Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti yfir stuðningi við uppbyggingu rann- sóknamiðstöðvar við Háskóla Ís- lands um málefni smárra ríkja á fundi með Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Íslands, í höfuð- stöðvum SÞ í New York í gær. Ólafur Ragnar Grímsson segir að fundurinn hafi verið mjög ár- angursríkur og fróðlegur. Kofi Annan hafi komið beint af fundi öryggisráðs SÞ og farið beint á þann fund aftur að viðræðunum loknum og það væri gleðilegt að hann skyldi gefa sér tíma í miklum önnum og erfiðum samninga- viðræðum til að ræða málefni sem snerta Ísland. Hann segir að það hafi verið fagnaðarefni að hafa fengið tækifæri til þess að kynna Kofi Annan hugmyndir um þróun rannsóknamiðstöðvar við Háskóla Íslands í málefnum smárra ríkja, en hún gæti orðið miðstöð fyrir margvíslegar rannsóknir á efna- hagsþróun, stjórnmálaþróun og fé- lagslegri þróun smárra ríkja í ver- öldinni og þátttöku þeirra í alþjóða málum. Ólafur Ragnar segir að hann hafi óskað eftir stuðningi Kofis Annans við þessa uppbygg- ingu á Íslandi og hann hafi sam- þykkt að styðja uppbygginguna sjálfur og beina því til stofnana Sameinuðu þjóðanna og annarra ábyrgra aðila fyrir málefnum smárra ríkja og þróunarstofnunar SÞ að þau tækju því jákvætt að eiga samvinnu við slíka stofnun á Íslandi. Mjög mikilvægt væri að byggja upp þessa stofnun og ánægjulegt að geta lagt þeirri upp- byggingu lið auk þess sem mik- ilvægt væri að hafa fengið stuðn- ing Kofis Annans við hugmyndina. Að sögn forsetans ræddu þeir einnig málefni norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson segir að hann hafi greint framkvæmdastjóra SÞ frá því hvað fram hafi farið á fundi Rannsóknaþings norðursins í Rúss- landi á dögunum. Forsetinn er frumkvöðull að stofnun þingsins og segir að það sé orðinn fróðleg- ur samstarfsvettvangur í mál- efnum norðurslóða þar sem Bandaríkin, Rússland og Norð- urlöndin komi saman að einu borði, en þingið snerti lífríkið, loftslagsbreytingar, aðbúnað fólks og efnahagslega þróun á norð- urslóðum. „Hann lýsti áhuga sínum á því að stofnanir Sameinuðu þjóð- anna gætu einnig átt fulltrúa á þeim vettvangi á komandi árum.“ Að sögn Ólafs Ragnars Gríms- sonar vék Kofi Annan að áhuga sínum um að Íslendingar kæmu að aukinni þróunarsamvinnu, sér- staklega varðandi málefni sjávar- útvegs, og reyndu að styðja þróun sjávarútvegs í öðrum löndum. Hann hafi jafnframt beint þeirri ósk til Íslendinga að þeir reyndu að gera sig gildandi í málefnum barna og kvenna í þróunarlönd- unum auk þess sem hann hafi þakkað fyrir framlag Íslendinga til friðargæslustarfa á allra síðustu árum. Fundur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna Kofi Annan styð- ur rannsókna- miðstöð við HÍ AP Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, fyrir fundinn í gær. HEILDARGJÖLD vegna bif- reiða-, ferða-, og risnukostnaðar ríkisins árið 2001 voru samtals um 3,5 milljarðar. Bifreiða- kostnaður var um einn milljarð- ur, ferðakostnaður um 2,2 millj- arðar og risnukostnaður um 290 milljónir. Þetta kemur m.a. fram í svari Geirs H. Haarde fjármálaráð- herra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Svarinu var dreift á Alþingi í gær. Heildar- gjöld vegna bifreiða-, ferða- og risnukostnaðar ríkisins voru um 3,3 milljarðar árið 2000. Bifreiða-, ferða- og risnukostnaður 3,5 millj- arða útgjöld UPPLÝSINGAFULLTRÚI Alcoa í Bandaríkjunum, Jake Siewert, segir við Morgunblaðið að fregnir um að fyrirtækið geti ekki staðið við tíma- áætlun viljayfirlýsingar með gerð samninga fyrir lok nóvember eigi ekki við nein rök að styðjast og séu al- gjörlega úr lausu lofti gripnar. Ekk- ert bendi til annars en að fyrirtækið geti staðið við tímaáætlunina. Á vefnum vísir.is í gær var birt frétt þess efnis að vísbendingar væru komnar fram um að Alcoa næði ekki að skrifa undir samninga vegna ál- versins í Reyðarfirði í lok nóvember eins og stefnt hefði verið að í vilja- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Al- coa frá því í júlí sl. Hermdu heimildir vísis.is að verkefnið gæti tafist í nokkra mánuði, einkum vegna verri ytri aðstæðna Alcoa en áætlanir hefðu gert ráð fyrir. Skuldir fyrirtæk- isins væru miklar og lánshæfismat þess hefði lækkað hjá