Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FÆREYSKI málarinn Tróndur Patursson frá Kirkjubæ er minna þekktur hér á landi en margur starfsbróðir hans af sömu kynslóð. Þó ekki með öllu óþekktur innvígð- um á norræna myndlist því hann hef- ur víða komið við og margsinnis haldið sýningar í Kaupmannahöfn. En væntanlega verða hér nokkur umskipti í ljósi sýningar hans í að- alsölum og kaffistofu Hafnarborgar. Helst þekki ég til listamannsins af hinu ferska og frumlega framlagi hans til gámasýningarinnar á Frí- höfninni í Kaupmannahöfn 1996, árið sem hún var menningarborg Evr- ópu. Skoðandinn horfði niður í bláan kristaltæran óendanleika sem var eins og úthafið í hnotskurn, um leið og innsetningin var últra-færeysk fannst mér hún eitt alþjóðlegasta framlagið í öllum 99 gámunum. Blátt er sömuleiðis ríkjandi og gegnum- gangandi tónn í myndverkunum í Hafnarborg, einkum á og kringum endavegg í aðalsal, getur bæði höfð- að til víðáttu úthafsins í kringum Færeyjar, sem himinblámans yfir þeim og til allra átta, kannski helst í táknrænni merkingu litarins í sjálf- um sér og almættisins allt um kring. Styrkleikur listamannsins felst einn- ig helst í bláa litnum og þarnæst hin- um rauða, í báðum tilvikum jarð- tengir hann hinar ábúðarmiklu svörtu blakkir sem sækja skyldleika til kalligrafíunnar og tengir þær innri lífæðum myndflatarins, útkom- an annars nokkuð misjöfn í öðrum og mildari litaheildum. Áhrifin koma víða að eins og gengur og jafnvel stingur Per Kirkeby upp kollinum í einni náttúrulýsingunni (11), en þar er vinnuferlið mýkra og lagskiptara. Tróndur Patursson er ævintýra- maður sem farið hefur vísindaferðir um hálfan hnöttinn en þó helst um fornar sjóleiðir, sjálfur virðist mað- urinn eins og nýkominn úr einni slíkri, líkastur Róbinson Krúsó, kvikur, úfinn og rótlaus. Færeyingar hafa það fram yfir ís- lenska starfsbræður sína að vera vel sýnilegir bæði hér í norðrinu og í Danmörku, njóta í síðara tilvikinu ríkjasambandsins. Íslensk myndlist var líka tiltölulega sýnilegri á þeim slóðum á árum áður og þeir ofar foldu sem settust að í Kaupmanna- höfn. Vonandi fara Færeyingar ekki að vanhugsuðu dæmi landans og klippa á öll menningarbönd kjósi þeir sjálfstæði í náinni framtíð, væri það hið mesta glapræði. Þótt heim- urinn hafi skroppið saman og fjar- skiptatækni verði stöðugt fullkomn- ari hefur það ómælda þýðingu að halda utan um menningartengslin, fortíðina um leið. Ef framtíð skal byggja, að fortíð skal hyggja, eins og skáldið mælti. Við Íslendingar þekkjum þannig færeyska myndlist mun betur en þarlendir okkar, og með fáum und- antekningum er íslensk myndlist að verða óþekkt í Danmörku, jafnvel Júlíana Sveinsdóttir og Jón Stefáns- son framandi nöfn meðal yngri kyn- slóða. Tel mikilvægt að vekja athygli á þessu í framhjáhlaupi vegna þess að innbyrðis kynning myndlista á al- mennum grundvelli líkt og sýning Tróndar Paturssonar er eins og út- rétt hönd milli frændþjóða sem ber að taka þéttingsfast í. Mikilvægur liður þess að tengja norræn bræðra- bönd, gera listamenn sýnilegri og al- þjóðlegri um leið. Alltof lítið verið gert í því að skiptast á líkum sýn- ingum vítt og breitt um Norðurlönd, opna um leið glugga til margra átta sem hingað til hafa annað tveggja verið harðlokaðir eða í hálfa gátt. Rífur einangrun og kústar burt þeirri heimóttarkennd sem lengst- um hefur einkennt Norðurlandabúa og brýst fram í grunnfærni, oflæti og sýndarmennsku, ásamt þýlyndi við stærri menningarsvæði. Þannig þurfa norrænir listamenn helst að vera búsettir sunnar í álfunni eða New York til að framsækin viðhorf þeirra hljóti viðurkenningu í heimalöndunum, að leita langt yfir skammt herhróp dagsins. En satt að segja eru ýmsir agnúar á sýningunni er lýtur að kynningu á listamanninum, þannig segir fátt af hinum