Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 49 náði þessum háa aldri við óskerta andlega heilsu. Samstarfsmenn og kunnugir munu rekja störf Hjalta og eril, þótt margir séu fallnir frá af þeim hópi. Ég vil aðeins með örfáum orðum minnast okkar samskipta, sem tengdust hestamennsku og ferðalög- um okkar í sumarleyfum. Ég kynntist Hjalta í föðurgarði fyrst, er við sátum veislur föður míns í Sigtúnum. Þær veislur voru ágætar og svo reyndust mér ætíð veislur Hjalta, en þeirra naut ég margra og við hjón bæði, en þar naut gestgjafinn ómetanlegs stuðnings Ingu sinnar, sem og í lífshlaupinu öllu. Fyrir ári boðaði Hjalti til fagn- aðar, þar sem saman komu leifar líf- varðarins frá hestaferðunum. Var það eftirminnanleg og ánægjuleg stund, þar sem minnst var fjölda ferða og fallinna félaga og glæstra fáka. Ekki munu tíundaðar ferðirn- ar, en nefna má Sprengisand, Kjal- veg og ferð í Arnarfell með trúss- hesta. Hjalti skipulagði þessar ferðir og oft var Páll Sigurðsson leiðsögu- maður. Mikið er til af myndum úr þessum ferðum og er ótrúlegt hvað eftir situr af náttúrumyndum og ánægjulegum minningum af glöðum félagsskap og gefandi samskiptum við hestana sem dagbötnuðu við rétta notkun og þjálfun. Hjalti átti tíðum ágæta hesta og var traustur ferðafélagi og hrókur alls fagnaðar í tjaldstað, þar sem menn háðu glímur og stökk og Hjalti kastaði kúlu. Höfðu menn þá slegið upp tjöldum og konur skröfuðu og matur kraumaði. Fengu menn sér þá hressingu fyrir matinn og eftir kvöldmat var sungið fram eftir. Þannig liðu dagarnir í faðmi fjalla og dala, í sveitum og óbyggðum, og oft- ast voru veður góð. Ég slæ nú botn í þessi fáu fátæk- legu minningarorð mín en með þeim vildi ég láta þig vita, vinur, hve mik- ils ég met þessar samverustundir okkar. Þakkarskuldin mín er stór en hún íþyngir ekki þeim, sem finnur að veitt var af einlægni og hlýhug. Við Guðbjörg samhryggjumst þér, Inga mín, og börnum ykkar. Skarð er fyrir skildi en minningin er góð og varanleg. Benedikt Thorarensen. Við vorum nýkomin frá Banda- ríkjunum þegar Guðrún dóttir Hjalta tilkynnti að pabbi hennar hefði látist þá um nóttina. Mér varð hugsað til þess þarna fyrir vestan á þeim slóðum sem Hjalti hafði stund- að nám og unnið meðal annars við skógarhögg, að það hefði þurft meira en meðalmenn í skógarhögg- ið, slík er stærðin á trjánum. En Hjalti var enginn meðalmaður. Hann var stór hvernig sem á hann var litið. Það var á síðari hluta starfsævi Hjalta sem leiðir okkar lágu saman. Einlægur vilji til að ná árangri og innleiða nýmæli hverskonar tengd þeim vörum og þjónustu sem starf- semi hans hafði með höndum voru metnaðarmál hans, sannkallaður frumkvöðull alla tíð, málafylgjumað- ur og ósérhlífinn við að hrinda hlut- unum í framkvæmd og einstaklega laginn við samningaborðið. Auðvelt átti Hjalti með að blanda geði við fólk og rækta þá vináttu sem myndaðist á lífsleiðinni. Sú eðlislæga hlýja sem hann bar ávallt með sér var hans sjarmi, þó gat hann verið harður í horn að taka þegar þess þurfti með. Margar eftirminnilegar stundir höfum við átt og er skemmst að minnast hversu stoltur og glaður hann var er þau hjónin minntust þess nýlega að hálf öld var liðin frá því Inga kom heim eftir Geysisslysið á Vatnajökli. Þau hjónin voru ötul við að gleðjast og gleðja aðra, ein- lægni, kraftur og lífsgleði geislaði frá þeim. Ég veit að ómæld eilífð lifir í augnabliksins sólskinsstund. Nú er Hjalti fallinn frá og er hans sárt saknað. Við biðjum góðan Guð að vernda Ingu og styðja börnin og sendum ykkur og afkomendum öll- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Snorri og Þórunn. Í árslok 1987 var laust starf fram- kvæmdastjóra Landssambands hestamannafélaga. Innan Lands- sambandsins höfðu risið miklar deil- ur vegna ákvörðunar um staðsetn- ingu landsmóts 1990. Það var því mikil nauðsyn að til starfa á skrif- stofu sambandsins kæmi maður sem á engan hátt tengdist