virtum mats- fyrirtækjum á borð við Moodys og Standard & Poor’s. Alcoa sá ástæðu til þess síðdegis í gær að senda frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar vísis.is. Þar er fréttinni vísað á bug. Samningar við hlutaðeigandi aðila á Íslandi gangi samkvæmt áætlun og gera megi ráð fyrir að samningar verði undirritaður á réttum tíma. Þá segir ennfremur: „Þá er ekki rétt að breytt mat á lánshæfi fyrirtækisins hafi nokkur áhrif á framtíðaráætlanir Alcoa. Í því sambandi skal árétta að viku eftir að lánshæfieinkunn fyrirtækisins var lækkuð, tók fyrirtækið þátt í mjög vel heppnuðu skuldabréfaútboði þar sem seld voru bréf fyrir 1 milljarð dollara. Í framhaldi af útboðinu birtist grein í hinu virta fjármálablaði Wall Street Journal, þar sem bent var á að enn gætu öflug fyrirtæki aflað sér fjár- magns, þrátt fyrir erfitt efnahagsum- hverfi í Bandaríkjunum.“ Í kjölfar fréttarinnar á vísi.is sendi stjórnarmaður í Náttúruverndarsam- tökum Íslands, Ólafur S. Andrésson, út eftirfarandi yfirlýsingu: „Ábend- ingar Náttúruverndarsamtaka Ís- lands um veikan fjárhagsgrunn virkj- ana- og álversframkvæmda á Austur- landi hafa nú ræst þar sem Alcoa treystir sér ekki til að halda þá tíma- áætlun sem um var samið. Náttúru- verndarsamtökin fordæma enn á ný að hafin skuli víðtæk eyðilegging á hálendi Íslands án þess að nokkur trygging sé fyrir því að farið verði í arðbærar framkvæmdir.“ Alcoa neitar fréttum um að samningar tefjist KARL Sigurbjörnsson biskup segir æskilegt að sínu mati að kaupmenn miði undirbúning jóla við upphaf aðventu, fjórum vikum fyrir jól, í stað þess sem nú verður æ algeng- ara að kaupmenn setji upp jóla- skraut í nóvember. Hann segir það heldur mikið bráðlæti hjá kaup- mönnum þótt vissulega sé það fagn- aðarefni þegar jólasvipur tekur að færast yfir. Hann bendir sömuleiðis á að samkvæmt kirkjuárinu ætti jóla- skraut að fá að standa lengur fram í janúar, reyndin sé hins vegar sú að fólk taki fljótt niður skrautið og í sumum tilfellum jafnvel um leið og jólahátíðin sjálf er um garð gengin. Karl segir að kirkjan hafi gert at- hugasemdir við það að kaupmenn hefji jólaundirbúning of snemma en að hingað til hafi lítil viðbrögð kom- ið frá kaupmönnum. „Hættan er auðvitað sú að það verði komin þreyta í þetta þegar hátíðin sjálf nálgast og að inntak hennar og áhrifamáttur glatist,“ segir biskup. „Ég held að þetta sé liður í þeim takti samtímans að taka allt út fyrirfram. Og ég held að þetta sé mjög vondur taktur og andstæður lífinu og hamingjunni.“ Hann segist einnig hafa áhyggjur af helgaropnunum verslana, eink- um sunnudagsopnunum, nú þegar jólaundirbúningur fer í hönd. Hvíldardagur fjölskyldunnar hverfi og það sé ekki gott fyrir heimilislíf og fjölskylduna þegar honum sé vikið til hliðar fyrir kröfum mark- aðarins. Karl segir að kirkjan hafi oft beint þeim tilmælum til kaupmanna að draga úr helgaropnunum. Marg- ir kaupmenn séu ósáttir við þessa þróun en finnist þeir ekki ráða við hana í samkeppninni við stærri að- ila á markaðnum. „Þetta er ekki æskileg þróun. Margir eru örþreyttir í jólamán- uðinum og koma örþreyttir til jólahátíðarinnar vegna þessa mikla vinnuálags.“ Undanfarna daga hefur verið unnið að því að hengja upp jóla- skraut á göngum Kringlunnar og utan á verslunarmiðstöðinni og verður kveikt á samtals milljón ljósaperum þar í dag. Orkuveitan stefnir að því að tendra jólaljósin 23. nóvember Þá hefur Orkuveita Reykjavíkur unnið að því að undanförnu að hengja upp jólaseríur. Að sögn Rúnars Sveinbjörnssonar hjá Orku- veitunni hafa starfsmenn OR unnið við það síðustu tvær helgar að setja upp ljósaperur og skreytingar víðs- vegar um borgina. Stefnt er að því að tendra öll ljósin með formlegum hætti 23. nóvember nk. Þess má geta að í fyrra settu starfsmenn OR upp jólaseríur og skraut með samtals hátt í 70 þús- und perum auk þess sem settar voru seríur í grenitré í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum, samtals rúmlega 10 þúsund perur. Að sögn Rúnars má reikna með að búið verði að skreyta grenitrén í ár fyrstu vikuna í desember. Biskup Íslands um snemmbúinn jólaundirbúning íslenskra kaupmanna Hætta á að áhrifamáttur jólanna glatist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.