjavíkurborg og Lögreglustjórinn í Reykjavík sem standa fyrir sendingunum. Í fréttatilkynningu frá þessum að- ilum segir að undanfarin ár hafi for- eldrum barna í 7. bekk verið send slík spjöld sem hafi gefið góða raun. Í haust hafi verið ákveðið að senda einnig foreldrum barna í 2. bekk spjöldin og vekja þannig athygli for- eldra fyrr á þessum reglum. Segir að samstaða foreldra, borg- aryfirvalda og lögreglu um að tryggja að reglum um útivistartíma sé framfylgt hafi þegar skilað ár- angri en minna sé um að börn og unglingar séu á ferli ein og eftirlits- laus seint á kvöldin. Foreldrar minntir á úti- vistarreglur Reykjavík VERKEFNISSTJÓRN Menning- arnætur hlaut starfsviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2001 en við- urkenningin var veitt í Höfða í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem við- urkenningin gengur þvert á borg- arkerfið en áður hafa fjórar stofn- anir innan borgarinnar hlotið hana. Menningarnótt var fyrst haldin í Reykjavík árið 1996 í tilefni af 210 ára afmæli borgarinnar 18. ágúst. Í fréttatilkynningu segir að verk- efnastjórnin hafi, að uppistöðu til, verið skipuð sama fólkinu frá upp- hafi og eigi það stærstan þátt í því hve vel hefur tekist til og að Menn- ingarnótt er nú stærsta menning- arhátíð landsins. „Þau hafi öðlast gríðarlega reynslu og þekkingu, náð tengslum við og virkjað lista- menn, fyrirtæki og stofnanir, ein- staklinga og félagasamtök, sem síðan hefur skilað sér inn í allt starf þessara einstaklinga fyrir Reykja- víkurborg.“ Segir að dagskrá og þátttaka í Menningarnótt hafi sí- fellt orðið umfangsmeiri. Þannig hafi 20–30 þúsund manns tekið þátt í hátíðinni árið 1996 og dagskrá verið á um 80 stöðum í miðborg- inni. Árið 2001 hafi hins vegar allt að 100.000 manns tekið þátt og dagskrá verið á yfir 100 stöðum. Þá kemur fram að breytinga er að vænta í skipulagi Menning- arnætur en á liðnu ári hafi Reykja- víkurborg lagt drög að nýskipan í viðburða-, kynningar- og ferða- málum. Í því felist meðal annars að umsjón og skipulag sérstakra við- burða verði á ábyrgð Höfuðborg- arstofu sem formlega taki til starfa í endurbættu húsnæði í Geysishúsi við Aðalstræti í byrjun næsta árs. Umsjón og skipulag Menning- arnætur í Reykjavík verði meðal verkefna stofunnar en forstöðu- maður Höfuðborgarstofu sé Svan- hildur Konráðsdóttir. Menningarnótt hlýtur starfsviðurkenningu Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Viðurkenningarhafar og borgarstjóri. F.v.: Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri ÍTR, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Elísabet Þórisdóttir, formaður verkefnisstjórnar og forstöðumaður Gerðubergs, Signý Pálsdóttir, menningarmálastjóri Reykjavíkur, Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri miðborgar, Anna Margrét Guðjóns- dóttir, menningarfulltrúi hjá Reykjavík, og Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Reykjavíkurhafnar. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.