mörgu skreytingum í kirkjum og opinberum byggingum, svo og skúlptúrum í gleri, járni og steini, og þótt tvær bækur liggi á borði, önnur um listamanninn en hin um fær- eyska myndlist, er ekki hægt að festa sér þær. Góð bót að myndband- inu (30 mín.), en það er ekki textað og þótt færeyska sé merkilegt mál og margur muni geta krafsað sig í gegnum það, hafa sum orð og orða- sambönd aðra merkingu en á ís- lensku. Þá ber skilyrðislaust að texta öll myndbönd á listsýningum til að auðvelda aðgengi og skilvirkni. Einnig mikilvægt að upplýsa tíma- lengd þeirra svo gestir viti að hverju þeir ganga, skiljanlega doka öllu fleiri við myndbönd sem vara í 10–30 mínútur en 1–2 klukkutíma, hér skal allt vera á hreinu. Lakast er þó í sjálfu sér að mynd- verkin njóta sín mörg hver alls ekki í þeirri lýsingu sem salurinn býður upp á, einkum á það við um myndir á endavegg aðalsalar sem eiga að sjálf- sögðu að vera hápunktur og miðafl framkvæmdarinnar. Lýsingin í saln- um þarf að bjóða upp á meiri sveigj- anleika en þessi flóðlýsing í núver- andi mynd, gagnast í sumum tilvikum, blekkir í öðrum, veikir myndheildirnar með misvísandi end- urkasti í enn öðrum. Undarlegt að myndverkin í almennri lýsingu kaffi- stofunnar njóta sín sýnu best í þessu tilviki. Þá eru engin ártöl í sýning- arskrá þótt stærð verkanna sé sam- viskusamlega tíunduð, en trúlega um nýlegar myndir að ræða. Það eru vel að merkja þessi og fleiri grunnatriði sem ber að gaumgæfa áður en menn geta talist samkeppnisfærir á al- þjóðavettvangi hvað sýningafram- kvæmdir snertir. Blár alheimur Náttúrulýsing, vatnslitir, 80x70 cm. MYNDLIST Hafnarborg Opið alla daga frá kl. 11–17. Lokað þriðjudaga. Til 4. nóvember. Aðgangur 300 krónur. MYNDVERK TRÓNDUR PATURSSON Bragi Ásgeirsson EINÞÁTTUNGARNIR eru Herp- ingur eftir Auði Haralds, sem fjallar um einhleypa konu sem leitar leiða til þess að kynnast einhverjum af gagn- stæða kyninu, og Hinn fullkomni maður eftir Mikael Torfason, sem fjallar um mann sem er að hefja áfengismeðferð. Framleiðandi sýn- ingarinnar er Draumasmiðjan. Gunn- ar Gunnsteinsson leikstýrir Herpingi og Margrét Pétursdóttir leikur en Hilmir Snær Guðnason leikstýrir Hinum fullkomna manni og þar fer Gunnar Gunnsteinsson með hlutverk- ið. Að horfast í augu við sjálfan sig Mikael lagði drög að sínu verki fyr- ir einu og hálfu til tveimur árum. „Ég vann að uppkastinu í rólegheitum en kláraði svo að skrifa einþáttunginn í sumar. Söguhetjan er í áfengismeð- ferð. Mér fannst þetta forvitnilegt efni. Í mínum huga er áfengismeðferð hreinsunareldur. Ég á marga vini sem hafa farið alla leið niður á botn- inn. Þeir hafa horfst í augu við sjálfa sig sem við hin gerum minna af nema við séum sæmilegar manneskjur eins og ég. Ég hef mjög gaman af því að horfast í augu við veikleika mína og sjá hve oft ég er mikið fífl. Söguhetjan er að reyna að horfast ekki í augu við sjálfa sig en neyðist til þess. Maður- inn er nýfluttur heim erlendis frá og hefur alltaf flúið sjálfan sig. Hann er eldri en ég, kannski rúmlega fertug- ur, og á sína fortíð og hefur afrekað ýmislegt sem hann sér eftir. Hann hefur átt þrjár eiginkonur og þær hafa sameinast gegn honum og hafa í raun ennþá áhyggjur af honum. Hann er beiskur og finnst hann ekki hafa gert mikið rangt. En hann er að gera upp líf sitt og reyna að ganga í gegn- um hreinsunareldinn,“ segir Mikael. Mikael hefur ekki skrifað mörg leikrit en kveðst hafa verið mikill leik- húsáhugamaður á sínum tíma. „Ég var í sextán manna úrtaki sem sótti um í Leiklistarskólann en fékk ekki inni en lifði það samt af og sneri mér að öðru. Ég var alltaf að skrifa eitt- hvað á þessum tíma en ég tók mér hlé frá forminu til þess að einbeita mér að bókaskrifum. Ég hef ekki einu sinni séð leikritið og veit því ekki hvernig hefur tekist til. En textinn er góður. Ég kem ekki heim fyrr en 18. nóv- ember og þá fyrst get ég séð leikrit- ið,“ segir Mikael sem býr í Kaup- mannahöfn. Nýlega kom út skáldsagan Samúel eftir Mikael og nýlega kom út Heims- ins heimskasti pabbi í Finnlandi og hún er einnig væntanleg í dreifingu í Danmörku í næstu viku. Skápahommar og aular Auður er ekki heldur farin að sjá sitt verk á sviði. „Ég er svo góður og frægur höfundur að ég læt leikstjór- ann alveg í friði. Ég held að dreka- andardráttur höfundarins sé ekki alltaf hollur.