þessari deilu. Því var ákveðið að auglýsa ekki starfið en leita þess í stað að heppi- legum manni. Ég var á þessum tíma ritari LH og mér var falið að fara á fund Hjalta en frést hafði að hann gæti hugsað sér þetta starf ef það hentaði hagsmunum LH. Hjalti tók erindi mínu vel og sýndi strax áhuga á því að taka þetta að sér. Hjalti var mjög vel kynntur meðal hestamanna enda verið í forystusveit þeirra lengi. Á borð framkvæmdastjóra koma jafn- an mörg mál og misjafnlega auðveld viðfangs fyrir utan þau erindi sem stjórn á hverjum tíma felur starfs- manni sínum að leysa. Hjalti setti sig fljótt inn í þessi erindi og honum nýttist vel hve hann þekkti til margra í samfélaginu. Ferðamálin voru honum einkar kær. Hjalti fór að vinna að því að safna upplýsing- um um reiðleiðir. Þetta leiddi til þess að hafin var útgáfa á þessu efni og komu út tvær bækur sem hlutu nafnið Áfangar. Hann stjórnaði því verki. Haustið 1988 var ég kjörinn for- maður LH og vann því náið með Hjalta þann tíma sem hann var í þessu starfi. Sem fyrr segir glímdum við við erfitt mál þar sem deilur inn- an LH höfðu leitt til þess að fjögur félög gengu úr sambandinu eftir árs- þingið 1987. En þessi mál tókst að leysa. En það var mér sem formanni afar mikils virði að geta ráðfært mig við jafn reyndan mann. Fyrir þetta vil ég þakka. Í árslok 1990 var ákveðið að skrifstofa LH þjónustaði jafnfram Hestaíþróttasamband Ís- lands. Þá var talið nauðsynlegt að starf framkvæmdastjóra yrði fullt starf. Hjalti hafði ekki hug á fullu starfi enda gekk hann ekki heill til skógar. Hann lét því af störfum í byrjun árs 1991 og var kvaddur með virðingu og þakklæti. Um leið og ég þakka honum ánægjulegt og gefandi samstarf flyt ég eiginkonu og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Kári Arnórsson. Kveðja frá Landssambandi hestamannafélaga Í gegnum tíðina hefur það verið gæfa Landssambands hestamanna- félaga (LH) að hafa atorku- og hug- sjónafólk í sinni forystusveit. Hjalti Pálsson var einn þessara manna sem ruddu brautina en hann sat í vara- stjórn LH frá 1969–1972 og í aðal- stjórn frá 1972–1981. Hjalti var framkvæmdastjóri LH 1988–1990. Á þessum árum tókst eldhugum hesta- mennskunnar að færa hlutverk ís- lenska hestsins úr vinnutæki í einn vinsælasta frístundahest í heimin- um. Hjalti var mikill áhugamaður um ferðalög á hestum og ferðaðist sjálf- ur á hestum um öræfi landsins bæði sumar og haust í um þrjá áratugi. Hann var afkastamikill um söfnun upplýsinga, skráningu og kortlagn- ingu reiðleiða á Íslandi. Hann bar hitann og þungann af gerð ferða- handbókanna Áfanga I og Áfanga II. Þær bækur hafa átt mikinn þátt í aukningu á hestaferðum um landið og undirbúningi þeirra. Hjalti hlaut gullmerki Landssam- bands hestamannafélaga, æðstu við- urkenningu hestamanna, fyrir störf sín að framgangi hestamennskunn- ar. Landssamband hestamannafélaga þakkar Hjalta Pálssyni samfylgdina. Eiginkonu hans, Ingigerði Karls- dóttur, börnum og öðrum aðstand- endum votta ég samúð mína. Guð blessi minningu Hjalta Páls- sonar. Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður Landssambands hestamannafélaga. Hjalti Pálsson er látinn. Stjórn Samtaka sykursjúkra vill þakka honum fórnfúst starf sem hann lagði fram fyrir sykursjúka og fjölskyldur þeirra á Íslandi. Hjalti Pálsson var í hópi þeirra manna sem stofnuðu Samtök sykur- sjúkra í nóvember árið 1971, hann var fyrsti ritari félagsins. Hann var einnig einn af þeim sem höfðu frum- kvæði að stofnun göngudeildar fyrir sykursjúka á Landspítala. Hann var mikill baráttumaður fyrir því að bæta hag sykursjúkra, sér í lagi hafði hann áhuga fyrir fræðslustarfi innan félagsins. Eins og oft vill verða í félögum eins og Samtökum syk- ursjúkra starfar fólk í ákveðinn tíma, síðan taka aðrir við þannig að samgangur og samvinna er ekki nein á milli þeirra sem ruddu brautina og þeirra sem taka þátt í starfinu í dag, því miður, en það er ekki mikill tími í önn dagsins. Einu kynni mín af Hjalta Pálssyni voru þau að hann sendi mér efni sem ég lét þýða og birti síðan í tímariti samtakanna, Jafnvægi. Mér fannst þetta mjög ánægjulegt og hvetjandi þegar ég var að byrja sem ritstjóri Jafnvægis. Stjórn Samtaka sykursjúkra vill senda öllum aðstandendum Hjalta samúðarkveðjur. F.h. stjórnar Samtaka sykur- sjúkra Sigríður Jóhannsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HUGBORG BENEDIKTSDÓTTIR, Lækjartúni, Ölfusi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag- inn 2. nóvember kl. 13.30. Ólafur Jónsson, Jón Ólafsson, Sigurborg Valdimarsdóttir, Benedikt Ólafsson, Ásta Hallsdóttir, Kjartan Ólafsson, Arna Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær systir okkar, MARGRÉT SIGFÚSDÓTTIR, frá Skálafelli, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Hornafirði, laugardaginn 26. október. Útför hennar fer fram frá Hafnarkirkju, Horna- firði, laugardaginn 2. nóvember kl. 13.30. Ragnar Sigfússon, Guðbrandur Sigfússon og aðrir aðstandendur. Elskuleg eiginkona mín, móðir og amma, SÆUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, Kambsvegi 23, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 30. október. Daði Daníelsson, Elín I. Daðadóttir og dóttursynir. Besti vinur okkar, ÓLAFUR G. HJARTARSON, Ásvallagötu 33, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn 30. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Bjarki Harðarson, Þórdís Einarsdóttir og börn. Ástkær bróðir minn, ÞÓRÐUR GUÐMUNDUR VALDIMARSSON, Austurbrún 6, Reykjavík, sem lést á Landspítala við Hringbraut fimmtu- daginn 24. október, verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu þriðjudaginn 5. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknar- stofnanir. Sverrir Örn Valdimarsson. Vinskapur okkar hófst í Gagnfræða- skóla Akureyrar. Við áttum allar það sam- eiginlega markmið að stefna á nám í MA. Unglingsárin sem við upplifðum saman eru í endurminningunni röð af upplifunum sem tengdu okkur órjúfanlegum böndum. Við minn- umst aðdáunar okkar á Brigitte Bardot. Lukkan í lífinu var að líkj- ast henni, vera ljóshærð, spengileg og bláeygð, og var Magga heppin í þeim leik. Síðar var það rokkið sem var undanfari Bítlaáranna. Allir þessir straumar fléttuðust inn í okkar glaðværa hóp sem Magga setti svip sinn á með létt- leika og jafnaðargeði. Eftir stúdentspróf völdum við okkur stöllurnar hin ýmsu starfs- svið. Fjölbreytni starfsvals Möggu sýnir best hve fjölhæf hún var því á starfsævi sinni starfaði hún með- al annars sem meinatæknir, blaða- maður, listmálari, leikari og söngv- MARGRÉT JENNÝ VALGEIRSDÓTTIR ✝ Margrét JennýValgeirsdóttir fæddist 20. júní 1946 í Dísastaðaseli í Breiðdal í Suður- Múlasýslu. Hún lést 17. október síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Garðakirkju í Garða- bæ 24. október. ari. Snemma bar á listrænum hæfileikum Möggu og kom það því ekki á óvart að hún helgaði listagyðj- unni líf sitt þegar hún hafði tækifæri til. Hún þroskaði hæfi- leika sína á sviði mál- aralistarinnar með fjölbreyttum hætti, stundaði nám við Myndlistar- og hand- íðaskóla Íslands og síðar við listaháskóla á Ítalíu og Austurríki. Hún stundaði nám í leiklistarskóla til að efla sig á því sviði og eflaust hefði hún einnig getað látið til sín taka á sviði rit- listarinnar því hún Magga var líka frábær penni. Seint á áttunda áratugnum fór að bera á þeim sjúkdómi sem kall- aði hana svo ótímabært úr heimi. Eftir lifir í minningunni mynd af hressum og glaðværum félaga sem alltaf hafði eitthvað jákvætt til málanna að leggja. Við vottum börnum hennar þremur; Birgittu Ósk, Benedikt Ómari og Björgvini Ólafi, móður og öðrum ástvinum hennar okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Möggu Val- geirs. Margrét Tryggvadóttir, Ingibjörg Friðjónsdóttir og Sigurlína Þorsteins- dóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.