“ Auður kveðst hafa orðið mjög hrifin af þeirri hugmynd Gunnars Gunn- steinssonar að spyrða saman tvo ein- þáttunga á einni sýningu eftir tvo höf- unda af sitt hvorri kynslóðinni. „Til- viljun ræður því að hér er sitt hvort stykkið án samráðs um fólk sem er af- skaplega sjálfblint. Ég er að búa til af- ar sjálfblinda konu sem gerir allt hið rétta á ákaflega rangan hátt. Ég vann dálítið með spakmælið Það síðasta sem þú uppgötvar er hvernig aðrir sjá þig. En ég hef líka tekið eftir því að aðrir sjá eitthvað annað í verkinu. Súsönnu Svavarsdóttur finnst þetta vera verk um hvað allir karlar eru ómögulegir. Ég hélt ég hefði verið bú- in að hrista þá klisju af mér á aldar- fjórðungi. Söguhetjan er einsýn, eit- ilhörð og ekki mjög skynsöm kona sem vill eignast mann og börn. Hún vinnur að þessu markmiði sínu algjörlega blint. Konur sem eru mjög ásæknar, ákveðnar og harðar virðast mjög sterkar og að þeim laðast mestu aul- arnir. Hvað nær þessi kona í annað en skápahomma og aula? Hún sýnir líka hvað samkennd hennar er mikil og hún er góð að fóðra sínar gjörðir. Þeg- ar þetta er allt tínt til lítur málið vissu- lega þannig út að verið sé að rakka nið- ur karlmenn. En ég er alls ekki þeirrar skoðunar að allir karlmenn séu svona. En það er rétt að þetta er mikið til úr- valið á markaðnum því það er búið að skila þessum lélegu og þeir eru jafnvel á sjötugustu endurvinnslu. Ég hef hitt marga aula í gegnum tíðina og held að það sé ekki vegna þess að hlutfallið sé svo hátt. Miklu fremur vegna þess að þeir sogast að þeim konum sem virðast geta tekið fyrir þá ákvarðanir.“ Auður segir leikrit sitt ekki klúrt, ekki gróft eða ruddalegt. „Það er kaldranalegt því söguhetjan skilur ekki að hún er ekki sú eina með til- finningar.“ Mestu aularnir laðast að hörðu konunum Tveir einþáttungar verða frumsýndir í Borgarleikhúsinu í kvöld. Guðjón Guð- mundsson heyrði í höfundum, Mikael Torfasyni og Auði Haralds. Morgunblaðið/Þorkell Margrét Pétursdóttir í hlutverki sínu í Herpingi. Gunnar Gunnsteinsson í hlutverki sínu í Hinum fullkomna manni. gugu@mbl.is SNORRASTOFA stendur fyrir opnum fyrirlestri kl. 14 á morgun um víg Snorra Sturlusonar 23. september 1241. Óskar Guð- mundsson, fræði- maður og rithöf- undur, heldur erindi með yf- irskriftinni ,,Hvers vegna var Snorri Sturluson myrt- ur?“ og er það liður í röð Fyr- irlestra í héraði. Í erindinu mun Óskar vega og meta hugmyndir manna um orsak- ir og endalok á ævi Snorra, draga þær í efa og setja fram aðrar skýr- ingartilgátur, t.d. um mótíf, orsak- ir vígsins o.s.frv. Óskar lagði stund á sagnfræði, stjórnmálafræði og bókmennta- fræði við Háskóla Íslands, Háskól- ann í Bremen í Þýskalandi og Kaupmannahafnarháskóla. Aðgangseyrir er 500 kr. Fjallað um víg Snorra Sturlusonar Óskar Guðmundsson KVIKMYNDIN Hafið eftir Baltasar Kormák verður sýnd með enskum texta í Háskólabíói í dag kl. 17.45 og eftirleiðis. Myndin er textuð til að koma til móts við óskir fjölmargra útlendinga sem hér búa en hafa enn ekki náð fullkomnum tökum á íslenskunni. Þá hafa framleiðendum einnig borist fyrirspurnir og óskir um þennan kost frá ýmsum hótelum á höfuðborgarsvæðinu, segir í frétta- tilkynningu. Kvikmyndin Hafið með enskum texta ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.